Þriðjudagur, 6. maí 2008
Finnland,fyrirmyndar þjóðfélag
Bogi Ágústsson átti ágætt viðtal við Matti Vanhanen,forsætisráðherra Finnlands í kvöld.Hann hefur verið forsætisráðherra frá 2003. Vanhanen er fyrrverandi blaðamaður og ritstjóri,stjórnmálafræðingur að mennt. Í viðtalinu ræddi Vanhanen efnahagsmál,utanríkis-og öryggismál,menntamál o.fl .Hann gat m.a. um það,að upp úr 1990 hefðu verið miklir erfiðleikar í efnahagsmálum Finnlands.Það tengdist m.a. því,að þá hrundu Sovetríkin og Finnar höfðu átt mikil viðskipti við þau.En Finnum tókst á aðdáunarverðan hátt að vinna sig út úr erfiðleikunum og í dag er blómlegt efnahags-og atvinnulíf í Finnlandi. Eitt af því,sem Finnar gerðu var að setja mikið fjármagn í rannsóknir og þróun en það átti stóran þátt í að efla hátækniiðnað í Finnlandi og iðnað yfirleitt. Þá hefur aðild Finnlands að ESB einnig reynst Finnum vel. Þeir eru eina Norðurlandaþjóðin,sem hefur tekið upp evru. Finnar hafa verið mjög heilir í aðild sinni af ESB. Samvinna Finna við Rússa gengur vel enda þótt smávægilegir hnökrar séu á samstarfinu öðru hverju. Finnar hafa engar ráðagerðir uppi um að ganga í NATO en þeir hafa mikla samvinnu við bandalagið. Þeir hafa lagt ESB til hersveitir.
Viðtalið við Vanhanen var mjög áhugavert og verður ef til vill fjallað nánar um það síðar hér.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 6. maí 2008
Mikill halli á vöruskiptajöfnuði við útlönd
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var útflutningur í apríl 33,5 milljarðar en innflutningur 40,8 milljarðar. Vöruskiptajöfnuður var því óhagstæður um 7,2 milljarða, samkvæmt bráðabirgðatölum, en í fyrra var vöruskiptajöfnuður í apríl óhagstæður um 11,1 milljarð.
Vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 2,8 milljarða í mars en í mars í fyrra var hann óhagstæður um 4 milljarða á sama gengi. Fluttar voru út vörur fyrir 34,3 milljarða og inn voru fluttar vörur fyrir 37,1 milljarð. Vöruskiptajöfnuður fyrstu þrjá mánuði ársins var óhagstæður um 24,7 milljarða. Fyrstu þrjá mánuði ársins minnkaði útflutningur um 11,4% en innflutningur jókst um 2,4% á föstu gengi, að því er fram kemur í Hagvísum Hagstofu Íslands.
Þrátt fyrir mikið gengisfall íslensku krónunnar,sem hefði átt að draga verulega úr eftirspurn eftir innfluttum vörum er hallinn mjög mikill enn. Ætla má þó að hallinn fari minnkandi ,þar eð hærra verð á innfluttum vörum hlýtur að draga úr kaupum á innfluttum varningi.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Vöruskiptin í apríl óhagstæð um 7,2 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 6. maí 2008
Verða bankarnir fyrir áhlaupi?
Litlar líkur eru á því að íslensku bankarnir komist hjá því að verða fyrir áhlaupi. Jafnvel má ætla að hljóðlátt bankaáhlaup sé hafið. Þetta segir bandaríski hagfræðingurinn Robert Z. Aliber en hann hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands í gær.
Mig grunar að enginn eigandi jöklabréfa eða bankaskuldabréfa sem nálgast gjalddaga muni endurnýja þau á næstunni og ég giska á að flestir yfirmenn fjárstýringar stórfyrirtækja séu farnir að flytja fé sitt til banka utan Íslands, segir Aliber.
Aliber hefur rannsakað eignaverðsbólur víða um heim í áratugi og segir einkennin sem sjá má í íslensku efnahagslífi dæmigerð fyrir þá þróun sem átt hefur sér stað víða. Hann leggur til að íslensku viðskiptabönkunum verði skipt upp í tvær einingar hverjum, annars vegar viðskiptabanka og hins vegar fjárfestingarbanka.
Aliber segir mikilvægt að gengi krónunnar verði lækkað til þess að draga úr viðskiptahallanum. Ekkert land geti haldið við jafnmiklum viðskiptahalla og hér hefur ríkt til lengdar. Þá telur hann nauðsynlegt að Seðlabankinn leggi verðbólgumarkmiðið á hilluna.
Athyglisverð er hugmynd Aliber um skiptingu bankanna. Hann segir að skipta eigi starfsemi bankanna í tvennt: Í viðskiptabanka og fjárfestingarbanka.Ég er sammmála þessu. Svipuð hugmynd kom fram hjá VG. Það er ekki eðlilegt að blanda saman venjulegri viðskiptabankastarfsemi og miklu fjárfestingarbraski,sem bankarnir hafa staðið í.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Bankaáhlaup hafið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 6. maí 2008
Tilskipanir ESB hafa mikil áhrif á sveitarfélögin
Það eru sveitarfélagasamtök þrjátíu og sex landa í þessum samtökum. Þau sinna ýmsum öðrum verkefnum en hagsmunagæslu gagnvart ESB, enda var upphaflegt hlutverk þeirra að efla samvinna sveitarfélaga í Evrópu, sem er enn eitt af lykilhlutverkum þeirra.
Fundurinn er haldinn tvisvar á ári, en ástæða þess að hann er á Íslandi núna er sú að Samband íslenskra sveitarfélaga opnaði skrifstofu í Brussel fyrir tæplega tveimur árum og síðan hefur þátttaka íslenskra sveitarfélaga í starfinu aukist mjög mikið. Við lögðum í framhaldinu fram tillögu um að fundurinn yrði haldinn hér og samtökin féllust strax á það. Það er verið að ræða nýja stjórnarskrá ESB og margt fleira.
Tilskipanir ESB hafa mjög mikil áhrif á sveitarfélögin. Það skiptir því miklu máli,að fá að vita um nýjar tilskipanir strax á undirbúningsstigi. Samband ísl. sveitarfélaga setti upp skrifstofu íi Brussel til þess að afla vitneskju um nýjar tilskipðanir strax frá byrjun. Áður hafði utanríkisráðuneytið unnið gott starf í því efni að tryggja upplýsingaflæði um nýjar tilskipanir,sem varða sveitarfélögin.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Sveitarfélagasamtök ESB funda í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |