Geir: Bankarnir hægi á sér

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir í viðtali við Financial Times að bankarnir hafi verið ágengir í útþenslunni og kannski sé kominn tími til að þeir athugi sinn gang og hægi á. Með það að leiðarljósi að róa alþjóðlega fjárfesta og slá á þær áhyggjur sem eru uppi um efnahagsástandið á Íslandi.

Ég er sammmála forsætisráðherra. Ég tel,að bankarnir hafi verið  óvarkárir í lántökum sínum á erlendum vettvangi og i fjárfestingum. Þeir verða  að breyta um stefnu.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Bankarnir hægi á í útþenslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrípakosningar í Rússlandi

Allt bendir til þess að Dmítrí Medvedev, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands hafi unnið stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í landinu í dag. Samkvæmt útgönguspám hefur hann fengið um 70% atkvæða en kjörsókn var rúmlega 60%. Alls voru um 109 milljónir á kjörskrá. 
Að mínu mati hefur hér verið um algerar skrípakosningar að ræða. Putin  valdi mann í framboð sem er honum algerlega undirgefinn og mun fara að vilja Putin í einu og öllu. Þegar hefur verið upplýst,að Putin verður skipaður forsætisráðherra. Medvedev neitaði að taka þátt í kappræðum,hefur ekki treyst sér til þess.Aðgangur  annarra frambjóðenda að sjónvarpi var takmarkaður.Ekki var heldur leyft fullkomið eftirlit með kosningunum. Svo virðist sem Rússland stefni hraðbyri til einræðis.
Björgvin Guðmundsson

mbl.is Medvedev kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einar K. vill álver

 

Einar Kr. Guðfinnsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, segir að það eigi að fara út í stóriðjuframkvæmdir en ekki væri gott að hefja þær nú á þessari stundu vegna þess ástands sem nú ríkir. hann segir þær eigi rétt á sér en hann telur að ekki sé hægt að fara í tvennar framkvæmdir á sama tíma, þær verði að koma í réttri tímaröð. 

Í umræðu um efnahagsmál í Silfri Egils í dag í Sjónvarpinu sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar,  að innganga í Evrópusambandið muni bjarga miklu í efnahagsmálum landsins. Ekki eingöngu til lengri tíma litið heldur einnig til styttri tíma litið. 

Ljóst er að áróðurinn fyriir inngöngu í ESB eykst,sérstaklega nú þegar menn gera sér ljóst,að ekki er unnt að taka upp evru án aðildar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Styður áframhaldandi stóriðjuframkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minni framlög einkaðila til menningar

Morgunblaðið leggur allt Reykjavíkurbréfið í dag undir menningarmál. M.a. er þar rætt um framlög einkaaðila til menningarmála.Fram kemur,að framlög einkageirans til menningarinnar séu farin að minnka vegna verri afkomu einkafyrirtækja en áður.Einkafyrirtæki hafa  verið mjög rausnarleg við ýmis menningarverkefni að undanförnu. Sl. ár létu einkaaðilar 40 milljónir til listahátíðar í Reykjavík en heildarkostnaður við hátíðina var þá 150 milljónir. Alls létu einkaaðilar Steingrím Eyfjörð fá 27 millj.kr.. í styrki vegna farar hans á Feneyjartvíæringinn.Og þannig mættí áfram telja.Mbl. hefur áhyggjur af því að framlög til menningarstarfsemi dragist nú saman vegna verra árferðis. Undir þær áhyggjur má taka. Hið opinbera verður þá að standa betur í  ístaðinu vegna menningarstarfsemi.

Sjá: www.mummi.info

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Lúðvík Hermannsson

Í gær birtist mikið viðtal við Lúðvík Gissurarson  ( Hermannsson) í  24 stundum um baráttu hans fyrir því að fá hið rétta faðerni sitt viðurkennt.Þetta var mjög skemmtilegt viðtal  og enda þótt ég hefði heyrt margt áður,sem fram kom í viðtalinu,þar eð við Lúðvík erum góðir vinir,þá fannst mér mjög fróðlegt og skemmtilegt að lesa það allt í réttu samhengi. Lúðvík lýsir vel baráttu sinni fyrir dómstólunum en  málið reyndi mikið á hann. Fjölskylda hans stóð mjög vel með honum í málinu.Allt fra 3 eða 4ra ára aldri vissi Lúðvík,að hann væri sonur Hermanns Jónassonar. Móðir hans sagði honum það strax þegar hann var í barnæsku.

Ég frétti það,þegar ég var í Menntaskólanum í Reykjavík,að Lúðvík væri sonur Hermanns.Ég var eitt sinn á þeim árum staddur í Austurstræti á tali  við vin minn og skólabróður,Sigurð heitinn Pétursson. Þá sáum við Hermann Jónasson koma gangandi  eftir gangstéttinni öðru megin Austurstrætis og Lúðvík Gissurarson  koma gangandi eftir gangstéttinni hinum megin strætisins. Ég sagði  þá við Sigurð:  Þarna kemur Lúðvík Gissurarson. En Sigurður sagði þá: Þarna  kemur Lúðvík Hermannsson. Og sjáðu bara hvað þeir Lúðvík og Hermann eru líkir. Og ég leit á þá báða  og sá í einu vetfangi að þeir voru sláandi  líkir. Ég skrifaði grein um þetta mál í Fréttablaðið undir fyrirsögninni: Lúðvík Hermannsson.  Lúðvík var mjög ánægður með að  skyldi skrifa þessa blaðagrein á meðan hann stóð i málarekstrinum. Hann taldi öll gögn og upplýsingar frá fyrri tíð koma að haldi  í málinu.

Lúðvík stóð sig mjög vel í málarekstrinum,þegar hann var að berjast fyrir því að fá sitt rétta faðerni viðurkennt.Ég óska honum til hamingju með sigur í málinu.

 

 Björgvin Guðmundsson


OECD á móti álverksmiðju

Í nýrri skýrslu frá OECD um íslensk efnahagsmál er mælt gegn stóriðjuframkvæmdum á næstunni. Þar er talið óheppilegt að fara af stað með slíkar framkvæmdir áður en náðst hefur þolanlegt jafnvægi í hagkerfinu og Íslendingar brýndir til að taka umhverfisáhrif og langtímaáhrif á atvinnulíf og byggðir með í reikninginn þegar könnuð er hagkvæmni stóriðju.

Ljóst er,að hörð átök eru framundan um næstu álverksmiðju. Aðeins er rúm fyrir eina verksmiðja samkvæmt Kyotobókuninni. Spurningin er aðeins sú hvaða verksmiðja verður fyrir valinu. Eða hvort farið verður að ráðum OECD og ný verksmiðja slegin út af borðinu.

 

Björgvin Guðmundsson


Margir ætla að ganga á Hvannadalshnjúk

Fullt út úr dyrum á kynningarfundi vegna ferðar á HvannadalshnúkRíflega 300 manns mættu á kynningarfund vegna ferðar 66°Norður og Íslenskra Fjallaleiðsögumanna á Hvannadalshnúk sem haldinn var í verslun 66°Norður í Faxafeni. Mikill áhugi er fyrir ferðinni og æfingaprógraminu sem búið er að setja upp til þess að undirbúa fólk fyrir ferðina. Nú þegar hafa yfir 160 manns skráð sig en farið verður á toppinn tvo daga, annars vegar laugardaginn 31. maí og hins vegar 7. júní.

Sl. laugardag var æfingaganga. Gengið var á Skarðsheiði og voru þátttakendur um 100 talsins. Áhugi á fjallgöngum er mikill um þessar mundir. Er það vel,þar eð hreyfing er af því góða og bætir heilsuna.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Lífeyrissjóðirnir eru gífurlega sterkir

Lífeyrissjóðirnir hafa birt  ársreikninga sína að undanförnu. Þeir leiða í ljós,að staða lífeyrissjóðanna er gífurlega sterk.Lífeyrissjóðurinn Gildi birtir ársreikning sinn í Mbl. Þar kemur fram,að raunávöxtun sjóðsins var 2,4% árið 2007,nafnávöxtun var 8,4%.Hrein eign til greiðslu lífeyris nemur 238,2 milljörðum króna og hefur aukist um 23 milljarða  milli ára.Sl.5 ár nemur  meðalraunávöxtun 11,6 %.Sameinaði  Lífeyrissjóðurinn,Lífeyrir,birtir einnig reikninga sína. Samkvæmt þeim nam nafnávöxtun sjóðsins 5,9% sl. ár eða sama og verðbólgan. Raunávöxtun var því 0. Hrein eign sjóðsins til greiðslu  lífeyris nam  96,6 milljörðum í lok árs 2007.Meðalávöxtun sjóðsins sl. 5 ár nemur 7,5%.

Þessar  tölur sýna mikinn styrk sjóðanna. Það veitir launþegum mikið öryggi að eiga þessa sjóði en það er til skammar að stjórnvöld skuli rífa  af launþegum háar upphæðir frá almannatryggingum á móti því,sem lífeyrisþegar fá frá lífeyrissjóðum. Það er eins það sé verið að refsa fólki fyrir að hafa greitt í lífeyrissjóð.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Verða framtöl óþörf?

Ríkisskattstjóri tilkynnti í gær,1.mars,að netframtölin væru tilbúin,þ.e. að þeir sem vildu telja fram rafrænt gætu gert það nú þegar. Það er búið að senda allar upplýsingar,sem sendar verða,inn

á netið og leiðbeiningar eru tilbúnar á netinu  og á pappír. Segja má,að  með tilkomu netframtala hafi  orðið bylting.Þessi bylting felur í sér gífurlegt hagræði fyrir framteljendur. Það er mun þægilegra og fyrirhafnarminna að telja fram á netinu en  á pappir. Og stöðugt bætast fleiri upplýsingar inn á  netið. Skattyfirvöld vinna að því að  unnt verði að leggja niður framtöl með öllu. Það nálgast óðum  að það verði unnt.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 2. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband