Sunnudagur, 27. apríl 2008
Verð á kjúklingum hækkað um 30% í Nóatúni!
Nóatúns verslanirnar hafa um langt skeið selt steikta kjúklinga og hafa þeir verið mjög vinsælir hjá viðskiptavinum.En nú bregður svo við ,að verðið á heilum kjúklingunum er hækkað um 30% eða úr 998 kr í 1298 kr. Þetta er algert okur. Það er nýbúið að gera nýja kjarasamninga og meðalhækkun taxtalauna hjá láglaunafólki var 7,3%. Verðbólgan er 8,7% á ársgrundvelli.Kauphækkun nýgerðra kjarasamninga rýkur út í veður og vind. En Nóatún lætur sér ekki nægja að hækka um svipað og nemur aukningu verðbólgunnar þ.e.,um 8-10%. Nei Nóatún hækkar um 30%.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Kreppa framundan á fasteignamarkaði?
Spár um kreppu á fasteignamarkaði virðast vera að ganga eftir. 51 kaupsamningi var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í nýliðinni viku. Það sem af er árinu hafa umsvif á fasteignamarkaði verið í sögulegu lágmarki, og nýjustu tölur benda til áframhaldandi samdráttar.
Á vef Fasteignamatsins eru birtar upplýsingar um fjölda kaupsamninga og veltu fasteignaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu í 67 mánuði, frá september 2002. Á þessum tíma hefur verið algengast að 5-900 kaupsamningum hafi verið þinglýst í hverjum mánuði, mestu umsvifin voru seinni hluta árs 2004 þegar algengt var að yfir 1000 samningum væri þinglýst á mánuði.
Glögg skil urðu í byrjun þessa árs, þá má segja að fasteignamarkaðurinn hafi dottið niður í tæplega þriðjung þess sem algengast var allt frá 2004. Í janúar voru viðskiptin minnst, 324 samningar, þeir voru 425 í febrúar og 354 í mars. Í þessum mánuði stefnir í að viðskiptin verði svipuð og í febrúar. Þegar skoðaðar eru tölur um fjölda kaupsamninga í viku hverri er nýliðin vika, frá 18. til 24. apríl óvenju dauf, þá var 51 samningi þinglýst. Það lætur nærri að samsvara því að rétt um 2/3 löggiltra fasteignasala hafi selt fasteign þessa viku.
Í mars voru kaupsamningar tæpum 63% færri en í sama mánuði í fyrra, veltan í krónum talin var 55% minni. Ekki er að sjá að klár skil séu komin fram í skráðum tölum í framhaldi af spá Seðlabankans um 30% lækkun á raunverði íbúða, en áhrif spárinnar, sem sett var fram 10. apríl, gætu þó enn átt eftir að koma í ljós.
Svo virðist því sem spár um kreppu á fasteignamarkaði séu að koma fram, samkvæmt þeim tölum sem birtar hafa verið á árinu. Skýringar sem fram hafa komið eru einkum að tekið hefur að stórum hluta fyrir aðgengi að lánsfé, vextir hafa hækkað, lág fjárhæð hámarksláns Íbúðalánasjóðs, verð á íbúðum er enn mjög hátt, en Seðlabankinn spáir verðlækkun. Kaupendur hafa því að stórum hluta horfið af markaðnum.
Það er mjög alvarlegt,ef mikið verðhrun verður á fasteignum. Í mörgum tilvikum er fólk með aleigu sína í íbúðum sínum. Verðhrun á íbúðum þýðir því mikið eignatjón fyrir fólk. En það er lítið unnt að gera í málinu.Helst binda menn vonir við að Íbúðalánasjóður veiti áfram hagstæð lán til íbúðakaupa og helst,að vextir lækki enn meira.
Björgvin Guðmundsson


Sunnudagur, 27. apríl 2008
Hvannadalshnjúkur heillar
Starfsfólk Símans sem lagði á Hvannadalshnjúk kl. 00:30 er komið á tindinn í góðu veðri og sendir nú út hljóð og mynd frá tjaldbúðum sínum frá tindinum í gegnum nýjan langdrægan 3G sendi sem settur hefur verið upp skammt frá Vatnajökli. Leiðangursstjóri er Haraldur Örn Ólafsson fjallagarpur.
Haraldur sagði að hópurinn myndi dvelja um klukkustund á toppnum og prófa sendingarbúnaðinn og símasambandið en síðan yrði haldið niður og reiknaði hann með um fjögurra tíma göngu til byggða.
Það er alveg 360 gráðu tært útsýni. Maður sér Mýrdalsjökul alveg og inn á allt hálendið og Vatnajökul hér fyrir aftan okkur og inn í Kverkfjöll og um allt land má segja," sagði Haraldur Örn í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.
Við höfum gengið jafnt og þétt og hópurinn í góðu formi, margir eru auðvitað pínu þreyttir en allir mjög sprækir," sagði Haraldur Örn. Hópurinn gekk fyrsta hluta leiðarinnar með ljós til að rata en þó var ekki algert myrkur og að sögn Haraldar var mjög gott veður alla leiðina.
Í ferðinni eru 55 starfsmenn og 7 fararstjórar ásamt nokkrum meðlimum úr björgunarsveit Akraness sem ætla að halda stjórnarfund félagsins ofan af Hvannadalshjúknum.
Stór hópur göngugarpa undirbýr sig af kappi fyrir að ganga á Hvannadalshnjúk í sumar. Hefur hópurinn gengið á mörg fjöll að undanförnu,Eyjafjallajökul,Esjuna,Skarðsheiði og Hekla er a dagskrá.
Björgvin Guðmundsson
.
![]() |
Bein útsending frá Hnjúknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Áróður Staksteina gegn Samfylkingunni
Staksteinar Mbl. ráðast harkalega gegn Samfylkingunni.Segir í Staksteinum,að Samfylkingin sé ekki jafnaðarmannaflokkur eða sósialdemokratiskur flokkur. Þetta er aðeins flokkur Kvennalista og Alþýðubandalags segir Mbl. Til marks um þetta nefnir höfundur Staksteina,að Samfylkingin vinni ekki nóg í velferðarmálum jafnaðarmanna heldur hafi meira áhuga á feminista málum. Þetta er ekki nýr áróður í Mbl. Þessi áróður hefur verið rekinn í Mbl. allt frá því ríkisstjórnin var mynduð. Mbl. hefur frá byrjun verið á móti ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og blaðið hefur sérstaklega verið á móti Ingiibjörgu Sólrúnu.Sami áróður var rekinn gegn Alþýðuflokknum á sínum tíma og sagt,að hann sinnti ekki málum jafnaðarstefnunnar en stjórnmálasagan sýnir annað.Ég spái því að eins verði með Samfylkinguna.Enda þótt ég gagnrýni Samfylkinguna fyrir að vinna ekki nógu hatt í þessum málum tel ég,að hún muni um síðir koma stefnumálum jafnaðarmanna fram.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Styrmir berst gegn aðild okkar að ESB
Styrmir Gunnarsson ritstjóri Mbl. berst nú hatrammlega gegn því,að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Reykjavíkurbréfið fyrir viku var helgað þessari baráttu og aftur í dag.Í Reykjavæikurbréfi fyrir viku ræddi Styrmi erfiðleika Spánar og Írlands og raunar að nokkru erfiðleika Ítalíu en öll þessi lönd eru í ESB.Styrmir sagði fyrir viku,að þrátt fyrir mikla erfiðleika í efnahagsmálum gætu Spánverjar ekkert gert annað en að væla,þar eð þeir gætu ekki hreyft gengið eða vextina,Það væri í höndum Seðlabanka Evrópu. Gaf Styrmir til kynna,að það væri vegna aðildar Spánar að ESB og Mynbandlagi Evrópu,sem illa væri komið fyrir Spáni og raunar væri það sama að segja um Írland. Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra svaraði Reykjavíkurbréfi Styrmis og kvað það alrangt að það væri vegna aðildar að ESB að þessi lönd ættu í efnahagserfiðleikum.Þvert á móti hefði orðið mikill uppgangur í löndum þessum vegna aðildar að ESB. Áður hefði verið mikið atvinnuleysi í löndum þessum og lífskjör bág. Lífskjörin hefðu stórbatnað og atvinna aukist mikið.- Styrmir heldur baráttu sinni áfram gegn ESB í dag í Rvíkurbréfi. Hann mun láta af starfi ritstjóra í byrjun júní. Þá tekur við Ólafur Stephensen. Ólafur er mun hlynntari ESB en Styrmir.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Gefa mat á Lækjartorgi
Nýstofnuð samtök sem nefna sig Matur ekki einkaþotur hyggjast gefa fátækum, heimilislausum og þeim sem vilja þiggja mat á Lækjartorgi klukkan eitt næstu laugardaga. Samtökin eru byggð á bandarískri fyrirmynd sem nefnist Food not bombs á ensku.
Matinn fá samtökin gefins hjá ýmsum stuðningsaðilum, verslunum og öðrum sem ekki vilja láta nafns síns getið. Einungis er boðið upp á grænmetisfæði til að allir geti notið matarins.
Þetta er alþjóðleg hreyfing fólks sem pirrar sig á því hvað lítið sé gert í málefnum fátækra og heimilislausra en nægt fé er til fyrir stríðsrekstri," sagði Snorri Jónsson einn af aðstandendum hreyfingarinnar á Íslandi.
Til að byrja með ætlum við að kalla samtökin Matur ekki einkaþotur þar sem það er ekki mikil tenging við sprengjur hér á Íslandi," sagði Snorri að lokum.
Fyrir eru tvenn samtök sem gefa fátækum mat og fleira, þ.e. Mæðrastyrksmnefnd og Fjölskylduhjálpin.Mikil eftirspurn hefur verið eftir aðstoð þessara samtaka. Það að nú skuli þriðju samtökin stofnuð í sama tilgangi bendir til þess að mikil þörf sé fyrir slíka aðstoð og mikil fátækt í þjóðfélaginiu.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Matur ekki einkaþotur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Álverin menga minna
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna álframleiðslu á Íslandi minnkaði um 22% frá árinu 1990 til 2006. Þetta gerðist þrátt fyrir tilkomu Norðuráls og kerskála 3 í Straumsvík en frá 1990 hefur álframleiðsla á Íslandi aukist úr 90.000 tonnum í 270.000 tonn árið 2005, samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun.
Á sama tímabili hefur losun gróðurhúsalofttegunda hjá Alcan á Íslandi minnkað um 50%, samkvæmt upplýsingum frá Guðrúnu Þóru Magnúsdóttur, leiðtoga umhverfismála á þróunarsviði hjá fyrirtækinu, enda þótt framleiðslan hafi tvöfaldast, úr 88.000 í 180.000 tonn.
Íslensk álver hafa almennt náð mjög góðum árangri í að draga úr mengun. Þau hafa allt að fjögurra ára aðlögunartíma frá því starfsemi hefst til að ná settu marki í þessum efnum og það hefur gengið upp, segir Kristján Geirsson, deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun. Það má alltaf gera betur og Kristján segir enn svigrúm til að draga úr mengun frá álverum á Íslandi, það felist einkum í því að breyta fræðilegum leiðum í tæknilegar leiðir.
Það er ánægjulegt að álverin á Íslandi skuli hafa náð þetta góðum árangri í að takmarka losun gróðuhúsalofttegunda.Álver höfðu illt orð á sér í þessu efni og hér hefur mikill áróður verið rekinn gegn álverum vegna mikillar mengunar þeirra en þau hafa sennilega verið höfð fyrir rangri sök.Hins vegar menga bílar og skip mikið hér á landi. En hvað vilja íbúar gera til þess að draga úr útblæstri bíla. Vilja þeir nota bílana minna eða setja á þá búnað til þess að takmarka útblástur. Slíkur búnaður er dýr.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Minni mengun frá álverum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |