Sunnudagur, 25. maí 2008
Leitað lánsheimildar á alþingi
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í Silfri Egils í Sjónvarpinu í dag, að ríkisstjórnin myndi leggja fram frumvarp á Alþingi um heimild til að taka erlent lán til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans.
Geir sagði, að afla þyrfti lagaheimildar fyrir slíkri lántöku og hefði verið rætt við stjórnarandstöðuna um að greiða fyrir afgreiðslu frumvarpsins, sem hugsanlega kæmi fram þegar á morgun.
Formenn stjórnmálaflokkanna eru gestir í Silfri Egils í dag. Geir sagði að búið væri að vinna að undirbúningi erlendrar lántöku af hálfu Seðlabankans að undanförnu.
Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að það vantaði hörkusamkeppni inn á íslenska bankamarkaðinn og það væri gott að fá hingað öflugan erlendan banka.
Geir sagði einnig, að það hefði komið honum á óvart hve Orkuveita Reykjavíkur hefði verið fljót að afskrifa Bitruvirkjun eftir að neikvætt álit Skipulagsstofnunar lá fyrir.
Allir flokkar munu sammála um nauðsyn þess að auka gjaldeyrisvarasjóðinn.Menn eru sammála um að sterkari gjaldeyrisvarasjóður muni styrkja Ísland á erlendum vettvangi og þar á meðal bankana.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Frumvarp um lánsheimild lagt fram í vikunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 25. maí 2008
Mistök við afgreiðslu eftirlaunafrumvarpsins
Formenn stjórnmálaflokkana voru sammála um það í umræðum í Silfri Egils í Sjónvarpinu í dag, að mistök hefðu verið gerð þegar lög um eftirlaun þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna voru sett árið 2004.
Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að ákveðin mistök hefðu verið gerð við setningu frumvarpsins, aðallega varðandi lífeyrisrétt ráðherra. Hins vegar væri ekki mjög einfalt að breyta þessu því allir launþegar á Íslandi hefðu rétt á því að vera á eftirlaunum en vera jafnframt úti á vinnumarkaði. Guðjón sagði eðlilegt að byrja á að taka fyrir það, að ekki væri hægt að vera bæði á opinberum eftirlaunum og góðum launum í starfi hjá ríkinu.
Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokks, sagði að gerð hefðu verið ákveðin mistök við setningu laganna þegar menn geti við ákveðnar ástæður fengið bæði laun og eftirlaun frá ríkinu. Eðlilegast væri að vinna mál sem þetta í samvinnu allra flokka. Geir sagði, að þessi lög hefðu einnig orðið til að skerða lífeyrisrétt venjulegra alþingismanna, sem sitja í 10-12 ár á Alþingi. Sagði Geir að þótt ekki náist fyrir lok vorþingsins, að laga það, sem mest hefur verið gagnrýnt, verði málið tekið aftur upp í haust.
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að það væri skylda formanna stjórnmálaflokkanna að fara yfir umdeildustu atriði laganna og sjá hvaða niðurstöðu menn komist að. Sátt þurfi að skapast um málið en margt í því hefði verið rangtúlkað.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði að gerð hefðu verið gerð mistök í lagasetningunni og ákveðin réttindi til að taka bæði laun og eftirlaun hefðu orðið mjög sýnileg. Þetta hefði fólki sviðið mjög og best væri ef stjórnmálaflokkarnir kæmust að samkomulagi um að finna farsæla lausn.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði að gerð hefðu verið mistök, sem hann bæri nokkra ábyrgð á. Mistökin hefðu falist í því, að menn vöruðu sig ekki á því, að með því að færa hugsanlegan eftirlaunaaldur niður væri verið að lengja það tímabil, sem menn gætu verið á lífeyri og góðum launum hjá hinu opinbera. Þetta væri ekki hægt að verja vegna þess að slík kjör væru of rífleg.
Steingrímur sagði, að stuðningur væri í hans flokki við frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um að afnema þennan rétt. Steingrímur sagði, að það stæði ekki á hans flokki, að fara í breytingar á þessu kerfi og hvatti stjórnarflokkana til að koma fram með frumvarp um málið.
Það ætlar að verða bið á því að eftirlaunaósóminn verði leiðréttur. Áður var búið að lofa að þetta yrði leiðrétt fyrir sumarhlé en nú er talað um að gera það í haust. Það gekk fljótar fyrir sig að afgreiða eftirlaunafrumvarpið á alþingi.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Mistök gerð við setningu eftirlaunalaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 25. maí 2008
Mannréttindanefnd Sþ.: Ríkisstjórnin drepur málinu á dreif
Það er nú ljóst,að ríkisstjórnin ætlar ekkert að gera vegna álits Mannmréttindanefndar Sþ. um kvótakerfið,a.m.k. ekkert sem gagn er í.Þetta kom skýrt fram í Silfri Egils í dag,en þar voru allir stjórnmálaforingjarnuir mættir.Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra sagi þar að það þyrfti ekki að segja í svari hvað ættiað gera. Hún gaf til kynna að nóg væri að segja,að málið yrði tekið til athugunar og skoðað hvað unnt væri að gera. Ef þetta verður svarið er ljóst,að ríkisstjórnin ætlar ekkert að breyta kvóakerfinu þrátt fyrir athugasemdir Mannréttindanefndar Sþ. Þetta er forkastanlegt.Að mínu mati ber ríkisstjórninni skylda til þess að breyta kvótakerfinu strax og opna það þannog,að mannréttindi séu ekki áfram brotin.Við getum ekki sótt um sæti í Öryggisráðði Sþ. og brotið mannréttindi á sama tíma.Þsð flokkast undir tvöfalt siðgæði.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 25. maí 2008
43,4% styðja Samfylkinguna í Rvk.
Flestir, sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins, vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir verði borgarstjóri þegar Sjálfstæðisflokkurinn tekur við því embætti í mars á næsta ári. Samfylkingin er með mest fylgi einstakra flokka í Reykjavík samkvæmt könnuninni.
40,2% aðspurðra nefndu Hönnu Birnu þegar spurt var hver úr röðum sjálfstæðismanna menn vildu að yrði borgarstjóri. 15,2% nefndu Gísla Martein Baldursson, 10,8% Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, 5,5% Júlíus Vífil Ingvarsson, 3,9% Kjartan Magnússon, 3% Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur og 0,3% Jórunni Ósk Frímannsdóttur.
Þegar spurt var um stuðning við stjórnmálaflokka sögðust 43,4% þeirra, sem tóku afstöðu, myndu kjósa Samfylkingu ef kosið væri nú. 33,8% sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokk, 14,1% VG, 4,2% Framsóknarflokk og 4,2% Frjálslynda flokkinn. Miðað við þetta fengi Samfylking 7 borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur 6, VG 2 en aðrir engan mann.
Þá sögðust 27,7% styðja núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og F-lista en 72,3% sögðust ekki styðja hann.
Þessi könnun er.svipuð og könnun sem var fyrir skömmu.Samfylkingin er með imikið meira fylgi en ´Sjalfstæðisflokkurinn.Það kemur hins vegar á óvart hvað Hanna Birna fær mikið fylgi sem borgarstjóri.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Flestir vilja Hönnu Birnu í embætti borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 25. maí 2008
Staksteinar lítið hrifnir af ríkisstjórninni
Staksteinar ( Styrmir? ) fjalla um ársafmæli ríkisstjórnarinnar
í dag og virðast lítt hrifnir.Þar segir m.a.: Ríkisstjórnir eiga ekki að halda upp á það hvað þær eru gamlar.Nema náttúrulega ef þær verða óvenju gamlar.Hins vegar er sjálfsagt,að þær haldi upp á vel unnin verk.Núverandi ríkisstjórn er svo ung að árum,að hún hefur ekki haft tíma til þess að vinna mikil afrek.Síðar segir: Það er of snemmt að segja til um það hvort núverandi ríkisstjórn marki spor.
M.ö.o: Það er engin afmælishrifning í Staksteinum. Og í Reykjavíkurbréfi er ekki eitt orð um ársafmæli ríkisstjórnarinnar. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði myndað stjórn með VG hefði allt Reykjavíkurbréfið verið undirlagt á ársafmæli.
En leiðtogar stjórnarinnar,Geir og Ingibjörg Sólrún eru mjög ánægð með " afrek" stjórnarinnar.Staksteinar segja: Þegar horft er á myndir úr ráðherrabústaðnum fer ekki á milli mála að miklir hlýleikar eru með þeim Geir og Ingibjörgu Sólrúnu.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 25. maí 2008
Dagur barnsins er i dag
Dagur barnsins á Íslandi er haldinn í fyrsta sinn í dag, 25. maí. Þetta er samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar en Sameinuðu þjóðirnar hafa í meira en hálfa öld tileinkað börnum sérstaklega einn dag á hverju ári.
Markmiðið er að koma málefnum barna á framfæri og leyfa röddum barna að hljóma. Hugmyndin er að hvetja til samveru foreldra með börnum sínum. Deginum hefur verið valin yfirskriftin Gleði og samvera. Verndari dagsins er Dorrit Moussaieff forsetafrú en hún verður viðstöddd athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur sem hefst klukkan tíu mínútur í tvö, þar sem verðlaun verða afhent í samkeppni um stef og merki fyrir dag barnsins.
Þar verður einnig skemmtidagskrá. Víða um land er boðið upp á ókeypis sund, keppnir í sandkastalabyggingu, gönguferðir, náttúruskoðun, frítt á söfn, dorg og leiki.
Ríkisstjórnin hefur tekið málefni barna föstum tökum og hefur Jóhanna Sigiurðardóttir staðið sig mjög vel í þeim málaflokki.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 25. maí 2008
Eurovision hefur gengið sér til húðar
Íslenska lagið,This is my life lenti í 14.sæti í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld.Það var þokkalegur árangur en þó ekki nógu góður,þar eð þessi úrslit þýða,að Ísland verður aftur að fara í forkeppnina næst,ef við ætlum að taka þátt í keppninni áfram. Mér finnst það að vísu mikið álitamál hvort taka á þátt í þessari keppni í framtíðinni. Það er ljóst,að þetta er orðin nokkurs konar söngvakeppni Mið-og Austur Evrópu,þar sem öll ríkin þar styðja hvert annað.Rússar unnu keppnina að þessu sinni og hlutu atkvæði allflestra ríkja Mið og Austur Evrópu. Mér fannst lag þeirra alls ekki verðskulda sigur.Keppnin er orðin hálfgerður skrípaleikur.Sömu ríkin styðja alltaf hvort annað og var það athyglisvert að Sigmar,þulur RUV i keppninni, gat yfirleitt sagt fyrirfram hvaða Austur Evrópu ríki styddu hvaða ríki.Það stóðst yfirleitt alltaf. Síðan er þetta ekki lengur söngvakeppni heldur "show". Ísland ætti að beita sér fyrir nýrri keppni Norðurlanda og V-Evrópu.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)