Samráð gegn verðhækkunum

Fulltrúar ASÍ og neytenda áttu fund með Björgvini G. Sigurssyni viðskiptaráðherra, í viðskiptaráðuneytinu í morgun.  Á fundinum voru Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ.  Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna, Þuríður Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Þórunn Anna Árnadóttir frá Neytendastofu, voru einnig viðstödd fundinn.

Að sögn Hennýar Hinz, voru boðaðar verðhækkanir ræddar á fundinum og leiðir til þess að draga úr þeim ræddar.  Engar formlegar ákvarðanir voru teknar á fundinum, en að sögn Hennýar  var staða neytenda rædd og ákváðu fundarmenn að stilla saman strengi, og halda aftur fund fljótlega í framhaldinu.   

Það er ánægjulegt að þessi fundur skuli hafa verið  haldinn. Hann bendir til þess að viðskiptaráðherra  ætli að efna til samráðs um ráðstafanir gegn verðhækkunum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is ASÍ og neytendur á fundi í viðskiptaráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólöglegt að hvetja til verðhækkana

„Hagsmunaaðilar á markaði þurfa að fara gætilega í opinberri umfjöllun um verðhækkanir. Í slíkri umfjöllun kunna að felast brot á samkeppnislögum.“ Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, en að undanförnu hafa m.a. forsvarsmenn Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna fjallað opinberlega um nauðsyn verðhækkana.

M.a. mun Páll hér hafa í huga yfirlýsingu  Andrésar Magnússonar um að verð mundi hækka um 20-30% á innfluttum vörum. Slíkar yfirlýsingar geta hvatt til verðhækkana og  eru þá ekki löglegar. Ég agna því,að forstjóri Samkeppniseftirlitsins taki þessi mál föstum tökum.ÓlöÓ

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Krefst upplýsinga frá FÍS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband