Föstudagur, 11. apríl 2008
Atvinnutekjur lífeyrisþega: Öryrkjar fá sama frítekjumark og aldraðir 1.júlí
Jóhanna segir þessa hækkun þó einungis tímabundna í 6 mánuði, verið sé að skoða breytingar á örorkumatskerfinu og starfsendurhæfingu. Breytingarnar eigi að vera tilbúnar um áramótin og muni þá taka við af þessum hækkunum.
Fagna ber þessari aðgerð. Það hefur dregist nokkuð að tilkynna frítekjumark fyrir atvinnutekjur öryrkja og eins og fram kemur eru fyrstu aðgerðir i þessu efni fyrir öryrkja tímabundnar í 6 mánuði.
Enn vantar þó að setja sambærilegt frítekjumark fyrir lífeyrissjóðstekjur,bæði fyrir aldraða og öryrkja.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 11. apríl 2008
ESB:10% fyrir neðan fátæktarmörk hér.Ísland meðal 3ja þjóða með lægsta tekjuhlutfall
Árin 20032005 voru tæplega 10% þeirra sem bjuggu á einkaheimilum á Íslandi fyrir neðan lágtekjumörk (at risk of poverty) eins og þau eru skilgreind í lífskjararannsókn Evrópusambandsins. Lágtekjumörkin voru 111.333 kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði fyrir einstakling sem bjó einn árið 2005 en 233.800 kr. fyrir tvo fullorðna með tvö börn.
Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands þar sem greint er frá niðurstöðum um lágtekjumörk og tekjudreifingu 20032005. Niðurstöðurnar eru fengnar úr lífskjararannsókn Hagstofunnar en hún er liður í samræmdri lífskjararannsókn Evrópusambandsins (EU-SILC).
Hlutfallslega fleiri þeirra sem bjuggu einir eða einir með börn voru undir lágtekjumörkum en þeir sem bjuggu á annars konar heimilum. Það sama gildir um þá sem bjuggu í leiguhúsnæði samanborið við þá sem bjuggu í eigin húsnæði.
Af 30 Evrópuþjóðum árið 2005 var Ísland ein þriggja þjóða sem var með lægsta lágtekjuhlutfallið. Sex þjóðir voru með lægri fimmtungastuðul en Íslendingar, ein jöfn og 22 með hærri stuðul. Loks voru sex Evrópuþjóðir með lægri Gini-stuðul en Íslendingar tvær jafnar og 21 með hærri stuðul.
Þessar niðurstöður koma ekki á óvart, Þeir Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason hafa birt margar greinar g skýrslur,sem leiða hið sama í ljós. Mikil misskipting hér á landi er staðreynd og hana verður að leiðrétta.
![]() |
Tæplega 10% fyrir neðan lágtekjumörk á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 11. apríl 2008
Hafa ekki trú á 30% lækkun íbúðaverðs
Framkvæmdastjóri ASÍ segir spá Seðlabanka Íslands, um að íbúðarverð muni lækka allt að 30% að raunvirði fram til ársloka 2010, undirstrika það hversu alvarlega staðan sé í efnahagsmálum á Íslandi. Hann hefur hins vegar ekki trú á því að spá Seðlabankans muni rætast.
Margir hagfræðingar draga spá Seðlabankans í efa.Flestir telja íbúðaverð muni lækka en flestir spá því ,að lækkunin verði í kringum 15% lækkun á raunvirði en telja fráleitt,að lækkunin verði 30% að
raunvirði.Sérfræðingar eru hins vegar sammála um það,að staðan í efnahagsmálum sé alvarleg.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Alvarleg staða efnahagsmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 11. apríl 2008
Guðm.Ólafsson:Davíð eða Geir verða að fara
Á Útvarpsögu í morun ræddu þeir Guðmundur Ólafsson og Sigurðu G.Tómasson um efnahagsmálin.Þeir ræddu m.a. misræmið i yfirlýsingum Geirs og Davíðs. Geir hefur sagt,að ríkið muni standa á bak við bankana eins og ríkisstjórnir hafi gert erlendis.Davíð sagði hins vegar í gær,að bankarnir ættu að sjá um sig sjálfir. Þeir Guðmundur og Sigurður voru mjög hneykslaðir á misvísandi yfirlýsingum Geirs og Davíðs og Guðmundurg Ólafsson sagði: Annar hvor þeirra verður að fara,Daví'ð eða Geir.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 11. apríl 2008
Mikil óánægja með vaxtahækkun Seðlabankans
Ákvörðun Seðlabankans í gær um vaxtahækkun er misráðin segir í harðorðri grein frá framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins sem birt er á vef samtakanna. Samtökin segja Seðlabankann byggja á veikum grunni og hamla aðgangi bankanna að lánsfé.
.
![]() |
Vilhjálmur Egilson framkvæmdastjóri SA segir að á undanförnum árum hafi lánamarkaðurinn breyst þannig að hin hefðbundna peningastefni virki ekki fyrir hagkerfið. Þótt Seðlabankinn hafi hækkað vextina, hafi það ekki haft nein áhrif á verðbólguna, gengið hafi sveiflast mikið.
Vilhjálmur segir Seðlabankann byggja greiningu sína á efnahagsástandinu og horfum á afar veikum grunni. Þá hafi vaxtaákvarðanir bankans þau áhrif að aðgangur atvinnulífsins að erlendu lánsfé sé orðinn afar takmarkaður.
Ljóst er að Samtök atvinnulífsins eru mjög óánægð með vaxtaákvörðun Seðlabankans. Gylfi Magnússon dósent tekur í sama streng.Ég er sammmála þessum aðilum.Ég tel,að vaxahækkun Seðlabankans muni engin áhrif hafa í þá átt að lækka verðbólguna. En lánsfé verður dýrara og neytendur fá að borga.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 11. apríl 2008
Samfylkingin vill aðild að ESB
Föstudagur, 11. apríl 2008
Seðlabankinn spáir 3o% lækkun íbúðaverðs og 4-5% atvinnuleysi
Ný spá Seðlabankans um þróun á húsnæðimarkaði gerir ráð fyrir að íbúðaverð lækki um 30% að raunvirði á næstu árum. Í Peningamálum Seðlabankans sem komu út í gær er farið yfir horfur í efnahagsmálum og meðal annars fjallað um húsnæðismarkaðinn. Þar kemur fram að íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og víðar hefur meira en tvöfaldast í verði á undanförnum áratug.
Nú spáir bankinn því hinsvegar að þegar líða taki á árið fari húsnæðisverð að lækka aftur. Verulegur samdráttur verði í íbúðafjárfestingum á næstu tveimur árum eða um 14% fram til ársloka 2010.
Í umfjöllun bankans kemur fram að verðhækkanir á íbúðarhúsnæði hafi næstum stöðvast og það gerist þó að kostnaðurinn við að byggja íbúðarhús hækki enn. Það rímar við tölur frá Fasteignamati ríkisins sem sýna að vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,4% frá febúar til mars.
Seðlabankinn telur að það verði aukið framboð á íbúðarhúsnæði og reyndar fleira sem leiði til þess að íbúðaverð lækki, og það umtalsvert, eða um 30% að raunvirði til ársloka 2010.
Seðlabankinn telur að rætist spáin muni hækkun á íbúðaverði undanfarin 5 ár ganga að mestu til baka.
Þessi spá Seðlabankans er mjög svartsýn. Bankinn spáir í raun hruni á fasteignamarkaðnum og síðan spárir bankinn verulegu atvinnuleysi. Bankinn spáir m.ö.o. harðri lendingu í efnahagsmálum.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 11. apríl 2008
Einhleypir eldri borgarar gleymdust!
Þegar ríkisstjórnin gaf yfirlýsingu 5.des.sl. um kjaramál aldraðra og öryrkja gleymdi hún einhleypum eldri borgurum.Hún hafði fyrst og fremst hugann við þá sem væru á vinnumarkaðnum og ættu maka.Taldi hún þessa aðila standa verst að vígi? Varla. Það,sem réði var,að þetta var ódýrast fyrir ríkissjóð.Það kostar ríkið ekkert að draga úr skerðingu lífeyris aldraðra vegna atvinnutekna,þar eð ríkið fær kostnaðinn af því allan til baka í auknum skatttekjum.Ekki varð undan því komist að afnema skerðingu lífeyris vegna tekna maka,þar eð Hæstiréttur úrskurðaði fyrir 5 árum,að slík skerðing væri brot á stjórnarskránni og fyrri ríkisstjórn hafði lofað Landssambandi eldri borgara því,að sú skerðing yrði afnumin um síðustu áramót.Það gerist 3 mánuðum síðar.
Einhleypir eldri borgarar hafa ekki fengið eina krónu í hækkun vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í des. sl. og þeir fá enga hækkun vegna þessarar yfirlýsingar 1.júlí heldur, ef þeir hafa eitthvað smáræði úr lífeyrissjóði. Ef þeir hafa ekkert úr lífeyrissjóði fá þeir hinn 1.júlí 8 þús. kr. netto. Það eru öll ósköpin.Vegna kjarasamninganna í feb. sl. fengu einhleypir eldri borgarar 5 þús. kr. hækkun á sama tíma og hinir lægst launuðu á almennum vinnumarkaði fengu 18 þús. kr. hækkun. Þannig er skammtað.
Björgvin Guðmundsson