Sóltún á ekki rétt á 22,7 millj.,sem heimilið fer fram á.Hefur sennilega fengið 108 millj. kr. ofgreiddar

Hér fer á eftir kafli úr athugasemdum Ríkisendurskoðunar við rekstur Sóltúns.

Á grundvelli þeirra athugana sem Ríkisendurskoðun hefur gert á RAI-skráningu

hjá hjúkrunarheimilinu Sóltúni og gerð er grein fyrir  telur

stofnunin að við skráningu upplýsinga fyrir árið 2006 hafi leiðbeiningum um

notkun gagnasafnshluta RAI-mælitækisins ekki verið fylgt með viðunandi hætti

sem aftur gerir það að verkum að þyngdarstuðull heimilisins fyrir það ár varð

hærri en ætla mætti. Gildi þyngdarstuðuls sem hafði mælst 1,26 varð við

endurútreikning 1,07. Vegna fyrirliggjandi kröfu forráðamanna Sóltúns um

22.712.963 kr. viðbótargreiðslu vegna ársins 2006 þykir rétt að ítreka að samningur

aðila gerir því aðeins ráð fyrir viðbótargreiðslum fari þyngdarstuðullinn

fram úr 1.20, sbr. 7. og 8. gr. hans.

Í fyrrnefndu bréfi heilbrigðisráðuneytisins til Ríkisendurskoðunar kemur fram

að það telji niðurstöður athugunarinnar þess eðlis að efni séu til að gera sambærilega

athugun á framkvæmd RAI-mats árin 2003, 2004 og 2005. Ráðuneytið

hefur þegar greitt Sóltúni 108 m.kr. vegna magnbreytinga þessi ár skv.

niðurstöðu sáttanefndar. Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að verða við beiðni

heilbrigðisráðuneytisins um athugun vegna þessara ára. Rétt er að taka fram

hér að forsvarsmenn Sóltúns telja að sátt frá 25. janúar 2007, sem gerð var á

grundvelli 16. gr. samningsins varðandi magnleiðréttingar vegna RAI-mats á

framangreindu tímabili, sé endanleg og bindandi fyrir aðila þar sem frestur sem

ráðuneytið hafði til að gera athugasemdir hafi runnið út 1. apríl 2007. Ráðuneytið

telur á hinn bóginn að í sáttinn hafi ekki falist viðurkenning á réttmæti

leiðréttingarinnar og því sé hún ekki bindandi fyrir það.

Athugasemdir Ríkisendurskoðunar eru mjög vel rökstuddar. Sóltún deilir við dómarann. Ásta Möller formaður heilbrigðisnefndar þorir ekki að styggja Sóltún og segir,að rekstur þess   sé til fyrirmyndar.Hún tekur enga afstöðu til athugasemda ríkisendurskoðunar. Að vísu verður ekki séð hvað alþingi hefur með þetta mál að gera. Þetta er mál  ráðuneytisins. Þetta snýst um það hvort Sóltún fer eftir samningi,Rai mati,lögum og reglugerð. Nú er talað um sáttanefnd. Ef Sóltún hefur tekið of mikla peninga er það ekki mál sáttanefndar. Þá á heimilið að endurgreiða.svo einfalt er það.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Lífeyrir aldraðra 93,74% af lágmarkslaunum!

Lífeyrir aldraðra frá TR ( grunnlífeyrir,tekjutrygging og heimilisuppbót) nam rúmlega 100% af lágmarkslaunum  árið 2007. Nú nemur lífeyrir aldraðra  93,74 af lágmarkslaunum  eftir að núverandi ríkisstjórn hefur setið tæpt ár við völd. Erum við ánægð með það? Er það þetta sem við stefndum að?

 

Björgvin Guðmundsson


Björgvin G. Sigurðsson Evrópumaður ársins

Á fundi Evrópusamtakanna í dag – Evrópudaginn – bar meðal annars til tíðinda að útnefndur var „Evrópumaður ársins 2008“ og varð Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra fyrir valinu. Björgvin þykir hafa verið ódeigur að halda uppi umræðu um Ísland og Evrópusambandið, kynna kosti aðildar og upptöku evru og er sannarlega vel kominn að þessu sæmdarheiti.

Ég er sammála þessu vali. Björgvin G. Sigurðsson er vel að því kominn. Hann er  skeleggur baráttumaður fyrir inngöngu  Islands í ESB og hefur verið óragur við að berjast fyrir skoðun sinni í þessu efni enda þótt hann sé í ríkisstjórn með Sjalfstæðisflokknum,sem er andvígur aðilkd að ESB.

 

Björgvin Guðmundsson


Eldri borgarar mótmæla of lágum lífeyrisgreiðslum

Kjaranefnd Félags eldri borgara í  Reykjavík   hefur  mótmælt  afgreiðslu ríkisstjórnarinnar á hækkun lífeyris til aldraðra í kjölfar  nýrra kjarasamninga Segir nefndin,að það vanti 9100 kr. á mánuði upp á að  lífeyrir aldraðra hafi hækkað til jafns við hækkun á  lágmarkslaunum  verkafólks. Lágmarkstekjutrygging launþega í dagvinnu hækkaði um 16% eða í 145 þús. kr. á mánuði en lífeyrir aldraðra hækkaði um 7,4% eða í 135.900 kr. Hér munar 9100 kr. á mánuði.Þess er krafist að þetta verði leiðrétt frá 1.febrúar. Samtök eldri borgara, eldri sjálfstæðismenn og 60+ í  Samfylkingu  óskuðu  þess við þingflokka stjórnarflokkanna,að þetta yrði leiðrétt en  svo virðist sem stjórnarflokkarnir ætli að hundsa erindið. Kjaranefnd segir,að leiðrétta verði þetta strax.Ekki megi fresta leiðréttingu.

Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða.Það er verið að hlunnfara eldri borgara.Það er verið að hafa af þeim 9100 kr. á mánuði,þegar það ætti að vera öfugt. Það ætti að hækka laun eldri borgara umfram það sem laun hækkuðu um. Það þýðir ekkert í þessu sambandi, að  vísa i það,að rikisstjórnin ætli að hækka lífeyri aldraðra eitthvað seinna á árinu. Við erum að tala um hækkun vegna kjarasamninga en ekki leiðréttingu síðar,t.d. vegna þess að eldri borgarar séu ekki í lífeyrissjóði. Það er allt annað mál og á ekki að blanda saman við  afgreiðslu vegna kjarasamninga.

 

Bj0rgvin Guðmundsson


Tók Sóltún of háa greiðslu frá ríikinu

Ríkisendurskoðun telur,að hjúkrunarheimilið Sóltún hafi fengið of háa greiðslu frá ríkinu með því að gefa rangar upplýsingar um meðferðir,sem veittar voru. Hefur ríkisendurskoðun faruð itarlega yfir gögn heimilisins og komist að þessari niðurstöðu.

Fjallað var um greinargerð Ríkisendurskoðunar um svonefnda RAI-skráningu hjá hjúkrunarheimilinu Sóltúni á fundi heilbrigðisnefndar Alþingis í gær.

Fulltrúar Ríkisendurskoðunar og heilbrigðisráðuneytis og forsvarsmenn Sóltúns komu á fund nefndarinnar. „Það er ákveðinn ágreiningur á milli aðila um túlkun á samningnum og á skilgreiningum sem notaðar eru til grundvallar greiðslu. Það  eru uppi mismunandi túlkanir á skilgreiningum,“ segir Ásta Möller, formaður nefndarinnar. „Fram kom á fundinum að heilbrigðisráðherra hefur skipað sáttanefnd til þess að komast að niðurstöðu í þessu máli. Verður m.a. kallaður til erlendur aðili sem er sérfróður um RAI-matið, sem er grundvöllur greiðslnanna,“ segir Ásta.

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar segja,að þetta  dæmi sýni,að einkavæðing í heilbrigðiskerfinu geti veriuð varasöm.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Fá erlendan sérfræðing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband