Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Birkir Jón Jónsson: Ekki staðið við eldra samkomulag um viðmið bóta almannatrygginga
Birkir Jón Jónsson alþingismaður skrifar eftirfarandi:
Ég óskaði á dögunum eftir fundi í félags- og tryggingamálanefnd Alþingis til að fara yfir hvort það væri hugsanlegt að ríkisstjórnin hefði gengið á bak fyrirheitum um að bæta hag aldraða og öryrkja í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Fundurinn fór fram í morgun og mættu fulltrúar ASÍ, aldraðra og öryrkja á fundinn. Það var samdóma álit þessara aðila að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við það samkomulag sem ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks gerði árið 2006. Fyrrverandi ríkisstjórn gerði þá samkomulag við ASÍ, ÖBÍ og aldraða um viðmið bóta almannatrygginga. Ný ríkisstjórn hefur breytt þessu viðmiði sem veldur því að bætur almannatrygginga eru um 10 þúsund krónum lægri á mánuði heldur en ella hefði orðið. Þannig skerðast árleg fjárframlög til lífeyrisþega um 3,6 milljarða króna með nýrri viðmiðun samkvæmt útreikningum ASÍ.
Viðmið ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var meðaltal dagvinnutryggingar launafólks, sem eru hin raunverulegu lágmarkslaun í landinu. Fyrir því höfðu samningsaðilar ríkisins barist fyrir um árabil. En ný ríkisstjórnin hefur nú breytt um kúrs og miðar nú við meðaltal lægsta taxta verkafólks, sem í raun gefur ekki raunsanna mynd af tekjum á vinnumarkaði. Þessu hafa ASÍ, aldraðir og öryrkjar harðlega mótmælt ásamt okkur framsóknarmönnum.
Þetta er ljótt.Ef núverandi ríkisstjórn hefur ekki staðið við það samkomulag sem fyrri ríkisstjórn gerði
2006 um viðmið tryggingabóta er það mjög alvarlegt mál,sem verður ekki látið kyrrt liggja.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Segja,að aldraðir og öryrkjar séu snuðaðir um 3,6 milljarða á árinu
Fulltrúar aldraðra og öryrkja gengu á fund félagsmálanefndar Alþingis í morgun, ásamt fulltrúum Alþýðusambandsins, sem hefur reiknað út að ríkið sé að snuða bótaþega, um 3,6 milljarða á árinu. Aldraðir lífeyrisþegar fái 135 þús. á mánuði í lífeyri frá TR en lægst launaða verkafólk fái 145 þús. á mánuði. Aldraðir eigi að fá það sama og verkafólk. Hér muni 3,6 milljörðum á árinu.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Gengistap Orkuveitunnar 26 milljarðar á þessu ári
Gengistap Orkuveitu Reykjavíkur (OR) vegna erlendra lána er yfir 26 milljörðum króna það sem af er ári. Langstærsti hluti skulda Orkuveitu Reykjavíkur er í erlendum myntum samkvæmt ársreiningi fyrirtækisins 2007. Þetta jafngildir nær 30% af bókfærðu eigin fé fyrirtækisins við lok síðasta árs.
Í lok síðasta árs námu heildarskuldir OR um 102,5 milljörðum króna og hækkuðu um 31,8 milljarð á árinu. Vaxtaberandi skuldir námu alls 92,6 milljörðum og hækkuðu um 27 milljarða á milli ára.
Yfir 92% vaxtaberandi skulda fyrirtækisins eru í erlendum myntum eða 85,7 milljarðar króna. Liðlega 6,9 milljarðar eru verðtryggðar íslenskar skuldir.
Þetta eru óhuggulega mikar erlendar skuldir og mikið gengistap.Að vísu eru eignir OR gífurlega miklar.Ljóst er samkvæmt þessum tölum,að ekkert vit er í því,að OR sé að leggja fé í fjárfestingu erlendis. Fyrirtækið á að hugsa um sína viðskiptavini í Reykjavík og nágrenni fyrst og fremst.
Björgvin Guðmundsson
.
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Skuldatryggingarálag bankanna lækkar
Skuldatryggingarálag íslensku viðskiptabankanna þriggja hefur lækkað umtalsvert í dag. Er álagið nú hæst hjá Glitni, 500 punktar, en það hefur lækkað um 100 punkta í dag. Hjá Kaupþingi er álagið 487,5 punktar, hefur lækkað um 87,5 punkta, og hjá Landsbanka 337,5 punktar, hefur lækkað um 62,5 punkta.
Þetta eru ánægjulegar fréttir. Þær benda til þess að bankarnir séu að rétta sig af eftir óróleikann á fjármálamörkuðunum. Ef álagið heldur áfram að lækka munua bankarnir af eigin rammleik geta endurfjármagnað erlendar skuldir sínar á viðunandi kjörum. En bankarnir verða ei að síður að breyta algerlega um stefnu: Taka upp varfærna stefnu og hætta stanslausum fjárfestingum erlendis.Og Seðlabankinn verður að fylgjast með lántökum bankanna erlendis og setja hemil á þær ef þörf krefur.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Skuldatryggingarálag lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Samráð hafið milli ríkis og verkalýðshreyfingar
Forsætis- og utanríkisráðherra funduðu með fulltrúum Alþýðusambands Íslands í gær til að fara yfir stöðuna í efnahagsmálum og forsendur kjarasamninga. Utanríkisráðherra hvetur til að menn fari varlega í verðhækkunum þrátt fyrir lækkandi gengi krónunnar.
Þegar kjarasamningar á almennum vinnumarkaði voru undirritaðir 17. febrúar var 12 mánaða verðbólga 5,8%. Nú mælist hún 8,7% og er því spáð að hún fari jafnvel upp í 10% fljótlega. Þetta hefur vakið upp spurningar um hvort forsendur kjarasamninga séu brostnar en ein þeirra var að verðbólga myndi hjaðna.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ,utanríkisráðherra, segir að á fundinum með ASÍ hafi staðan verið rædd, sem og mikilvægi þess að ná verðbólgunni niður.
,, Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta að við viljum gera það sameiginlega. Vandinn sem við eigum við að etja er að mörgu leyti vandi á erlendum mörkuðum og síðan hafa menn verið of bráðir við að hækka vöruverð og við verðum að stemma stigu við því." Það er allavega ljóst að forsendurnar gætu brostið ef fram heldur sem horfir. Það eru auðvitað endurskoðunarákvæði innan í kjarasamningnum. Eftir áramót þá setjast menn bara yfir það verkefni að vinna sig út úr því. Við hljótum öll að leggjast á árarnar að reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til aðforsendurnar haldi," segir Ingibjörg Sólrún.
Ég fagna því að samráð milli ríkisstjórnar og verkalýðshreyfingar skuli hafið. Það hefur verið kallað eftir þessu samráði.Nú þarf að gera allt sem mögulegt til þess að stöðva verkhækkanir og helst þarf að þrýsta verðlagi niður,hafi það hækkað.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Munu Íslendingar miðla málum í Miðausturlöndum?
Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, er staddur hér á landi og ræddi við Ólaf Ragnar Grímsson forseta á Bessastöðum í morgun. Abbas, Saeb Erekat aðalsamingamaður Palestínumanna og Ahmed Qurei, fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu, ásamt fleiri palestínskum samningamönnum, eru á leið til Washington til framhalds viðræðna við ríkisstjórn Bandaríkjanna um leiðir til friðar í Miðausturlöndum.
Abbas og Erekat ræddu við fréttamenn á Bessastöðum laust fyrir hádegi. Þeir sögðust finna fyrir einlægum áhuga Íslendinga á að koma á friði milli Ísraela og Palestínu.
Þeir sögðu að sögunni hafi verið breytt með leiðtogafundinum 1986; enginn hefði trúað því þá en það væri engu að síður raunin. Þeir lögðu áherslu á það að þrátt fyrir að íslenska þjóðin væri fámenn gæti hún haft mikil áhrif; hugmyndirnar skipta öllu en ekki stærð og styrkur þjóða.
,,Deilan milil Ísraels og Palestínu hafði staðið í hálfa öld þegar frumkvæði kom frá Norðmönnum sem breytti stöðunni algjörlega. Þess vegna fer það ekki eftir stærð landa, ríkidæmi eða fátækt, að árangur næst heldur fer alllt eftir hugmyndunum og stórar hugmyndir eru oft fyrirferðarlitlar í byrjun," sagði Abbas á Bessastöðum í morgun.
Á sama hátt og Norðmenn tóku að sér mikilvægt hlutverk í friðarviðræðum milli íSRAELS og Palestínuaraba gætu Íslendingar gert það. Deiluaðilar treysta Íslendingum.Ísland gæti orðið nokkurs konar friðarmiðstöð fyrir heiminn.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Fjölsótt ráðstefna Samfylkingar um kvótakerfið
Rúmt hundrað manns sótti ráðstefnu sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á laugardaginn um kvótakerfi á krossgötum og álit mannréttindanefndar SÞ. Fundarsalurinn á Grandhóteli var pakkfullur og nokkur hiti í mönnum en gerður góður rómur að máli framsögumanna og þátttakenda annarra nema ef til vill fulltrúa LÍÚ í pallborðsumræðum.
Fundurinn var haldinn til að athuga stöðu fiskveiðistjórnkerfisins eftir álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og ræða um viðbrögð Íslendinga sem þurfa að liggja fyrir eftir nokkrar vikur. Auk Karls V. Matthíassonar nefndarformanns voru framsögumenn þau Lúðvík Kaaber, lögmaður sjómannanna tveggja sem sóttu málið til SÞ-nefndarinnar, Aðalheiður Ámundadóttir laganemi við HA sem hefur skrifað sérstaklega um álit mannréttindanefndarinnar, Jóhann Ársælsson fyrrverandi alþingismaður sem skýrði stefnu Samfylkingarinnar í málinu og lagði fram nýja leið til lausnar og sátta (sjá aðra frétt hér á vefnum) og Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor sem telur að kerfið sé bæði löglaust og siðlaust. Í pallborðið bættust við Vilhjálmur Jens Árnason aðstoðarframkvæmdastjóri LÍÚ og Hallgrímur Guðmundsson frá Framtíð samtökum sjálfstæðra í sjávarútvegi.
Ég er mjög ánægður með það að Samfylkingin skuli nú hafa tekið kvótakerfið á dagskrá á ný eftir nokkurt hlé.Það verður heldur ekki hjá því komist að afgreiða það mál vegna álits Mannréttindanefndar Sþ Álitið er bindandi. Ég tel hugmynd Jóhanns Ársælssonar um sáttaleið mjög athyglisverða.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Hjúkrunarfræðingar eru ekki að biðja um kauphækkun
Stjórnendur Landspítalans hafa boðið skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðingunum, sem hafa sagt upp störfum frá og með 1. maí vegna breytts vaktafyrirkomulags og tekjumissis, um 9 þúsund krónur á mánuði í bílastyrk, að sögn Erlu Bjarkar Birgisdóttur trúnaðarmanns.
Við áttum von á einhverjum sporslum í einstaklingsviðtölunum sem hjúkrunarfræðingar voru boðaðir í en að þær skyldu verða svona litlar kom okkur á óvart, segir Erla.
Hún leggur áherslu á að hjúkrunarfræðingarnir hafi ekki sagt upp störfum vegna kröfu um hærri laun. Hjúkrunarfræðingar vilji hins vegar halda því sem þeir hafa. Tekjutapið vegna vaktafyrirkomulagsins, sem var sett á fyrir 3 til 4 árum og þótti þá fínt, nemur tugum þúsunda króna á mánuði hjá hverjum hjúkrunarfræðingi. Vetrarfríið verður þar að auki skert, vinnuumhverfið verður töluvert verra og gæði hjúkrunar minnka.
Af 104 skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðingum hafa 96 sagt upp störfum. Nokkrir þeirra hafa þegar ráðið sig annars staðar, að sögn Erlu. Hún segist telja að enginn hinna hjúkrunarfræðinganna muni snúa aftur til vinnu dragi stjórnendur ekki ákvörðun sína um breytt vinnufyrirkomulag til baka. Geri þeir það ekki göngum við út á miðnætti 30. apríl.
Rétt er að leggja áherslu á það,að hjúkrunarfræðingar eru ekki að biðja um kauphækkun. Þeir eru að biðja um það að fá að halda því sem þeir hafa. Þeir telja,að tekjur þeirra skerðist um tugi þúsunda vi'ð breytt vaktafyrirktomulag.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Tugþúsunda tekjutap vegna breytts vaktafyrirkomulags |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Þjóðin ákveði hvort farið verði í viðræður um aðild
Össur leggur til að það verði þjóðin sjálf, en hvorki alþingi né ríkisstjórn sem ákveði hvort sótt verði um aðild og telur að með því að fylgja eftir hugmynd Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, um vegvísi mætti efna til slíkrar atkvæðagreiðslu eftir 6-9 mánaða undirbúningstíma. Er ekki gott fyrir alla að þetta mál yrði frá við næstu þingkosningar? spyr Össur í nýrri bloggfærslu.
Hann segir: Lengi vel taldi ég sjálfur að óþarft væri að leggja nema í eina atkvæðagreiðslu um sjálfa niðurstöðuna. En, gott og vel, einsog málum er komið þá get ég vel fallist á, að því aðeins verði sótt um aðild, að meirihluti taki í þjóðaratkvæðagreiðslu afstöðu með umsókn áður en hún er lögð fram.
Það þarf í sjálfu sér engar vangaveltur og litla vinnu til viðbótar um kosti og galla umsóknar. Öll gögn málsins liggja meira og minna fyrir, meðal annars af hendi þeirrar ágætu Evrópunefndar sem við Björn sátum báðir í.
Hugmynd Össurar er athyglisverð. Hann vill,að þjóðin ákveði hvort farið verði í aðildarviðræður. Yfiræleitt hefur verið miðað við að aðildarsamningur,niðurstaða samningaviðræðna væri borin undir þjóðaratkvæði en ekki spurningin um það hvort hefja ætti viðræður.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Kaupmáttur hefur minnkað sl. 12 mánuði
Launavísitala í mars hækkaði um 1,2% frá fyrri mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,8%. Á sama tímabili hefur vísitalan neysluverðs hækkað um 8,7%.
Hagstofan segir, að áhrifa nýgerðra kjarasamninga landssambanda og stærstu aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins gæti í hækkun launavísitölunnar. Í vísitölunni gæti einnig áhrifa endurskoðunarákvæða samninga Kennarasambands Íslands fyrir hönd Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands og launanefndar, sem meðal annars kvað á um hækkun allra starfsheita um einn launaflokk frá 1. mars 2008.
Samkvæmt framangreindum tölum hefur kaupmáttur launa minnkað sl. 12 mánuði.Þessar vikurnar rýrnar einnig kaupmáttur ört,þar eð verðhækkanir eru miklar vegna lækkunar á gengi krónunnar.Kauphækkun sú,sem samið var um fyrir skömmu gufar því upp.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Launavísitala hækkar minna en vísitala neysluverðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |