Laugardagur, 15. mars 2008
Erlendar skuldir þjóðarinnar 7138 milljarðar.Seðlabankinn lokaði augunum
Samkvæmt hagtölum Seðlabankans nema heildarskuldir þjóðarinnar erlendis 7138,3 milljörðum króna,miðað við síðustu áramót. Árið áður námu þær 5207,2 milljörðum.Hið opinbera skuldar aðeins 243,5 milljónir.En bankar og aðrar innlánsstofnanir skulda 5997,6 milljarða,miðað við 4262,8 milljarða árið áður. Samkvæmt þessum tölum er ljóst,að bankarnir hafa farið mjög óvarlega á síðasta ári með því að auka svo mjög erlendar skuldir sínar. Heita má,að nú hafi verið skrúfað fyrir bankana erlendis varðandi auknar lántökur. Þeir geta fengið lán en á mikið verri kjörum en áður.
Seðlabankinn á að hafa eftirlit með bönkunum og hann hefði getað sett bönkunum skorður varðandi lántökur erlendis.En hann kaus að loka augunum og gera ekki neitt.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 15. mars 2008
Borgarstjóri gerir ekkert í REI málinu!
Svandís Svavarsdóttir oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur segir ekkert bóla á aðgerðum borgarstjóra til að koma hugmyndum stýrihóps um REI-málið í framkvæmd. Hún undrast aðgerðarleysið í málinu.
Þverpólitískur stýrihópur um REI-málið skilaði skýrslu til borgarráðs 7. febrúar og voru þar lagðar fram ýmsar tillögur til að draga lærdóm af málinu. Á borgarráðsfundinum var Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra falið að hrinda þessum tillögum í framkvæmd borgarinnar megin.
Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn og borgarstjóri ætla ekkert að framkvæma af tillögum REI stýrihópsins.Svo virðist sem starf Sjálfstæðisflokksins í stýrihópnum hafi aðeins verið til málamynda. Og raunar má segja það sama um aðgerðir 6 menninganna,þegar þeir gagnrýndu ýmislegt í REI málinu og kærðu Vilhjálm til Geirs Haarde. Þeir voru aðeins að reyna að koma höggi á Vilhjálm en höfðu engan raunverulegan áhuga á neinu í REI málinu.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 15. mars 2008
Írakstríði mótmælt í dag,svo og aðild Íslands að því
Alþjóðlegur dagur gegn Íraksstríði er haldinn í dag og í tilefni af því efndu Samtök hernaðarandstæðinga til útifundar á Ingólfstorgi. Hernaðarandstæðingar mættu vel og héldu á fánum og borðum með slagorðum gegn Íraksstríði.
Það er vel til fundið að mótmæla íraksstríðinu á Ingólfstorgi. Þessi styrjöld var alger svivirða og hið sama má segja um aðild Íslands að stríðinu en tveir ráðherrar ákváðu upp á sitt eindæmi að láta Ísland styðja stríðið og innrásina,þ.e. þeir Davíð og Halldór. Sú aðgerð var ólögmæt.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Íraksstríði mótmælt á Ingólfstorgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 15. mars 2008
Sjálfstæðisflokkurinn ræður of miklu í stjórnarsamstarfinu
Svo á að heita,að stjórnarsamstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisfl. sé á jafnræðisgrundvelli. Flokkarnir hafa hvor um sig jafnmarga ráðherra.En Sjálfstæðisflokkurinn ræður greinilega meiru í ríkisstjórninni en Samfylkingin.Þannig fer Sjálfstæðið öllu sínu fram í heilbrigðismálum eins og þeir séu einir í stjórn. En Samfylkingin kemur ekki öllu sínu fram í lífeyrismálum aldraðra og öyrkja.Sjálfstæðið heldur um fjármálin og stöðvar nauðsynlegar umbætur eins og að setja frítekjumark fyrir lífeyrissjóðstekjur aldraðra og að hækka lífeyri aldraðra frá TR.Það hefur greinlega mátt heyra það á Jóhönnu Sigurðard. að það strandar á Sjálfstæðinu að gera frekari umbætur í málefnum aldraðra. Þetta er óþolandi. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að stöðva umbætur þær,sem Samfylkingin lofaði í kosningunum og heyra nú undir ráðherra Samfylkingarinnar, þá endist stjórnin ekki lengi.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15. mars 2008
Ekki einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og ekki meiri einkarekstur
Ég er andvígur einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Árið 2003 skrifaði ég eftirfarandi um það mál:
Miklar umræður hafa orðið um heilbrigðiskerfið að undanförnu. Á landsfundi Samfylkingarinnar fyrir skömmu ræddi formaðurinn,Össur Skarphéðinsson, um þau mál og varpaði því þá m.a. fram,að ef til vill ætti að kanna einkarekstur í vissum þáttum heilbrigðisgeirans. Sagði hann,að þó yrði ávallt að tryggja jafna aðkomu allra að sjúkrahúsvist og læknishjálp,óháð efnahag.Ekki mætti mismuna sjúklingum eftir efnahag þó rekstrarformi yrði breytt að hluta til. Lagði Össur til,að Samfylkingin tæki sér eitt ár til þess að kanna þessi mál og legði það síðan fyrir alla flokksmenn hvort gera ætti breytingar á rekstrarforminu eða ekki.
Ekki líst mér á þessar hugmyndir Össurar. Enda þótt hann hafi allan fyrirvara á,er ég hræddur um, að ef rekstrarforminu er breytt að einhverju leyti sé búið að opna leiðina til þess að láta sjúklingana borga fyrir sjúkrahúsvist og aðgerðir,ef ekki strax þá síðar.
Hvað er það,sem rekur á eftir því að breyta rekstrarformi í heilbrigðiskerfinu? Hvað er það sem skapar þenna mikla þrýsting á breytingar þar? Jú,það er ástandið í heilbrigðismálum.Biðlistar eru langir eftir sjúkrahúsvist og aðgerðum.Og það er ekki einu sinni unnt að komast til heimilislæknis án þess að þurfa að bíða í viku eða lengur. Á sama tíma eykst kostnaður við heilbrigðiskerfið.
Fyrir skömmu var fullyrt,að kostnaður við íslenska heilbrigðiskerfið væri hærri hér en í nokkru öðru landi OECD. Þetta er ekki rétt.Hér á landi er hjúkrun aldraðra o.fl. flokkað undir heilbrigðismál en aðrar OECD þjóðir flokka hjúkrun aldraðra undir félagsmál. Af þessu leiðir að tölur okkar og annarra OECD þjóða eru ekki sambærilegar. Ef miðað er við verga landsframleiðslu má draga ca. 1% frá heildarútgjöldum Íslendinga til heilbrigðismála til þess að fá réttan samanburð við OECD þjóðir.
Heilbrigðisráðuneytið segir,að á árinu 2000 hafi heilbrigðisútgjöld í flestum ríkjum Norður-Evrópu verið mjög svipuð eða á bilinu 2200-2800 $ á mann á jafnvirðisgengi.Samanburður á tímabilinu 1990-1998 sýni,að Ísland hafi að meðaltali verið í 10.sæti OECD ríkja með tilliti til þess hverju þau verji í heild til heilbrigðismála.Útgjöld Íslands til heilbrigðismála námu 54 milljörðum árið 2001.
Hvað segja framangreindar tölur okkur? Jú þær segja okkur,að ekki er þörf neinnar byltingar í heilbrigðismálum okkar vegna þess,að kostnaður sé meiri hér en annars staðar á Vesturlöndum. Kostnaður er mjög sambærilegur. Ef Ísland vill vera með gott heilbrigðiskerfi þá kostar það mikið.
Þar með er ekki sagt,að ekki þurfi að gæta aðhalds og hagræðingar í heilbrigðiskerfinu.En það er unnt að gera það án þess að breyta rekstrarforminu. Það sem er m.a. að í kerfinu í dag er það,að of margir sjúklingar eru lagðir inn á dýrustu sjúkrahúsin. Þar liggja m.a. hjúkrunarsjúklingar,sem gætu verið á ódýrari stofnunum, hjúkrunarheimilum,ef nægilegt framboð væri á þeim. Og einnig er of mikið um það,að sjúklingar séu lagðir inn á dýrustu sjúkrahúsin vegna aðgerða er taka skamman tíma,jafnvel einn dag og mætti framkvæma á stofum. Þessu er unnt að breyta án þess að breyta rekstrarforminu.Það þarf ekki einkarekstur til þess að ráða bót á þessu. Ég legg til,að sjúkrahús hins opinbera komi sér upp litlum útibúum og stofum ,þar sem framkvæma mætti minni aðgerðir,sem aðeins taka 1 dag eða minna. Með þessari breytingu mætti spara innlagnir á dýru sjúkrahúsin. Við það mundi sparast stórfé.
Við skulum standa vörð um heilbrigðiskerfið. Hleypum ekki einkarekstri inn í kerfið meira en orðið er. Ef við opnum í auknum mæli fyrir einkarekstur verður þess skammt að bíða, að sjúklingar verði flokkaðir í A og B sjúklinga, þá ríku og þá fátækari.Við viljum ekki slíkt kerfi á Íslandi.
Björgvin Guðmundsson,
Laugardagur, 15. mars 2008
Guðlaugur Þór harðlega gagnrýndur
Vinstri grænir samþykktu harðorða ályktun í dag,þar sem þeir mótmæla þeim vinnubrögðum heilbrigðisráðherra að hrekja forstjóra Landsspitalans úr starfi.Valgerður Sverrisdóttir,varaformaður Framsóknar,tekur undir gagnrýni VG. Bæði VG og Valgerður segja aðgerðir ráðherra lið í einkavæðingaraformum hans.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 15. mars 2008
Áhyggjur af efnahagsmálum og heilbrigðiskerfinu
Rætt var um efnahagsmálin,verðbólguna og ESB í þætti RÚV Í vikulokin í morgun. Þátttakendur voru Steingrímur J VG,Ásta Möller S og Gísli Tryggvason umboðsmaður neytenda. Menn voru sammmála um að þróun efnhagsmála væri alvarleg, blikur á lofti. Steingrímur J. var harðorður um efnahagsmálin og sagði ríkisstjórnina ekkert gera. Fram kom í þættinum,að verðbólgan væri að stóraukast og gengið hríðfallandi. Menn töldu aðild að ESB ekki lausn á efnahagsvandanum,m.a. vegna þess að það tæki langan tíma að fá aðild. Gísli Tryggvason taldi að vísu að ekki tæki nema 2 ár að fá aðild en Steingrímur J. taldi það taka mikið lengri tíma. Hann taldi nær að taka upp samstarf við Noreg ( norsku krónuna) en ESB v. evru,ef krónan væri talin ónýt.Rætt var einnig um heilbrigðismálin og ráðagerðir heilbrigðisráðherra um aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu.Skiptar skoðanir voru um þær ráðagerðir.Steingrímur J. gagnrýndi þessar ráðagerðir harðlega.Hann sagði,að það vantaði 700 milljónir til þess að unnt væri að reka Landspítalann sómasamlega.Ásta Möller sagði,að ekki hefðu verið gerðar neinar skipulagsbreytingar í heilbrigðiskerfinu undanfarin ár.T.d. vantaði að gera fleiri samninga við einkaaðila um verkefni í heilbrigðiskerfinu.Steingrímur J. sagði,aðheilbrigðisráðherra hefði vikið sér undan að ræða einkarekstursáform sín a alþingi undanfarið.Steingrímur J. sagði,að VG ætlaði ekki að horfa aðgerðarlaus á heilbrigðisráðherra rústa heilbrigðiskerfið´
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15. mars 2008
Ingibjörg Sólrún til Afganistan
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,utanríkisráðherra,fer til Afganistan á morgun og verður fram á fimmtudag., Hún sýnir mikið hugrekki með því að fara til þessa hættilega lands,þar sem stöðugt eru átök í gangi. En hvers vegna fer hún? Hún segist vilja kynna sér ástandið af eigin raun. Það er góðra gjalda vert. En ég tel,að Ísland eigi að draga sig út úr stríðinu í Afganistan. Við höfum ekkert að gera þar sem styrjöld er í gangi. Við erum vopnlaus þjóð,höfum engan her og ætlum ekki að stofna hann. Þó NATO sé með lið í Afganistan breytir það engu fyrir okkur. Við tókum það fram við inngöngu NATO,að við værum herlaus þjóð og ætluðum að vera það. Við eigum að aðstoða við uppbyggingu hjá þjóðum,þar sem hernaðarátök eru ekki í gangi.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 15. mars 2008
Var Magnúsi Péturssyni ítt út úr Landsspitalanum?
Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala, lætur af störfum þann 1. apríl nk. en hann hefur gegnt forstjórastarfinu frá því í ársbyrjun 1999. Munu Anna Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Björn Zoëga, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, sameiginlega gegna starfi forstjóra spítalans þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn.
.
Heilbrigðisráðuneytið gerir ráð fyrir að nýr forstjóri verði ráðinn 1. september en ráðuneytið mun auglýsa starfið. Magnús mun verða nýjum forstjóra spítalans innan handar eftir að hann hefur verið ráðinn.
Anna Stefánsdóttir hefur um árabil gegnt starfi framkvæmdastjóra hjúkrunar og Björn Zoëga hefur leyst Jóhannes M. Gunnarsson af sem framkvæmdastjóri lækninga undanfarna mánuði.
Það þykir mjög undanlegt,að Magnús Pétursson skuli hætta störfum með svo litlum fyrirvara sem raun ber vitni. Svo virðist sem hann hafi verið óánægður með nýja heilbrigðisráðherrann. Æðstu yfirmenn Landsspítalan hafa kvartað yfir samskiptaleysi við heilbrigsðisráðherra. Er sagt,að þeir hafi gefist upp vegna þess ástands og ákveðið að hætta. Fréttablaðið segir,að Magnús Pétursson hafi verið látinn hætta. Það kemur í ljós fyrir haustið hvort Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra hafi látið Magnús Péturssin hætta til þess að koma einhverjum flokksgæðingi að. Víst er að Guðlaugur Þór vill auka einkavæðingu á sjúkrahúsum ríkisins og vinnur hann að því af fullum krafti að koma einkaaðilum að. Mun sú breyting eiga eftir að valda sjúklingum miklum kostnaðarauka.Einkaaðilar munu velta öllum aukakostnaði yfir á sjúklinga.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Magnús Pétursson hættir sem forstjóri Landspítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 15. mars 2008
Mikil hækkun matvæla frá febrúar 2007
Verð á matvælum hækkaði umtalsvert á undanförnum mánuðum að því er fram kemur í nýju mati hagfræðings ASÍ. Skv. vísitölu neysluverðs lækkaði verð á liðnum matur og drykkjarvörur um 1,5% frá febrúar 2007 til febrúar á þessu ári.
Ef áhrifin af lækkun virðisaukaskatts hinn 1. mars 2007 eru dregin frá kemur í ljós að matur og drykkjarvörur hefur hækkað um 6,4% á tímabilinu. Ef áhrif af lækkun á vörugjöldum og tollum eru einnig reiknuð frá má ætla að matvæli hafi hækkað um 7-8% á þessu tímabili. Þetta eru verðhækkanir sem rekja má til breytinga á innkaupsverði og/eða álagningar heildsala og smásala, segir í mati ASÍ.
Ísland skipar sér í flokk með þeim löndum V-Evrópu þar sem hækkanirnar hafa orðið hvað mestar síðastliðið ár. Gengisvísitalan var nánast sú sama í janúar 2007 og 2008, og því er ljóst að mati ASÍ að hækkanirnar á matvöruverði verða ekki skýrðar með veikari krónu og dýrari innflutningi af þeim sökum.
ASÍ hefur verulegar áhyggjur af veikingu krónunnar. Ef þetta ástand er komið til að vera getum við verið að horfa á verðlagið hækka meira en við áttum von á, segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur.
Samkvæmt upplýsingum ASÍ stafa hækkanir matvæla af hækkun álagningar. Það virðist því ekki vera virk samkeppni í gangi heldur einhvers konar óformlegt verðsamráð. Það hækka allir verð matvæla jafnt.Ef þeir,sem versla með matvörur eru með einhvers konar verðsamráð verður samkeppniseftirlitið að grípa inn í.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Matvæli hafa hækkað um 7 til 8% frá febrúar 2007 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |