Ríkisstjórn og Seðlbanki geta ekki setið með hendur í skauti

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund, að ástæður gengisfalls krónunnar það sem af er vikunni megi rekja til vandræða sem bandaríski fjárfestingarbankinn Bear Stearns lenti í um helgina. Ríkisstjórnin áformi ekki að grípa til sérstakra aðgerða nú.  

Geir tók fram, að menn hefðu lengi talið að gengi krónunnar væri of hátt og búast mætti við lækkun. Lækkunin nú væri hins vegar nokkuð snörp og það ætti eftir að koma í ljós hvort um væri að ræða svonefnt yfirskot.

Þegar Geir var spurður, hvort hann teldi, að Seðlabankinn ætti að grípa til aðgerða vegna gengisþróunarinnar vildi hann ekki tjá sig um það.  

Ég tel ,að ríkisstjórn og Seðlabanki eigi að grípa til aðgerða til þess að draga úr lækkun gengis krónunnar.Það hafa seðlabankar erlendis gert.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Engar aðgerðir fyrirhugaðar vegna gengisfalls krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kísilvinnsla i Þorlákshöfn

Við höfum gengið frá viljayfirlýsingu um að taka upp viðræður við aðila sem ætlar að vera með framleiðslu í Þorlákshöfn,“ segir Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR), um mögulega orkusölu fyrirtækisins til kísilvinnsluverksmiðju sem fyrirhugað er að rísi um fjóra kílómetra vestur af Þorlákshöfn. Ef af framkvæmdinni verður skapast allt að 350 störf.

Samkvæmt heimildum  er um að ræða bandarískt fyrirtæki og hafa viðræður við það staðið yfir frá því á síðasta ári. Viljayfirlýsingin var samþykkt á stjórnarfundi OR síðastliðinn fimmtudag en hún snýr að sölu á 90 til 100 MW (megavött) af orku til verksmiðjunnar. Til samanburðar má nefna að orkuþörf álvers Alcan í Straumsvík er um 300 MW. Í yfirlýsingu OR er auk þess gert ráð fyrir að fyrirtækið geti útvegað 85 MW í viðbót til starfseminnar síðar.

Hjörleifur segir framleiðsluna vera mjög vistvæna og þurfi ekki útblásturskvóta.

Þetta eru ánægjulegar fréttir. Það er áríðandi að greiða fyrir vistvænni starfsemi,sem ekki þarf útblásturskvóta. Sennilega er næg eftirspurn eftir slíkri starfsemi hér á landi.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ný kísilvinnsla í Þorlákshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkomulagið við LEB drýgra en yfirlýsingin 5.des.!

Árið 2006 náðist samkomulag milli Landssambands eldri borgara ( LEB) og þáverandi ríkisstjórnar  um kjaramál aldraðra og  vistunarmál þeirra. Það mátti að vísu ekki kalla þetta samkomulag,heldur var það  kallað yfirlýsing. Þar var gert ráð fyrir nokkurri hækkun á lífeyri aldraðra, minni skerðingum og  aðgerðum í hjúkrunar-ig vistunarmálum aldraðra. Mér þótti samkomulag þetta eða yfirlýsing slakt nema í hjúkrunar-og vistunarmálum aldraðra. Sá kafli var góður. En eftir að yfirlýsing núverandi ríkisstjórnar var birt 5.desember sl.,sem nú hefur verið lögfest, virðist samkomulagið frá 2006 vera  dágott eða a.m.k mun drýgra en yfirlýsingin  frá desember 2007. Ástæðan er sú,að það er ekki gert ráð fyrir neinni hækkun lífeyris til aldraðra frá almannatryggingum í yfirlýsingunni 2007 en  það voru slíkar kjarabætur í yfirlýsingunni frá 2006 þó þær væru ekki mjög miklar.Aldrei  hefði hvarflað að mér,að útkoman yrði verri fyrir aldraða, ef Samfylkingin kæmi í ríkisstjórnina í stað Framsóknar en enn sem komið er virðist það svo.
Björgvin Guðmundsson

24 stundir gott blað

24 stundir  hefur bætt sig verulega sem dagblað og er nú orðið hið besta blað. Hvað eftir annað hefur blaðið verið fyrst með mikilvæg mál á forsíðu,ritstjórinn,Ólafur Þ.Stephensen, skrifar skynsamlega leiðara,sem einkennast af frjálslyndi.Efnistök almennt eru góð. Blaðið er fjölbreytt.Blaðið  þorir að taka á  mikilvægum málum og gagnrýnir ríkisstjórnina,ef því finnst ástæða til.

 

Björgvin Guðmundsson


Ríkisstjórnin grípur ekki i inn í vegna falls krónunnar

Björgvin G. Sigurðarson viðskiptaráðherra segir fall krónunnar gríðarlegt áhyggjuefni. „Þessi þróun ýtir undir þá umræðu sem verið hefur í gangi um framtíðarskipulag peningamála hér á landi. Ég sé ekki fyrir mér að ríkisstjórnin grípi inn í málin á neinn hátt strax. Seðlabankinn hefur lögbundnu hlutverki að gegna í þessum málum og hann mun væntanlega grípa til þeirra aðgerða sem hann telur að gagnist í því skyni að koma á stöðugleika.“

Björgvin segir að til umræðu sé innan ríkisstjórnarinnar að fara í aðgerðir til að draga úr högginu sem fall krónunnar og aukin verðbólga eru fyrir neytendur. „Það verður hiklaust gert þar sem það á við. Til að mynda eru þegar farnar af stað viðræður í landbúnaðarráðuneytinu við búvöruframleiðendur vegna hækkunar á áburðarverði. Það verður farið yfir þessi mál.“

Þess er að vænta,að ríkisstjórnin geri ráðstafanir til þess að draga úr verðhækkunum vegna gengislækkunar krónunnar,t.d. með því að koma í veg fyrir búvöruhækkanir. Einnig gæti ríkisstjórnin lækkað skatt á bensíni svo það  lækki í verði. Það væri full þörf á því.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ríkisstjórnin grípur ekki inn í
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún í Afganistan: Stolt af Íslendingunum

Í samtölum mínum við fulltrúa þeirra mannúðar- og félagasamtaka sem hér eru að störfum kom fram að þeir teldu sig ekki geta starfað í Afganistan ef hér væru ekki alþjóðlegar öryggissveitir,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra en opinber heimsókn hennar til Afganistans hófst í gær.

Henni  finnst aðdáunarverðast að hitta allt það hæfa fólk sem vinni fyrir hin margvíslegu félagasamtök, mannúðarsamtök og ríkisstjórnir, af fúsum og frjálsum vilja af því það hafi svo mikla löngun til þess að sjá breytingar, þ.a. að hlutirnir geti færst til betri vegar í Afganistan.

„Þetta er gríðarlega öflugt, hæft og vel menntað fólk sem ég hitti hér í kvöld. Við getum verið mjög stolt af Íslendingum sem starfa hérna. Ég er mjög stolt yfir því hvað Íslendingar sem  hér starfa vinna gott starf

Ég hefi sagt það áður,að ég tel,að Ísland ætti að draga lið sitt brott frá Afganistan og senda það annað En víssulega er ánægjulegt að heyra,að Íslendingarniur,sem þar eru séu að standa sig vel.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is „Getum verið stolt af Íslendingunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband