Fimmtudagur, 8. maí 2008
Pakkinn fyrir eldri borgara 2006 stærri en nú
Jóhanna Sigurðardóttir ráðherra segr,að aldrei hafi verið gert jafnmikið fyrir eldri borgara á jafn skömmu tíma og í tíð núverandi stjórnar. Þetta er ekki rétt.Það,sem hefur fyrst og fremst verið gert og tekið gildi er tvennt: Afnám skerðingar á tryggingabótum aldraðra og öryrkja vegna tekna maka.Og ákvörðun sumarþingsins 2007 um að hætta skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna 70 ára og eldri.Annað sem skiptir verulegu mali hefur ekki tekið gildi. Þessi " pakki" fyrir eldri borgara er ekki stærri en "pakkinn" sem fólst í samkomulagi eldri borgara við ríkisstjórnina 2006.Þá voru ákveðnar hækkanir á lífeyri aldraðra umfram það sem eingöngu leiddi af gerð kjarasamninga.Nú hefur lífeyrir aldraðra ekkert verið hækkaður umfram það,sem leiðir af nýjum kjarasamningum og 9100 kr. á mánuði vantar upp á,að hækkun lífeyris sé jöfn hækkun lágmarkslauna í feb. Í þessum samanburði þýðir ekki að telja upp hluti,sem ekki hafa tekið gildi,
Kostnaður við afnám bótaskerðingar vegna tekna maka er áætlaður 1350 millj. kr. á þessu ári en 1800 millj. kr. á heilu ári. Kostnaður við að draga úr ofgreiðslum og vangreiðslum er áætaður 345 millj, kr í ár og 460 millj. kr á heilu ári. Kostnaður við að auka vasapeninga vistmanna á hjúkrunarheimilum er 35 millj., kr í ár en 5o millj, á ´heilu ári. Alls er kostnaður 1,7 milljarðar í ár en 2,8 milljarðar á heilu ári, Ef við bætum við kostnaðinum við 100 þús. kr. frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra og öryrkja,sem tekur gildi, 1.júli ( ásamt kostnaði af 25 þús. kr. lífeyri á mánuði fyrir þá,sem ekki eru í lífeyrissjóði) þá hækkar kostnaður í ár í 2,7 milljarða og á heilu ári í 4,8 milljarða.Samt er pakkinn nú minni en pakkinn 2006 enn sem komið er.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.5.2008 kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 8. maí 2008
Alþingi gagnrýnir slæm kjör aldraðra
Miklar umræður urðu í dag á alþingi um bág kjör lífeyrisþega og það að eldri borgarar skyldu ekki fá sömu hækkun á lífeyru eins og launþegar fengu á launum sínum í feb.sl. Þingmennirnir Kristinn Gunnarsson,Guðjón Arnar Kristjánsson og Birkir Jón Jónsson gagnrýndu harðlega að launþegar skyldu hlunnfarnir í kjölfar kjarasamninga. Vísuðu þeir í samkomulag við eldri borgara frá 2006 um viðmið. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sagði,að samkomulagið 2006 hefði ekki gilt á þessu ári.En þegar lífeyrisþegar,sem ekki væru í lífeyrissjóði hefðu fengið 25 þús. kr. viðbóarlífeyri þá yrðu þeiir komnir með meira en 145 þús. á mánuði,eða yfir 150 þús. Guðjón Arnar sagði,að vegna skerðinga og skatta yrðu ekki nema 8-10 þús. kr. eftir af 25 þús krónunum.
Ég tel furðulegt,ef ríkisstjórnin ætlar fyrst að skerða kjör lífeyrisþega um 9100 kr. á mánuði í kjölfar kjarasamninga og síðan að segja,að það verði bætt með 25 þús. ( 8-10 þús) sem búið var að ákveða um kosningar að þeir sem væru ekki í lífeyriussjóði mundu fá. Umræddar 25 þús. kr. hafa ekkert með kjarasamningana í feb. að gera.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. maí 2008
Ólafur F.kominn í spillinguna!
Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hefur ráðið Jakob Frímann Magnússon í hátt launað starf á borgarskrifstofunum. Réði Ólafur Jakob Frímann án auglýsingar og á hærri launum en gengur og gerist í Ráðhúsinu.Mun Jabob Frímann hafa í kringum 900 þús. á mánuði þegar allt er talið.Hann heyrir beint undir borgarstjóra.Áður hafði Ólafur borgarstjóri ráðið sér pólitískan aðstoðarmann.Er líkast því sem hann sé að ráða sér annan slíkan. Ólafur hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir ráðninguna,þar eð staðan var ekki auglýst og ekki staðið rétt að málum. Þykir þetta lykta af spillingu hjá Ólafi.- Jakob Frímann á að sinna miðborgarmálum.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 8. maí 2008
Það þarf að byrja á Sundabraut
Full samstaða er um það í borgarstjórn að velja Sundagöng, þ.e. leið I, þegar valið um Sundabraut stendur á milli leiðar I og III. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður borgarráðs ítrekaði þetta á opnum fundi um Sundabraut í ráðhúsinu í gær og sagði leið I betri þótt hún væri dýrari en leið III sem Vegagerðin mælti með.
Þegar þessar tvær tillögur eru bornar saman hvað varðar þá framtíðarsýn sem við viljum sjá í umferðarmálum borgarinnar, þá finnst mér leið I bera af, sagði Vilhjálmur. Hún er vissulega dýrari, bætti hann við. Það er auðvitað það, sem ráðamenn eru að velta fyrir sér og það er skiljanlegt. Auðvitað munar um níu milljarða króna þegar horft er til þeirrar miklu upphæðar sem þetta kostar. Vegagerðin mælir með leið III og ég skil það ósköp vel. Vegagerðin horfir kannski þeim augum á framkvæmdina að leið III dugi og þess vegna mæla þeir með henni. En þarna erum við ekki sammála. Ég veit ekki af hverju við erum ekki sammála.
Í máli Jónasar Snæbjörnssonar umdæmisstjóra Vegagerðarinnar kom fram að leið I, Sundagöng, kosti 32 milljarða en leið III 23 milljarða. Kostir leiðar I fram yfir leið III eru minni heildarumhverfisáhrif og betri landnýting. Við vitum að jarðgangaleiðin er í meiri sátt við íbúasamtök og leiðir til minni umferðar á austurhluta Miklubrautar og mið- og norðurhluta Sæbrautar. Þá mun hún ekki trufla siglingaleiðir.
Leið III mun leiða til minni umferðar á Ártúnsbrekku, Höfðabakka og Gullinbrú og þá hefur verið reiknað út að minni heildarakstur verður á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins. Þar með auðvitað minni útblástur og slíkt. Á leið III er þá auðveldara að vera með göngu- og hjólaleiðir.
Það er orðið tímabært að taka akvörðun um Sundabraut og hefja framkvæmdir.Málið er búið að veltast í kerfinu árum saman. Mér sýnist að leið 1 sé best enda þótt hún sé dýrarii,En aðalatriðið er að taka ákvörðun og hefjast handa.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Borgarstjórn vill leið I þótt hún sé dýrari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. maí 2008
Jóhanna vill hætta að skerða lífeyri almannatrygginga vegna tekna úr lífeyrissjóði
Jóhanna Sigurðardóttir,félags-og tryggingamálaráðherra flutti ræðu um lífeyrismál á alþjóðlegri ráðstefnu um þau mál í gær. Þar sagði hún,að lífeyrissjóðir og almannatryggiingar þyrftu að spila saman . Óviðunandi væri að þessir aðilar væru að skerða hvor hjá öðrum. Ekki ætti að skerða lífeyri TR vegna tekna úr ríkissjóði og heldur ekki að skerða greiðslur úr lífeyrissjóði vegna tekna frá TR. Þetta er góð stefna hjá Jóhönnu og lofar góðu ef hún kemst í framkvæmd. Mér fannst að vísu,að Jóhanna legði jafnvel meiri áherslu á það í ræðu sinni,að lífeyrissjóðir mættu ekki skerða greiðslur vegna tekna úr almannatryggingum. Þar mun Jóhanna hafa átt við nýlega dæmi um að lífeyrissjóðir skertu greiðslur til öryrkja vegna þess að þeir höfðu haft of miklar tekjur áður. Af þeim sökum þurfti TR síðan að auka greiðslur til öryrkjanna.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 8. maí 2008
Aldraðir: Stjórnarflokkarnir svara ekki!
Fyrir síðustu helgi sendu Landsamband eldri borgara (LEB) FEB í Reykjavík og 60+ í Samfylkingunni ásamt SES,Samtökum eldri sjálfstæðismanna erindi til þingflokka stjórnarflokkanna. Erindið var að fara fram á það,að lífeyrir aldraðra væri leiðréttur um 9.100 kr. á mánuði vegna nýgerðra kjarasamninga.Erindið mun hafa verið tekið fyrir í þingflokkunum á mánudag en ekkert svar hefur borist.Mér finnst erindi allra þessara mikilvægu aðila ekki hafa verið meðhöndlað af fullri alvöru í þingflokkum stjórnarflokkanna.Það er eins og það hafi aðeins verið lagt fram til kynningar en engin afstaða tekin til hins mikilvæga erindis og ekkert svar gefið. Þetta er óviðunandi afgreiðsla.Hér voru ekki aðeins samtök eldri borgara að senda erindi,heldur einnig samherjar í báðum stjórnarflokkunum en það virðist engu breyta. Erindinu er samt stungið undir stól.
Framangreind samtök lögðu vinnu í málið. Þau komust að þeirri niðurstöðu að launþegar hefðu fengið 16% hækun á lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu og hún verið hækkuð í 145 þús. kr. á mánuði en lífeyrisþegar hefðu aðeins fengið 7,4% hækkun og lífeyrir þeirra hækkaður í 135.900 kr, á mánuði. Það vantar því 9100 kr. á mánuði upp á að lífeyrir sé sá sami og launin.
Björgvin Guðmundsson