Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Skerst lögreglan í leikinn?
Reiknað er með, að atvinnubílstjórar sýni stuðning og fjölmenni þegar Sturla Jónsson, talsmaður þeirra, mætir til skýrslutöku í lögreglustöðinni á Hlemmi vegna mótmælaaðgerðanna síðustu daga. Fjármálaráðherra hlustaði á sjónarmið þeirra í morgun en vildi engu lofa um breytingar á lögum.
Það liggur nú í loftinu,að bílstjórar fari að hætta aðgerðum. Komið er að því,að lögreglan fari að skerast í leikinn. Að vísu er lögreglan mjög treg til þess að hafa afskipti af vinnudeilum. En þegar um öryggi borgaranna og hættuástand getur verið að ræða gegnir öru máli.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Búist við að bílstjórar fjölmenni á Hlemm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Steingrímur J. gagnrýnir NATO væðingu
Miklar umræður urðu á alþingi í dag um skýrslu utanríkisráðherra um alþjóðamál.Skýrslan var mjög yfirgripsmikil.Stjórnarandstaðan gagnrýndi ýmislegt í skýrslunni. Steingrímur J.VG gagnrýndi það sem hanm kallaði NATO væðingu eða hernaðarvæðingu Íslands. Hann sagði að nú væri lögð áhersla á að fá sem flestar NATO þjóðir til þess að stunda heræfingar hér og miklum fjámunum væri varið til öryggis-og varnarmála. Þá gagnrýndi hann,að Ísland skyldi á fundi NATO í Búkarest hafa lagt blessun sína yfir uppsetningu eldflauga í Póllandi og Tékklandi.Hann sagði,að það hefði aldrei verið samþykkt á alþingi.Ingibjörg Sólrún sagði,að það væri sjálfsákvörðun Póllands og Tekklands hvort þessi lönd kæmu upp eldflaugum í löndum sínum eða ekki.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Merkur fundur Ólafs Ragnars og Al Gore
Al Gore,fyrrum varaforseti Bandaríkjanna er hér í heimsókn í boði Ólafs Ragnars,forseta Íslands.Hann tók þátt í fundi með forseta Íslands og ýmsum íslenskum vísindamönnum á Bessastöðum í gær.Og í morgun flutti hann fyrirlestur um loftslagsmálin.Húsfyllir var. Ólafur Ragnar hældi Al Gore mikið á blaðamannafundi sem haldinn var a Bessastöðum. Hann sagði,að Al Gore væri einni áhrifamesti leiðtogi heims í dag og hefði með vinnu sinni í loftslagsmálum komið með merkt framlag til þessara mála.
Það framtak forseta Íslands að fá Al Gore hingað til lands er þakkarvert.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Baugur selur FL group og 365
Baugur Group selur öll fjármála-, tækni og fjölmiðlafyrirtæki sín og ætlar að einbeita sér að fjárfestingum í smásölu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í gærkvöld. Fjárfestingafélagið Stoðir Invest, sem er í eigu helstu hluthafa Baugs, kaupir hluti Baugs í fjölmiðla- og fjarskiptafélögum og Styrkur Invest, sem er í eigu Kaldbaks ehf., fjárfestingarfélags Samherja og helstu hluthafa Baugs, kaupir hluti Baugs í fjárfestinga- og fjármálafyrirtækjum, þar á meðal hlut Baugs í FL-group.
Baugur Group verður ekki hluthafi í þessum félögum. Eignirnar verða seldar fyrir um 65 milljarða króna.
Auk þess að takmarka fjárfestingar Baugs við smásölugeirann verður landfræðilegur markaður félagsins endurskilgreindur, um 85% fjárfestinga Baugs verða í Bretlandi, í Bandaríkjunum og í Skandinavíu.
Með þessum ráðstöfunum sínum er Baugur að laga lausafjarstöðu sína og gera það auðveldara að fá lán erlendis. FL group og fjölmiðlafyrirtækin draga úr möguleikum á að afla hagstæðs fjármagns. Ég vona aðeins,að eignarhaldið á Bonus haldist óbreytt og að sömu stefnu verði fylgt og áður,þ.e. að Bonus sé alltaf með lægst veriðið.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
150 þús.á mánuði verði skattfrjálsar
Kristinn H. Gunnarsson formaður þingflokks Frjálslynda flokksins ræddi skattamál á þingi í gær. Hann ræddi m.a. hækkun skattleysismarka um 20 þús. á mánuði,sem koma á til framkvæmda næstu 3 árin . Hann sagði,að sér litist betur á að gera 150 þúsund kr. tekjur á mánuði skattfrjálsar.Það kæmi láglaunafólki best. Kristinn sagði,að skattatillögur ríkisstjórnarinnar kostuðu ríkissjóð 15 milljarða á ári. Spurði hann hvað gera ætti til að bæta ríkissjóði tekjutapið. Lagði hann til,að tekjuskattur yrði hækkaður á þeim hæst launuðu. Hátekjuskattur hefði verið lagður niður. Taka mætti hann upp á ný. Kristinn kvaðst ekki andvígur því,að tekjuskattur fyrirtækja yrði lækkaður úr 18 í 15% en hann gerði þá kröfu,að fyrirtækin væru látin greiða skattinn.Dæmi væru um það að fyrirtækin væru að flytja starfsemi að nafninu til til útlanda og greiða skattinn þar og það væri verið að fella skatt af fyrirtækjum. Hann taldi það ótækt. Fyrirtækin yrðu að greiða skattana.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Mörður vill tölur um þotuflug
Á heimasíðu Samfylkingarinnar ritar Mörður Árnason m.a. eftirfarandi um þotuflugið til Búkarest:
Hér skal ekki dregin í efa sú staðhæfing úr Stjórnarráðshúsinu að Búkarestflugið hafi kostað óverulega miklu meira en það farþegaflug með tengingum sem völ var á. Að sönnu er líklegt að um sé að ræða sérstakan afslátt hjá flugfélaginu IceJet. Kannski kynningartilboð?
Almenningi og fjölmiðlum hefur hinsvegar ekki gefist kostur á að sannreyna þessar upplýsingar úr forsætisráðuneytinu. Í samtali við netmiðilinn Vísi.is sagði ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu nefnilega að gert hefði verið heiðursmannasamkomulag við leigusalann um að gefa ekki upp kostnaðinn og við það yrði staðið.
Þetta er óviðeigandi. Um er að ræða ferð á vegum almennings og á kostnað almennings. Almenningur á heimtingu á því að vita um kostnað við þessa ferð, sem og hverjar þær aðrar sem farnar eru í hans nafni.
Ég tek undir með Merði. Það verður að birta tölur um kostnað við þotuflugið.
Björgvin Guðmundsson
Á heimasíðu Samfylkingarinnar ritar Mörður Árnason m.a. eftirfarandi um þotuflugið til Búkarest:
Hér skal ekki dregin í efa sú staðhæfing úr Stjórnarráðshúsinu að Búkarestflugið hafi kostað óverulega miklu meira en það farþegaflug með tengingum sem völ var á. Að sönnu er líklegt að um sé að ræða sérstakan afslátt hjá flugfélaginu IceJet. Kannski kynningartilboð?
Almenningi og fjölmiðlum hefur hinsvegar ekki gefist kostur á að sannreyna þessar upplýsingar úr forsætisráðuneytinu. Í samtali við netmiðilinn Vísi.is sagði ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu nefnilega að gert hefði verið heiðursmannasamkomulag við leigusalann um að gefa ekki upp kostnaðinn og við það yrði staðið.
Þetta er óviðeigandi. Um er að ræða ferð á vegum almennings og á kostnað almennings. Almenningur á heimtingu á því að vita um kostnað við þessa ferð, sem og hverjar þær aðrar sem farnar eru í hans nafni.
Ég tek undir með Merði. Það verður að birta tölur um kostnað við þotuflugið.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Guðni vill meiri kjarabætur fyrir aldraða
Guðni Ágústsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á alþingi í gær og ræddi málefni aldraðra og öryrkja. Hann sagði,að allt benti til þess að aldraðir og öryrkjar hefðu verið sviknir um eðlilega hækkun á lífeyri sínum vegna nýgerðra kjarasamninga.Þeir hefðu fengið 4-5 þús. kr. hækkun á mánuði í staðinn fyrir 18000 kr. hækkun sem hinir lægst launuðu hefðu fengið.Forsætisráðherra svaraði og sagði,að það hefði verið staðið nákvæmlega eins að útreikningi á hækkun til aldraðra og öryrkja vegna kjarasamninganna eins og gert hefð'i verið meðan Guðni hefði verið í stjórn.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Eldri borgarar fá ekki fund með forsætisráðherra
Á heimasíðu Landssambands eldri borgara (LEB) stendur eftirfarandi:
Ósk um fund með forsætisráðherra |
Forsætisráðherra Reykjavík 20. febrúar 2008. Framkvæmdastjórn LEB óskar eftir fundi með forsætisráðherra við fyrsta tækifæri. Framkvæmdastjórnin fór yfir niðurstöður nýafstaðinna kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins á fundi sínum í dag, 20. febrúar. Framkvæmdastjórnin ákvað að leita eftir fundi með yður, herra forsætisráðherra, til að fara yfir þau atriði sem snúa að hagsmunum eldri borgara.
Enn hefur ekki fengist fundur með forsætisráðherra.Enda þótt forsætisráðherra hafi mikið að gera getur hann ekki dregið það lengur að kalla á LEB til fundar við sig.Ráðherrunum ber skylda til þess að ræða við félagasamtök um brýn mál,sem þau vilja ræða.Það er ágreiningur um það hvað eldri borgarar hefðu átt að fá miklar kjarabætur vegna nýgerðra kjarasamninga. Það hefði verið til bóta,að ráðherrann hefði sinnt erindi LEB áður en ákveðið var að greiða eldri borgurum 4-5 þúsund í staðinn fyrir 18000 kr. á mánuði. Björgvin Guðmundsson
|
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Mikill ágreiningur VG og Samfylkingar
Mikill ágreiningur ríkir nú milli Samfylkingar og VG í umhverfismálum og raunar í fleiri málum einnig.Ég harma þennan ágreining,þar eð ég tel,að þessir flokkar eigi margt sameiginlegt .Ágreiningur þessara flokka er farinn að minna mikið á ágreining Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins á meðan þeir flokkar voru við líði. Í umhverfismálum deila þessir flokkar nú um álver í Helguvík. Umhverfisráðherra,Þórunn Sveinbjarnardóttir, taldi sig ekki geta stöðvað álverið,þar eð skipulagsstofnun hafði framkvæmt umhverfismat sem var jákvætt fyrir framkvæmdina og ráðherra taldi sig ekki hafa lagaheimild til þess að fella matið úr gildi. VG telur,að ráðherra hefði átt að fella matið úr gildi og láta reyna á málið fyrir dómstólum. Ég er efins í að ráðherra VG hefði farið öðru vísi að en Þórunn.Menn vilja ekki brjóta lög þó skoðanir séu sterkar.
Ég skora á flokkana að slíðra sverðin.Það kemur dagur eftir þennan dag.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Miklar breytingar á innflutningi matvæla frá ESB
Umfangsmiklar breytingar eru í sjónmáli á innflutningi matvæla, á eftirliti með matvælum og á fyrirkomulagi dýralæknaþjónustu verði frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á matvælalöggjöfinni að lögum. Lögð er áhersla á að samræma löggjöf og eftirlit með matvælum á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, frá hafi og haga til maga, eins og segir í greinargerð.
Bann við innflutningi á hráu kjöti, mjólk og eggjum frá löndum EES verður fellt niður ef vörurnar uppfylla evrópsk skilyrði um heilbrigðisvottun. Veittur er aðlögunartími þannig að lögin taki gildi varðandi innflutning á kjöti, mjólk, eggjum og hráum afurðum úr þessum matvælategundum 27. apríl 2009. Jafnframt gildir aðlögunartíminn um unnar vörur úr mjólk
Breytingar þessar eru umdeildar sem von er. Bændur eru óhressir svo og innlendar kjötvinnslur. Bent er réttilega á,að framboð á kjöti muni aukast.Vissulega er það rétt.En þetta ætti að vera neytendum í hag og geta lækkað vöruverð. Þróunin er öll í þessa átt og Alþjóðaviðskiptastofnunun vinnur að því að fella niður alla tolla og þegar það nær fram að ganga opnast íslenski markaðurinn enn meirra. ESB hefur í gildi mjög strangar heilbrigðisreglur svo að við ættum ekki að þurfa að óttast að flutt verði inn sýkt kjöt.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Frá haga til maga á öllu EES |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |