Föstudagur, 25. apríl 2008
Sala sumarleyfisferða eins og í metári!
Íslendingar taka ekkert mark á þessu krepputali fjölmiðla og stanslausum umræðum um efnahagsmál og niðursveiflu.Þeir halda sínu striki og láta eins og allt sé í lagi:
Sala sumarleyfisferða hjá ferðaskrifstofunum Heimsferðum og Terra Nova hefur verið með svipuðu móti í ár og á sama tíma í fyrra.
Þetta segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofanna, og bætir því við að árið 2007 hafi verið metár í sölu sumarleyfisferða. Tómas segir ekki hafa borið á afpöntunum upp á síðkastið og hafi hans fólk lítið orðið vart við niðursveiflu í efnahagslífinu. Sala haustferða hafi einnig farið óvenjuvel af stað hjá ferðaskrifstofunum.
Samkvæmt þessu munu Íslendingar halda áfram að eyða á fullu á meðan þeir hafa vinnu og á meðan spá Seðlabankans um 30% lækkun fasteigna rætist ekki.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 25. apríl 2008
Er mengunarlosun hér að sprengja ramma Kyoto bókunar?
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur óskað eftir því við Umhverfisstofnun að hún útbúi nýja spá um mengunarlosun á Íslandi á næstu árum þar sem sérstaklega verði kannað hvort hætta sé á að losun á landinu sprengi ramma Kyoto-bókunarinnar fyrir árin 200812. Í nýrri skýrslu frá stofnuninni sem kynt var á miðvikudag kom í ljós að losunin milli 2005 og 2006 óx verulega umfram spár, eða um 14%, og virðist losun frá álverksmiðju Norðuráls á Grundartanga valda mestu, en losun frá samgöngum bílunum fyrst og fremst er einnig um að kenna.
Það er áhyggjuefni hve mengunarlosun hefur aukist mikið hér. Við erum alltaf að guma af því hve vistvænt sé hér og orkan endurnýjanleg. En mengunarlosunin er óhuggulega mikil. Það verður að draga úr henni.
Björgvin Guðmundssson
Föstudagur, 25. apríl 2008
Verðlag hækkar meira en launin!
Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar er verðbólgan nú 8,7% á ársgrundvelli. Launavísitalan hefur hins vegar hækkað um 7,8% á ársgrundvelli.Hvað þýðir þetta? Jú,það þýðir það,að kaupmáttur er minni en enginn.Hann er neikvæður. Það er ekki aðeins að launahækkanir eyðist allar í verðbólgunni,heldur miðar okkur aftur á bak. Þetta er slæmt fyrir launþega á almennum vinnumarkaði og þetta er einnig slæmt fyrir lífeyrisþega. Lífeyrisþegar eru að vísu enn verr settir en launþegar,þar eð þeir mega ekki aðeins sæta því að verðbólgan éti upp hækkun á bótum heldur hafa stjórnvöld einnig ákveðið að þrýsta bótunum niður: Þegar launþegar fá 15% hækkun á launum,fá lífeyrisþegar 9,4% hækkun!
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 25. apríl 2008
Auka þarf stuðning við íbúa félagslegra leiguíbúða
Velferðarráð hefur ákveðið að breyta almennum niðurgreiðslum félagslegra leiguíbúða í Reykjavík í persónulegan stuðning við leigjendur í formi sérstakra húsaleigubóta. Með þessu mun greiðslubyrði leigjenda taka mið af persónubundnum aðstæðum hverju sinni, að sögn borgaryfirvalda. Breytingin mun koma til framkvæmda um mánaðamótin maíjúní.
Að sögn Jórunnar Frímannsdóttur, formanns Velferðarráðs, er fyrirkomulagið núna með þeim hætti að Velferðarsvið greiðir með hverri íbúð þriðjung af leiguverði hennar, óháð því hver býr í henni. Breytingin felur í sér að þessum beinu niðurgreiðslum er hætt en sambærilegar upphæðir verða notaðar til að styðja einstaklingana sjálfa. Allt sem hefur farið í þessa földu niðurgreiðslu verður flutt yfir í svokallaðar sérstakar húsaleigubætur og dreift á einstaklinga eftir því hvernig þeirra hagur er. Við erum sannfærð um að með þessu verður stuðningurinn réttlátari, gagnsærri og skilvirkari.
Niðurgreiðslan verður ekki falin eins og áður heldur mun leigjandinn með þessari breytingu geta séð hver raunleigan er. Nú er málum þannig háttað að fólk fær greiðsluseðil sem á stendur sú upphæð sem það á að borga, eftir að borgin hefur niðurgreitt sinn hlut. Þegar breytingin verður um garð gengin mun heildarleiguupphæðin koma á greiðsluseðlinum en fólk hins vegar fá greiddar húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur í samræmi við rétt þess hverju sinni.
Væntanlega verður þessi breyting til þess að stuðningur borgarinnar við þá,sem búa í félagslegum leiguúbúðum aukist. Í þessum íbúðum búa margar einstæðar mæður og einhleypir karlmenn. Þessir hópar búa yfirleitt við erfiðar aðstæður. Hið sama er að segja um láglaunaðar barnafjölskyldur. Það er því full nauðsyn á því að auka stuðning borgarinnar við þessa aðila.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Reglum um niðurgreiðslur félagslegra leiguíbúða breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 25. apríl 2008
Afbrotafræðingur: Ekki allt að fara úr böndunum
Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir að mótmæli atvinnubílstjóra að undanförnu séu bundin við aðstæður bílstjóranna sem flestir séu einyrkjar. Þau endurspegli ekki stöðuna í þjóðfélaginu, séu ekki vísbending um að allt sé að fara úr böndunum.
Mótmælendur segja að aðgerðir þeirra séu til þess að fá fram breytingar á reglum um hvíldartíma, að fallið verði frá fyrirhuguðu umhverfisgjaldi og gjöld á vörubifreiðar verði lækkuð sem og virðisaukaskattur á eldsneyti. Helgi Gunnlaugsson bendir á að allt séu þetta mál almenns eðlis sem snerti alla en séu ekki einskorðuð við vörubílstjóra. Því telji hann að meira liggi að baki og þá almennt rekstrarumhverfi þessara farartækja. Margir vörubílaeigendur hafi eflaust tekið erlend lán til að kaupa bílana og þau hafi hækkað mikið að undanförnu. Verkefnastaðan hafi líka versnað skyndilega. Ástandið komi verr niður á einyrkjum en stærri fyrirtækjum. Nái menn ekki endum saman við þessar aðstæður sé ekki óeðlilegt að kveikiþráðurinn sé stuttur.
Margir hafa freistast til að túlka aðgerðir bílstjóranna sem merki um almenna óánægju í þjóðfélaginu út í stjórnvöld. Helgi Gunnlaugsson vill ekki meina,að svo sé. Að vísu hringja margir í útvarpsstöðvarnar og segja að þetta sé merki um almenna óánægju í þjóðfélaginu. Hækkun á eldaneyti bitnar á öllum.Mikil óánægja er meðal aldraðra og öryrkja með svikin loforð ríkisstjórnarinnnar um hækkun lífeyris.En Helgi Gunnlaugsson telur mótmæli bílstjóranna sérstækar aðgerðir.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Mótmælin ekki merki um breytt viðhorf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 25. apríl 2008
Geir ræddi við Brown
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að fundur hans og Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, í Downing stræti 10 í Lundúnum í gærmorgun hafi verið góður og árangursríkur en ráðherrarnir þekkjast ágætlega frá þeim tíma er þeir gegndu starfi fjármálaráherra. Meðal þess sem ráðherrarnir ræddu voru alþjóðleg efnahagsmál, öryggismál og orkumál en Brown hefur mikinn áhuga á jarðhita og grænni orku.
Að sögn Geirs ræddu þeir fjölmörg málefni, meðal annars ástandið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og áhrif þess á íslenskan og breskan fjármálamarkað. Geir segir að Brown sé góður viðmælandi um þessi mál enda þekki hann þau vel sem fyrrum fjármálaráðherra. Brown sé jafnframt vel að sér um íslenskan fjármálamarkað.
Geir segir að hann hafi bent Brown á tengslin milli Íslands og Bretlands en um 120 þúsund manns starfi fyrir íslensk fyrirtæki í Bretlandi.
Gordon Brown og Geir H. Haarde ræddu einnig samstarf á sviði öryggismála á friðartímum á fundinum í gærmorgun. Að sögn Geirs vilja Bretar undirrita viljayfirlýsingu um samstarf um öryggismál líkt og Danir og Norðmenn hafa þegar gert við Íslendinga. Eru viðræður langt komnar við Breta um þessi mál og gerir Geir ráð fyrir því að hægt verði að undirrita viljayfirlýsingu þar að lútandi þegar utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, kemur til Bretlands á næstunni.
Það eru skiptar skoðanir um utanferðir íslenskra ráðamanna.Ég er þó þeirrar skoðunar,að það sé af hinu góða að Ísland efli tengsl sín við Bretland og því er eðlilegt að Geir sæki Gordon Brown forsætisráðherra Breta heim.Ísland hefur alltaf haft mikil og góð samskipti við Bretland. Þannig var það á tímum síðari heimstyrjaldarinnar og alla tíð hefur Bretland verið eitt besta viðskiptaland okkar. Nú hefur útrás okkar til Bretlands bætst við.120 þús. manns starfa við íslensk fyrirtæki í Bretlandi. Það er ekki lítið.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Geir: Góður og árangursríkur fundur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 25. apríl 2008
Mundi hagur sjávarbyggða versna við aðild að ESB?
Aðild að Evrópusambandinu myndi kalla á breytingar á auðlindanýtingu okkar. Það hlýtur því að verða að skýra það vel út fyrir kjósendum í sjávarbyggðum á Íslandi hvers vegna við eigum að fela yfirráð og skipulag nýtingar sjávarauðlindarinnar stjórnmálamönnum og embættismönnum Evrópusambandsins. Í mínum huga er slík valda tilfærsla ekki fýsilegur kostur." Þetta kom fram í máli Sturlu Böðvarssonar, forseta Alþingis við afhendingu verðlauna Jóns Sigurðssonar forseta.
Sturla Böðvarsson hefur gagnrýnt núverandi kvótakerfi harðlega m.a. vegna þess hvernig það hefur farið með sjávarbyggðir landsins.Hann hefur í ræðu sett fram þá kröfu að kvótakerfi'ð verði stokkað upp. Ekki hefur hann þó fylgt því máli eftir.
Mér er til efs,að sjávarbyggðir Íslands væru ver staddar að því er útgerð varðar en þær eru þó við hefðum verið í ESB. Stóru útgerðirnar hafa farið með kvótana á brott frá sjávarbyggðunum úti á landi og skilið sjávarrbyggðirnar eftir með sviðna jörð. Það þurfti ekki stórnmálamenn í Brussel til þess að koma þessu til leiðar. Nei íslenskir stjórnmálamenn hafa leitt þetta ástand yfir sjávarbyggðir Íslands.Margir sérfræðingar í málefnum ESB telja,að Ísland fengi alla kvótan til veiða við Íslandsstrendur þó við gengjum í ESB.Það er vegna þess,að reglur ESB kveða á um það að miða eigi við veiðireynslu við úthlutun kvóta og Íslendingar hafa mesta reynslu af veiðum við strendur landsins.En við göngum ekki í ESB nema þjóðin samþykki það í þjóðaratkvæðagreiðslu þjóðaratkvæðagreiðslan fer eftir því hvernig samning við fáum við ESB m.a. um sjávarútvegsmál.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Aðild að ESB ekki fýsilegur kostur segir forseti Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 25. apríl 2008
Krían kom á sumardaginn fyrsta
Fyrsta kría ársins sást við Ósland á Höfn í Hornafirði í gær, sumardaginn fyrsta. Björn Gísli Arnarson fuglaáhugamaður segir að krían hafi verið ein á ferð en á næstu dögum má eiga von á stórum hópum af kríum.
Það er ekki óalgengt að fyrstu kríurnar sjáist í nágrenni Hafnar. Björn segir kríuna á eðlilegum tíma í ár en hún komi núna fyrr en á árum áður þegar oft varð vart við fyrstu kríurnar í 1. maí-skrúðgöngum bæjarbúa á Höfn.
Gott veður tók á móti kríunni, um 11 gráðu hiti og hæglætisveður, og Björn segir það óneitanlega til marks um fyrir bæjarmenn að vor sé í lofti þegar fer að heyrast í kríunni.
Þetta er ánægjulegur sumarboði. Krían hefur lengi verið tengd við sumarkomuna hér á landi.Það léttist nú brúnin á landanum eftir því sem meira birtir og sól og hiti láta meira á sér kræla. Vonandi verðu sumarið gott.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Krían kom með sumrinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |