Þorvaldur Gylfason vill að Ísland lýsi því strax yfir,að Ísland sæki um aðild að ESB

Þorvaldurr Gylfason prófessor í hagfræði segir það skynsamlegasta sem ríkisstjórnin geti gert í þeim efnahagsþrengingum sem nú ríkja, sé að lýsa því strax yfir að Íslendingar hyggist sækja um aðild að Evrópusambandinu og myntbandalagi Evrópu. Ef dýpki á kreppu bankanna komi til greina að þjóðnýta bankanna til að einkavæða þá á nýjan leik segir,Þorvaldur.

 

Björgvin Guðmundsson


Peningar og mannúð takast á í heilbrigðiskerfinu

Peningar og mannúð takast á í heilbrigðiskerfinu,segir Magnús Pétursson,fyrrverandi forstjóri Landsspítalans í opnuviðtali  í Mbl. í dag. Það kemur fram í viðtalinu,að Magnús vill að mannúðarsjónarmiðið  sé haft í fyrirrúmi en það má lesa milli línanna i viðtalinu,að peningasjónarmiðið hafi verið farið  að hafa forgang. Nýr heilbrigðisráðherra setti sérstaka tilsjónarnefnd til höfuðs Magnúsi. Með því var í raun dregið úr valdi Magnúsar og  nefndin látin  sinna að mörgu leyti því sama og forstjóri. Sjálfstæðismenn tala gjarnan um það,að opinber rekstur sé mun þyngri í vöfum en einkarekstur. Ákvarðanataka gangi fljótar fyrir sig í einkafyrirtækjum.Því er það furðulegt,að heilbirgðisráðherra Sjálfstæðisflokksins skuli gera ákvarðanatöku Landspítalans þyngri í vöfum með því að setja sérstaka tilsjónarnefnd yfir forstjórann.Það má sjá af viðtalinu við Magnús ,að tilsjónarnefndin átti stóran þátt í því að Magnús hætti. Það má heita að ráðherra hafi flæmt Magnús úr starfi.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Þorvaldur Gylfason:Bankastjórarnir verða að fara

Þorvaldur Gylfason prófessor var í  Silfri Egils í dag. Egill Helgason spurði hann hvað hann vildi segja um ummæli Gylfa Magnússonar dósents um Seðlabankann en  Gylfi sagði,að skipta yrði um bankastjórn og bankaráð Seðlabankans. Þorvaldur kvaðst sammála Gylfa um að bankastjórarnir yrðu að  fara.Peningamálastefna bankans hefði brugðist og stjórnendurnir bæru ábyrgð á því.Þoraldur gagnrýndi harðlega  pólitískar skipanir  á bankastjórum Seðlabankans.

 

Björgvin Guðmundsson


Tekst Seðlabankanum að lækka húsnæðisverðið?

Yfirlýsing  Seðlabankans um að íbúðaverð mundi lækka um 30 % á næstu 2-3 árum hefur

  komið eins og reiðarslag yfir marga.Þeir,sem ætluðu að fara að kaupa íbúð bíða nú áteka og segja við sinn fasteignasala,að þeir ætli að bíða eftir lækkun,sem spáð hefur verið. Þeir,sem eru að selja geta ekki selt,þar eða enginn vil kaupa á því "háa" verði,sem nú  er í gildi. Heita má því að öll fasteignaviðskipti hafi stöðvast.Bankarnir hafa einnig dregið mikið úr lánveitingum vegna íbúðakaupa.Sumir segja,að bankarnir hafi alveg lokað fyrir.Spurningin er sú hvort þessi glannalega yfirlýsing Seðlabankans muni ekki  sem slík valda lækkun íbúðaverðs. Mér þykir það ekki ólíklegt.

Ljóst er,að eins og ástandið er nú á fasteignamarkaðnum er alveg lífsnauðsynlegt,að Íbúðalánasjóður verði áfram við líði. Ef einhverjar hugmyndir hafa verið um að leggja hann niður eða að  breyta honum í heildsölubanka er rétt að leggja þeir hugmyndir algerlega til hliðar.

 

Björgvin Guðmundsson


Viðskiptaráðherra ræðir mannréttindamál við Kínverja

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hyggst ræða við kínversk stjórnvöld um mannréttindi og ástandið í Tíbet í nýhafinni heimsókn sinni þangað sem stendur alla næstu viku. Þar með er endurgoldin heimsókn kínverska vipskiptaráðherrans hingað í júní í fyrra. Höfuðtilgangur ferðarinnar er að ræða frekar við Kínverja um sameiginlega viðskiptahagsmuni og treysta viðskiptatengsl. Í för með ráðherranum er meðal annars hópur frá Félagi íslenskra stórkaupmanna og fulltrúar íslenskra fyrirtækja.

„Í ljósi ástands mannréttindamála í Kína, og ekki síst ástandsins í Tíbet, mun viðskiptaráðherra taka þau mál upp í viðræðum sínum við kínverska ráðamenn,“ segir í fréttatilkynningu. „Íslensk stjórnvöld hafa áður tjáð Kínverjum þá afstöðu sína að það sé þjóðréttarleg skylda Kínverja að virða mannréttindi í Tíbet. Þessi afstaða verður frekar áréttuð í ferðinni og áhersla lögð á hve órjúfanlegum böndum viðskiptafrelsi, upplýsingafrelsi og mannréttindi eru tengd. Af því tilefni hefur verið óskað eftir sérstökum fundi um mannréttindamál með aðstoðarutanríkisráðherra Kína. Viðskiptaráðuneytið hefur haft náið samráð við utanríkisráðuneytið af þessu tilefni og ennfremur kallað fulltrúa Íslandsdeidar Amnesty International og Mannréttindaskrifstofu Íslands á sinn fund. Á fundinum var farið yfir stöðu mannréttinda í Kína og hvernig íslensk stjórnvöld geta haft jákvæð áhrif á stöðu mála og um samfélagslega ábyrgð íslenskra fyrirtækja í Kína.“

Það er fagnaðarefni að viðskiptaráðherra skuli ætla að ræða mannréttindamál við Kínverja.Þegar samþykkt var að Olympiuleikarnir yr'ðu haldnir í Kína  á þessu ári var það gert í trausti þess að Kínverjar mundu koma mannréttindamálum sínum í lag. En lítið hefur gerst. Mannréttindabrot Kínverja í Tíbet hafa haldið áfram.Alþjóðasamfélagið verður að taka strangt á mannréttindabrotum ínverja. Best væri að sniðganga alveg opnunarhátíð Olympíuleikanna.Það væru skilaboð,sem Kínverjar mundu skilja.

Björgvin Guðmundsson
<


Útlendur,eftirlýstur,meintur morðingi gengur hér laus

Von er á alþjóðlegri handtökuskipan á hendur útlendum karlmanni sem hefur stundað byggingavinnu hér á landi undanfarna mánuði. Maðurinn er grunaður um morð í heimalandi sínu. Þetta kom fram í Fréttablaðinu. Í kvöldfréttum RÚV kom fram að samkvæmt heimildum fréttastofu útvarpsins hefur hann komið við sögu lögreglu hér á landi en er ekki í haldi.

Fréttablaðið greinir frá því að maðurinn sé grunaður um morð í Wloclawek í Póllandi og var handtökutilskipun gefin út á hann á síðasta ári. Hann var þá í tengslum við glæpahóp sem meðal annars fékkst við fíkniefnasölu og peningaþvætti. Grunar lögreglu að hópurinn sé að færa út kvíarnar, meðal annars með því að selja pólskar konur í vændisþjónustu í Þýskalandi. Maðurinn hélt til Íslands eftir að handtökutilskipunin var gefin út.

Það er alvarlegt mál,að eftirlýstur,meintur morðingi gangi laus hér.Það leiðir hugann að því hvort unnt sé að hafa betra eftirlit með útlendingum,sem koma hingað til vinnu eða dvalar.Þeirri hugmynd hefur veruð hreyft að láta ætti  útlendinga,sem komaa hingað   til vinnu eða lengri dvalar framvísa sakavottorði. Það er sennilega erfitt í framkvæmd,þar eð þá  yrðu Íslendingar að sæta því að þyrfa að framvísa sakavottirði,þegar þeir færu til útlanda.Sennilega væri best að lögregluyfirvöld hér tækju upp meira samstarf við l0gregluyfirvöld í l0ndum þeim,sem hafa verið að senda hingað flesta misyndismenn.

Björgvin Gupðmundsson


Bloggfærslur 13. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband