Stórbæta þarf kjör umönnunarstétta

Fulltrúar Starfsgreinasambandsins áttu fund með ráðherrum í morgun þar sem farið var yfir stöðu kjaraviðræðna við samninganefnd ríkisins.

Fram kemur á heimasíðu sambandsins, að fundurinn hafi verið mjög jákvæður en skipst hafi verið á skoðunum um þau sameiginlegu markmið sambandsins og ríkisins að hækka þurfi sérstaklega laun þeirra sem starfa við ummönnun og vinna að auknum kaupmætti þeirra sem vinna láglaunastörfin.

Starfgreinasambandið lagði áherslu á að ljúka þyrfti kjaraviðræðum sem fyrst og segir að ríkisstjórnin hafi undir þau sjónarmið. Gert er ráð fyrir að viðræður hefjist fyrir alvöru við samninganefnd ríkis um helgina og að reynt verði að ná samningi fljótlega.

Ráðamenn hafa talað mikið um það,að bæta þurfi kjör umönnunarstétta. Nú er komið að því sð semja ium kjör þeirra og  þá þarf að standa við stóru orðin. Kjör umönnunarstéttanna eru til skammar. Það verður að stórbæta þau. Verði Það ekki gert fást engir Íslendingar til starfa við þessi störf og við getum ekki alltaf treyst á það að fá útlendinga í þau.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Starfsgreinasambandið á fundi með ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verið að styrkja stoðir fjármálakerfisins

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir að tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamningar milli seðlabanka Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Íslands séu mikilvægur áfangi til að efla traust á íslensku fjármálakerfi og tryggja fjármálastöðugleika í landinu.

Ingibjörg segir í yfirlýsingu, að ríkisstjórn og Seðlabanki hafi undanfarið unnið hörðum höndum að margþættum aðgerðum til að styrkja stoðir fjármálakerfisins og koma réttum og skýrum skilaboðum á framfæri til þeirra sem fylgjast með á erlendri grundu. Undirstöður íslensks fjármálakerfis séu sterkar og samningarnir við hina norrænu banka styrki þær enn frekar.

Þá segir Ingibjörg Sólrún, að unnið sé að skipulagsbreytingum hér heima sem ætlað sé að auka efnahagslegan stöðugleika. Þá liggi fyrir að félagslegt hlutverk Íbúðalánasjóðs verði eflt og gert skýrara en samkeppnisskilyrði á húsnæðismarkaði um leið jöfnuð.

Í tengslum við samninga við norræna Seðlabanka er mikið rætt um breytingar á Íbúðalánasjóði. Ég vænti  þess að ekki verði látið undan markaðsöflunum og Íbúðalánasjóði breytt í heildölubanka. Íbúðalánasjóður er alveg nauðsynllegur eins og ástandið er nú í húsnæðismálunum.

 

 Björgvin Guðmundsson

Fara til baka T


mbl.is Samningur eflir traust og tryggir fjármálastöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrisskuldbindingar vegna ráðherra hækkuðu um 127% á 6 árum!

Skuldbindingar ríkissjóðs vegna eftirlauna ráðherra og alþingismanna meira en tvöfölduðust á árunum 2000-2006. Þetta er mun meiri hækkun en lífeyrir opinberra starfsmanna hækkaði um á sama tíma.

Lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs vegna alþingismanna og ráðherra námu í árslok 2006 8.668 milljónum og miðað við hækkun síðustu ára má gera ráð fyrir að þessar skuldbindingar hafi um síðustu áramót verið farnar að nálgast 10 milljarða.

Frá 2000 til 2006 hækkuðu lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs vegna ráðherra um 127% og 105% vegna alþingismanna. Á sama tímabili hækkaði vísitala lífeyris opinberra starfsmanna sem Hagstofan mælir um 68% og launavísitalan hækkaði um 51%. Meginskýringarnar á þessum miklu hækkunum eru því hækkun launa alþingismanna og ráðherra og aukin lífeyrisréttindi sem fylgdu nýjum lögum um eftirlaun æðstu embættismanna þjóðarinnar árið 2003.

Þsð er dæmigert fyrir misréttið,að á sama tíma og lífeyrisskuldbindingar vegna ráðherra hækkuðu um 127% þá hækkuðu þær um  68%  hjá opinberum starfsmönnum. Þessar tölur tala sínu máli og sýna hve gífurlegt misrétti er  hér við líði.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Lífeyrisskuldbindingar ráðherra hækkuðu um 127%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan styrkist um 3,47%

Gengi krónunnar tók stökkið snemma í morgun og styrktist um 3,47 prósent eftir að Seðlabanki Íslands tilkynnti um að hann hefði gert tvíhliða gjaldeyrisskipasamning við seðlabanka Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur.

Gengið sveiflaðist talsvert í kjölfarið en styrkingin nemur rúmum þremur prósentum.

Þegar mest lét stóð gengisvísitala krónunnar í 148,7 stigum. Bandaríkjadalur fór í 74,4 krónur, breskt pund í 145 krónur og ein evra í 115,4 krónur.

Samningarnir veita Seðlabankanum aðgang að 1,5 milljörðum evra, jafnvirði 175 milljarða íslenskra króna. Samningurinn eykur verulega verulega aðgang Seðlabankans að erlendu lausafé en stefnt er að því að auka hann á næstunni.
Það er ánægjulegt,að eitthvað af gengisfallinu gengur nú til baka eftir að búið er að gera gjaldeyrisskiptasamning við norræna seðlabanka.Alls mun  krónan hafa fallið um 30% frá áramótum en það þýðir 40% hækkun á verði erlends gjaldeyris.Krónan þarf því enn að styrkjast mikið.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson


Lausafjárstaða Seðlabankans styrkt

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir í yfirlýsingu, að tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamningar milli seðlabanka Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Íslands séu mikilvægt skref í átt að ofangreindum markmiðum. Frekari aðgerðir til að styrkja erlenda lausafjárstöðu Seðlabankans séu í undirbúningi.

Seðlabankinn tilkynnti um samningana í dag og segir þá vera viðbúnaðarráðstöfun og veiti Seðlabanka Íslands aðgang að evrum gerist þess þörf. Hver samningur um sig veitir aðgang að allt að 500 milljónum evra, jafnvirði 60 milljarða króna, gegn íslenskum krónum. Seðlabanki Íslands getur dregið á samningana þegar og ef nauðsyn krefur.

Ofangreindir samningarnir auka verulega aðgang Seðlabankans að erlendu lausafé og mun bankinn auka þann aðgang enn frekar á næstunni.

Geir segir í yfirlýsingu, að ríkisstjórnin og Seðlabanki Íslands hafi að undanförnu undirbúið margvíslegar aðgerðir til að styrkja aðgang Seðlabankans að erlendu lausafé og efla traust á íslenskt fjármálakerfi og efnahagslíf. Gjaldmiðlaskiptasamningarnir séu mikilvægt skref í átt að ofangreindum markmiðum.

Fagna ber þessum mikilvægu samningum við seðlabanka hinna Norðurlandanna.Þessir samningar veita  hver fyrir sig aðgang að allt að 60 milljörðum króna og munu  styrkja mikið  lausafjárstöðu Seðlabankans. Væntanlega munu þessir  samningar lækka skuldatryggingarálag bankanna  erlendis.

 

Björgvin Giðmundsson

 


mbl.is Mikilvægt skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækka þarf skatta á tekjur úr lífeyrissjóði

Fyrir síðustu alþingiskosningar barðist Samfylkingin fyrir því að skattar á lífeyrissjóðstekjur yrðu lækkaðir. Samfylkingin sagði: Lífeyrissjóðstekjur eru ævisparnaður lífeyrisþegans. Samfylkingin ætlar að afnema óréttláta skattlagningu á slíkan sparnað. Samfylkingin leggur  því til,að  greiðslur úr lífeyrissjóðum beri 10% skatt í stað 35,72% tekjuskatt. Lífeyrisþegar munu eftir sem áður njóta sama persónuafsláttar og  aðrir.

Best væri að  skattur á lífeyrissjóðstekjur væri hinn sami og skattur á fjármagnstekjur eða 10% eins og Samfylkingin fór fram á. En ef það næst ekki fram í samningum við Sjálfstæðisflokkinn þarf a.m.k. að lækka skattinn í 10% af þeim hluta lífeyrissjóðstekna,sem telst fjármagsntekjur.Það er réttlætismál.

Það er til skammar hvernig stjórnvöld hafa farið með  ævisparnað launþega,sem liggur í lífeyrissjóðunum. Mönnum er refsað harðlega fyrir að hafa greitt í lífeyrissjóði alla ævi.Það er ekki aðeins að  tekjur úr lífeyrissjóðum séu skattlagðar að   fullu eins og launatekjur heldur eru  bætur almannatrygginga skertar,ef ellilífeyrirþegi hefur tekjur úr lífeyrissjóði.Maður,sem hefur 50 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði heldur  í raun ekki nema helmingi af þeirri upphæð þar  eða bætur almannatrygginga  eru lækkaðar vegna  þessara tekna úr lífeyrissjóði um  ca, 25 þús. á mánuði!Þannig er farið með hinn venjulega launamann,sem kominn er á eftirlaun á sama tíma og fyrrverandi ráðherrar,þingmenn og dómarar eru á margföldum eftirlaunum og geta verið í launuðu starfi hjá ríkinu um leið og þeir taka eftirlaun!

 

Björgvin Guðmundsson


Íbúðaverð fer lækkandi

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, sem Fasteignamat ríkisins reiknar út, lækkaði í apríl um 1,7 prósent frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði lækkaði vísitalan um 3 prósent og síðastliðna 6 mánuði hefur vísitalan lækkað um 3 prósent. Ef litið er til síðustu tólf mánaða hefur vísitala íbúðaverðs samt hækkað um sjö prósent, enda fór íbúðaverð ekki að lækka fyrr en í ár. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.

Lækkun íbúðaverðs er ekki í neinu samræmi við spá Seðlabankans en bankinn spáði því  að verð á íbúðum mundi lækka um 30% á 2 árum. Ekki eru neinar líkur á að það gangi eftir.En margir hafa kippt að sér hendinni við íbúðarkaup undanfarið,vegna umræðunnar um samdrátt og kreppu,vegna væntanlegs afnáms stimpilgjalda við kaup á fyrstu íbúð og vegna verðhækkana á öllum innfluttum vörum.Það var óskynsamlegt hjá ríkisstjórninni að'  tilkynna með löngum fyrirvara að afnema ætti stimpilgjöld. Slík ráðstöfun á að taka gildi um leið og hún er tilkynnt.Margir biða með íbúðarkaup eftir afnámi stimpilgjalda á fyrstu íbúð og ef margir koma inn á markaðinn í einu getur það haft áhrif á verðið.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Verð á íbúðum lækkar áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband