Laugardagur, 24. maí 2008
Frjálslyndir breyta um stefnu.Vilja bjóða flóttafólki til Íslands
Við skorumst ekki undan ábyrgð í málum flóttafólks og viljum að Íslendingar taki virkan þátt í mannúðar- og hjálparstarfi á erlendum sem innlendum vettvangi. Hvetur þingflokkurinn Alþingi og ríkisstjórn til þess að auka fjármagn til málaflokksins á komandi árum. Íslendingar eru rík þjóð sem á að vinna vel að mannúðar- og hjálparstarfi," segir í ályktuninni.
Þingflokkurinn segir að erlendis blasi verkefnin við hvert sem litið er og skortur og neyð bjargarlauss fólks sé yfirþyrmandi.
Íslendingar eiga að beita sér í auknum mæli fyrir bættum hag flóttafólks. Stórefla á hjálparstarf annars vegar sem veitt er á erlendum vettvangi og hins vegar til þess að veita flóttamönnum móttöku hérlendis án tillits til kynþáttar eða trúarbragða þeirra.
Þingflokkur Frjálslynda flokksins telur nauðsynlegt að jafnan sé vandað til verka þannig, að sú aðstoð, sem við veitum, nýtist sem best, sérstaklega þar sem þörfin er mest.Móttaka flóttafólks sem vandasamt og flókið verkefni sem krefst mikils og vandaðs undirbúnings og góðrar kynningar meðal íbúanna svo að sem víðtækust samstaða geti orðið um móttöku þess. Mikilvægt er til þess að tryggja góðan árangur, að sýna erlendum flóttamönnum að þeir séu velkomnir til landsins og til þáttöku í þjóðfélaginu svo þeir aðlagist því," segir flokkurinn.
Þá segir, að af þeirri gagnrýni, sem fram hafi komið, verði ekki dregin önnur ályktun en sú, að betur hefði mátt standa að málum varðandi væntanlega komu flóttafólks til Akraness. Hvetur þingflokkurinn stjórnvöld til þess að bætt verði úr nú þegar og að þau beiti sé fyrir góðri upplýsingagjöf um komu flóttamanna á þessu ári. Eðlilegt sé að íbúalýðræði sé vikjað á Akranesi sem annarsstaðar við lausn mála.
Ljóst er af þessari ályktun,að Frálslyndir hafa breytt um stefnu. Nú vilja þeir taka á móti flóttamönnum hingað' til lands en vilja vanda undirbúninginn.Ef til vill taka frjálslyndir nú forustuna í því að bjóða erlendum flóttamönnum hingað.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Vilja bjóða flóttafólki búsetu hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 24. maí 2008
Lítið efnt af kosningaloforðunum
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir,að búið sé á 1.ári rikisstjórnarinnar að efna 80% af stjórmarsáttmálanum.Ekki veit ég hvernig Geir fær það út. Að vísu er stjórnarsáttmálinn mjög loðinn og ekki þarf að gera mikið í ýmsum greinum sáttmálans til þess að unnt sé að segja að þær hafi verið efndar.Sem dæmi má taka að í sáttmálanum segir að bæta eigi stöðu aldraðra og öryrkja. Þetta segir ekki neitt.Það er nóg að hækka lífeyri aldraðra um 1 þúsund krónur og þá er unnt að segja að staða aldraðra hafi verið bætt. Kjósendur láta sig stjórnarsáttmálann lítið varða. Þeir miða við kosnialoforðin.Ef litið er á þau kemur í ljós ,að lítið hefur miðað.Það vantar að auka jöfnuð í þjóðfélaginu og að hækka skattleysimörkin upp í 150 þús. kr á mánuði eins og Samfylkingin barðist fyrir í kosningunum ( skattleysismörk fylgi launavísitölu).Einnig er alveg eftir að hækka lífeyri aldraðra þannig að hann dugi fyrir framfærslukostnaði samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands eins og lofað var. Ekki hefur verið hækkað um 1 krónu sem áfanga á þeirri braut.Þegar sagt var í kosningaloforðum og raunar einnig í stjórnarsáttmála að bæta eigi kjör aldraðra og öryrkja er ekki verið að meina hluta þessara hópa,það er ekki verið að tala aðeins um þá sem eru vinnumarkaði,nei það er verið að tala um aldraða og öryrkja sem heild.Þess vegna gengur ekki að bæta aðeins kjör hluta eldri borgara og öryrkja.
Björgvin Guðmundsson.
Laugardagur, 24. maí 2008
Ólafur Ragnar sjálfkjörinn sem forseti
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er sjálfkjörinn til þess að gegna embættinu næstu fjögur árin sem er fjórða kjörtímabil hans, þar sem ekkert annað framboð barst áður en framboðsfrestur rann út á miðnætti í nótt samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytisins.
Það þarf því ekki að efna til forsetakosninga 28. júní næstkomandi og er gert ráð fyrir að Hæstiréttur gefi út kjörbréf forseta fljótlega. Nýtt kjörtímabild hefst síðan 1. ágúst næstkomandi með innsetningu forseta. Ólafur Ragnar var fyrst kjörinn forseti árið 1996.
Ólafur Ragnar hefur staðið sig vel sem forseti og þess vegna er ágætt að hann skuli vera sjálfkjörinn. Það sparast talsverður kostnaður við það.Ólafur Ragnar hefur breytt forsetaembættinu talsvert. Hann hefur látið embættið sinna meira viðskliptamálum á erlendum vettvangi en áður og hefur opnað viðsliptaaðilum dyr,t.d. í Asíu.Það er gott.Næstu 4 ár verður 4.kjörtimabil Ólafs.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Forsetinn sjálfkjörinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |