Laugardagur, 8. mars 2008
Stríðið í Írak hefur kostað Bandaríkin 3.000.000.000.000 dollara
Stríðið í Írak hefur kostað Bandaríkin 3 billjónir dollara. Bandaríkin og Bretar gerðu innrásina í Írak ólöglega,brutu alþjóðalög með henni,þar eð Öryggisráð Sþ. samþykkti hana ekki.Ísland studdi innrásina og það var hvorki leitað samþykkis alþingis,utanríkismálanefndar né ríkisstjórnar við þá ákvörðun,heldur var hún tekin af 2 ráðherrum Davíð og Halldóri. Þeir brutu reglur og lög meö þeirri ákvörðun.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 8. mars 2008
Skuldir þjóðarbúsins hafa aukist um 500 milljarða sl. 3 mánuði
Hreinar skuldir þjóðarbúsins hafa aukist um 500 milljarða kr. sl. 3 mánuði,sagði Gylfi Magnússon dósent í viðtali við Hjálmar Sveinsson í þætti á RUV í dag. Skuldirnar nema nú alls 1800 milljörðum. Gylfi taldi þetta slæma þróun og sagði,að það sem gerði stöðuna erfiða í dag væri það að bankarnir gætu ekki lengur fengið hagstæð lán á erlendum mörkuðum.Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings sagði á aðalfundi bankans,að staða hans væri mjög sterk og hefðu fáir bankar í V-Evrópu eins sterka lausafjárstöðu og Kaupþing.Hann vísaði því á bug,að Kaupþing hefði farið óvarlega í fjárfestingum.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 8. mars 2008
Laun kvenna 21 % lægri en karla hjá ríkisstofnunum
Það hefur sorglega lítið miðað í baráttunni fyrir launajafnrétti kynjanna.Það hafa verið samþykkt lög um launajafnrétti og fluttar margar fallegar ræður um nauðsyn launajafnréttis. en það gerist lítið sem ekkert. Vonandi breytist það nú eftir nýsamþykkt lög um sama efni.
Árni Stefán Jónsson formaður SFR flutti erindi um mál þetta á ráðstefnu um launajafnrétti í gær.Kom fram,að heildarlaun kvenna eru 21% lægri en laun karla hjá ríkisstofnunum. Fram koma ,að hjá 36 stofnunum voru laun karla hærri en laun kvenna, hjá 5 stofnunum fengu konu hærri laun en karlar.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 8. mars 2008
Hættum aðild að stríðinu i Afganistan
Þegar Ísland gerðist aðili að NATO tók Ísland það fram,að það hefði engan her og mundi ekki stofna hann.Samt sendi fyrri ríkisstjórn menn til Noregs til þjálfunar vegna " friðargæslu"Þessir menn voriu þjálfaðir í hermennsku.Ég hefi alltaf verið á móti þessum "stríðsleikjum" Íslendinga.Ég var því ánægður þegar utanríkisráðherra kallaði okkar eina fulltrúa í Írak heim. Við höfum haft nokkra fulltrúa í Afganistan. Og nú hefur utanríkisráðherra ákveðið að senda 4 menn þangað til viðbótar. Ég er algerlega andvígur því. Við eigum að kalla alla okkar menn frá Afganistan heim og einbeita okkar að aðstoð á öðrum svæðum þar sem striðsrekstur er ekki í gangi.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 8. mars 2008
Ingólfur Margeirsson ánægður með Jóhönnu
Íngólfur Margeirsson rithöfundur skrifar ágæta grein í Mbl. í gær um frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur um lögfestingu alþingis á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5.des. sl. um aldraða og öryrkja.Ingólfur er ánægður með frumvarpið og telur,að Samfylkingin og Jóhanna hafi hér gert góða hluti.Áreiðanlega er það rétt,að það hefur þurft aðild Samfylkingarinnar að ríkisstjórn til þess að koma þessum umbótum fram.Hér er í fyrsta lagi um það að ræða að afnema skerðingu tryggingabóta vegna tekna maka en sú breyting á að taka gildi 1.apríl. Með hæstaréttardómi í svonefndu öryrkjamáli var úrskurðað að það væri brot á stjórnarskránni að skerða bætur vegna tekna maka,þ.e. vegna jafnréttisákvæða. Samt hummaði fyrri rikisstjórn það fram af sér að framkvæma þessa breytingu. Landssamband eldri borgara segir,að fyrri ríkisstjórn hafi lofað að framkvæma þessa breytingu um síðustu áramót. En það var ekki gert. Hin aðalbreytingin í frumvarpi Jóhönnu er sú,að taka á upp l.júlí n.k. frítekjumark að fjárhæð 100 þús. á mánuði vegna atvinnutekna.Hins vegar saknaði ég þess,að ekki var í yfirlýsingunni 5.desember sl. neitt um frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna og ekkert um hækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum.Raunar tel ég að það hefði átt að byrja á hækkun lífeyris frá almannatryggingum þar eð slík breyting gagnast öllum lífeyrisþegum en frítekjumark vegna atvinnutekna gagnast aðeins þeim,sem eru á vinnumarkaði en hjá öldruðum er það um 30%. Síðan eða samhliða mátti draga úr tekjutengingum.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 8. mars 2008
Margir flytja út vatn
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og Halldór Guðbjarnason frá Brúarfoss ehf. undirrituðu vatnssölusamning í dag. Brúarfoss hyggst setja á fót vatnsverksmiðju á Ísafirði og innan 6-8 mánaða hefst útflutningur á vatni í gámum.
Vatninu verður dælt í þar til gerðar blöðrur og sent til Þýskalands til fyrirtækja sem þurfa ferskt vatn í framleiðslu sína. Einnig er kveðið á um 15.000 fermetra lóð á hafnarsvæðinu á Ísafirði undir átöppunarverksmiðju og hefur Brúarfoss rétt rúm tvö ár til að hefja byggingarframkvæmdir.
Í máli Halldórs Guðbjarnasonar kom fram að í átöppunarverksmiðjunni yrðu til störf fyrir tugi manna og að í henni yrði vatni tappað á neytendaumbúðir. Brúarfoss mun fá allt umframvatn sem fellur til á Ísafirði eftir að þörfum heimila og fyrirtækja hefur verið annað.
Áður hefur komið fram í fréttum,að Jón Ólafsson,sem áður rak Stöð 2 hefur hafið vatnsútflutning,m.a. til Bandaríkjanna og tekur hann vatnið við Þorlákshöfn.Það,sem vekur athygli við vatnsútflutninginn frá Ísafirði er að,að vatnið er flutt út í blöðrum í gámum til Þýskalands og verður vatninu þar tappað í neytendaumbúðir. Síðar mun ætlunin að reisa einnig átöppunarverksmiðju á Ísafirði.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Vatnssölusamningur undirritaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 8. mars 2008
Álframleiðslan hér greiðir jafnmikið í vinnulaun og fiskvinnslan
Áliðnaðurinn mun á þessu ári greiða um 13,5 milljarða kr. í laun sem er álíka mikið og fiskvinnslan greiðir sínu starfsfólki. Nettóábata þjóðarbúsins af áliðnaði í ár má áætla um 54 milljarða en veiðar og vinnsla á þorski munu hins vegar skila um 38,4 milljörðum. Þetta segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson en hann hefur rannsakað breytingar á íslensku atvinnulífi 1995-2005 og mögulega þróun til árins 2015.
Ég hefi bent á,að það sem getur skipt sköpum fyrir afstöðu Íslendinga til ESB er sú staðreynd,að vægi sjávarútvegs í þjóðarframleiðslunni fer minnnkandi.Ábati af áliðnaði verður meiri á þessu ári en ábati af fiskveiðum og vinnslu.Sjávarútvegurinn er því ekki lengur aðalatvinnuvegur þjóðarinnar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Meiri nettóábati af áli en þorski |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |