Sunnudagur, 9. mars 2008
Unnt að innrita sig á netinu hjá báðum flugfélögunum
Icelandair býður viðskiptavinum sínum að innrita sig á netinu í öll flug
frá landinu frá og með deginum í dag, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Iceland Express býður upp á netinnritun frá og með morgundeginum, að því er félagið greindi frá nýlega.
Farþegar geta með því að fara inn á icelandair.is innritað sig í flug sitt um það bil sólarhring fyrir flug,eða með 22 klukkustunda fyrirvara, segir ennfremur í tilkynningunni frá Icelandair.
Í tilkynningu frá IE fyrir helgi kom fram, að farþegar geti innritað sig á vefnum allt að 60 dögum fyrir brottför flugs að síðustu 24 klukkustundunum fyrir flug undanskildum. Innritun fer fram í gegnum einfalt innritunarkerfi á vef Iceland Express og að því loknu fá farþegarnir brottfararspjald sent í tölvupósti. Þetta brottfararspjald er svo sýnt við öryggishliðið.
Hér er um mikið hagræði að ræða fyrir farþega.Þeir losna við biðraðirnar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Flugfélög bjóða upp á netinnritun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. mars 2008
Kveðja til sona erlendis
Samfélag nútímans er alþjóðlegt. Fólk er á stöðugum ferðalögum landa á milli en auk þess búa Íslendingar víða erlendis í dag.Ég á son,Björgvin,sem búsettur,er í Kouvola í Finnlandi. Hann er kvæntur finnski konu,Pirjo Aaltonen og hefur búið lengi í Finnlandi. Hann kennir myndmennt í grunnskóla í Finnndi. Kona hans er einnig myndmenntakennari.Vegna góðra flugsamgangna er auðvelt að heimsækja þau og nýtum við hjónin okkur það iðulega en auk þess koma þau Björgvin og Pirjo oft til Íslands.Sonardóttir mín,Steinunn Guðmundsdóttir, er í heimsókn þessa dagana hjá Björgvin og Pirjo.Unnusti Steinunnar,Neil,er með í för.Þau hafa búið í Cork á Írlandi að undanförnu en eru væntanleg heim til Íslands í byrjun næsta mánaðar.
Rúnar sonur minn og Elín kona hans eru í Austurríki þessa dagana í skíðaferð. Ég sendi Björgvin og Rúnari og konum þeirra bestu kveðjur mínar og konu minnar. Einnig sendj ég Steinunni og Neil bestu kveðjur.
Björgvin Björgvinsson er með bloggsíðu á Mbl.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 9. mars 2008
Hvað er kreppa?
Miklar umræður eiga sér stað hér og erlendis um þessar mundir um að það sé yfirvofandi kreppa í efnahagslífinu.Sumir nota þetta hugtak svolítið gáleysislega.En hvað er kreppa? Í hagfræðinni er talað um hagsveiflur: Samdrátt,kreppu,þenslu og verðbólgu. Þegar framleiðsla dregst saman vegna minni eftirspurnar eftir framleiðsluvörum er talað um samdrátt. Ef samdráttur heldur áfram getur hann leitt til kreppu. Fyrirtækin geta ekki selt vörur sínar og komast í þrot. Það verður atvinnuleysi og gjalddþrot fyrirtækja. Þegar framleiðsla eykst vegna mikillar eftirspurnar og getur tæpast annað eftirspun verður þensla. ef þenslan heldur áfram að aukast getur hún leitt til verðbólgu.Framleiðendur geta ekki annað eftirspurn eftir vörum, verðið þrýstist þá upp vegna umframeftirspurnar og verðbólga myndast.
Þegar enn ein vísbendingin um kreppu í bandarísku efnahagslífi kom fram í gær, olli hún lækkun á verði hlutabréfa, þó ekki hér á landi þar sem úrvalsvísitalan hækkaði um tæp 2%. Það var frétt um að fólki á launaskrá í Bandaríkjunum hefði fækkað um 63.000 í febrúar. Þetta kemur fram á Visir.is. Og áfram segir þar:
Þrátt fyrir þetta, segir Lúðvík Elíasson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, eru minni líkur en áður á að Bandaríkin smiti heimsbyggðina af alvarlegri kreppu. Í fyrsta lagi hafi Seðlabanki Bandaríkjanna þá gert þau mistök að skrúfa fyrir peningaflæði. Þá séu gjaldmiðlar ekki lengur beintengdir dollaranum eins og áður.
Spáð hafði verið fjölgun starfa og þegar fregnin um fækkun barst lækkuðu hlutabréfavísitölur vestra hratt. Þegar það gerist lækka hlutabréf venjulega næst í Asíu og síðan í Evrópu. Í kjölfar undirmálslánakreppunnar í Bandaríkjunum hefur mjög verið rætt um hvort alvarleg heimskreppa sé í aðsigi, jafnvel á við kreppuna 1929. Lúðvík segir þó ólíku vera saman að jafna.
Í Bandaríkjunum er fjöldi heimila kominn í þrot vegna undirmálslánanna
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. mars 2008
Heildareignir Kaupþings 5 þús. milljarðar
Undanfarið hefur mikið verið rætt um erfiðleika íslensku bankanna,m.a. Kaupþing. Hér á eftir birti ég því nokkrar staðreyndir um Kaupþing:
Á aðalfundi Kaupþings fyrir skömmu sagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri:
"Árið 2007 var gott hjá Kaupþingi. Framan af ári gekk sérlega vel en viðsnúningur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum setti mark sitt á seinni hluta ársins. Arðsemi eigin fjár nam 23,5% sem verður að teljast vel viðunandi. Vel gengur í allri grunnstarfsemi bankans og hafa vaxtatekjur bankans aldrei verið hærri en nú á fjórða ársfjórðungi.Óhagstætt rekstrarumhverfi leiðir til breyttra áherslna í rekstrinum og draga mun úr vexti efnahagsreiknings bankans. Áhersla stjórnenda er nú fyrst og fremst á að efla þóknanatekjur og ná fram hagræðingu í rekstrinum. Jafnframt er verið að breyta fjármögnun bankans með aukinni áherslu á innlán. Á fjórða ársfjórðungi var kynntur nýr innlánabanki á netinu, Kaupthing Edge en hann hefur þegar verið settur upp í fimm löndum. Það hefur meðal annars skilað sér í því að á síðustu fjórum mánuðum hafa tæplega 30 þúsund viðskiptavinir komið í innlánaviðskipti við bankann.
Eftirfarandi kom einnig fram:
Hagnaður hluthafa eftir skatta á árinu nam 70,0 millörðum.kr (85,3 ma.kr. árið 2006)
- Hagnaður hluthafa eftir skatta á fjórða ársfjórðungi nam 9,8 mö.kr. (18,1 ma.kr. á sa$$ma tímabili 2006)
- Arðsemi eigin fjár á árinu var 23,5%
- Hagnaður á hlut á árinu var 95,2 kr. (127,1 kr. árið 2006). Hagnaður á hlut á fjórða ársfjórðungi var 13,4 kr. (26,1 kr. á sama tímabili 2006)
- Hreinar vaxtatekjur á fjórða ársfjórðungi jukust um 60,3% á milli ára, námu 23,7 mö.kr.
- Hreinar þóknanatekjur á fjórða ársfjórðungi jukust um 19,0% á milli ára, námu 14,1 ma.kr.
- Gengistap í Fjárstýringu nam 11,6 mö.kr. á fjórða ársfjórðungi sem að mestu má rekja til lækkunar á gangvirði afleiðusamninga, skuldabréfaeigna og eignavarðra verðbréfa
- Heildareignir námu 5.347,3 milljörðum króna í lok ársins jukust um 35,8% á föstu gengi á árinu, en um 31,9% í íslenskum krónum.
Samkvæmt þessu verður að telja stöðu Kaupþings nokkuð sterka. En það breytir ekki því að erfitt er að fá lán á góðum kjörum erlendis.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. mars 2008
Krónan er byrjuð að lækka
Gengi krónunnar lækkaði um rúm 3% á undanfarandi viku. Því hafði verið spáð,að krónan mundi lækka þar eð hún hefur verið alltof hátt skráð og það sem hélt henni uppi var mikið fjárstreymi inn í landið vegna Káraknjúkavirkjunar, mikil kaup erlendra aðila á krónubréfum ( Jöklabréfum) og að sjálfsögðu himinháir stýrivextir Seðlabankans.Talið er,að lækkun krónunnar í síðustu viku hafi að einhverju leyti stafað af spákaupmennsku erlendra aðila.Víst er að krónan mun falla mikið á næstu mánuðum og misserum, um 20% það minnsta.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 9. mars 2008
Mörg gagnaver munu rísa á Íslandi
Ísland er allt í einu farið að þokast inn á radar alþjóðlegra hátæknifyrirtækja, sem vilja eignast sameiginlegar hosur með okkur og gera þær grænar. Þetta kom fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra á Iðnþingi. Sagði hann að um meira en áhuga væri að ræða hlutirnir væru byrjaðir að gerast.
Á síðasta sumri tókust samningar um nýtt hátæknifyrirtæki á Íslandi. Hið norður-ítalska Becromal í samvinnu við sunnlenska fjárfesta rak tjaldhæla sína í jörðu við hliðina á gömlu Krossanesverksmiðjunni á Akureyri.
Um leið og ríkisstjórnin tók af skarið um lagningu nýs sæstrengs, hvenær hann skyldi lagður og hvert hann skyldi liggja, þá opnaðist um leið farvegur fyrir nýja atvinnugrein á Íslandi, nýja tegund fyrirtækja,
gagnaver. Þegar hefur verið gerður samningur um byggingu gagnavers á Keflavíkurflugvelli og ljóst er,að mörg fleiri munu rísa. Þetta er ánægjuleg þróun.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Iðnaðarráðherra: Hlutirnir eru byrjaðir að gerast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 9. mars 2008
Leiga fyrir 2ja herbergja íbúð 90-120 þúsund á mánuði!
Það er verið að bjóða tveggja herbergja íbúðir á 90 og upp í 120 þúsund á mánuði. Það er ekki möguleiki að ég ráði við það, þrátt fyrir smávegis húsaleigubætur. Ég er búin að sækja um íbúð í Kópavogsbæ, þar sem ég bjó, en þar er mjög löng bið. Og frekar en að hírast í herbergi ætla ég að búa úti hjá dóttur minni, líka af því að ég get unnið aðeins ef ég er með tölvuna með mér, segir Edda, sem fjallar um málið á vefsíðunni hondin.is, en samtökin Höndin hafa að markmiði að hjálpa fólki til sjálfshjálpar.
Þetta kemur fram í Mbl. í dag. Í blaðinu er mjög góð frásögn af ástandi fasteignamarkaðarins í dag og af ástandi þeirra,sem háðir eru leiguíbúðum. Bankarnir eru búnir að loka að mestu fyrir útlán til þeirra,sem eru að kaupa húsnæði. Fólk getur því hvorki selt né keypt.Sala hefur dregist verulega saman.Og húsaleiga a leiguíbúðum heldur áfram að hækka. Hvernig á einhleypur ellilífeyrisþegi með 118 þúsund í lífeyri eftir skatta að greiða 90-120 þúsund á mánuði í húsaleigu?Og það sama gildir um þá sem eru á lægstu launum á almennum vinnumarkaði,þrátt fyriir kauphækkun,sem var verið að semja um. Það er enginn leið að láta enda ná saman.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Verst er að eiga ekkert heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |