Fimmtudagur, 20. mars 2008
Sala fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hefur nær stöðvast
Engum dylst að verulega hefur hægst um á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og það getur tekið tímann sinn að selja hús og íbúðir ,sem hefðu bara fyrir nokkrum mánuðum rokið út eins og heitar lummur.
Þetta er mjög bagalegt fyrir þá, sem eru að kaupa sér nýja íbúð og hafa treyst á að auðvelt yrði að selja gömlu íbúðina. En nú er gerbreytt ástand varðandi sölu og bankarnir eru lokaðir svo ekki er unnt að fá aðstoð þeirra til þess að brúa bil.Það er ljóst,að eins og ástandið er verða allir að rifa seglin.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
„Allir fóru í mínus“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 20. mars 2008
Ríkisstarfsmenn vilja ekki semja til langs tíma
BSRB-félögin eru búin að gera viðræðuáætlun og samkvæmt henni áttu viðræður að hefjast fyrir páska. Hann sagði að gengisfellingin og versnandi verðbólguhorfur auðvelduðu ekki kjaraviðræðurnar. Menn beggja vegna borðsins væru að reyna að átta sig á stöðunni.
Samkvæmt þessu er nokkuð ljós,að ríkisstarfsmenn munu ekki gera eins langa samninga og ASÍ.Ríkisstarfsmenn óttast ástandið,gengishrun og verðbólgu og vita,að kjarabætur,sem samið verður um gufa upp um leið í verðbólgunni.Þeir vilja því aðeins skammtímasamninga.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ekki tilbúin að fylgja ASÍ og semja til langs tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 20. mars 2008
Gengishrunið kemur sér illa fyrir efnahagslífið og heimilin
Skörp lækkun krónunnar kemur sér illa fyrir efnahagslífið og skuldsett heimili að mati Ingimundar Friðrikssonar seðlabankastjóra. Hann telur mikilvægast að draga úr viðskiptahalla til að rétta þjóðarskútuna af.
Krónan hefur fallið hratt undanfarnar vikur og bara frá því á mánudaginn hefur hún fallið um rúm níu prósent. Fyrir rétt rúmum sex mánuðum stóð evran í 88 krónum en er nú 122 krónur. Hefur krónan ekki verið veikari frá því fallið var frá fastgengisstefnunni í mars 2001.
Greiningardeildir bankanna hafa spáð vaxandi verðbólgu vegna þessa og þá er fyrirsjáanlegt að skuldir í erlendum gjaldmiðlum hækki verulega. Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri sagði ljóst að krónan hefði fallið mun hraðar en menn gerðu upphaflega ráð fyrir.
Því er nú spáð að verðbólgan geti farið í 8-10% á næstunni.Það er ljóst,að gangi það eftir mun verkalýðshreyfingin krefjast endurskoðunar kjarasamninga,þar eð verðbólgan verður þá búin að éta upp alla kjarabótina. Endurskoða má kjarasamninga í byrjun næsta ár.Enn bólar ekkert á því,að ríkisstjórnin ætli sð gera neitt til þess að draga úr áhrifum gengislækkunarinnar.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 20. mars 2008
Síminn stendur ekki við skilmála
Stjórn Exista ákvað á fundi sínum að leggja fram
valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Skipta, móðurfélag Símans. Tilboð Exista hljóðar upp á 6,64 krónur á hlut sem er sama verð og í nýafstöðnu hlutafjárútboði Skipta. Greitt verður með nýjum hlutum í Exista sem verða verðlagðir í samræmi við lokagengi á OMX í gær sem var 10,1 króna á hlut.
Fyrirhugað er að tilboðið standi í átta vikur. Verði gengið að tilboðinu mun Exista leggja til við stjórn Skipta að óskað verði eftir afskráningu félagsins eins fljótt og auðið er.
Í tilkynningu til kauphallar OMX er kemur fram að ástæða tilboðs Exista er sú að félagið telur ekki vera grundvöll fyrir eðlilega verðmyndun með hlutabréf Skipta á markaði í ljósi niðurstöðu nýafstaðins hlutafjárútboðs og þeirra óvenjulega erfiðu markaðsaðstæðna sem nú ríkja.
Stefnt er að því að kanna skráningu félagsins á ný þegar aukið jafnvægi verður komið á fjármálamörkuðum.
Exista og dótturfélög þess eiga þegar 43,68% hlutafjár í Skiptum og gerir
Exista tilboð í alla útistandandi hluti félagsins. Verði tilboðið samþykkt mun stjórn Exista nýta heimild í samþykktum félagsins til útgáfu allt að 2.846.026.330 nýrra hluta í Exista. .
Tilboðið er háð skilyrði um samþykki samkeppnisyfirvalda að því marki sem það kann að vera áskilið lögum samkvæmt.
Skipti voru skráð í Kauphöll OMX á Íslandi í kjölfar hlutafjárútboðs.
Útboðið og skráning félagsins á hlutabréfamarkað var í samræmi við ákvæði kaupsamnings sem upphaflega var gerður við sölu ríkisins á 98,8% hlut í Landssíma Íslands hf. árið 2005.
Í útboðinu, sem stóð frá 10. til 13. mars 2008, var almenningi og öðrum fjárfestum boðið að kaupa 30% hlutafjár félagsins. Einungis seldust um 7,5% hlutafjár í félaginu.
Það er að sjálfsögðu alls ekki nóg að hafa hlutabréf í Skiptum til sölu í 3 daga. Það hefði þurft að vera mikið lengri tími og auglýsa hefði þurft vel,að almenningi stæði til boða að kaupa bréf. En ljóst er að útboðið í 3 daga var aðeins til málamynda. Ætlunin var að taka félagið af markaði. Þó sagt sé nú að félagið verði sett á markað aftur síðar er ekkert að treysta á það. Mér virðust ,að Síminn muni ekki standa við þá skilmála rikisins,að almenningur fái að verulegan hluta í félaginu.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Exista vill yfirtaka Skipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 20. mars 2008
Mikil vonbrigði með ríkisstjórnina í lífeyrismálum aldraðra
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)