Miðvikudagur, 5. mars 2008
Horfur á lánshæfi ríkissjóðs neitkvæðar
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Moody's hefur breytt horfum á lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugu í neikvætt. Í tilkynningu frá Moody's segir að breytingin á horfum sé fyrst og fremst tilkomin vegna breyttra lánshæfismatseinkunna íslensku bankanna, en eins og kunnugt er lækkaði Moody's lánshæfiseinkunnir allra íslensku viðskiptabankanna þriggja í síðustu viku.
Horfurnar eru nú neikvæðar fyrir lánshæfiseinkunn skuldabréfa íslenska ríkisins, sem og fyrir landseinkunn innlána í erlendri mynt, en núverandi einkunn er AAA. Horfurnar haldast hins vegar stöðugar fyrir Aaa/P-1 landseinkunnir Íslands fyrir skuldbindingar í erlendri og innlendri mynt, sem og innlán í krónum. Eins og kunnugt er hefur matsfyrirtækið Standard & Poor¿s lánshæfismat íslenska ríkisins einnig á neikvæðum horfum frá því í nóvember síðastliðnum.
Í Morgunkorni Glitnis kemur fram að þrátt fyrir að horfurnar séu nú neikvæðar í bókum Moody's segir sérfræðingur fyrirtækisins að enginn vafi leiki á því að íslensk stjórnvöld séu fullfær um að takast á við það erfiða árferði og umhverfi sem íslensku bankarnir starfi nú í.
Athyglisvert er,að það er einkum vegna bankanna,að horfur á lánshæfi ríkissjóðs hefur verið breytt úr stöðugu í neitkvætt.Sýnir það vel hve bankarnir skipta miklu máli fyrir efnahagslífið og ríkissjóð.Þess vegna er ekki sama hvernig bönkunumer stýrt. Þeir hafa farið nokkuð óvarlega að undanförnu.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 5. mars 2008
Uppsagnir byrjaðar.Pólverjar að fara heim
Bygginga- og verkfræðifyrirtækið StafnÁs ehf. hefur sagt upp 95 manns og er mikill meirihluti þeirra Pólverjar. Trésmiðafélag Reykjavíkur og Samevrópska vinnumiðlunin á Íslandi, EURES, eru að reyna að útvega verkamönnunum vinnu, bæði hérlendis sem erlendis, en flestir starfsmennirnir eru með mánaðar.
Fleiri fyrirtæki hafa sagt upp fólki. Margir Pólverjar eru nú komnir á atvinnuleysisskrá hér og aðrir eru farnir heim. Verulega mun harðra á dalnum ´á næstu vikum og mánuðum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Byggingafyrirtæki segir upp 95 manns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 5. mars 2008
Lítið af hagnaði útrásarinnar skilar sér til Íslands
Indriði H. Þorláksson, fyrrum ríkisskattstjóri, segir að aðeins lítill hluti af hagnaði af starfsemi íslenskra útrásarfélaga erlendis skila sér í hendur innlendra aðila og sé ráðstafað hér á landi. Þetta kemur fram á bloggsíðu Indriða.
Hann segir að skatttekjur íslenska ríkisins af þessari starfsemi séu tengdar þeim hagnaði sem tekin er til landsins og gildandi skattareglum svo og leiða til að koma hagnaði óskattlögðum úr landi. Áhrif útrásar íslenskra aðila á íslenskt efnahagslíf eru því að líkindum ekki ekki mjög mikil og skatttekjur íslenska ríkisins af atvinnurekstri íslenskra aðila erlendis eru ekki miklar, skrifar Indriði.
Hann segir að ástæðan fyrir hvoru tveggja sé að hluta til sú að eignarhald á íslenskum eigendum útrásarfyrirtækjanna sé að nokkuð miklu leyti í höndum aðila sem skráðir eru erlendis en einnig af því að skattareglur í þessum efnum hér á landi eru ófullnægjandi.
Þessar upplýsingar Indrið koma nokkuð á óvart.Bankarnir hafa alltaf haldið því fram,að meiri hluti hagnaðar þeirra kæmi erlendis frá. Þess vegna gætu þeir ekki lækkað vextina innan lands En svo virðist ekki vera.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Segir útrásina hafa lítil áhrif |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 5. mars 2008
Vilja einkavæðingu í menntamálum og heilbrigðismálum
Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins flutti erindi í Útvarpi Sögu i dag og ræddi rekstrarform fyrirtækja og stofnana. Hvatti hann til aukins einkareksturs og einkavæðingar í þjóðfélaginu og harmaði að ríkisútvarpið væri ríkisrekið svo og að orkugeirinn væri að mestu í höndum hins opinbera. Það fór mjög fyrir brjóstið á honum. Mesta athygli mína vakti þó,að Birgir ræddi um nauðsyn einkareksturs og einkavæðingar í mennta-og hreilbrigðismálum.Hann sagði þó að ríkið ætti alltaf að borga brúsann.Ef farið verður að tillögum Birgis þá munu skólagjöld halda innreið sína á öllum stigum skólanna og alls konar há gjöld verða innheimt af sjúklingum,sem verða að leita til lækna og sjukrahúsa. Við' skulum bægja þerri hættu frá.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 5. mars 2008
Skuldir heimilanna 1552 milljarðar!
Skuldir heimilanna við lánakerfið námu tæpum 1.552 milljörðum króna í lok síðasta árs, en Seðlabankinn birti í gær tölur yfir reikninga lánakerfisins. Til samanburðar námu skuldirnar í lok 2006 um 1.323 milljörðum króna og er því um rúmlega 17% aukningu að ræða á milli ára. Hafa ber í huga að vísitala neysluverðs hækkaði um 5,8% yfir síðasta ár, en stærstur hluti skulda heimilanna er verðtryggður.
Af skuldum heimilanna við innlánsstofnanir eru um 575 ma.kr. verðtryggðar auk þess sem bróðurpartur skulda heimilanna við ýmis lánafyrirtæki, þ.á.m. Íbúðalánasjóð, lífeyrissjóði og lánasjóð íslenskra námsmanna er í formi verðtryggra langtímaskulda. Gróflega má ætla að nálægt 80% af skuldum heimilanna séu verðtryggðar.
Það er ískyggilegt hve skuldir heimilanna eru miklar enda þótt eignir séu miklar á móti. Nú berast fregnir af því,að þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu hafi bílakaup og kaup utanlandsferða aukist.Er þetta allt að mestu fjármagnað með lánum. Bílarnir eru a.m.k að mestu keyptir fyrir lánsfé og tölur Seðlabankans leiða í ljós , að skuldir heimilanna aukast. Ætla menn ekkert að rifa seglin þó atvinna fari minnkandi ,vaxtakostnaður aukist,matarverð hækki og húsnæðisverð sé byrjað að lækka. Bíða menn eftir því að kreppan skelli á með fullum þunga.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Skuldir heimilanna aukast enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 5. mars 2008
Guðni: Ábyrgð efnahagsvandans hjá forsætisráðherra
Guðni Ágústsson, Framsóknarflokki, segir að ábyrgðin á því hvernig staðan er í íslensku efnahagslífi sé öll hjá forsætisráðherra og öðrum í ríkisstjórninni og að ríkisstjórnin hafi allt of seint gripið inn.
Guðni sagðist fagna því að tveir háttvirtir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi tekið undir stefnu Framsóknarflokksins í blaðagrein og sá þriðji, Sigurður Kári Kristjánsson, taki einnig undir það í dag í blöðunum. Segist hann fagna því að sjálfstæðismenn séu að vakna hver af öðrum og þá sérstaklega unga fólkið í flokknum en bætti við að ekki væri sýnilegt að eldri kynslóðin í flokknum sé að vakna.
Það kunni að vera að þessir þingmenn sofi á nóttinni eins og forsætisráðherra hefur lagt upp úr með ráðherra Samfylkingarinnar, segir Guðni.
Að sögn formanns Framsóknarflokksins er nauðsynlegt að forsætisráðherra geri sér grein fyrir því að það er ríkisstjórnin sem stjórnar efnahagsmálunum á Íslandi ekki Seðlabankinn.
Guðni hefur verið óþreytandi að undanförnu að skamma Geir Haarde fyrir óstjórn efnahagsmála. En hann gleymir því,að hann var sjálfur í ríkisstjórninni þar til í mai sl. Hann ber því mikla ábyrgð sjálfur og Framsóknarflokkurinn.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Guðni Ágústsson: Ábyrgðin hjá forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 5. mars 2008
Íslensk fyrirtæki geyma hátt í 500 milljarða í skattaskjólum í Luxemborg og Hollandi
Markaður Fréttablaðsins segir frá í dag,að íslensk fyrirtæki,aðallega bankarnir,geymi hátt í 500 milljarða í skattaskjólum í Luxemborg og Hollandi.Er þetta haft eftir Indriða H.Þorlákssyni fyrrv. ríkisskattstjóra.
Í Luxemborg sæta erlendir aðilar,sem fá tekjur að utan svo til engri skattlagningu.Sumar fyrrverandi nýlendur Hollands eru skattaparadísir.Auðvelt er að færa þangað óskattlagt fé frá Hollandi.
Indriði telur nauðsynlegt að setja lög,sem skyldi innlenda aðila til þess að upplýsa um eignir og tekjur erlendra félaga sinna.Einnig þurfi að styrkja lög um milliverðlagningu og um viðbrögð við skattasniðgöngu.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 5. mars 2008
Póstverslun með lyf verður leyfð
Aðalsteinn Arnarson læknir, sem síðastliðið sumar hafði milligöngu um kaup á lyfjum í apótekum í Svíþjóð í gegnum vefsíðuna minlyf.net, fagnar frumvarpi um breytingar á lyfjalögum sem Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra lagði fram á Alþingi í gær. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að horfið verði frá banni gildandi laga um póstverslun með lyf.
Aðalsteinn, sem ekki ætlar að opna vefsíðuna sína aftur, lagði á það áherslu síðastliðið sumar að samkeppnin á íslenskum lyfjamarkaði þyrfti að vera eðlilegri. Breytingarnar sem er verið að gera í heilbrigðis- og lyfjamálum eru í rétta átt.Verði frumvarpið að lögum hafa Íslendingar möguleika á að fá lyf send erlendis frá. Það hjálpar mörgum, og heilbrigðiskerfinu í heild, við að draga úr lyfjakostnaði.
.
Lagt er til að lyfjaverð verði það sama um allt land. Bent er á að afslættir lyfjabúða eins og þeir birtast sjúklingum í dag mismuni þeim eftir búsetu. Þeir séu flóknir og ógagnsæir og hvetji ekki til notkunar ódýrra lyfja. Afslættir leiði oft til ávísunar og afgreiðslu stærri skammta eða dýrari lyfja en þörf er á. Afslættir geti jafnframt hindrað inngöngu nýrra aðila á markaðinn.
Aðalhugsunin í nýja lyfjjafrumvarpinu er að þeir sem verða að nota mikið af lyfjum fái þau ódýrari en áður en hinir,sem nota lítið af lyfjum greiði aðeins meira.Ekki er víst,að allir verði sáttir við þá breytingu en þeir sem bera þungan lyfjakostnað í dag ættu að verða sáttari.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Stofnandi minlyf.net fagnar frumvarpi heilbrigðisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 5. mars 2008
Laun ellilífeyrisþega verði 226 þúsund á mánuði
Laun lífeyrisþega ættu að taka mið af neyslukönnun Hagstofu Íslands sem birt var 18. desember sl. og vera 226.000 krónur á mánuði fyrir skatta. Jafnframt ættu skattleysismörk að hækka í 150.000 kr. og frítekjumark að vera að lágmarki 100.000 krónur á mánuði.
Svona hljómar hluti áskorunar Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, til stjórnvalda um kjaramál aldraðra, en þrýst er á um að þessar breytingar verði komnar að fullu til framkvæmda þegar á næsta ári.
Stjórn FEB gerði þessar og aðrar kröfur um aðbúnað aldraðra að umtalsefni á blaðamannafundi í höfuðstöðvum félagsins í gær.
Fundarmenn voru sammála um að fjölmennur hópur félagsmanna hefði ekki nægar tekjur til grundvallar framfærslu og að binda þyrfti enda á skerðingu tryggingabóta vegna tekna úr lífeyrissjóði. Einnig þyrfti að einfalda kerfi lífeyristrygginga og tryggja að öryrkjar sem næðu ellilífeyrisaldri héldu áfram aldurstengdum, óskertum örorkubótum.
Barátta Félags eldri borgara fyrir bættum kjörum aldraðra fer nú harðnandi. Samtökin sjá,að stjórnvöld flýta sér hægt í þessum málum.Til þessa hefur lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum ekkert verið hækkaður af ríkisstjórninni,aðeins dregið úr tekjutenginum.,sem enn er þó ekki komið til framkvæmda. Það,sem boðað hefur verið af stjórnvöldum, tekur aðeins til þeirra,sem eru á vinnumarkaði.En þeir,sem ekki eru á vinnumarkaði fá ekki neitt.Það eru kaldar kveðjur frá ríkisstjórninni.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Laun lífeyrisþega verði 226.000 kr. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 5. mars 2008
Hillary sigraði í Texas og Ohio
Hillary Clinton sigraði í bæði Ohio og Texas í forkosningunum þar í nótt. Þar með er ljóst að baráttu hennar og Barak Obama er hvergi nærri lokið
Mikil spenna var í alla nótt meðan á talningu stóð í Ohio og Texas. Að lokum stóð Hillary uppi sem sigurvegari í Ohio og nú fyrir nokkrum mínútum lýsti CNN fréttastöðin því yfir að Hillary hefði einnig sigraði í Texas en mjög mjótt var á muninum milli þeirra í því ríki. Í Vermont vann Obama öruggan sigur en Hillary sigraði á Rhode Island.Hillary var að vonum glöð þegar úrslitin lágu fyrir í Ohio enda var pólitískur ferill hennar í stórhættu hefði hún tapað þeim kosningum. Hún sagði stuðningsmönnum sínum að hún myndi halda baráttu sinni áfram og hlakkaði til að takast á við Barak Obama á komandi vikum. Obama huggar sig við það að hann hefur enn örlitla forystu á Clinton á landsvísu.
Ég held,að ekki skipti miklu máli hvort Hillary eða Obama verði frambjóðandi demokrata.Þau eru bæði mjög frambærilegir frambjóðendur. Hillary yrði fyrsta konan í embætti forseta Bandaríkjanna ef hún næði kjöri. Og Obama yrði fyrsti þelþökki maðurinn til þess að ná kosningu,ef hann sigraði.Ekki er svo mikill munur á stefnumálum þeirra.
Björgvin Guðmundsson