Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Á að fara að byggja hjúkrunarheimili?
Verið er að undirbúa áætlun sem felur í sér að biðlistum eftir hjúkrunarrýmum fyrir aldraða verður eytt. Samkvæmt henni verða reist 400 ný hjúkrunarrými á næstu 3-4 árum og fjölbýlum fækkað stórlega, segir félagsmálaráðherra.
Verið er að leggja lokahönd á áætlunina í félags og tryggingamálaráðuneytinu. Árið 2005 var ákveðið að byggja hjúkrunarheimili við Suðurlandsbraut og var stefnt að því að starfsemi þar hæfist árið 2007. Nú er áætlað að heimilið verði tilbúið árið 2010. Hins vegar er óvíst hvort hjúkrunarheimili verði byggt á Lýsislóðinni á Seltjarnarnesi eins og áður hafði verið ákveðið.
Það ber að fagna því,að loks komist skriður á byggingu hjúkrunarheimila.Mörg hundruð manns eru á biðlistum eftir slíku rými. Samfylkingin lofaði því fyrir síðustu kosningar,að byggð yrðu 400 hjúkrunarrými á 2 árum.Ljóst er,að það næst ekki.Það verða liðin 4-5 ár þegar það mark næst.Að sumu leyti hefur miðað aftur á bak í þessu efni,þar eð ekkert hefur orðið úr framkvæmdum við heimili,sem búið var að taka skóflustungur fyrir. Hjúkrunarheimili á Lýsisreitnum verður sennilega ekki byggt. Og loks nú er verið að bjóða út byggingu hjúkrunarheimilis við Suðurlandsbaut sem rætt hefur verið um árum saman. En væntanlæega stendur þetta allt til bóta.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Við viljum engin skólagjöld
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ítrekaði á Alþingi í dag þá stefnu flokksins, sem mörkuð var á landsfundi í fyrra, að öllum eigi að standa til boða gjaldfrjáls menntun frá og með leikskóla til og með háskóla.Engin skólagjöld eigi að vera í almennu framhalds-og grunnnámi Sigurður Kári Kristinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að stuðningur við skólagjöld í opinberum háskólum fari vaxandi í samfélaginu.
Talsverður hiti var í umræðu um skólagjöld, sem Björn Valur Gíslason, varaþingmaður VG, hóf umræðuna í byrjun þingfundar. Vísaði Björn Valur í nýlegt viðtal við Sigurð Kára í Fréttablaðinu þar sem hann sem lýsti skoðun sinni á skólagjöldum en Sigurður Kári er formaður menntamálanefndar Alþingis. Þar sagði hann að stjórnarflokkarnir yrðu að taka afstöðu til þess hvort taka eigi upp skólagjöld í opinberum háskólum og hann teldi það sjónarmið njóta sífellt meiri stuðnings í samstarfsflokknum, þ.e. Samfylkingarinnar.
Ég er algerlega andvígur öllum skólagjöldum í framhaldsskólum og háskólum.Ég tel raunar,að innritunargjöld í háskólum
hér séu þegar orðin of há.Treysti á að Samfylkingin berjist gegn skólagjöldum. Tryggasta leiðin til þess að tryggja algert jafnrétti til náms er að hafa engin skólagjöld.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Heitar umræður um skólagjöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Regluleg heildarlaun 368 þús sl.ár en lífeyrir aðeins 130 þús.!
i
Greiddar stundir fullvinnandi launamanna voru að meðaltali 44,8 stundir á viku. Heildarlaun fullvinnandi launamanna voru 424 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Í heildarlaunum eru regluleg heildarlaun að viðbættum ýmsum greiðslum sem ekki eru gerðar upp á hverju útborgunartímabili svo sem desemberuppbót og afkomutengdar greiðslur.
Regluleg laun fullvinnandi launamanna eftir starfsstéttum voru á bilinu 209 til 638 þúsund krónur að meðaltali á mánuði árið 2007. Heildarlaun voru á bilinu 316 til 826 þúsund krónur. Laun stjórnenda voru hæst og laun verkafólks lægst.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Samfylkingin ræðir álit Mannréttindanefndar Sþ.
Íslensk stjórnvöld þurfa að bregðast við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir miðjan næsta mánuð. Málið er að sjálfsögðu í höndum sjávarútvegsráðherra en við í Samfylkingunni verðum að skoða þetta vandlega og taka afstöðu til þeirra kosta sem til greina koma, segir Karl V. Matthíasson, annar formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd flokksins um ráðstefnu sem nefndin gengst fyrir á laugardaginn undir heitinu Kvótakerfi á krossgötum. Frummælendur eru Lúðvík Kaaber, Aðalheiður Ásmundsdóttir, Jóhann Ársælsson og Þorvaldur Gylfason, en ráðstefnan er haldin á Grand hóteli í Reykjavík og stendur frá 13 til 15.30.
Ekkert hefur komið fram enn frá stjórnarflokkunum um það hvernig bregðast á við álitinu.Við getum ekki hummað það fram af okkur., Það verður að gera róttækar breytingar á kvótakerfinu.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
6,9% atvinnulausir á aldrinum 16-24 ára
Á fyrsta ársfjórðungi 2007 mældist atvinnuleysi 2% og var það sama hjá körlum og konum. Atvinnuleysi var mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára eða 6,9%, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni.
Á fyrsta ársfjórðungi 2008 voru að meðaltali 4200 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 2,3% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 2,5% hjá körlum og 2,2% hjá konum. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 6,5%.
Á fyrsta ársfjórðungi 2007 mældist atvinnuleysi 2,0% og var það sama hjá körlum og konum. Atvinnuleysi var mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára eða 6,9%.
Þessar tölur benda til þess,að atvinnuleysi muni dynja fljótar á okkur en við reiknuðum með.Bæði Seðlabanki og fjármálaráðuneyti spá því,að stvinnuleysi munio aukast á næstu misserum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
6,5% atvinnuleysi hjá 16-24 ára fólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Eru andvígir því,að lífeyrissjóðirnir láni bönkunum
Ögmundur Jónasson formaður BSRB gagnrýnir harðleg frumvarp,sem fram er komið,og heimilar lífeyrissjóðum að lána verðbréf til áhættufjárfesta. Ögmundur spyr: Er ekki nóg komið af áhættubraski? Hann leggst alveg gegn frumvarpinu og kallar það raunar algert rugl.Í sama streng tekur Guðmundur Gunnarsson,formaður Rafiðnaðarsambandsins.Hann segir,að lífeyrissjóðirnir eigi 500 milljarða í erlendum verðbréfum og nú vilji bankarnir komast í fjármagn lífeyrissjóðanna. Hann segir það ekki koma til greina.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Margir þingmenn á faraldsfæti
Tuttugu og sex varaþingmenn hafa tekið sæti á Alþingi það sem af er þessu þingi, þar af hafa sjö komið inn tvisvar. Varamaður situr alla jafna inni í tvær vikur og því hafa varaþingmenn setið á Alþingi í 66 vikur samtals. Þetta er meira en á síðustu tveimur árum.
Veturinn 2006 til 2007 tóku 23 varaþingmenn sæti á Alþingi þar af fimm tvisvar og árið þar á undan líka 23, þar af þrír tvisvar. Þannig hafa mun fleiri varaþingmenn verið kallaðir til nú en þá og flestir frá Vinstri grænum. Sjö varaþingmenn sitja nú á Alþingi.
Það eru ýmsar ástæður fyrir því að varaþingmenn eru kallaðir inn, oftast er það vegna þess að þingmaður getur ekki sótt þingfundi vegna opinberra erinda. Sama má segja um ráðherra. Margir þingmenn eru nú á faraldsfæti eða allavega þrettán.
Þingmenn sitja í nefndum og ráðum erlendis og því er eðlilegt,að þeir þurfi að ferðast til útlanda.En það er hins vegar óeðlilegt að þeir teygi úr ferðum sínum til þess að varamenn geti komið inn. Þingmaður þarf að vera fjarverandi í 2 vikur til þess að kalla megi inn varamann.Þetta kerfi á ekki að misnota.Og það sama gildir að sjálfsögðu um ráðherra. Þeir eiga ekki að lengja ferðir sínar að óþörfu til þess að varamenn komist inn.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
REI í útrásarverkefnum.Fjármagn vantar
Aðkoma fjárfesta að Reykjavík Energy Invest (REI) er eitt af því sem skoðað verður í stefnumótun fyrirtækisins til framtíðar, að því er kom fram í máli Kjartans Magnússonar, stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur og REI, á borgarstjórnarfundi í gær.
Kjartan sagðist ekki sjá fyrir sér að REI fengi fjármagn frá Orkuveitunni í framtíðinni og fyrirtækið myndi lágmarka áhættu í þeim verkefnum sem þegar væru komin í gang. Á meðan vinna við stefnumótun væri í gangi þyrfti hins vegar að standa vel að rekstri REI og halda áfram með verkefnin. Borgarfulltrúi Framsóknarflokks sagði útrásarstefnu meirihlutans af sama meiði og mörkuð var af fyrsta meirihluta þessa kjörtímabils sem sprakk eftirminnilega þegar REI-málið stóð hvað hæst.
Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokks, bar það undir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, oddvita sjálfstæðismanna í borginni, hvort Kjartan hefði haft umboð borgarstjórnarflokksins þegar hann undirritaði samkomulag milli REI og ríkisstjórnar Afríkuríkisins Djíbútís og vilyrði fyrir frekari viðræðum við orkufyrirtæki jemenska ríkisins nú nýverið. Vilhjálmur játti því að Kjartan hefði haft umboð til að vinna að framgangi þessara mála en með lágmarksáhættu að leiðarljósi. Hann hrósaði jafnframt stjórnarformanninum fyrir vel unnin störf.
REI hefur leitað eftir lánsfjármagni erlendis og væntanlega fæst það því annars eru þessi verkefni,sem eru í burðarliðnum,strand.Ég er sammmála því að ekki á að láta Orkuveituna fjármagna verkefni erlendis.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Skoða aðkomu fjárfesta og halda áfram verkefnum REI |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Samfylkingin fagnar jafnréttislögum
Kvennahreyfing Samfylkingarinnar fagnaði nýju jafnréttislögunum með sérstökum fagnaðarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur síðdegis í gær.Flutt voru sturtt framsöguerindi og pallborðsumræður voru þar sem þátt tóku í meðal annars þær Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jóhanna Sigurðardóttir utanríkis-, félgs-, trygingamála- og jafnréttisráðherrar.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
ASÍ gagnrýnir ólíkar þjóðhagsspár
Það er ekki trúverðugt þegar fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn gefa út ólíkar þjóðhagsspár. Þetta segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Tveir virkir dagar liðu á milli spánna.
Fjármálaráðuneytið spáir 8,3% verðbólgu á árinu í endurskoðaðri þjóðhagsspá sem kynnt var í morgun. Í Peningamálum Seðlabankans sem voru birt á fimmtudag er gert ráð fyrir 11% verðbólgu á 12 mánaða tímabili, hún gæti þó orðið allt að 15%. Þá býst fjármálaráðuneytið við að verðbólgumarkmið náist á seinni hluta næsta árs, en Seðlabankinn gerir sér vonir um að það náist ári síðar.
Grétar segir áhyggjuefni hversu mikið skilji á milli í spánum. Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið ættu að vera á svipuðum nótum. Það gangi ekki að það séu mismunandi spár frá þeim. Slíkt sé ótrúverðugt.
Fjármálaráðuneytið býst við að verð fasteigna lækki um 15% á næstu árum sé verðbólga tekin með í reikninginn. Þetta er ekki í neinu samræmi við spá Seðlabankans um 30% lækkun fasteignaverðs sem margir hafa reyndar gagnrýnt.
Það er vissulega rétt hjá ASÍ að það dregur úr trúverðugleika spánna hve ólíkar þær eru.Báðir aðilar,fjármálaráðuneyti og Seðlabanki hljóta að hafa sömu gögn til að byggja á.Þess vegna ættu spárnar að vera svipaðar. Fjármálaráðherra segir,að spár ráðuneytisins séu íhaldssamar en spár Seðlabankans ýktar.Erfitt er sð vita hverju á að treysta.
Björgvin Guðmundsson