Samfylkingin að ná hreinum meirihluta í Rvk

Litlu munar að Samfylkingin fái hreinan meirihluta í Reykjavík, samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert og sagt var frá í fréttum Útvarps. Fylgi Sjáflstæðisflokksins í borginni hefur hins vegar minnkað mikið á síðustu mánuðum. Hvorki Frjálslyndir og óháðir né Framsóknarflokkur kæmu að manni ef kosið væri nú.

Samkvæmt könnuninni, sem gerð var fyrri  frá 1. mars til 16. apríl  fengi Samfylkingin 47,1% og sjö borgarfulltrúa, bætti við sig þremur ef kosið væri nú. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 30,1% fylgi og 5 fulltrúa, tapaði tveimur. Þá fengi Vinstrihreyfingin-grænt framboð 18,9% og þrjá fulltrúa, bætti við sig einum. Framsóknarflokks fengi 2,1% og Frjálslyndir og óháðir 1,8%.

Ljóst er samkvæmt þessari kðnnun,að Reykvíkingar  hafa fengið nóg af stjórnleysi og valdabrölti Sjálfstæðisflokksins og Ólafs F. Magnússsonar í Rvk.Ólafur kæmist ekki að ef kosið væri nú.Sjálfstæðisflokkurinn  tapaði 2 fulltrúum en Samfylkingin fengi 7 og er alveg að ná meirihluta.Þetta er góð útkoma fyrir Samfylkinguna,

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkaneysla dregst saman um 10% á 2 árum

Miðað við þær vísbendingar sem nú liggja fyrir bendir allt til þess að einkaneysla hafi vaxið á 1 ársfjórðungi 2008. En skjótt skipast veður í lofti og framundan er tveggja ára samdráttur í einkaneyslu sem mun nema allt að 10%.

Þetta kemur fram í hálffimm fréttum Kaupþings. Þar segir ennfremur að gert sé ráð fyrir því að einkaneysla dragist saman um 2,8% í ár og um 7,5% á því næsta - sem verður þá mesti samdráttur í einkaneyslu frá árinu 1975.

„Á árinu 2010 er gert ráð fyrir að umsvif í hagkerfinu taki við sér á ný og að vöxtur einkaneyslu muni mælast í kringum 4%," segir í hálffimm fréttum Kaupþings.

Miðað við 30% gengislækkun krónunnar og 15,5% stýrivexti Seðlabankans þarf það ekki að koma á óvart að einkaneysla dragist saman.Það er hins vegar undrunarefni,að neyslan dragist ekki saman strax  á  1. ársfjórðungi  2008.

 

Björgvin Guðmundsson


Verða eftirlaunalögin felld úr gildi?

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að unnið sé að endurskoðun laga um eftirlaun ráðherra og þingmanna á grundvelli stjórnarsáttmálans. Hægt sé að afgreiða málið fyrir þinglok ef samstaða er um það á Alþingi.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði um helgina að til stæði að breyta hinum umdeildu lögum um eftirlaun ráðherra og þingmanna sem samþykkt voru í árslok 2003. Einkum sé horft til að færa eftirlaunin nær því sem gengur og gerist hjá almenningi.

Geir H. Haarde segir að unnið sé að breytingum á frumvarpinu í forsætisráðuneytinu. Aðalbreytingin verði sú að menn geti ekki verið á launum hjá því opinbera og þegið eftirlaun á sama tíma.

Reynt var að gera breytingar á þessum lögum á síðasta kjörtímabili þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru í samstarfi. Ekki náðist samkomulag um breytingar þá.

Þetta eru ánægjulegar fréttir. Vænanlega næst það fyrir þinglok að afgreiða þetta mál. Það þarf að afnema með öllu sérréttindi  ráðherra,þingmanna og annarra í eftirlaunamálum. Það er svívirða að þessir menn skuli hafa skammtað  sér meiri eftirlaun en  aðrir þegnar þessa lands njóta.Þeir njóta margfaldra réttinda.Það verður að afnema þau.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Getum ekki rekið atvinnulífið án útlendinga

Mikill áróður er rekinn í fjölmiðlum gegn  nýbúum og öðrum útlendingum hér á landi.Skoðanakannanir  hafa verið gerðar um afstöðu  fólks til nýbúa,t.d. var nýlega gerð slík könnun meðal framhaldsskólanema og ein utvarpsstöðin hér hefur ítrekað framkvæmt slíkar kannanir.Meðal framhaldsskólanema reyndist  meirihlutinn þeirrar skoðunar að nýbúar væru orðnir af margir.Ekki er alveg ljóst hver tilgangurinn er með þessum áróðri gegn útlendingum. Ef  einhver skynsemi er í þessu áróðri hlýtur tilgangurinn að vera sá að fækka útlendingum og senda eitthvað af þeim út aftur. Framfaraflokkurinn í Noregi hafði slíka stefnu á stefnuskrá sinnig og fékk mikið fylgi út á það.

Menn þurfa að gera sér það ljóst,að erlendur vinnukraftur er orðinn nauðsynlegur íslensku atvinnulífi. Ekki er unnt að reka fiskvinnsluna nema með erlendu vinnuafli. Íslendingar fást ekki lengur til þess að vinna í fiski. Hið sama gildir um ýmis konar þjónustustörf eins og þrif og umönnun á hjúkrunarheimilum og spítölum. Kaupið er svo lágt í þessum störfum,að Íslendingar fást ekki í þau nema  að mjög takmörkuðu leyti.Það verður að stórhækka kaupið í þessum þjónustustörfum,ef Íslendingar eiga að fást í þau, Ekki verður séð,að slík kauphækkun gerist í bráð.

Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu og  um leið að sameiginlegum vinnumarkaði EES.Af því leiðir að erlent vinnuafl frá EES löndum gefur komið hingað óhindrað inn og fengið vinnu án atvinnuleyfis.Það  þýðir því ekki að amast við því. Annað gildur með vinnuafl frá Asíu eða öðrum löndum utan EES en svo virðust sem Íslendingar séu fegnir að fá vinnuafl frá Thailandi  eða öðrum Asíulöndum til þess að vinna hér ýmis lágtlaunuð þjónustustörf sem þeir vilja ekki vinna sjálfir.Það er því alveg út í hött að   reka harðan áróður gegn erlendu vinnuafli á meðan við getum ekki rekið  atvinnuylífið án þess.

 

Björgvin Guðmundsson


Fresturinn til að svara Mannréttindanefnd Sþ. að renna út

Aðeins  1 mánuður er nú eftir af  frestinum,sem Mannréttindanefnd. gaf ríkisstjórn Íslands til þess að svara til um mannréttindabrot kvótakerfisins.En þó svona stutt sé eftir af frestinum heyrist ekki   hósti né stuna frá ríkisstjórninni um mál þetta. Það er því alveg ljóst,að  ríkisstjórnin ætlar að humma þetta mál fram af sér.Störfum þingsins er að ljúka og ef  ríkisstjórnin hefði ætlað að bregðast rétt við og leiðrétta kvótakerfið  hefði hún orðið að leggja fram frumvarp fyrir þinglok um róttækar breytingar á kerfinu. Mannréttindanefnd Sþ sagði,að það væri  mannréttindabrot að mismuna þegnum Íslands við úthlutun veiðiheimilda.Aðeins fáir fengu veiðiheimildir fríar i upphafi aðrir hafa fengið synjun og því ekki  setið við sama borð og  kvótagreifarnir þegar þeir vildu hefja veiðar. Í rauninni hefur greinin verið lokuð öllum sem viljað hafa byrja veiðar. Þeir hafa orðið að kaupa veiðiheimildir af sægreifunum og því ekki setið við sama borð og þeir,sem fengu fríar heimildir. Þetta er mannréttindabrot. Það verður að leiðretta þetta með þvi að innkalla allar veiðiheimildir og úthluta upp á nýtt.

 

Björgvin Guðmundsson


Aldraðir: Ekkert svar frá þingflokkum stjórnarflokkanna!

Samtök aldraðra hafa ekki fengið neitt svar frá þingflokkum stjórnarflokkanna við því erindi ,sem  samtökin sendu  þeim.Það bendir því allt til þess,að ætlunin sé að hundsa erindið. Þó voru það ekki aðeins Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara,sem sendu erindið heldur einnig samtök eldri borgara i stjórnarfokkunum,Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki.Í erindinu var þess óskað,að  sú gliðnun sem varð í kjölfar nýrra kjarasamninga yrði leiðrétt strax  en þessi gliðnun nemur 9100 kr. á mánuði. Eða m.ö.o: Það vantaði 9100 kr.. á mánuði upp á að lífeyrisþegar fengju jafnmikla hækkun á lífeyri eins og  launþegar fengu í kjarasamningunum.Af þessum sökum er lífeyrir aldraðra nú aðeins 93,74% af  lágmarkslaunum en var rúm 100% á sl. ári. Þetta er óviðunandi og það þýðir ekki að vísa á einhverjar hækkanir,sem eiga að koma í framtíðinni. Kjarasamningarnir voru gerðir í febrúar með gilditíma frá  1,feb. Lífeyrisþegar eiga að fá sína hækkun strax með gildtíma frá sama tíma.

 

Björgvin Guðmundsson 


Röskur ráðherra

Björgvin G.Sigurðsson,viðskiptaráðherra, er röskur ráðherra. Nú blæs hann til sóknar í neytendamálum.Stór áfangi í  umbótum á sviði neytendamála verður að veruleika á miðvikudaginn, 14. maí, þegar ýtarleg greining þriggja stofnanna, Félagsvísindastofnunar, Hagfræðistofnunar og Lagastofnunar Háskóla Íslands, á ástandi neytendamála verður kynnt á ráðstefnu á Grand Hótel. Til að mynda verða kynntar niðurstöður ýtarlegrar könnunar á viðhorfum neytenda, virkni þeirra og þekkingu á rétti sínum. Greining á umhverfi neytenda á nokkrum stærstu vöru- og þjónustumörkuðum og lagaleg staða einnig á dagskrá.

Í skýrslunum þremur er fjöldi athyglisverðra tillagna sem eru afar gagnlegt innlegg í stefnumótun ráðuneytisins. Tilgangur ráðstefnunnar á miðvikudaginn er þó ekki síst að gefa hinum almenna neytenda tækifæri til að leggja sitt af mörkum og segja sína skoðun.

Það hefur verið tekið sösklega til hendinni í neytendamálum í viðskiptaráðuneytinu undanfarið. Valgerður Sverrisdóttir hóf þetta starf  sem iðnaðar-og viðskiptaráðherra og kom á  á fót neytendastofu og stofnaði embætti umboðsmanns neytenda.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 13. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband