Var kvótamálinu fórnað fyrir stjórnarsamvinnu með Sjálfstæðisflokknum?

Samfylkingin lagði eitt stærsta baráttumál sitt,kvótamálið,til hliðar  í síðustu alþingiskosningum.Margir telja,að það hafi verið gert til þess að greiða fyrir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.Ef það er rétt hefði Samfylkingin átt að vera því harðari í öðrum baráttumálum sínum  eins og velferðarmálum og skattamálum.En svo var ekki. Ákvæðin um þessi mál í stjórnarsáttmálanum eru ekki nógu skýr. Ég er mjög óánægður með það, að Samfylkingin skuli hafa lagt kvótamálið til hliðar. Þetta er eitt stærsta og mikilvægasta baráttumál jafnaðarmanna  í dag. Það verður að stokka kvótakerfið upp, draga veiðiheimildir inn á ákveðnu tímabili og bjóða aflaheimildir upp eða úthluta þeim á ný gegn greiðslu.Kvótakerfið hefur skapað gífurlegt misrétti í þjóðfélaginu. Margir hafa fengið úthlutað frítt miklum verðmætum,sem þeir hafa síðan selt og braskað með eins og þeir ættu veiðiheimildirnar. þó svo sé ekki.Jafnaðarmenn munu ekki hætta baráttunni fyrr en misrétti kvótakerfisins hefur verið leitrétt.
Björgvin Guðmundsson

Biðlistar BUGL styttast

Biðlistar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) hafa styst og hafið er fræðslustarf sem er ætlað að efla nærþjónustu við börn og unglinga með geðraskanir.

Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, sagði að lengi hefði verið þörf á að auka og samhæfa þjónustu deildarinnar. Hlustað hefði verið á tillögur starfsfólks og í ágúst sl. fékkst aukið fjármagn. Í kjölfarið voru ráðnir fjórir nýir starfsmenn auk fræðslustjóra.

Starfsfólk BUGL hefur aukið vinnuálag undanfarna tvo mánuði og m.a. sett upp svonefnda „laugardagsklínik“. Þá hefur verið unnið utan hefðbundins vinnutíma til þess að taka við börnum af biðlista.

Á undanförnum tveimur mánuðum er búið að vinna um 22 mál af biðlistum umfram það sem ella hefði verið unnt að sinna. Um miðjan ágúst 2007, þegar ákveðið var að auka framlög til BUGL, voru 165 mál á biðlistanum en nú eru þau 107. Á þessum tíma hafa borist um 100 nýjar tilvísanir. Af þeim hafa bæst við um 80 ný mál á biðlistann. Í heild hafa því verið unnin tæplega 140 mál á rúmu hálfu ári. Guðrún sagði að miðað væri við að bið eftir þjónustu á borð við þá sem BUGL veitti væri um þrír mánuðir. Hún sagði starfsfólk BUGL hafa leitað leiða til þess að biðlistinn lengdist ekki aftur.

„Við höfum viljað leggja áherslu á samvinnu við aðrar stofnanir, bæði þjónustumiðstöðvar og heilsugæslu,“ sagði Guðrún. „Við viljum auka fræðslu til lækna í heilsugæslu og eins annarra sem koma að þjónustu við börn og unglinga með geðraskanir. Einnig kemur til greina að flytja úrræði sem við höfum hér til heilsugæslunnar þannig að hægt sé að nálgast vandann í nærumhverfi barnanna.“

Bæði núverandi ríkisstjórn og sú fyrrverandi hafa unnið  að því að stytta biðlista BUGL og það er ánægjulegt að heyra að það hefur skilað árangri. Biðlistinn hefur stytst um 58.Á honum eru nú 1o7.Það er að sjálfsög'u alltof mikið en þetta er í  rétta átt.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Biðlistar BUGL hafa styst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorgerður Katrín! Vertu heima

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ætlar að öllu óbreyttu að vera viðstödd opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Bejing í ágúst. Vel verði fylgst með þróun mála en ef aðstæður breytist til hins verra, komi til greina að fara ekki.

„Það er alveg ljóst að við fordæmum öll þau mannréttindabrot sem eru viðhöfð af hálfu kínverskra stjórnvalda, bara þannig að það sé skýrt,“ sagði Þorgerður Katrín. Að öllu óbreyttu yrði hún við opnunarhátíðina í Bejing líkt og hún var viðstödd opnunarhátíðina í Aþenu árið 2004.

„Þar var ég ekki í boði grískra stjórnvalda, heldur í boði íþróttahreyfingarinnar sem fór fram á að ég yrði viðstödd og það sama á við núna. Ég verð fyrst og fremst þarna til að styðja við bakið á okkar íþróttafólki og hvetja það til dáða en ekki til að strjúka Kínverjum. En að sjálfsögðu er það þannig að maður fylgist náið með hvernig mál þróast,“ sagði hún. 

Það eru mér mikil vonbrigði að heyra,að Þorgerður Katrín,menntamálaráðherra,ætli að vera á opnunarhátíð  Olympíuleikanna.Það breytir engu hvort hún er þar í boði íþróttahreyfingar Kína eða stjórnvalda. Almenningur gerir engan greinarmmun á því. Ef ráðamenn heimsins sniðganga opnunarhátíð leikanna eru það skýr skilaboð til  stjórnvalda í Kína um það að þau verða að breyta um stefnu og hætta mannréttindabrotum.Það er út í hött að ætla að bíða eftir frekari mannréttindabrotum. Nóg er komið og nóg  er í gangi í Tíbet. Krafan  er þessi: Sniðgöngum opnunarhátíðina.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Fer á opnunarhátíðina en ekki til að strjúka Kínverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grunnskólakennarar eru með lægstu launin

Yfirstandandi kjörtímabil hefur ekki verið tímabil átaka við samningaborðið, enda samningar löngu gerðir og við það að renna út. Það hefur hins vegar ekki farið fram hjá neinum að skólarnir hafa átt í vandræðum með að ráða til sín fólk og margur góður kennarinn hefur horfið til annarra og betur launaðra starfa. Skólarnir hafa orðið undir í samkeppni um vinnuafl og margt bendir til þess að þeir samningar sem nú standa yfir, eða eru framundan, muni skilja á milli feigs og ófeigs í starfsemi skóla á næstu árum,“ sagði Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands (KÍ), í opnunarávarpi sínu á þingi sambandsins á Grand Hótel í Reykjavík í gær.

Aðspurður segist Eiríkur þó vilja leyfa sér ákveðna bjartsýni fyrir komandi samninga. „Mér skilst að samskipti grunnskólakennara við sveitarfélögin, hingað til, gefi til kynna gagnkvæman vilja til að leysa málin í sameiningu. Ég held að menn séu búnir að upplifa svo mikið á undanförnum mánuðum og búnir að sjá á eftir svo mörgum kennurum úr þeirri stétt, að þessi gagnkvæmi vilji hafi skapast.“ Hann segir sömu lögmál gilda um aðstæður annarra hópa, bæði leik-, tónlistar- og framhaldsskólakennara. Mjög mikilvægt sé til dæmis að framhaldsskólinn komi vel út úr næstu samningum.

Samkvæmt könnun,sem Gallup gerði nýlega eru grunnskólakennarar með lægstu launin af öllum kennarastéttum,þar á meðað leikskólakennurum.Ef laun þeirra verða ekki leiðrétt má búast við' algerum flótta úr stéttinni.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Næstu samningar gætu skilið milli feigs og ófeigs í skólastarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Bloggfærslur 10. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband