Laugardagur, 12. apríl 2008
Atvinnuleysi mun aukast
Atvinnuleysi eykst á höfuðborgarsvæðinu um 10% og er nú 0,8% en var 0,7% í febrúar. Á landsbyggðinni minnkar atvinnuleysi um 3,5% og er 1,5% en var 1,6% í febrúar. Atvinnuleysi karla eykst um AAaaa6,6% og er 0,9% en var 0,8% í febrúar. Atvinnuleysi kvenna minnkar lítils háttar og mælist 1,3% líkt og í febrúar.
Seðlabankinn spáir nú 5% atvinnuleysi 2010.Talið er a'ð strax næsta haust geti atvinnuleysi aukist vegna ýmissa merkja um samdrátt í efnahagslífinu.Það er ljóst,að uppsveiflunni er lokið í bili og niðursveifla hafin.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Atvinnuleysi 1% í mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 12. apríl 2008
Það vantar í fjölda stöðugilda á leikskólum
Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, kveðst eiga bágt með að sjá að hægt verði að fullmanna þannig að öll börn 12 mánaða og eldri fái dagvistun 2012 eins og borgarstjórnarmeirihlutinn hefur lofað. Það þarf þá eitthvað mikið að gerast. Nú vantar enn í fjölda stöðugilda.
Að sögn Bjargar þarf tvennt að koma til svo að starfsfólk fáist. Eins og við erum búin að segja í mörg ár þarf að laga launakjörin og með því laða fleira fólk í námið og fólk á vettvang sem af einhverjum ástæðum hefur horfið frá.
Björg tekur það þó fram að hugsanlega gæti orðið tilfærsla á markaðnum. Eflaust hafa einhverjir áhuga á að vinna með þessum ungu börnum.
Það ríkir ófremdarástand á leikskólum borgarinnar, Hvað eftir annað verður að grípa til þess að senda börnin heim vegna þess að ekki er nægilega margt starfsfólk. Sumir leikskólar hafa orðið að tilkynna foreldrum,að börnin verði að vera heima 1 dag í viku. Það þýðir að annað foreldrið verður að taka sér frí úr vinnu til þess að vera heima hjá barninu. Það er aðeins ein lausn á þessu máli: Hækkun launa leikskólakennara,
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Formaður Félags leikskólakennara: Efast um að hægt verði að manna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12. apríl 2008
Vorið er að koma
Þeir sem bíða sumarsins eftir óvenjuharðan vetur geta tekið gleði sína á ný: Vorið kemur á þriðjudaginn. Þetta staðfestir Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Þetta er fyrsta vísbendingin um að vorið sé að koma, segir Árni og á þar við lægð sem von er á upp að sunnanverðu landinu en hún ber með sér hlýja vinda sunnan úr Evrópu. Árni segir líklegt að hitinn fari jafnvel í tíu stig, þá helst fyrir norðvestan. Lægðinni fylgir mögulega eitthvert súldarloft.
Samkvæmt langtímaspá er gert ráð fyrir að hlýindin standi yfir í 23 vikur. Fólk getur því farið að kíkja eftir farfuglum og líta við í sumarbústaðnum og taka til, segir Árni.
Þetta eru ánægjulegar fréttir.Það er ekki alltaf sem veðurfræðingar geta sagt okkur upp á dag hvenær vorið kemur. En nú höfum við það: Vorið kemur á þriðjudaginn. Hæ.hó. Fögnum því.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Vorið kemur á þriðjudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |