Miðvikudagur, 11. júní 2008
Grétar hættir sem forseti ASÍ
Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs á ársfundi ASÍ sem verður haldinn lok október. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins en Grétar tilkynnti þetta á fundi miðstjórnar ASÍ í dag.
Grétar var fyrst kjörinn forseti ASÍ 1996. Fram kom að Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, hafi ekki ákveðið hvort hún sækist eftir forsetaembættinu.
Grétar hefur verið farsæll forseti ASÍ. Hann hefur verið hógvær en ákveðinn.Nú er spurningin sú hver tekur við. Ég hygg,að Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ gæti orðið góður forseti. Hann er skeleggur og vel að sér um verkalýðsmál og efnahagsmál.Fordæmi er fyrir því,að framkvæmdastjóri verði forseti,þ.e. þegar Ásmundur Stefánsson varð forseti ASí.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Forseti ASÍ gefur ekki kost á sér aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 11. júní 2008
Svarið til Mannréttindanefndar Sþ.sætir mikilli gagnrýni
Allir formenn stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna svar sjávarútvegsráðherra til Mannréttindanefndar Sþ.Einnig gagnrýnir Karl Th.Matthíasson,þingmaður Samfylkingarinnar,svarið.
Það er eðlilegt,að svarið sæti gagnrýni.Þetta er ekkert svar.Það segir ekki eitt nema það,að einhvern tímann í framtíðinni eigi að athuga málið.Í rauninni hundsar ríkisstjórnin Mannrétttindanefnd Sþ.á sama tíma og hún sækist eftr sæti í Öryggisráði Sþ. og vill gæta mannréttinda í heiminum!
Afstaða Samfylkingarinnar í þessu máli veldur mér miklum vonbrigðum.Kvótakerfið gengur í berhögg við stefnu Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum eins og Jóhann Ársælsson sýndi fram á á ráðstefnu Samfylkingarinnar um sjávarútvegsmál fyrir skömmu. En síðan bætist það við,að Mannréttindanefnd Sþ. úrskurðar,að kvótakerfið brjóti mannréttindi Og Samfylkingin lætur þetta yfir sig ganga án þess að krefjast róttækra breytinga á kerfinu og afnáms mannréttindabrota.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 11. júní 2008
Björgvin viðskiptaráðherra setur þak á innheimtukostnað
Með innheimtulögum sem alþingi samþykkti samhljóða á síðustu dögum vorþingsins hefur verið sett þak á kostnað sem hægt er að krefjast þess að skuldari borgi. Þar eru einnig ákvæði um góða innheimtuhætti sem eiga að tryggja að ekki sé beitt óhæfilegum þrýstingi eða hótunum. Þar eru sett skilyrði um hæfni innheimtumanna og reglur um skriflega rukkun, innheimtuviðvörun, þar sem meðal annars er ákveðinn greiðslufrestur. Við þetta batnar mjög réttarstaða skuldara, en raunar einnig kröfuhafa gagnvart innheimtumanni.
Frumvarp Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra sem nú er orðið að innheimtulögum er liður í öflugri neytendapólitík af hans hálfu og ríkisstjórnarinnar. Það er byggt á stjórnarfrumvarpi sem Finnur Ingólfsson flutti árið 1998 en dagaði tvisvar uppi í þinginu. Endurflutti viðskiptaráðherra það ekki síðan, en Jóhanna Sigurðardóttir tók það hinsvegar upp nokkuð breytt og flutti fjórum sinnum á þingunum 2003 til 2006. Upphaflega frumvarpið var undirbúið í nefnd undir forystu Atla Freys Guðmundssonar, sem nú er skrifstofustjóri neytendamála í viðskiptaráðuneytinu, og var samið að norrænni fyrirmynd.
Nýju lögin hafa því verið heilan áratug í fæðingu og hefur andstaða lögmanna einkum tafið lagasetninguna en Neytendasamtökin og önnur almannasamtök á hinn bóginn hvatt Jóhönnu og aðra þingmenn til dáða. Málalyktir urðu þær á þinginu að lögin voru samþykkt samhljóða með tæknilegum breytingum viðskiptanefndar en formaður hennar er Samfylkingarmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson. Einn þingmaður, Birgir Ármannsson úr Sjálfstæðisflokki, sat hjá í atkvæðagreiðslu um greinina þar sem fjallað er um hámark innheimtukostnaðar, hafði gert fyrirvara við hana í viðskiptanefndinni en skýrði þann fyrirvara ekki í umræðunum eða við atkvæðagreiðsluna.
Björgvin G.Sigurðsson er röskur viðskiptaráðherra og lætur hendur standa fram úr ermum. Hann á þakkir skilið fyrir að koma þesu máli um innheimtukostnað í gegnum alþingi.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 11. júní 2008
Bensín hefur hækkað um 37% á einu ári
Í maí hækkaði eldsneyti hér um tæp 6% og vísitöluáhrifin voru þá 0,26%. Í júní hefur bensínverð hækkað í tvígang og samkvæmt upplýsingum frá greiningu Landsbankans má ætla að vísitöluáhrifin fyrir júní séu nú þegar orðin um 0,2%, sem lánin hækka af bensínverðinu einu.
Verðmyndun á eldsneyti hefur einnig breyst vegna þessara hækkana. Hlutur innkaupsverðs í bensínlítranum er nú 40% en var 33% í mars sl. Á móti hefur hlutur ríkisins og olíufélaganna minnkað.
Þetta eru gífurlegar hækkanir á eldsneyti og valda hækkun verðbólgunnar og þar með hækkun á afborgunum af lánum.Ef ríkisstjórnin ætlar að sitja aðgerðarlaus gagnvart þessu er það óskiljanlegt.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Gríðarleg áhrif hækkana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 11. júní 2008
4000 íbúðir standa auðar.Lokar Íbúðalánasjóður á nýjar íbúðir?
Íbúðalánasjóður hefur fengið sérfræðinga til að gera úttekt á framboði og eftirspurn eftir húsnæði á öllum landsvæðum. Stjórn sjóðsins hittist í byrjun vikunnar og ræddi stöðuna á íbúðamarkaðnum og hugsanleg ráð til bjargar þar sem erfiðleikar eru miklir.
Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að þeirri tölu hafi verið fleygt að um 4.000 íbúðir standi auðar og óseldar á byggingarstigi, sumar ókláraðar en aðrar nærri fullbúnar.
Við ætlum að láta kanna fyrir okkur hver fjöldinn er í raun. Vinna er hafin og búið að ljúka skýrslum vegna Suðurnesja og Austfjarða, en niðurstaðan verður ekki kynnt fyrr en rannsókn á öðrum landsvæðum liggur fyrir og heildarmyndin telst skýr.
Guðmundur segir þó þegar ljóst að á báðum þessum landsvæðum sé mikið af byggingum sem ekki er lokið og ekki hefur tekist að selja. Það er full ástæða til að fara með varúð hvað varðar lánveitingar þar sem offramboð er á húsnæði.
Við hljótum að skoða hvort skynsamlegt sé að gefa lánsvilyrði þar sem búið er að byggja nóg og hvort sjóðurinn geti frekar komið til aðstoðar við að breyta eignarhúsnæði í leiguhúsnæði svo að það nýtist sem slíkt, þörfin þarf þó að vera fyrir hendi. Íbúðalánasjóður hefur ekki neitað um nein lán ennþá. Hins vegar hefur hann tekið sér tíma til að fara vandlega yfir umsóknir frá tilteknum svæðum og kanna aðstæður til hlítar áður en svarað er.
Vonandi kemur ekki til þess að sjóðurinn fari að neita öllum lánum til nýframkvæmda á ákveðnum svæðum. En mikið hefur verið byggt umfram þörf og þá getur ekki verið skynsamlegt að halda áfram að lána. Þetta er í fyrsta skipti í minni tíð sem sjóðurinn íhugar að draga úr eða stöðva lánveitingar vegna offramboðs, segir Guðmundur Bjarnason.
Ekki líst mér á,að Íbúðalánasjóður stöðvi lánveitingar til nýframkvæmda. Þá væri sjóðurinn farinn að stýra því hvort fólk keypti nýjar eða gamlar íbúðir. Það væri óeðlilegt. Annað mál er að draga úr lánveitingum til nýframkvæmda. En stýring sem þessi er mjög vandmeðfarin. Með því að bankarnir hafa nær lokað á útlan til íbúða verður Íbúðalanasjóður að gæta sín mjög vel.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Engin lán á ný hús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |