Alþingi: Aldraðir fengu ekki sömu hækkun og launþegar

Alþingi ræddi í dag kjör aldraðra og öryrkja. Guðni Ágústsson,formaður Framsóknar,tók málið upp utan dagskrár og beindi fyrirspurn til forsætisráðherra. Guðni sagði,að  samkomulag sem gert var 2006  hafi verið svikið þegar ákveðin var 7,3% hækkun á lífeyri nú í kjölfar  kjarasamninga í stað þess að hækka bætur um 18000 kr, eins og þeir lægst launuðu meðal launþega fengu.Sagði Guðni að hafðar hefðu verið  9-10 þús. á mánuði af lífeyrisþegum með þessu háttalagi. Forsætisráðherra sagði,að ekkert hefði verið svikið. Samkomulagið 2006 hefði ekki haft neitt firdæmisgildi. Það  hefði aðeins gilt þá.Ellert B.Schram,Samfylkingu sagði,að margt gott hefði verið gert í málefnum aldraðra og öryrkja á fyrsta ári stjórnarinar en við afgreiðslu á lífeyri aldraðra í kjölfar nýrra kjarasamnina í febrúar hefði orðið gliðnun.Það vantaði rúmar 9 þús. kr. upp á að lífeyrisþegar fengju það sama og launþegar á mánuði. Þetta yrði að leiðrétta. Kvaðst hann vonast til þess að þetta  yrði leiðrétt þegar  nefnd félagsmálaráðherra skilaði áfangaáliti 1,júlí n.k.

Það er of seint að leiðrétta þetta 1.júlí. Það á að  leiðrétta þetta strax. Samfylkingin ætlaði að leiðrétta eldri gliðnun en ekki að búa til nýja gliðnun.Ef þessu er frestað til 1júli hverfur þessi  leiðrétting í pott með öðrum lagfæringum,sem þá eiga að taka gildi. Það gengur ekki að hafa ákveðna upphæð af eldri borgurum í dag og koma svo aðeins síðar og segja: Við ætlum að láta ykkur fá uppbót.

 

Björgvin Guðmundsson


Mannréttindanefnd Sþ verður svarað fyrir þinglok

Einar K Guðfinnsson,sjávarútvegsráðherra upplýsti á alþingi í dag,að Mannréttindanefnd Sþ. yrði svarað fyrir þinglok alþingis og mundi svarið væntalega verða rætt á þingi,Einar sagði,að svarið yrði líklega bæði fræðilegt og pólitískt.

Fróðlegt verður að sjá svar ráðherra. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ríkisstjórnin ætli að  sníða vankantana af kvótakerfinu svo Mannréttindanefnd Sþ. geti samþykkt að ekki verði um mannréttindabrot að ræða en nefndin telur,að svo sé í dag.Líklega verður svarið einhver moðsuða sem segir ekki eitt eða neitt.Ef ráðherra ætlar að leika slíkan leik fáum við málið í hausinn aftur frá nefndinni. Það verður að breyta kvótakerfinu,innkalla kvótana og úthluta þeim upp á nýtt eða afnema kerfið með öllu og láta bjóða allar veiðiheimildir upp.

 

Björgvin Guðmundsson


Rætt um samráð gegn verðbólgu

Ríkisstjórnin hélt fund með aðilum vinnumarkaðarins,sveitarfélögum o.fl. aðilum í gær til þess að ræða um efnahagsvandann  leiðir gegn verðbólgunni, Voru menn sammmála um það á fundinum að koma yrði böndum á verðbólguna. Ákveðið var að fela  sérfræðingum að greina efnahagsvandann  og halda síðan annar fund fljótlega.

 

Björgvin Guðmundsson og


ASÍ vísar gagnrýni Haga á bug

Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ vísar á bug gagnrýni Finns Árnasonar forstjóra Haga á verðkönnun ASÍ sem fjallað var um í blaðinu í gær. Sagði Finnur niðurstöðu könnunarinnar ekki geta staðist og véfengdi vinnubrögð ASÍ.

Gylfi segir verðkönnun ASÍ mæla það verð sem neytendur standa frammi fyrir, sem vissulega geti tekið breytingum. „En það vekur athygli okkar að þessar sveiflur virðast vera svolítið í eina áttina og billegt að reyna að útskýra það með því að Alþýðusambandið sé óvandað í sínum vinnubrögðum, frekar en að verslunareigendur leiti skýringa hjá sér sjálfum,“ segir Gylfi og vísar gagnrýni Haga til föðurhúsanna. „Hagar hafa valið sér þennan málflutning, að gagnrýna Alþýðusambandið í sínum störfum. Ég held að mönnum sé minnisstætt hvernig Hagar reyndu að hafa áhrif á mælinguna síðastliðið haust og var það þeim ekki til virðingarauka.“

.

Það er slæmt,að  verslunareigendur skuli tortryggja verðkannanir  ASÍ. Það er að vísu fyrst og fremst Hagar sem hafa gert það. en verðkannanir þurfa að njóta trausts.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Vísa gagnrýni Haga á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldraðir: Lífeyrir einhleypra ekki hækkaður um eina krónu á heilu ári!

Stjórnarflokkarnir lofuðu því fyrir síðustu kosningar,að þeir mundu bæta kjör aldraðra verulega ef þeir kæmust til valda. Og þar var ekki átt við að halda í við hækkun verðlags og launa heldur hækkun lífeyris umfram það.Nú hafa  þeir verið tæpt ár við völd og á þeim tíma hefur lífeyrir  aldraðra einhleypinga ekki hækkað um eina krónu!Og hið sama er að segja um aldraðra,sem eiga maka,sem ekki hafa neinar tekjur aðrar en lífeyri TR.Hjá þeim hefur heldur ekki orðið hækkun á lífeyri um eina krónu. Á árinu 2007 nam lífeyrir aldraðra ( grunnlífeyrir,tekjutrygging,heimilisuppbót)  100 % af lágmarkslaunum verkafólks. Nú nemur lífeyrir aldraðra aðeins 94% af lágmarkslaunum verkafólks. Eru þetta efndir á kosningaloforðunum, að lækka lífeyrinn sem hlutfall af launum í stað þess að hækka hann?

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 7. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband