Bankarnir skulda mest erlendis

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að stærstu skuldir þjóðarbúsins séu skuldir fjármálastofnana sem nú hafi fengið frelsi til að athafna sig. Stærsti hluti skuldanna séu umsvif þeirra á alþjóðlegum markaði. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma um efnahagsmál á Alþingi í dag.

Enda þótt ríkissjóður skuldi lítið sem ekkert erlendis eru skuldir þjóðarbúsins gífurlega miklar erlendis. Það eru skuldir,einstakllinga,fyrirtækja,sveitarfélaga og bankanna en skuldir bankanna eru langmestar og meiri en nemur eignum þeirra erlendis.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Geir: Stærstu skuldirnar hjá fjármálastofnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útifundur gegn morðunum á Gaza

Efnt verður til útifundar á Lækjartorgi í hádeginu á morgun, miðvikudaginn 5. mars klukkan 12:15, til að mótmæla blóðbaðinu á Gazaströnd. Kröfur dagsins eru: Stöðvum fjöldamorðin og rjúfum umsátrið um Gaza. Ræðumenn verða Katrín Fjeldsted læknir og Ögmundur Jónasson alþingismaður. Fundarstjóri er Sveinn Rúnar Hauksson formaður Félagsins Ísland-Palestína.

Full ástæða er til þess að mótmæla  aðförum Ísraels  á Gazaströnd. Þar er verið að drepa saklausa borgara í stórum s´tl,þar á meðal börn.

Björgvin Guðmundsson

 




Kaupþing tryggir stöðu sína

Kaupþing banki hf. hefur lokið við nokkrar lokaðar skuldabréfasölur alls að fjárhæð 1,1 milljarð evra eða sem svarar rúmum 110 milljörðum kr. til fjárfesta í Bandaríkjunum og Evrópu. Athygli vekur að skuldatrygingaálagið er töluvert lægra en núverandi álag bankans á markaði að því er segir í tilkynningu.

Kaupþing hefur einnig tekið lán að fjárhæð 195 milljónir evra hjá evrópskum banka. Til samanburðar þarf Kaupþing einungis að endurgreiða um 1,1 milljarð evra af langtímaskuldbindingum það sem eftir er af árinu 2008 og dótturfélag bankans, FIH, í Danmörku 1,8 milljarða evra.

Áðurnefnd fjármögnun er á kjörum sem eru töluvert lægri en núverandi skuldatryggingaálag bankans á markaði, og kemur til greiðslu eftir eitt til sjö og hálft ár, .

Þetta eru ánægjulegar fréttir. Þær benda til þess,að skuldatryggingarálag Kaupþings sé of hátt skráð og hlýtur það að lækka á næstunni.Staða Kaupþings er tryggð allt þetta ár  með 

 

framangreindum ráðstöfunum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Neytendasamtökin vilja rannsókn á háu vöruverði

Stjórn Neytendasamtakann hefur ákveðið að leita bæði til forsætisráðherra og Samkeppniseftirlitsins þar sem samtökin hafa áhyggjur af hækkandi matvælaverði, bæði hækkunum sem þegar hafa orðið en einnig hækkunum sem boðaðar hafa verið.

Fram kemur á vef samtakanna að þau hafi sent forsætisráðherra bréf þar sem óskað er eftir að hann beiti sér fyrir því að stofnað verði til samráðsvettvangs til að hamla gegn verðhækkunum á matvörum enda mikið í húfi fyrir heimili landsins.

 

Fagna  ber þessu framtaki Neytendasamtakanna. Hið háa vöruverð er orðið

óþolandi. Lækkun vegna lækkunar virðiaukaskatts sl. ár er öll rokin út í veður og vind.Lækka verður frekar tolla og vörugjöld.

 

Björgvin Guðmundsson


Hvað vinnst við aðild að ESB

Umræðan um ESB hefur aukist eftir að Geir Haarde fór til Brussel. Það sem vinnst við aðild að ESB er þetta: Ísland mun hafa meiri áhrif   á ákvarðanir sambandsins. Við fáum að taka upp evru. Verðlag og vextir munu lækka hér og gengið verða stöðugt.Gallarnir eru þessir: Við verðum að taka upp sjávarútvegsstefnu ESB og hugsanlega að hleypa fiskiskipum sambandsins inn í fiskveiðilögsögu okkar.Við getum ekki hringlað með gengið eins og  í dag. Nokkur kostnaður yrði af aðild en við fengjum á móti aðild að mörgum sjóðum ESB. Raunar höfum við nú þegar aðild að mörgum sjóðum vegna EES samningsins.

 

Björgvin Guðmundsson


Mjög vafasöm sala á Baldri

Það liggur fyrir að við erum ekkert sátt við þá aðferð sem viðhöfð var við söluna á Baldri," segir Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi.
Stofnunin telji hins vegar nóg að gert, eftir að hafa vakið athygli á málinu í endurskoðun ríkisreiknings. Einnig hafi Fréttablaðið fjallað vel um málið, sem teljist nú upplýst.
„Við höfum kannski ekki farið eins nákvæmlega í þessa sölu og hægt er. En við erum engir dómstólar," segir hann.
Ferjan Baldur var seld fyrirtækinu Sæferðum árið 2006 fyrir 37,8 milljónir, en norskir skipamiðlarar mátu það á þrjátíu til áttatíu milljónir, einn fyrir fjármálaráðuneytið og annar fyrir Sæferðir.
Fyrir milligöngu norrænna skipamiðlara seldi fyrirtækið svo ferjuna til Finnlands, tveimur vikum síðar, fyrir rúmar 100 milljónir. Sex milljónir fóru í sölulaun skipamiðlarans!

Fram hefur komið,að  Sæferðir hafi lítið greitt út og að i raun hafi þeir greitt fyrir ferjuna með fjármunum frá ríkinu,sem félagið hafi fengið fyrir ferjusiglingar. Mál þetta er allt hið vafasamasta. Salan á ferjunni var t.d. ekki boðin út eins og eðlilegt hefði verið að  gera.

 

Björgvn Guðmundsson


Bændur vilja hækkun búvara eða aðstoð ríkisins

Óskir um hækkanir búvöruverðs verða meira áberandi . ´Aburðar- og kjarnfóðurverð hefur hækkað um tugi prósentna á einu ári og olíuverð er einnig mjög hátt. Almennt er rekstrarumhverfi býlanna verra og kúabændur eru að vissu leyti milli steins og sleggju. Að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns Bændasamtaka Íslands, hafa neytendur víða í Evrópu tekið á sig miklar verðhækkanir landbúnaðarvara á meðan algjört stopp hefur verið hér. Þær séu raunar víða dýrari en hér á landi. Hins vegar geti verið skynsamlegt að ríkið niðurgreiði áburð nú í vor svo þörf bænda fyrir hækkanir til neytenda verði minni, enda þurfi að hemja verðbólgu.

Mest af búvörum ræðst nú orðið af frjálsri samkeppni. Það er fyrst og fremst mjólkin,sem enn er háð miðstýrðri verðlagningu.Víst yrði það slæmt,ef búvörur hækkuðu mikið í verði. Það mundi gera glímuna  við verðbólguna erfiðari en ella.Hins vegar fæ ég ekki séð að ríkið eigi fremur að aðstoða bændur en t.d. fiskvinnslustöðvar,sem hafa mátt taka á sig mikla erfiðleika vegna hins háa gengis íslensku krónunnar,sem skert hefur samkeppnisstöðu útflytjenda.Það er kominn tími til þess,að allir framleiðendur og allir borgarar sitji við sama borð.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Vilja hækkun eða niðurgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnurekendur greiða atkvæði um samningana

„Þetta er samkvæmt samþykktum Samtaka atvinnulífsins. Þar er gert ráð fyrir að svona risastórt samflot fari í atkvæðagreiðslu,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, um rafræna atkvæðagreiðslu sem framkvæmdastjórn SA ákvað að halda um nýja kjarasamninga sem samtökin undirrituðu við meginþorra stéttarfélaga innan ASÍ 17. febrúar sl. Atkvæðagreiðslan hófst í gær og stendur til 7. mars.

 Nokkur óánægja  er á vettvangi SA með samningana. Hannes segir þó ekki aðra ákvörðun liggja að baki atkvæðagreiðslunni en samþykktir samtakanna. „Þetta er undir ákvörðun framkvæmdastjórnar komið, en ef einhvern tíma er tilefni til að viðhafa svona atkvæðagreiðslu þá er það núna, því svona samflot hefur ekki verið síðan árið 1995. Yfirleitt hefur verið samið við eitt landssamband fyrst og ekki alltaf það sama. Þá hefur ekki verið talin ástæða til að fara út í svona atkvæðagreiðslu. En úr því þetta snertir eiginlega öll fyrirtækin er tilefni til að greiða atkvæði.“

Atkvæðagreiðsla  í verkalýðsfélögunum fer einnig fram um þessar myndir. Vonandi samþykkja báðir aðilar samningana því enda þótt ekki séu allir ánægðir yrði það rothögg fyrir íslenskt efnahagslíf,ef samningarnir væru felldir.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Heildaratkvæðagreiðsla um samningana hjá SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband