Verkafólk samþykkti kjarasamningana

Kjarasamningar Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins við Samtök atvinnulífsins voru samþykktir með afgerandi hætti í öllum félögum, en talning atkvæða lauk í dag, að því er fram kemur í frétt á vef Starfsgreinasambandsins.

Af þeim sem greiddu atkvæði samþykktu 84 % félagsmanna landsbyggðarfélaga SGS samninginn og 85 % félagsmanna Flóafélaganna. Þátttaka var 20,5%, nokkuð meiri á landsbyggðinni eða 24.5% en tæp 18% hjá flóafélögunum.

Rétt til að greiða atkvæði um samninginn höfðu alls 31.859 félagsmenn SGS, þar af 18.374 innan Flóafélaganna, Eflingar, Hlífar, VSFK og Boðans.

Lækkun krónunnar hefur þegar skapað hættu á verðhækkunum vegna innfluttra vara og verður kauphækkunin þá fljót að eyðast upp ef svo verður. Hafa verkalýðsforingjar skorað á kaupmenn að hækka ekki vöruverð vegna lækkunar krónunnar.

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Kjarasamningarnir samþykktir með miklum meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LEB vill fund með forsætisráðherra

Hinn 20. febrúar 2008  óskaði 

framkvæmdastjórn  Landssambands eldri borgara (LEB ) eftir fundi með forsætisráðherra við fyrsta tækifæri. Framkvæmdastjórnin fór yfir niðurstöður nýafstaðinna kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins á fundi sínum  20. febrúar.

Framkvæmdastjórnin ákvað að leita eftir fundi með  forsætisráðherra, til að fara yfir þau atriði sem snúa að hagsmunum eldri borgara.

Ekki hefur orðið af fundinum enn.

Björgvin Guðmundsson

 


Er allt að fara til fj......

Umræðan  í fjölmiðlum og á alþingi  er nú þannig,að halda  mætti að allt væri á heljarþröm í efnahagsmálum þjóðarinnar.En er það svo? Ég tel,að það sé fullsterkt að orði kveðið.Vissulega er byrjaður samdráttur eða niðursveifla eins og margir vilja kalla það og gengi íslensku krónunnar er fallandi eins  og spáð hafði verið  að mundi gerast.Frá áramótum hefur gengi krónunnar lækkað um 15%.Það alvarlegasta er verðbólgan,sem minnkar ekkert þrátt fyrir himinháa stýrivexti Seðlabankans.Þess hafði verið vænst,að  unnt væri að byrja lækkun vaxtanna áður en gengið færi að lækka en svo verður ekki. Það getur því verið að vaxtalækkun frestist. Það alvarlega er,að lækkun gengis krónunnar veldur hækkun á öllum innfluttum vörum og getur þvi valdið verðbólgu.

Það sem mest hefur verið rætt undanfarið er vandi íslensku bankanna,sem eiga nú orðið erfitt með að fá lán erlendis  á góðum kjörum,gagnstætt því,sem áður var. Slæmt umtal erlendis um íslensku bankana getur skaðað  ímynd Íslands og bankanna. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru nú ásamt bankastjórum og stjórnarformanni  Baugs  í New York og Kaupmannnahöfn að leiðrétta villur um  íslensk efnahagsmál og bankana og freista þess að bæta ímynd Íslands.

 

Björgvin Guðmundsson


Þarf ekki að efna kosningaloforðin?

Fyrir síðustu þingkosningar gáfu allir stjórnmálaflokkar mikil loforð um aðgerðir í þágu aldraðra og öryrkja.Allir flokkar virtust sammála  um nauðsyn þess að stórbæta kjör aldraðra. Nú eru tæpir 10 mánuðir liðnir frá því kosið var en  ekkert hefur enn verið gert í því að hækka lífeyri aldraðra og  öryrkja.

Það hafa verið gefin fyrirheit um að draga úr tekjutengingum en  ekkert gert í því að hækka lífeyri frá almannatryggingum en það var aðalkosningaloforðið.Þurfa stórnmálaflokkarnir ekki að efna kosningaloforðin? Geta þeir blákalt lofað kjarabótum og  gleymt loforðunum um leið og búið er að kjósa?Ég segi nei. Þeir verða að standa við kosningaloforðin.

Því var einnig lofað fyrir kosningar að stórhækka skattleysismörkin.Í tengslum við gerð kjarasamninga  ákvað ríkisstjórnin að hækka skattleysismörk um 5800 kr. á mánuði næsta ár.Síðan á að hækka þau til viðbótar  2010  og 2011,þannig að hækkunin verði orðin 20 þúsund á mánuði 2011. Þau verða þá orðin  115 þúsund á mánuði en auk þess koma verðlagshækkanir. Ekki eru þetta miklar  hækkanir á skattleysismörkunum og hvergi nærri það sem lofað var fyrir kosningar.Það þarf að standa við kosningaloforðin.

 

Björgvin Guðmundsson


Atvinnurekendur samþykkja kjarasamningana

 

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýja kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins undirrituðu við meginþorra stéttarfélaga innan ASÍ þann 17. febrúar síðastliðinn fór fram í vikunni 3.-7 mars meðal aðildarfyrirtækja SA. Samningarnir voru samþykktir með 88% greiddra atkvæða, 9,7% atkvæða voru greidd gegn samningunum en 2,3% tóku ekki afstöðu. Kosningaþátttaka var 38,2%.

Atkvæðagreiðslan gildir um kjarasamninga sem gerðir hafa verið við eftirfarandi sambönd og félög: Starfsgreinasambandið, Flóabandalagið, Verslunarmenn (VR/LÍV), Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn, Félag bókagerðar­manna (FBM), Félag vélstjóra- og málmtæknimanna (VM) og Matvís.

 Það er ánægjulegt,að SA skuli vera búið að samþykkja kjarasamningana. Væntanlega verða þeir einnig samþykktir hjá verkalýðsfélögunum. Enda þótt  samningarnir hefðu mátt vera betri væri samt hálfu verra ef þeir yrðu nú felldir og allt færi í uppnám og jafnvel verkföll.Við þurfum stöðugleika eins og ástandið er nú.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is SA samþykkja kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB:Verða sjávarútvegshagsmunir Íslands tryggðir

Joe Borg,sjávarútvegsstjóri í framkvæmdastjórn ESB, er bjartsýnn á,að Ísland gæti tryggt sjávarútvegshagsmuni sína í samningaviðræðum við ESB.Hann segir,að farið sé eftir "hlutfallslegum stöðugleika" við úthlutun fiskveiðiheimilda.Hlutfallslegur stöðugleiki  við úthlutun fiskveiðiheimilda veitir aðildarríki  með fiskveiðihagsmuni í eigin lögsögu tryggingu.Það þýðir að það eru fyrst og fremst þau ríki,sem þegar hafa fiskveiðihagsmuni á tilteknu hafsvæði,sem fá þau réttindi tryggð,svo lengi sem veiðarnar eru sjálfbærar.Þannig,að ef Ísland gengi í ESB,væru hefðbundnar veiðar þeirra í eigin löggsögu tryggðar svo lengi sem þær væru innan  marka sambandsins um sjálfbærni. Þetta er álit Joe Borg.

Æ fleiri telja,að Ísland hafi ekkert að óttast í sjávarútvegsmálum við aðild að ESB. En ekki er unnt að fá nein örugg svör fyrirfram. Svörin fást ekki fyrr en í aðildarviðræðum. Og reikna má með, að Ísland yrði að sætta sig við það að veiðiheimildum við Ísland yrði úthlutað í Brussel en trúlega mundi Ísland fá allar veiðiheimildirnar.

 

Björgvin Guðmundsson,


Hvað vinnst við aðild að ESB?

 

Ef Noregur sækir um aðild að ESB  má reikna með, að Ísland sigli fljótlega í kjölfarið. Um leið og Noregur yfirgefur EFTA,Fríverslunarsamtök Evrópu, og gengur í ESB eru örlög EFTA ráðin og raunar örlög EES,Evrópska efnahagssvæðisins, einnig.EFTA getur tæpast lifað án Noregs. Það yrðu þá aðeins 3 ríki eftir,Ísland,Lichtenstein og Sviss.Af þeim eru aðeins 2 í EES,þ.e. Ísland og Lichtenstein,þar eð Sviss er ekki aðili að EES.Það yrði mjög erfitt að reka EES-samninginn með aðeins 2 EFTA ríkjum og nánast ókleift. Auk þess sem reikna má með að ESB hefði lítinn áhuga á því að viðhalda EES með aðeins 2 EFTA ríkjum.Áhugi ESB á EES hefur farið minnkandi undanfarin  ár og sá áhugi mundi enn minnka og ef til vill hverfa alveg. Allt eru þetta veigamiklar röksemdir fyrir því,að Ísland mundi feta í fótspor Noregs og sækja einnig um aðild að ESB. En auk þess mundi samkeppnisstaða Noregs á mörkuðum ESB batna,ef landið gengi í  sambandið og Noregur því standa betur að vígi í samkeppni við Ísland á þessum mörkuðum.Sú röksemd mundi einnig þrýsta á Ísland að  sigla í kjölfar Noregs varðandi aðild að ESB.

 

 Hvað vinnst við aðild að ESB?

 

En hvað vinnst við aðild að  Evrópusambandinu? Ísland er með mjög góðan samning við Evrópusambandið  að því er varðar tollfrelsi  fyrir íslenskar sjávarafurðir á mörkuðum ESB,betri samning en Noregur hefur. Flestar sjávarafurðir Íslands njóta fulls tollfrelsis. Það eru aðeins örfáar sjávarafurður sem ekki fá  fulla tollaniðurfellingu.Við aðild að ESB fengjum við væntanlega fullt tollfrelsi fyrir þær einnig en auk þess yrðum við með í ákvarðanatöku innan  Evrópusambandsins,ef við gengjum þar inn.Í dag er það svo,að Ísland og Noregur verða að taka einhliða við 70-80 % af öllum tilskipunum ESB. Þessi EES lönd fá að taka þátt í vissum nefndum,sem undirbúa tilskipanir en þau fá ekki að vera með þegar ákvarðanir eru teknar.Valdamestu stofnanir ESB eru ráðherraráðið,framkvæmdastjórnin og þingið.Ísland og Noregur fá að sjálfsögðu ekki að taka þátt í þessum stofnunum og ekki heldur í sveitarstjórnarráði ESB. Ein helsta röksemdin fyrir aðild að ESB er að fá að vera með við ákvarðanatöku.Auk þess sem aðild að ESB er forsenda fyrir því að  geta tekið  upp evru.

 

 

 

Núverandi ríkisstjórn segir,að aðild Íslands að ESB sé ekki á dagskrá.Þetta mundi hins vegar gerbreytast,ef Noregur gengi inn. Þá ætti Ísland ekki auðvelt með að standa fyrir utan.

 

  

Björgvin Guðmundsson

 

 

   


Til baka á pistlasafn

Vefstjórn


Ellilífeyrisþegum mun fjölga úr 10 í 19%

Hagstofa Íslands gaf nýverið út nýja spá um mannfjölda á Íslandi til ársins 2050. Áætlað er að fjöldi ellilífeyrisþega í þessum aldurshópi verði orðinn tæplega 82 þúsund árið 2050 eða um 19% af heildarmannfjölda á Íslandi, þess má geta að í dag er hann rúmlega 10%.

Reikna má með því að ellilífeyrisútgjöld almannatrygginga aukist af þessum sökum en það fer þó eftir þróun viðmiðunartekna og uppsöfnun lífeyrisréttinda landsmanna. Ísland hefur þá sérstöðu að lífeyrissjóðirnir munu í vaxandi mæli standa undir lífeyri ellilífeyrisþega.

.

Gert er ráð fyrir því að ævilengd muni aukast talsvert. Í dag er meðalævilengd kvenna 82,8 ár og 78,9 ár hjá körlum en á árinu 2050 er reiknað með að meðalævilengd kvenna verði orðin 87,1 ár og 84,6 ár hjá körlum.

Þessar tölur Hagstofunnar koma ekki  á óvart. Það hefur verið vitað,að þjóðin er að eldast. Það er mikil aukning,að ellilífeyrisþegum fjölgi úr 10%  í  19%.Hér að vísu verið að tala um 42ja ára tímabil.

Við þurfum að nota tímann vel á meðan eldri borgarar eru þó ekki fleiri  til þess að bæta aðstöðu þeirra á allan hátt,í kjaramálum, varðandi búsetu og fleira.

Björgvin Guðmundsson

Til baka


mbl.is Íslendingar eldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnaðarmenn sigruðu á Spáni

Stjórnarliðar jafnaðarmanna sigruðu í þingkosningunum á Spáni í gær, með rúmum 43% atkvæða, og juku fylgi sitt þótt þeir næðu ekki hreinum meirihluta. Hægristjórnarandstæðingar í Lýðflokknum fengu rúma 40% og bættu einnig við sig.

Zapatero, forsætisráðherra, vann því Rajoy, leiðtoga hægrimanna, aftur í þingkosningum. Jafnaðarmenn á Spáni fengu 43,6%atkvæða, rúmu 1% meira en 2004. Lýðflokksmenn uppskáru 40,1%, nær 2,5% meira en fyrir fjórum árum. Hvorir tveggja bæta við sig fimm þingmönnum í fulltrúadeildinni. Jafnaðarmenn ná 169 mönnum inn en Lýðflokksmenn 153.

Hreinn meirihluti er 176.

Stóru landsflokkarnir eflast því báðir og hafa nú samtals 322 þingmenn af 350. Um leið hopa róttækustu þjóðernissinnarnir úr héruðunum.

Ég fagna því,að Zapatero skuli hafa sigrað í þingkosningunum. Hann hefur verið að framkvæma félagslegar umbætur og kjósendur hafa greinilega kunnað  að meta þær.

 

 

Björgvin Guðmundsson


Matarverð gæti lækkað um 25% við aðild að ESB

Miðað við skuldir  heimilanna   í íslenskum kr. árið 2007 hefði vaxtabyrði   hvers einstaklings verið 416 þúsund kr. minni  á því ári,ef  vextir hér hefðu verið þeir sömu og á evrusvæðinu.Vaxtamunurinn var 9,75% í árslok 2007.Rekstur krónunnar kostaði heimilin 130 milljarða kr á því ári Sérfræðingar telja,að vextir hér lækki til samræmis við evrusvæðið ef Ísland tekur upp evru.

 Þetta kom fram á nýafstöðnu iðnþingi. Þar kom einnig fram,að matarverð gæti lækkað hér um 25% við aðild að ESB. Er það samkvæmt útreikningum dr. Jóns Þórs Sturlusonar hagfræðings.Föt og skór gætu lækkað um 35%.Hann gerir ráð fyrir,að árleg útgjöld venjulegrar fjölskyldu mundu lækka  um 215 þúsund kr. eða um 18 þús. á mánuði.Ráðstöfunartekjur heimilis mundu því aukast um 5%.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Næsta síða »

Bloggfærslur 10. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband