Iðnskólinn einkarekinn!

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, skrifar í dag undir samning við Menntafélagið um yfirtöku á rekstri Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskóla Íslands. Fjallað var um samninginn á ríkisstjórnarfundi í morgun. 

Samningurinn er til fimm ára og gildir frá 1. júlí 2008. Skólinn verður stærsti framhaldsskóli landsins með vel á þriðja þúsund nemendur, 250 starfsmenn og yfir 40 námsbrautir.

Námsframboð í hinum nýja skóla verður óbreytt til að byrja með en samið verður um þróun námsframboðs í skólasamningi og komið á fót samráðshópi menntamálaráðuneytis og skólans um skólaþróun.

Viðræður um sameiningu skólanna hafa staðið í á annað ár. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu verður öllum fastráðnum starfsmönnum Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskóla Íslands boðið starf við hinn nýja skóla og halda þeir réttindum sínum og kjörum óskertum. Nemendur sem stunda nám við Fjöltækniskóla Íslands og Iðnskólann í Reykjavík við gildistöku samningsins eiga rétt til að ljúka skilgreindu námi skv. aðalnámskrá framhaldsskóla.

Menntafélagið er í eigu Samtaka iðnaðarins, Landssambands íslenskra útvegsmanna, Samorku, Sambands íslenskra kaupskipaútgerða og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík og hefur félagið annast rekstur Fjöltækniskóla Íslands með samningi við menntamálaráðuneyti frá árinu 2003. Menntafélagið er ekki rekið í ágóðaskyni heldur rennur allur hugsanlegur ágóði af rekstri þess beint í skólareksturinn.

Samkvæmt samþykktum félagsins munu eigendur þess í upphafi leggja fram 100 milljónir króna til þróunarstarfs í skólanum.

Fram kom,að ríkið mundi greiða til skólans svipað framlag á  hvern nemanda og það greiðir á nemendur í Verslunarskólanum. Spurningin er þessi: Hvers vegna  er verið að breyta rekstrarformi skólans. Er það til þess að unnt sé að segja,að skólinn sé einkarekinn? Fjárhagslegur ávinningur er enginn fyrir ríki. Það verður að greiða jafnmikið til skólans og áður. Ég spái því hins vegar,að ekki líði á löngu til  há skólagjöld verði lögð á nemendur.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Menntafélagið yfirtekur rekstur skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitíkin í borgarstjórn komin á lágt plan

Pólitíkin í borgarstjórn er komin á mjög lágt plan..Aðeins 9% treysta borgarstjórn.Ég fullyrði, að það sem  hefur gerst í borgarstjórn hefði verið óhugsandi,að gerðist þar fyrir nokkrum áratugum. Þá héldu samningar, sem gerðir höfðu verið.Stjórnmálamenn stóðu við gerða samninga. Árið 1978 féll meirihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn eftir langt ósitið valdaskeið Sjálfstæðisflokksins. Alþýðuflokkur,Alþýðubandalag og Framsókn mynduðu þá nýjan meirihluta. Það, sem nú hefur gerst, er svipað og eftirfarandi hefði gerst 1978: Sjálfstæðisflokkurinn  hefði  gengið á eftir  fulltrúum hins nýja meirihluta í borgarstjórn og boðið einhverjum þeirra  stól borgarstjóra út á það,að sá hinn sami mundi ganga til meirihlutasamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og sprengja " vinstri meirihlutann"..Mönnum þykir þetta fráleitt þegar þeir lesa þetta í dag og vissulega er það fráleitt.Í fyrsta lagi hefði Sjálfstæðisflokkur þess tíma aldrei lagst svo lágt að reyna slík bolabrögð sem þau að reyna að fá einhvern fulltrúa hins nýjs meirihluta til fylgis við sig. Í öðru lagi hefði ekki þýtt að nefna slíkt við neinn fulltrúa nýs meirihluta á þeim tíma.Engar vegtyllur hefðu á þeim tíma vegið þyngra en málefnin og gerðir samningar, ekki einu sinni stóll borgarstjóra..
Hvernig stendur á því, að það sem var óhugsandi  fyrir 30 árum í borgarstjórn gerist nú og vissir borgarfulltrúar telja það sjálfsagt. Hefur siðferði í stjórnmálum hrakað sona mikið? Svarið er já.Hafa gerðir samningar ekki lengur neitt gildi? Hefur traust manna í milli ekki lengur neitt gildi? Svo virðist sem svara verði þesum síðari spurningum neitandi. Siðferði í stjórnmálum hefur hrakað og traust manna í milli er ekki það sama og áður var. Ég tel,að almenn lausung í þjóðfélaginu  eigi hér nokkra sök,einnig græðgisvæðingin og peningahyggjan.Ef stjórnmálamenn ekki taka sig á og breyta þessari óheillaþróun  þá missa kjósendur allt traust á stjórnmálamönnum. Nátengt þessu er einnig virðing fyrir kjósendum og  kosningaloforðum. Það verður að standa við kosningaloforðin og virða kjósendur.
 
Sjálfstæðismenn segja, að það sem gerðist þegar þeir mynduðu meirihluta með Ólafi F.Magnússyni,sé aðeins hið sama  eða svipað og þegar Björn Ingi myndaði  meirihluta með  vinstri flokkunum.En það er ekki rétt.Þegar meirihluti Sjálfstæðismanna og  Framsóknar sprakk var búinn að vera mikill málefnaágreiningur um langt skeið og ekki aðeins á milli þessara flokka, heldur einnig innan Sjálfstæðisflokksins. Svo virtist þá sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins væru að snúast gegn foringja sínum,Vilhjálmi,borgarstjóra,a.m.k. fóru þeir á fund Geirs Haarde formanns og kvörtuðu undan  Vilhjálmi.Mikill málefnaágreiningur var þá  um Orkuveitu Reykjavíkur og REI. En nú aftur á móti var enginn málefnaágreiningur innan meirihluta Samfylkingar,Framsóknar,VG og F-listans. Ólafur F. Magnússon  dró ekki upp nein mál innan meirihlutans,sem hann var ósáttur við. Hann segir aðeins eftir á, að hann hafi ekki fengið framgengt nógu af málum  og ekki nóg  áhrif í nefndum en hann valdi sjálfur að vera fremur forseti borgarstjórnar en að fá  margar nefndir.Ólafur vildi sem sagt fremur fá vegtyllu en völd og kvartar svo eftir á.Ekki  varð þess vart, að Ólafur væri óánægður með meirihlutann. Það kom hvergi fram enda  var hann sjálfur guðfaðir meirihlutans. Hann hafði fyrstur fulltrúa annarra flokka samband við Dag B.Eggertsson og Samfylkinguna til þess að leggja til að myndaður yrði nýr meirihluti undir forustu Samfylkingarinnar eftir að Framsókn sagði skilið við Sjálfstæðisflokkinn.En siðferðisþrek Ólafs var ekki meira en það, að þremur mánuðum síðar slítur hann því samstarfi sem hann stofnaði sjálfur til! Sjálfstæðisflokkuinn gekk á eftir honum allan tímann með gylliboðum og þegar  flokkurinn bauð honum borgarstjórastólinn lét hann undan.
Björgvin Guðmundsson
borgarfulltrúi 1970-1982

Fella þarf niður seðilgjöld

Umboðsmaður Alþingis segir, að það tíðkist í einhverju mæli að opinberar stofnanir og fyrirtæki innheimti svonefnd seðilgjöld og þá bæði til viðbótar við fjárhæðir gjalda sem ákveðnar eru í lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum og einnig vegna þjónustu sem þau veita.

Fram kemur á heimasíðu umboðsmanns, að þegar leitað hafi verið eftir skýringum á þessari gjaldtöku hafi gjarnan verið vísað til þess að þetta væri kostnaður sem greiða þyrfti til bankanna vegna innheimtunnar.

Umboðsmaður segist ætla að bíða niðurstöðu  vinnu, sem hafin er  vegum viðskiptaráðuneytisins til að skoða meðal annars innheimtu seðilgjalda af hálfu fjármálafyrirtækja áður en hann aðhefst frekar vegna töku seðilgjalda hjá opinberum aðilum.

Það ætti að fella öll seðilgjöld niður. Þessi gjöld þekktust ekki fyrir áratug. Þau eru fylgifiskur græðgisvæðingarinnar en  hún felst m.a. í því  að fyrirtækin reyna að plokka peninga af viðskiptavinum fyrir allt. Það kostar orðið peninga að greiða reikninga  í bönkunum,það kostar að millifæra milli óskyldra banka og það kostar að fá útskrift  og síðan  taka öll fyrirtæki  orðið seðilgjöld fyrir að senda reikninga. Þetta nær ekkli nokkurri átt.Viðskiptaráðherra hefur látið orð falla um  að fella seðilgjöldin niður. Vonandi kemur hann því fram.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Skoðar seðilgjöld opinberra stofnana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja,að menn vandi bloggið. Ekki vega að mönnum að óþörfu

Á aðalfundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík á miðvikudaginn var borin fram tillaga þriggja fundarmanna þess efnis að samfylkingarfólk eigi að gæta sín í orðavali, hvort sem er í ræðu eða riti, þegar fjallað er um pólitíska andstæðinga jafnt sem samstarfsmenn.

Var þar einnig kveðið á um að ekki eigi að vega að mönnum að óþörfu eða gagnrýna andstæðingana harðar  en eðlilegt geti talist.

„Það þarf alltaf öðru hverju að skerpa á því að menn vandi mál sitt í ræðu og riti, ekki síst núna á þessum síðustu og verstu tímum,“ segir Guðlaugur Pálmi Magnússon, einn flutningsmanna tillögunnar. „En það var enginn sérstakur nefndur á nafn,“ tekur hann fram.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Vilja kurteisi við andstæðinginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigríður Lilly: Mönnum finnst þeim refsað fyrir að greiða í lífeyrissjóð

Sigríður Lilly  forstjóri Tryggingastofnunar  sagði í erindi sínu um lífeyrismál hjá  BSRB,að eldri borgarar,sem greitt hefðu í lífeyrissjóð,  sættu skerðingu tryggingabóta hjá TR og þeim fyndist   þar af leiðandi þeim vera refsað fyrir að hafa greitt í lífeyrissjóð. Sigríður sagði,að það vantaði markmið í löggjöfina um TR.

Ummæli Sigríðar benda til þess ,að hún muni beita sér fyrir umbótum eldri borgurum í hag.

 

Björgvin Guðmundsson


Gunnar Smári: Bankarnir illa staddir

Gunnar Smári,fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins,sagði i  útvarpsþættinum Í Vikulokin í dag,að islensku bankarnir væru mikið ver staddir er menn gerðu sér almennt grein fyrir. Erfiðleikar bankanna hefðu staðið í 8 mánuði. Á þessum tíma hefði skuldatryggingaálag bankanna verið svo hátt,að þeir hefðu ekki getað tekið nein lán.Fram kom í þættinum ,að íslensku bankarnir hefðu verið  alltof frekir til fjárins,þegar nægilegt framboð var á erlendu  lánsfe.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Geir heyrði engin ný sannindi

Það eru búnar til miklar fréttir um það,að Geir Haarde hafi verið tjáð það í Brussel,að ekki væri unnt að taka upp evru án aðildar að ESB.Þetta eru engin ný sannindi. Norðmenn fengu að vita þetta fyrir 8 árum og auðvitað gildir það sama fyrir Ísland og Noreg. En samt hafa menn látið þannig hér eins og  það væri möguleiki að taka  upp evru án aðiðar að ESB.En allir sérfræðingar og kunnáttumenn um málið vissu,að þetta var ekki möguleiki. Geir heyrði ekkert nýtt um málið.

 

Björgvin Guðmundsson


Samfylkingin með 35%

Ný fylgiskönnun Capacent sýnir að Samfylkingin er enn að styrkja stöðu sína í ríkisstjórnarsamstarfinu.  Fylgi hennar eykst nú úr 31% í 35% og hefur ekki verið meira í heil 5 ár.  Munurinn á fylgi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er nú aðeins 3%.  Það er athyglisvert samkvæmt þessari könnun að Samfylkingin og VG eru með nauman meirihluta eða 51% fylgi meðal þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni.

Björgvin Guðmundsson  

OECD gagnýnir ríkisstjórnina

Fulltrúar OECD voru hér á ferð fyrir nokkrum dögum. Ársskýrsla OECD um Ísland er komin

út. OECD gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að gera ekki nægilegar ráðstafanir til  þess að koma á jafnvægi í efnahagsmálum. Segir OECD ,að þenslueinkenni  í hagkerfinu á sl. ári hafi verið stórlega vanmetin,bæði af ríkisstjórn og Seðlabanka. Af þeim sökum hafi verið slakað  of mikið á aðhaldi í ríkisfjármálum.Seðlabankinn hafi hækkað stýrivexti sína of seint. Fulltrúi OECD sagði,að vegna mikillar skuldsetningar íslensku þjóðarinnar erlendis væro hagkerfið berskjaldað gagnvart hinni alþjóðlegu lánakreppu.Íslenskui bankarnir væru hins vegar vel stæðir. OECD segir,að  ekki bendi margt til að efnahagslegur samdráttur sé framundan en  hagkerfið  muni vissulega kólna á næstunni.OECD telur að veita verði áfram peningalegt aðhald og að ekki verði unnt að lækka  stýrivexti fyrr en síðar á árinu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 1. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband