Dagvistarrýmum fyrir eldri borgara verði fjölgað

Á aðalfundi Félags eldri borgara fyrir skömmu voru gerðar nokkrar ályktanir varðandi mál,sem heyra undir borgarstjórn Rvíkur.Meðal þeirra var eftirfarandi:

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni haldinn á Hótel Loftleiðum 23. febrúar 2008 skorar á borgarstjórn:1.      Að beita sér fyrir fjölgun dagvistarrýma fyrir eldri borgara sem ekki geta nýtt sér almennt félagsstarf.2.        fjölga búsetuúrræðum  fyrir  eldri borgara  og að hraða byggingu þjónustuíbúða,  leiguíbúða, sambýla, hjúkrunaríbúða og annarra búsetuvalkosta.3.      Að efla aðstoð við eldri borgara  varðandi breytingar á eldra húsnæði  sem taldar eru nauðsynlegar til að þeir geti búið þar  áfram  ef þeir kjósa. .4      Að auðvelda  eldri borgurum að njóta útivistar  í borginni  með  lagfæringu  á  aðgengi, m.a. með því að  fjölga  bekkjum  þar sem  fólk getur  hvílt  sig.5.     Að boðuð niðurfellig á fargjöldum með Strætó b.s. fyrir eldri borgara taki gildi sem allra fyrst.       

.      

6.     Að breyta reglum um akstursþjónustu þannig að íbúar á hjúkrunarheimilum  geti nýtt sér hana.

Athygli skal vakin á ályktun um aðstoð við eldri borgara til þess að breyta íbúðum sínum svo þeir geti búið þar áfram.Slík aðstoð gæti sparað stórfé,sem ella yrði að fara í byggingu nýrra hjúkrunrheimila.

Björgvin Guðmundsson


Þungt í eldri borgurum

Ég átti tal við einn þeirra eldri borgara,sem stóðu fyrir framboði aldraðra fyrir síðustu kosningar en ekkert varð úr framboðinu.Það var þungt í þessum eldri borgara. Hann sagði,að stjórnarflokkarnir hefðu beitt  blekkingum fyrir kosningarnar.Þeir hefðu talað fallega um að þeir ætluðu að stórbæta kjör eldri borgara en  ekki væri að sjá að þeir hefðu meint neitt með því.Um tíma var mikil hreyfing meðal eldri borgara um sjálfsætt framboð og skoðanakönnun Gallups sýndi,að slíkt framboð mundi fá  20% atkvæða.En mikil kosningaloforð stjórnarflokkanna urðu til þess að eldri borgarar heldu tryggð við sína flokka.En nú ólgar á ný í eldri borgurum. Þeir telja sig svikna. Stjórnin hefur verið 10 manuði við völd en  lífeyrir eldri borgara hefur ekki enn verið hækkaður um eina krónu,nema hjá þeim,sem eru orðnir  70 ára og eru  á vinnumarkaði. Það hafa engar almennar ráðstafanir verið gerðar,sem gagnast öllum eldri borgurum.

 

Björgvin Guðmundsson


Ísland verður að taka tillit til Mannréttindanefndar Sþ.

Ragnar Aaðalsteinsson hrl. segir,að ef Ísland taki ekki tillit til úrskurðar Mannréttindanefndar Sþ. verði  Ísland úthrópað á alþjóðavettvangi. Mannréttindi eru nú forgangsmál hjá íslenska utanríkisráðuneytinu.Ísland sækist  eftir sæti í Öryggisráði Sþ. og leitar stuðnings hjá mörgum ríkjum, sem búa við skert mannréttindi. Ísland berst fyrir mannréttindum á alþjóðavettvangi. Ísland getur   því ekki hundsað  Mannréttindanefnd Sþ. Ísland verður að taka tillit til úrskurðar mannaréttindanefndarinnar með því að breyta kvótakerfinu þannig að það byggist á sanngirni  og allir borgarar landsins sitji við sama  borð. 

 

Björgvin Guðmundsson

 


Fyrsta utanlandsferðin

Fyrsta utanlandsferð mín var söguleg,a.m.k. upphaf hennar.Ég var á leið til Danmerkur.Ég var blaðamaður á Alþýðublaðinu og Hannibal Valdimarsson var ritstjóri og formaður Alþýðuflokksins. Hann bauð mér að fara á námskeið í Hróarskeldu,sem haldið var  af dönskum jafnaðarmönnum.Ég þáði það með þökkum enda aldrei farið til útlanda áður. Þetta var 1954. Flugvélin átti að fara frá Reykjavíkurflugvelli. Þegar ég kom út á flugvöll sagði afgreiðslumaðurinn að flugvélin væri komin út á brautarenda og ætlaði að fara að taka sig til flugs. Fluginu hefði verið flýtt um 1 tíma en ekki náðst í mig þar eð ég hafði ekki síma.Hringt var í flugstjórann og spurt hvort ég kæmist með. Hann samþykkti það og var þá keyrt með mig í loftköstum út á brautarenda flugvallarins og ég settur um borð. Þannig byrjaði fyrsta flugferðin mín til útlanda. Síðan gekk allt vel.Ég fór fyrst til Kaupmannahafnar og síðan til Roskilde. Námskeiðið var skemmtilegt,mikið sungið og
Daniir skemmtilegir. Kaupmannahöfn var skoðuð og farið á Scala,þar sem var dansað. Þessi fyrsta utanlandsferð mín var hreinasta ævintýri.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Eiginfjárstaða íslensku bankanna 10% miðað við 6% í bandarískum bönkum

Vísir.is segir svo m.a.:

Hrun íslensku krónunnar í síðustu viku hefur vakið athygli fjölmiðla bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Í grein Telegraph segir að íslenska ríkisstjórnin berjist í bökkum við að koma í veg fyrir hrun efnahagslífsins.  Bent er á að bankarnir hafi tapað háum fjárhæðum og sögur séu uppi um að Kaupþing banki verði þjóðvæddur á næstu misserum. Í grein Telegraph kemur einnig fram að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hafi reynt að gera grein fyrir stöðu íslensks efnahagslífs á erlendum vettvangi, en hann hafi talað fyrir daufum eyrum.

Wall Street Journal er öllu jákvæðara í garð íslensks efnahagslífs. Þó er bent á mikil krosseignatengsl í íslensku viðskiptalífi og því skapast sú hætta að fari einn íslensku bankanna á hausinn, hafi það keðjuverkandi áhrif og hættan á hruni eykst. Einnig sé það áhyggjuefni að um 40 vogunarsjóðir hafi tekið þá stöðu að veðja á að hagnast á gjaldþroti íslenskra fyrirtækja.
Hins vegar er tekið fram að eiginfjárstaða íslenskra banka sé mjög sterk, um 10 prósent samanborið við 6 prósent hjá bandarískum bönkum. Þar að auki hafi íslenskir bankar ekki tapað miklu á undirmálslánum á bandarískum húsnæðislánamarkaði.

Enn fremur segir blaðið að staðfesta Seðlabankans í að halda niðri verðbólgu hafi róandi áhrif á fjárfesta. Einnig liggi fyrir samkomulag milli norrænu Seðlabankanna sem felst í því að lendi einn þeirra í vandræðum, hlaupi aðrir undir bagga og tryggi neyðarfjármögnun. Þetta ætti að slá á áhyggjur fjárfesta.

Mér finnst nokkuð mikillar svartsýni gæta í erlendum blöðum um íslensku bankana. Þau virðast skrifa mikið í æsifréttastíl og ekki hirða nægilega mikið um staðreyndir.Of miklar ályktanir eru dregnar af lækkun krónunnar. Íslendingar vita,að það var búið að búast lengi við lækkun á genginu ,þar eð krónan var alltof hátt skráð.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Björgvin Guðmundsson

 


Er stór bankasamruni í undirbúningi?

Margar sögusagnir ganga nú fjöllunum hærra í fjármálalífinu. Mörgum þykir vaxtahækkun líklegur kostur, aðrir telja sennilegt að tilkynnt verði um stóran bankasamruna á þriðjudaginn annað hvort sameinist Landsbankinn og Glitnir eða Landsbankinn og Straumur

Íslenski fjármálaheimurinn er enn á milli tanna erlendra fjölmiðla nú um helgina. Í breska dagblaðinu Sunday Telegraph segir  að íslenska ríkisstjórnin rói nú lífróður til að hindra algjört hrun íslenska efnahagslífsins. .

Farið var mildari höndum um landið í bandaríska blaðinu Wall Street Journal í gær. Þar kom fram að íslensku bankarnir stæðu traustari fótum en margan grunaði, þeim stafaði lítil hætta af undirmálslánum og hver þeirra væri með um 10% eiginfjárhlutfall. Þá byggjust margir við að Seðlabankinn hækkaði vexti til að ná tökum á verðbólgu og styrkja tiltrú fjárfesta.

 

Margar sögusagnir ganga  um að Seðlabankinnl hækki vexti strax eftir páska. 

Aðrir telja sennilegt að tilkynnt verði um stóran bankasamruna á þriðjudaginn; annað hvort sameinist Landsbankinn og Glitnir eða Landsbankinn og Straumur. Loks telja margir að eigendur FL Group, með Jón Ásgeir Jóhannesson fremstan í flokki, afskrái félagið . 

Ekki er talið að ríkisstjórnin geri neitt í efnahagsmálunum fyrst um sinn. Væri þó að mínu mati full ástæða til þess að hún lækkaði skatt af bensíni og matvælum til þess að koma til móts við almenning.

Björgvin Guðmundsson


Lífeyrissjóðirnir eiga mikla eignir erlendis

Gengisbreytingarnar að undanförnu hafa haft jákvæð áhrif á eignir lífeyrissjóðanna erlendis. Þetta segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóðanna. Bendir hann á að um síðustu áramót hafi erlendar eignir lífeyrissjóðanna numið um 460 milljörðum íslenskra króna, sem er tæplega 30% af heildareignum lífeyrissjóðanna.

„Gengisbreytingarnar að undanförnu vega upp tap af lækkun markaða bæði innanlands og erlendis," segir Hrafn, en tekur fram að gengisbreytingarnar vegi fyrra tap þó ekki upp að fullu.

Vegna mikillar lækkunar krónunnar hafa eignir lífeyrissjóðanna,sem voru um áramót 460 millj. kr. hækkað mikið. Staða lífeyrissjóðanna er mjög sterk.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Erlendar eignir lífeyrissjóða 460 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband