Verið að kokka svar,sem er ekkert svar

Í svari til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna mun íslenska ríkið lýsa yfir vilja sínum til að huga að lengri tíma áætlun um endurskoðun á íslenska fiskveiðistjórnarkerfinu eða aðlögun í átt að áliti mannréttindanefndarinnar, sem taldi kerfið brjóta gegn mannréttindum. Kærendum í málinu verða ekki greiddar skaðabætur.

Þetta kom fram hjá Einari K. Guðfinnssyni, sjávarútvegsráðherra.

 

Íslensk stjórnvöld hafa falið þremur lögfræðingum, Björgu Thorarensen prófessor, Karli Axelssyni, hrl. og Arnari Þór Stefánssyni, hdl., að leggja fram mat á álitinu og tillögur um viðbrögð.

„Einar sagði: Ljóst er þó að slík gerist ekki í einu vetfangi enda mun nefndin hafa skilning á því að kerfi sem hefur mótast á áratugum er ekki hægt að umbylta á sex mánuðum. Þetta er langtímaverkefni og sérstökum vinnuhópi verður falið það," sagði Einar.

Að minu mati er þetta ekkert svar,sem ráðherra er að hugleiða.Ég hefi enga trú á því ,að Mannréttindanefndin láti sér þetta  duga.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Ekki forsendur til að greiða skaðabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

51% landsmanna ætlar til útlanda

Um 51% landsmanna hafa áform um utanlandsferðir  en þar af ætla 33% einnig að ferðast hér á landi í sumar. Um 38% sögðu, að gengisþróun undanfarna mánuði hefði haft áhrif á ákvarðanir þeirra um utanlandsferðir í sumar en 62% sögðu að gengið hefði engin áhrif haft á ferðaáform þeirra.

Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup. Þar segir, að hlutfall þeirra sem hyggja á utanlandsferðir sé  hærra nú en áður þar sem 48% landsmanna höfðu slík áform árið 2005 og 44% árið 2006. Spurningarnar voru ekki lagðar fyrir á síðasta ári.

68% þjóðarinnar segjast ætla að ferðast innanlands í sumar en af þeim hyggjast 35% eingöngu ferðast hér á landi. Álíka margir ætla að ferðast innanlands nú og árið 2006 þegar 69% ætluðu að ferðast hérlendis.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru sem fyrr líklegri en íbúar landsbyggðarinnar til að ferðast til annarra landa í sumarleyfinu en rúm 55% svarenda af höfuðborgarsvæðinu segjast ætla að ferðast til útlanda í sumar samanborið við tæp 44% íbúa annarra landshluta.

Þessi könnun kemur ekki á óvart. Hún er í samræmi við mikinn bílainnflutning landsmanna og mikla eyðslu á fyrstu  mánuðum ársins.Sem betur fer hefur atvinna ekki mikið dregist saman enn. Og á  meðan  atvinna er næg mun landinn að mestu halda uppteknum hætti varðandi lífsstíl.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Helmingur landsmanna ætlar til útlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neikvæð afstaða stjórnvalda til aldraðra og öryrkja

Meðan ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sátu við völd hér um 12 ára skeið  var tekið til þess hvað afstaða stjórnvalda var neikvæð  til aldraðra og öryrkja. Það þurfti að sækja sjálfsagðar og lögbundnar kjarabætur til dómstólanna.Þegar Samfylkingin kom í ríkisstjórn í stað Framsóknar var talið að afstaðan mundi breytast. Nú yrði afstaða stjórnvalda til  aldraðra og öryrkja jákvæð. En því miður. Afstaðan hefur ekki breytst. Afstaða stjórnvalda er enn neikvæð. Það er enn verið að láta einhverja mola falla til aldraðra og öryrkja og síðan hrópa stjórnvöld upp hvað þau séu góð við þessa þjóðfélagshópa.Mér finnst það jafnvel verra,að stjórnvöld skuli berja sér á brjóst og segja að þau geri vel við þessa þjóðfélagshópa þegar það er í skötulíki sem gert er og hvergi nærri það sem  lofað var fyrir kosningar.Það er komið í ljós,að  aldraðir og örykjar eru afgangshópar hjá þessari ríkisstjórn. Fyrst  er leyst úr öðrum málum og síðan að lokum og að síðustu kemur röðin  að öldruðum og öryrkjum,ef einhverjir fjármunir eru þá eftir.Þegar spurt er hvers vegna lífeyrir aldraðra hafi ekki verið hækkaður strax eftir kosningar er sagt: Þetta er nú bara fyrsta,ár kjörtímabilsins.Það er nú aldrei venja að gera mikið fyrsta árið!

Aðferðafræðin gagnvart öldruðum og öryrkjum  er furðuleg.Fyrst er tilkynnt 5.desember sl.,að í ár,1.apríl,1.júlí og 1.jan 2009 eigi að gera eihverjar ráðstafanir fyrir aldraða  og básúnað hvað þetta  muni kosta mikið fyrir ríkissjóð. Síðan er þetta aftur tilkynnt fyrir 1.april og aftur vegna 1.júli og verður áreiðanlega aftur básúnað út fyrir næstu áramót. Hvars vega var ekki það sem tilkynnt var 5.desember látið taka gildi strax.Það tók ekki nema 3 daga að afgreiða eftirlaunaósómann á þingi og hann tók gildi strax.Þá þurfti ekki að veltast með málin lengi .

Það er í rauninni aðeins eitt mikilvægt atriði fyrir aldraðra og öryrkja,sem hefur tekið  gildi á þessu ári og það er afnám skerðingar tryggingabóta vegna tekna maka.,sem tók gildi 1.apríl.Hæstiréttur dæmdi fyrir 5 árum að óheimilt væri að skerða bætur vegna tekna maka.Fyrri ríkisstjórn lofaði Landsambandi eldri borgara að þetta yrði framkvæmt um síðustu áramót. Það var því   engin undankoma með þetta mál.En ríkisstjórnin lætur eins og  hún hafi framkvæmt þetta af  einskærri góðmennsku.Hún átti engra annarra  kosta völ.Næsta mál ,sem verður framkvæmt er frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra og öryrkja,alls 100 þús. kr. á mánuði.Það tekur gildi 1.júlí n.k. Það er gott svo langt sem það nær en betra hefði verið fyrir eldri borgara að byrja á frítekjumarki vegna lífeyrissjóðstekna.Það eru mikið fleiri í lífeyrissjóðum en nemur fjölda þeirra sem eru á vinnumarkaði.Í kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar sagði að setja ætti 100 þús. kr. frítekjumark vegna atvinnutekna og  lífeyrissjóðstekna    Það kostar   ríkissjóð ekkert að setja frítekjumark vegna atvinnutekna. Ríkið fær þann kostnað allan til baka í  auknum skatttekjum.

Aldraðir og öryrkjar fengu ekki sömu hækkun á lífeyri eins og  launþegar fengu á sínum lægstu launum í feb. sl. . Lágmarkslaun hækkuðu um 18000  kr. á mánuði eða  um 16% en lífeyrir hækkaði um 9400 kr. á mánuði eða um 7,4%.Hvað var að gerast hér? Stjórnvöld sögðu:Okkur ber engin skylda til þess að hækka lífeyri meira enda þótt hann hafi hækkað  eins og laun árið 2006. Kannast einhver við þessi viðbrögð. Eru þetta ekki sömu viðbrögðin og hjá fyrri ríkisstjórn,sömu neikvæðu  viðbrögðin.

Það er jafnvel farið að reikna einhverjar framtíðarhækkanir inn í hækkanir á lífeyri og segja,að þegar þær verði komnar til framkvæmda verði lífeyrisþegar búnir að fá sömu hækkun og  launþegar.Hvaða  bellibrögð eru þetta? Hvaða talnaleikfimi er þetta?Launþegar fengu hækkun frá 1.febrúar og lífeyrisþegar eiga að fá sömu hækkun frá sama tíma.Þannig var þetta 2006 og þannig tel ég að þetta eigi að vera nú.Ef það hefði verið gert væri ekki staðan sú,að lífeyrir aldraðra hefði lækkað sem hlutfall af lágmarkslaunum frá  árinu 2007 en nú nemur lífeyririnn 93,74% af lágmarkslaunum en nam 100 % í fyrr. Hann hefur lækkað!

 

 

Björgvin Guðmundsson 

 

www.gudmundsson.net


Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í dag

Það mun viðra vel fyrir hátíðahöld sjómannadagsins í dag, einkum þó   á Norðausturlandi þar sem spáð er hægri sunnanátt og bjartviðri og allt að 20 stiga hita. Suðvestan- og vestanlands er hins vegar spáð vaxandi suðaustanátt, 10-15 metrum á sekúndum það fer að rigna í kvöld.

Sjómennska er mjög mikilvægt starf og sjávarútvegur var lengi okkar aðalatvinnuvegur og enn í dag er sú atvinnugrein okkur mjög mikilvæg. Það getur oft verið hættuspil að sækja björg  á haf út enda þótt fiskiskipin séu mikið fullkomnari og traustari en áður var.Flestir  eiga einhverja ættingja sem  tengjast eða hafa tengst sjómennsku. Faðir minn,Guðmundur Kjartansson ,var sjómaður á yngri árum en þá réri hann til fiskjar á áraskipi,sem gert var  út frá Grindavík. Þetta var áður en vélaöldin hóf innreið sína í fiskiskipastól okkar. Faðir minn bjó þá á Stokkseyri og gekk til Grindavíkur. Nú eru aðrir tímar.bæði hvað varðar samgöngur og fiskiskip.

Ég óska sjómönnum til hamingju með daginn.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Spáð allt að 20 stiga hita í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgi D-lista hrynur í Rvk.Samfylking með hreinan meirihluta

Frá því í janúar hefur dregið mjög úr stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Segjast 26,9% borgarbúa myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef efnt yrði til kosninga nú, sem er 11 prósentum minna en mældist í janúar og 15% undir kjörfylgi flokksins.

Þetta er minnsta fylgi sem borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur nokkru sinni fengið í könnunum Gallup og flokkurinn fengi fjóra borgarfulltrúa ef þetta yrðu úrslit kosninga en hefur sjö nú.

Fylgi Samfylkingar mælist hins vegar 45,4% nú sem er fjórum prósentum meira en flokkurinn mældist með í janúar. Frá síðustu borgarstjórnarkosningum myndi  Samfylkingin því bæta við sig þremur borgarfulltrúum og fengi hreinan meirihluta ef kosið væri nú.

Vinstri grænir, sem nú hafa tvo borgarfulltrúa, fengju rúm 19% atkvæða  samkvæmt könnuninni nú og myndu þar með bæta við sig einum borgarfulltrúa.

Framsóknarflokkurinn sem og Frjálslyndir og óháðir myndu báðir missa sína borgarfulltrúa, Framsóknarflokkurinn fengi nú 4,2%
atkvæða en Frjálslyndir og óháðir 3,3%. 

Þessar niðurstöður eru úr síma– og netkönnun sem gerð var dagana 14.—27. maí. Úrtaksstærð var 1223 Reykvíkingar og var svarhlutfall ríflega 67%. Vikmörk eru 1-4%. 

Þetta hljóta að vera uggvænlegar fréttir fyrir Sjálfstæðismenn í Reykjavík.En svo uppskera menn sem þeir sá. Sjálfstæðisflokkurinn samdi við Ólaf F.Magnússon um að hann svikist undan þeim meirihluta sem hann starfaði í undir stjórn Dags B.Eggertssonar.Sjálfstæðisflokkurinn lét undan alls konar kröfum Ólafs. Þetta var hálfgert valdarán sem byggðist á brellum og óheilindum.Ólafur F. sagði samstarfsmönum sínum í heilan dag,að hann væri heill í samstarfi við Samfylkinguna og aðra samstarfsmenn  en á sama tíma  var hann að semja við íhaldið.Hann sagði vini sínum og samstarfsmanni Degi B.Eggertssyni ósatt.Reykvíkingar fordæma svona vinnubrögð.Þess vegna er Ólafur F. trausti rúinn og íhaldið  í Rvk. einnig.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Fylgi D-lista aldrei minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband