Kárahnjúkavirkjun kostaði 133,3 milljarða

 Þegar  tekið hefur verið tillit til breytinga á magntölum í framkvæmdinni og verðlagsþróunar kemur í ljós að kostnaður við Kárahnjúkavirkjun hefur farið sjö prósent fram úr áætlun frá 2002, segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.

Áætlaður heildarkostnaður við virkjunina er 133,3 milljarðar króna, eins og fram kemur í skýrslu sem Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra lagði fram á Alþingi í dag.

Þetta er gífurlega dýr framkvæmd.Álfheiður Ingadóttir þingmaður VG sagði,að virkjunin hefði farið meira en 5o % fram úr áætlun en þá tók hún ekki tillit til verðlagsbreytinga frá því að áætlun um framkvæmdina var gerð.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Landsvirkjun segir kostnað 7% umfram áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær fiskur á fiskidögum

Lokið er fiskidögum í Nóatúnsbúðunum.Á boðstólum var alveg frábær  ferskur fiskur frá  Íslensku sjávarfangi á tilboðsverði ,alls konar fiskréttir í sósum,skelfiskur,lax og ljúffengir saltfiskréttir eins og þeir gerast bestir í Portugal og á Spáni.Viðskiptavinir kunnu vel að meta fiskidaga og  keyptu mikið af þessum góða fiski. Nóatún og Íslenskt sjávarfang eiga þakkir skilið fyrir þetta framtak. Margir af þessum fiskréttum eru  áfram á boðstólum enda þótt sérstökum fiskidögum sé lokið.

 

 

Björgvin Guðmundsson-

 

i


Brauð flutt inn frá útlöndum

Þess verður nú vart,að  brauð eru æ ríkari mæli flutt inn frá útlöndum.Þau eru þá yfirleitt flutt inn hálfunninn og fullbökuð hér. Áður hafa kökur iðilega verið fluttar inn en ég er svolítið hissa á því að brauð séu einnig flutt inn,þar eð ágæt brauð hafa verið hér á markaðnum. En þessi staðreynd leiðir í ljós,að íslenskir bakarar verða enn að herða sig, ef þeir ætla ekki að láta erlend brauð ná yfirhöndinni. Þá þurfa þeir einnig að huga að verðlagningunni. Brauð eru alltof dýr hér á landi og raunar gildir það sama um kökur. Ef íslenskir bakarar ætla að standa sig í samkeppninni verða þeir að huga betur að verðlagningunni og hafa verðið ekki alltof hátt.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


VG vill styrkja Seðlabankann

Vinstri grænir vilja styrkja Seðlabanka Íslands með því að auka gjaldeyrisvaraforðann um allt að 80 milljarða og styrkja eigið fé hans til viðbótar um allt að 40 milljarða króna með innlendu skuldafjárútboði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frumvarpi til laga um ráðstafanir í efnahagsmálum sem var kynnt á blaðamannafundi VG í morgun.

Vinstri grænir vilja að allt að einum milljarði verði varið til Nýsköpunarsjóðs, 1 milljarði til Tækniþróunarsjóðs, allt að 500 milljónum til atvinnuþróunarfélaga, allt að 250 milljónum til aukins markaðsstarfs á sviði ferðamála og allt að 250 milljónum til umhverfisaðgerða og uppbyggingar þjóðgarða.

VG telur,að með því að styrkja Seðlabankann megi fremur vinna bug á verðbólgunni.Einnig vill VG stöðva frekari stóriðju.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is VG vilja styrkja Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóðbaðinu á Gaza verður að linna

Árið 1970 fór ég til Ísrael í boði Goldu Meir,þá forsætisráðherra og formanns Verkamannaflokks Írael.Sat ég þing flokksins en ferðaðist  síðan um allt Ísrael. Ég kynntist vel vandamáli Ísraelsmanna í ferðinni og gerði mér ljóst hvað allt var viðkvæmt vegna nálægðar Arabaríkja á marga vegu.M.a.fór ég til Golan hæða en þaðan höfðu Arabar þá verið að skjóta á hús Ísraelsmanna og ég sá hvað örstutt var á milli . Ég hafði mikla samúð með sjónarmiðum Ísraelsmanna eftir ferðina en síðan er langur tími liðinn og mikið vatn hefur runnið til sjávar.Mér hefur oft fundist á undanförnum árum sem Ísraelsmenn hafi farið offari gegn Palestínu- Aröbum.Og svo hefur mér virst nú undanfarið á Gaza. Auðvitað ber að fordæma að  skotið sé heimagerðum eldflaugum frá Gasa á hús Ísraelsmanna. En það réttlætir ekki að fara með fullkomnustu vígvélar og láta sprengjuregni rigna yfir   Palestínu -Araba á Gaza. Það eins og að mæta manni með baunabyssu og beita vélbyssu gegn honum. Þessu blóðbaði verður að linna.

 

Björgvin Guðmundsson


Hækka búvörur?

Rekstrarkostnaður í landbúnaði hefur hækkað verulega um allan heim og hliðstæð þróun blasi við hér og rekstrarútgjöld íslenskra bænda hafa á síðustu vikum og mánuðum hækkað meira en áður hefur þekkst. Þetta kemur í kjaramálaályktun sem var samþykkt við lok Búnaðarþings í gær.

„Eins og Bændasamtök Íslands hafa bent á síðustu mánuði hefur rekstrarkostnaður í landbúnaði hækkað verulega um heim allan. Hliðstæð þróun blasir við hér og rekstrarútgjöld íslenskra bænda hafa á síðustu vikum og mánuðum hækkað meira en áður hefur þekkst.

Ríkisstjórnin   lýsti því yfir í tengslum við gerð kjarasamninga fyrir skömmu,að hún mundi beita sér fyrir lækkun matvælaverðs. Stjórnin er því í vanda stödd,þegar bændur knýja á um hækkun búvara.Fjármálaráðherra lýsti því yfir á alþingi í vikunni,að ekki yrði um mikla lækkun tolla á búvörum að ræða. Ekki verður því sé' hvernig stjórnin ætlar að lækka matvælaverð.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Aukinn rekstrarkostnaður blasir við bændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband