Sunnudagur, 7. desember 2008
Engin kreppa í jólaversluninni
Jólaverslun virðist vera með besta móti þó að kreppa sé skollin á. Íslendingar kaupa dýrar jólagjafir og greiða meira en áður með beinhörðum peningum og debetkortum. Verslunarfólk, sem rætt var við í Kringlunni í dag, segir færri gera jólainnkaupin útlöndum og því sé mikið að gera hér heima. (ruv.is)
Trúlega ætla Íslendingar að reyna að halda jól á sama hátt og áður. Það er gott.Það mun ef til vill ekki kreppa verulega að fyrr en á nýju ári. Væntanlega herðir ríkisstjórnin sig í aðstoðarstarfi fyrir fjölskyldur og fyrirtæki.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 7. desember 2008
VG í baráttuhug
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði á aukaflokksráðsfundi í dag að það væri misnotkun á lýðræðinu að boða ekki til kosninga.
Fundurinn var haldinn á Grand Hótel og kemur í kjölfar tveggja skoðanakanna sem mæla fylgi flokksins í um 30%. Lagt var fram aðgerðarplan en þar er að finna tillögur um að sett verði þak á hækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána og að vaxtabætur hækkaðar.
Þá leggja Vinstri græn til að öll nauðungaruppboð verði stöðvuð næstu 2-3 mánuði og að opinberum bönkum og lánastofnunum verði gert að styðja atvinnufyrirtæki gegnum yfirstandandi erfiðleika með skuldbreytingum og nauðsynlegri rekstrar- eða endurfjármögnun. En síðast en ekki síst er það krafa Vinstri grænna að boðað verði til kosninga eigi síður en síðla veturs eða næsta vor.
Steingrímur J. Sigfússon sagði að ríkisstjórninni hefði mistekist að skapa nauðsynlegt traust og trúverðuleika undanafarnar vikur (visir.is)
Ég er sammmála VG um að boða þarf til kosninga næsta vor. Ég tel það nauðsynlegt svo ráðherrar og þingmenn geti axlað ábyrgð af fjármálakreppunni.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 7. desember 2008
Of miklar árásir á forseta Íslands
Nokkuð hefur borið á því undanfarið,að höfð væri uppi hörð gagnrýni á forseta Íslands. Ég tel það óviðeigandi. Það þarf að hafa sem mestan frið um forsetaembættið.Forsetinn á að vera sameiningartákn þjóðarinnar.
Yfirleitt hefur Ólafur Ragnar staðið sig vel sem forseti.Hann hefur gert talsvert af því að fara fyrir viðskiptasendinefndum til útlanda,t..d. til Asíu og hefur hann þar opnað dyr fyrir viðskiptum.Ég er ánægður með það Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa um of slegist í för með útrásarvíkingum. Ég tel þá gagnrýni of harða. Nú síðast var verið að gagnrýna forsetaembættið fyrir mikinn símakostnað og annan kostnað. Það finnst mér óviðeigandi. Ríkisendurskoðun fylgist með kostnaði forsetaembættisins og það á að duga.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 7. desember 2008
Kaupmátturinn hrynur
Kaupmáttur launa minnkar nú jafnt og þétt og hefur ekki mælst lægri síðan í lok árs 2005. Alþýðusambandið hefur áhyggjur af stöðu mála.
Fólk fær sífellt minna fyrir launin sín. Þetta sýna nýjar tölur um þróun kaupmáttar. Ef horft er á tímabilið október 2007 til sama mánaðar í ár - kemur í ljós að verðbólga mældist tæp 16 % á meðan laun hækkuðu að meðaltali um tæp 9 %. Vegna þessa hefur kaupmáttur rýrnað á tímabilinuum 6,1 %. Hann er nú svipaður og fyrir þremur árum - sem þýðir að almenningur getur keypt svipað mikið fyrir launin sín í dag og það gat undir lok árs 2005. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.
Fjallað er um þessa stöðu á heimasíðu Alþýðusambands Íslands. Þar á bæ eru menn ekki bjartsýnir á framhaldið, þeir segja að í ljósi þess að verðbólga gæti enn átt eftir að aukast sé hætt við að kaupmáttur haldi áfram að minnka á næstunni. Þetta sé áhyggjuefni þar sem heimilin í landinu hafi safnað upp miklum skuldum - bæði með verðtryggðum innlendum lánum og lánum í erlendri mynt. Mörg heimili sjá því fram á að lenda í greiðsluerfiðleikum. (ruv.is)
Það er alvarlegt mál,að kaupmátturinn hafi þegar hrapað um rúm 6%. Lífeyrir aldraðra hefur rýrnað álíka mikið . Í baráttunni framundan þarf að verja lífskjör láglaunafólks,aldraðra og öryrkja.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. desember 2008
Jón Daníelsson: Þurfum ekkert lán
Jón Danielsson hagfræðingur í London var í þætti Sigurjóns Egilssonar á Bylgunni í morgun og í Silfri Egils. í dag. Hann ræddi efnahagsmálin og bankakreppuna. Hann sagði: Við þurfum ekkert erlent lán hvorki frá IMF eða "vinaþjóðum" okkar. Við þurfum ekki að greiða Ice save reikningana miðað við álit íslenskra lögspekinga.Og því þurfum við ekki erlend til þess að greiða þær skuldir. Og við þurfum ekki að nota lánið frá IMF. Það getur legið hér´ ónotað. Það átti að vera til þess að koma krónunni á flot og koma á frjálsum gjaldeyrisviðskiptum. En nú eru gjaldeyrishöft og á meðan þarf ekki að nota lánið.Ef við höldum gjaldeyrishöftum eða tökum upp annan gjaldmiðil einhliða þurfum við engin erlend lán. Jón sagði,að það væri mikil hætta á því,að Ísland gæti ekki staðið undir öllum þeim erlendu lánum sem nú væri rætt um að taka.Og þess vegna væri betri kostur að taka engin lán og borga ekki Icesave þó það kostaði um skeið óvild nokkurra þjóða.Hvorugur kosturinn væri góður en skárri kostur að taka engin lán.Við yrðum fljót að ná okkur út úr kreppunni með því að taka engin lán.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 7. desember 2008
Guðríðarkirkja vígð í dag
Í dag á öðrum sunnudegi í aðventu verður hin nýja Guðríðarkirkja í Grafarholti í Reykjavík vígð af biskupi Íslands. Aðeins eru liðnir fjórtán mánuðir síðan fyrsta skóflustungan var tekin og verkið hefur gengið mjög vel..
Farin var ný leið við kirkjubygginguna þar sem ákveðið var að kanna hvort hægt væri að reisa kirkju á skömmum tíma í nýju hverfi með alútboði. Var talið mikilvægt að kirkja risi sem fyrst í hinu nýja hverfi og stuðlað að því að svo gæti orðið. Sú stefna var mörkuð í upphafi að messurými og safnaðaraðstaða væri sem best út garði gerð en jafnframt að fyllsta aðhalds væri gætt varðandi kostnað. Það virðist hafa gengið eftir.Guðríðarkirkja verður vígð kl. 2 í dag.Kirkjan er kennd við Guðríði Þorbjarnardóttur biskupamóður,sem var víðförlust kvenna á miðöldum.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)