Efling lýsir óánægju

Efling-stéttarfélag lýsir mikilli óánægju með þróun efnahags- og verðlagsmála frá því kjarasamningar voru undirritaðir 17. febrúar sl. Eitt meginmarkmið samninganna var að tryggja kaupmátt og stöðugleika í efnahagsmálum og þar tók launafólk á sig mikla ábyrgð. Ef forsendur kjarasamninga bresta þá lýsir Efling-stéttarfélag fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni vegna aðgerðaleysis hennar. Þetta kemur fram í nýrri ályktun frá stjórn Eflingu.

„Þetta gerist þrátt fyrir margra mánaða ítrekaðar tillögur samningsaðila atvinnulífsins til að hafa áhrif á vaxta- og verðlagsmál. Efling-stéttarfélag krefst þess að vextir bankanna verði lækkaðir og hafnar öllum hugmyndum um enn frekari hækkun stýrivaxta við þessar aðstæður.

Þeir forsvarsmenn í viðskiptalífinu sem nú kynda undir verðbólgunni með hækkunum á vöru og þjónustu eru að valda atvinnulífinu, fyrirtækjum í landinu en síðast en ekki síst íslenskum heimilum óbætanlegu tjóni.  Efling-stéttarfélag vill sérstaklega hrósa þeim fyrirtækjum eins og IKEA sem hafa axlað samfélagslega ábyrgð við þessar aðstæður og haldið vöruverði óbreyttu fram á haust. Félagið hvetur önnur fyrirtæki til að feta í fótspor IKEA og almenning til að halda vöku sinni í verðlagsmálum og beina viðskiptum sínum til þeirra fyrirtækja sem halda aftur af verðhækkunum.

Ég tek undir ályktun Eflingar. Ég tel,að verslanir og fyrirtæki séu að eyðileggja kjarasamningana með því að hækka vörur löngu áður en tilefni er til. Ikea hefur sýnt gott fordæmi. Þeir hækka ekkert og segja,að meðan gengi krónunnar hafi staðið sterk hafi fyrirtækið gengið vel og því haft eitthvað upp á að hlaupa þegar krónan lækkaði.Gott viðhorf.

 

Björgvin Guðmundsson

.

Fara til baka 


mbl.is Lýsa fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænt ljós á álver í Helguvík

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur með úrskurði staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat álvers í Helguvík. Fellst ráðherra því ekki á kæru Landverndar, sem vildi að matið yrði ógilt.

Landvernd vildi láta framkvæma heildarumhverfismat fyrir álver, virkjun og flutningslínur, að því er frá var greint á blaðamannafundi í ráðuneytinu síðdegis í dag.

Þórunn sagði að matsferlið væri of langt komið til að hægt væri að snúa því við. Úrskurðinn um að ákvörðun skipulagsstofnunar stæði væri „að lögum, en ekki er þar með sagt að hann sé ráðherra að skapi.“

Sagðist Þórunn ætla að beita sér fyrir því að gerð yrði stjórnarskrárbreyting til þess að hægt væri að grípa inn í ferli sem þetta, þótt það væri langt komið. Náttúran þurfi vörn í stjórnarskránni.

Þetta er athyglisverð niðurstaða. Ég átti alveg eins von á að Þórunn mundi ógilda umhverfismatið en hún segir að málið hafi verið of langt komið. Hún telur,að ákvörðun  skipulagsstofnunar um umhverfismat hafi verið að lögum.Búast má við,að úrskurður Þórunnar muni verða mjög  umdeildur.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Vill stjórnarskrárbreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gallar kapitalismans

Fólk hefur undrast uppgang íslensku bankanna og íslenskra fyrirtækja í  útrás.  Þessir aðilar hafa rakað að sér peningum.Á sama tíma og verkafólk hefur haft rúmar 100 þúsund á mánuði hafa stjórnendur og aðrir toppar þessara fyrirtækja verið með margar milljónir í kaup á mánuði og sumir tugi milljóna. Mönnum hefur ofboðið bruðlið og ferðamátinn. Einkaþotur hafa flogið með liðið fram og aftur.Menn hafa dásamað einkavæðingu bankanna og einkarekstur yfirleitt,hið frjálsa markaðshagkerfi,kapialismann.En kapitalisminn hefur á sér aðra hlið: Samdrátt,kreppu,verðfall og gjaldþrot fyrirtækja. Nú er komið í ljós,að útrásin var að mestu leyti fjármögnuð með erlendu lánfé. Bankarnir áttu stóran þátt í því að útvega það lánsfé. En það getur reynst erfitt að greiða erlendu lánin til baka,þar eð lánskjörin hafa vernsað mikið. Og  þá er horft til  mömmu,ríkisins. Er nú komið að því að þjóðnýta tapið?. Það verður að fara varlega í að láta ríkið greiða óráðsíu íslenskra banka.Ef ríkið á að vera bakhjarl íslensku bankanna verður að setja ströng skilyrði og láta Seðlabankann hafa  strangt eftirlit með starfsemi bankanna.

 

Björgvin Guðmundsson


Í Kína fyrir 28 árum

 

Kina er mikið í sviðsljósinu um þessar mundir vegna væntanlegra Olympíuleika,sem verða í Kína í sumar en einnig vegna átaka við Tíbet.

Árið 1980 fór ég til  Kína í boði borgarstjórnar Peking. Með í för voru Birgir Ísl. Gunnarsson og Sigurjón heitinn Pétursson.Við lögðum af stað daginn eftir spennandi forsetakosningar hér,þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosinn forseti í fyrsta sinn.Við flugum fyrst til Parísar en tókum þar nýja flugvél,þotu af gerðinni  Boing 747, en Kínverjar höfðu þá eignast nokkrar slíkar og voru að opna nýja flugleið milli Parísar og Peking. Heimsóknin til Kína var mjög áhugaverð. Við  áttum þess kost að ferðast vítt um landið og fara m.a. upp á Kínamúrinn. Þetta var á þeim tíma,þegar landið var að byrja að opnast og fyrstu  erlendu fjárfestarnir voru komnir til landsins og bjuggu á hótelum.Á næstu árum á eftir varð gífurlegur uppgangur í Kína,fyrst og fremst vegna erlendra fjárfestinga og átti uppgangurinn eftir að aukast ár frá ári.Við heimsóttum fólk í litlum íbúðum ,þar sem margar kynslóðir bjuggu saman og við sáum tvær hliðar í Kína: Erfið lífskjör og þröngan húsakost og gífurlega uppbyggingu í þungaiðnaði,verksmiðjur og virkjanir.Einnig sáum við sýnishorn af landbúnaði.Þá fórum við í leikhús og sáum  kínverska leiklist.Á þessum tíma var ekki mikið um ferðir til Kína. En fyrir okkur var þetta mikið ævintýri. Frá Kína fórum við til Hong Kong og sáum þar algera andstæðu Kína: Vörugnótt og lágt vöruverð og algeran luxus.

Björgvin Guðmundsson


Íslenskir allra karla elstir

Lífslíkur karla hérlendis hafa batnað meira en kvenna á undanförnum áratugum. Nú er svo komið að íslenskir karlar verða karla elstir í heiminum, 79,4 ára. Hið sama verður ekki sagt um konur en þær geta vænst þess að verða 82,9 ára. Lengi vel voru lífslíkur íslenskra kvenna hærri en annars staðar í heiminum en nú lifa konur nokkurra þjóða lengur en kynsystur þeirra á Íslandi. Þetta á einkum við um Japan, en meðalævilengd japanskra kvenna er nú 86 ár.

Samkvæmt  vef Hagstofu Íslands dóu árið 2007 1.942 einstaklingar með lögheimili á Íslandi, 1.002 karlar og 940 konur. Dánartíðni var 6,2 á hverja 1.000 íbúa.

Eins og annars staðar í heiminum er meðalævilengd karla styttri en kvenna. Íslenskir karlar geta nú vænst þess að verða 79,4 ára gamlir en konur 82,9 ára. Á undanförnum áratugum hefur dregið nokkuð saman með kynjunum í meðalævilengd. Á sjöunda og áttunda áratug var um sex ára munur á ævilengd karla og kvenna en er nú einungis 3,6 ár. Svipaða þróun má greina annars staðar í Evrópu, einkum á Norðurlöndunum. Af Norðurlöndunum utan Íslands er þessi munur minnstur í Svíþjóð, 4,4 ár.

Enda þótt íslenkar konur verði ekki þær elstu í heimi  verða þær eldri en karlar hér á landi eða  82,9 ára.Með bættri heilsugæslu og betri sjúkrahúsum má búast við að ævin lengist. Allt fer það þó eftir því hvernig fólk  fer með sig. Á Vesturlöndum fer ofát og hreyfingarleysi illa með fólk og styttir ævina mikið.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

Fara til baka 


mbl.is Lífslíkur karla batna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekjur ríkisins lækka um 2 milljarða í ár vegna skattalækkana

Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á tekjuskattslögum í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum fyrr í vetur. Samanlagt er áætlað að tekjur ríkissjóðs skerðist um 23 milljarða króna vegna ákvæða sem er að finna í frumvarpinu þegar þau eru að fullu komin til framkvæmda, en áhrifin á þessu ári eru talin nema tæpum tveimur milljörðum króna.

Meðal tillagna, sem er að finna í frumvarpinu, má nefna hækkun persónuafsláttar um sjö þúsund krónur á mánuði í áföngum á þremur árum umfram árlega verðuppfærslu. Þetta er talið minnka tekjur ríkissjóðs um 4,5 miljarða króna á næsta ári og 15 milljarða króna samanlagt þegar hækkunin er að fullu komin til framkvæmda.

Þá er einnig ákvæði í frumvarpinu um lækkun tekjuskatts hlutafélaga og einkahlutafélaga úr 18% í 15% og sameignarfélaga úr 26% í 23,5%. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er talið geta numið allt að 5 milljörðum króna á ári.

Þá eru lagðar til breytingar á tekjuskerðingarmörkum barnabóta. Þau hækka í ár og aftur á næsta ári og er áætlað að það kosti ríkissjóð 1,2 milljarða króna í ár og 2 milljarða þegar þetta er að fullu komið til framkvæmda.

Loks er í frumvarpinu að finna ákvæði um 35% hækkun á eignaviðmiðunarmörkum vaxtabóta, sem kemur til framkvæmda við álagningu í ár og er áætlað að kosti ríkissjóð um 700 milljónir króna á ári.

Lækkun persónuafsláttar,sem helst mun gagnast almenningi  kemur mjög seint til framkvæmda og á löngum tíma. Persónuafsláttur hækkar um 2 þús. kr. á næsta ári og  síðan um 2 þús. þar næsta ár og að lokum um 3 þús. kr. þegar nálgast kosningar. Hins vegar fá atvinnurekendur strax næsta ár lækkun á skatti úr 18% í 15%. Það er að mínu  áliti mjög óréttlátt  að tekjuskattur á atvinnurekendum skuli vera mikið lægri en á einstaklingum. Það þarf að jafna skattinn,lækka hann stórlega hjá einstaklingum og hækka hann hjá atvinnurekendum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is 23 milljarða tekjuskerðing vegna skattalækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankarnir þurfa að rifa seglin

Mikið er nú rætt um erfiðleika íslensku bankanna. Þeir eiga erfitt með nýjar stórar erlendar lántökur,þar eð tryggingaálagið,sem þeir verða að sæta er orðið mjög hátt.Íslensku bankarnir  hafa skuldsett sig alltof mikið erlendis.Þeir hafa fjármagnað eigin útrás og útrás íslenskra fyrirtækja með erlendum lánum. Þeir hafa farið óvarlega  í þessu efni og tekið alltof mikil lán erlendis.Þegar erfiðleika gætir á erlendum fjármagnsmarkaði  sitja bankarnir illa í því,þar eð þeir eru orðnir svo háðir erlendu fjármagni.Meðan allt lék í lyndi rökuðu bankarnir að sér gróða og stjórnendurnir létu greipar sópa og tóku stóran skerf í eigin hendur. Þegar á móti blæs geta þeir ekki treyst á það að ríkið komi þeim til bjargar.Stjórnendur Kaupþings og Landsbankans þurfa að fara að dæmi Glitnis og skera niður laun sín myndarlega. Það er fyrsta skrefið. Síðan þurfa allir bankarnir   að skera myndarlega niður  reksturkostnað. Þeir þurfa að sýna aðhald og sparnað í rekstri áður en þeir tala við stjónvöld um aðstoð.

Björgvin Guðmundsson


Framsókn að snúast í ESB-máli

Hugmynd Magnúsar Stefánssonar þingmanns Framsóknar um að samningsmarkmið vegna umsóknar um aðild að ESB verði lögð  undir þjóðaratkvæðagreiðslu eru hin  athyglisverðustu.Þau benda til þess að einstakir þingmenn Framsóknar séu að snúast í afstöðunni til ESB.Magnús væri ekki að leggja þetta til ef hann vildi ekki kanna afstöðu til ESB af heilum hug.Ef  samin eru samningsmarkmið og þau lögð undir þjóðarakvæðagreiðslu hefur fyrsta skrefið verið stigið í  átt til aðildar að ESB.Ef samningsmarkmið væru samþykkt mundi næsta skref vera að sækja um aðid og hugsanlega mætti síðan einnig leggja aðildarsamning undir þjóðaratkvæði.

 

Björgvin Guðmundsson


Verkafólk vill verja kjarasamningana

"Stjórn AFLs Starfsgreinafélags telur nýgerðum kjarasamningum stefnt í hættu með verðhækkunum sem dynja á landsmönnum þessa dagana. Verði ekki gripið tafalaust til aðgerða til verndar kaupmætti launafólks áskilur félagið sér rétt til þeirra aðgerða sem nauðsynlega kunna að teljast til að verja árangur kjarasamninga. Ennfremur áréttar félagið að ekki er tímabært að ganga frá kjarasamningum fyrir aðra starfshópa en þegar er samið fyrir.

Þetta er alvarleg ályktun. Samkvæmt henni virðist verkafólk staðráðið í því að verja árangur nýgerðra kjarasamninga og hyggst grípa til nauðsynlegra aðgerða  í því skyni.Ég  styð sjónarmið verkafólks og finnst eðlilegt að það  reyni allar leiðir til þess að verja þær kjarabætur,sem samið hafði verið um .

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 3. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband