Föstudagur, 13. júní 2008
Brynhildur besta leikkona og besta leikskáld ársins
Brynhildur Guðjónsdóttir var bæði valin leikkona ársins í aðalhlutverki og leikskáld ársins fyrir leikverkið Brák þegar Gríman, íslensku leiklistarverðlaunin voru veitt í kvöld. Hamskiptin eftir Franz Kafka var útnefnd sýning ársins en flest verðlaun fékk leikverkið Ívanov, þrenn talsins.
Söngkonan Þuríður Pálsdóttir fékk heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu sönglistar á Íslandi og afhenti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Þuríði verðlaunin.
Þá fékk farsinn Fló á skinni sérstök áhorfendaverðlaun í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar.
Þetta var mikill sigur hjá Brynhildi,að fá bæði Grimuna fyrir að vera valin leikkona ársins og fyrir að vera valin leikskáld ársins.Hátíðin fór vel fram og var skemmtileg.Tveir ungir leikarar voru kynnar,Jói og Gói.Þeir stóðu sig vel. Spurning er hvort ekki væri nóg að hafa Grímuna annað hvort ár. Þetta eru það fá leikverk sem sett eru upp á hverju ári hér og fáir,sem geta komið til greina,þegar verðlaun eru annars vegar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Brynhildur leikkona og leikskáld ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 13. júní 2008
Bygging álvers við Bakka hefst 2012
Hafið er matsferli vegna álvers á Bakka við Húsavík þar sem skoðuð er bygging álvers á vegum Alcoa með allt að 250.000 tonna ársframleiðslu.
Áformað er að hefja framleiðslu á áli á árabilinu 2012 til 2014, háð því hvenær orka er tilbúin til afhendingar. Áætlað er að álverið nái fullum afköstum árið 2015. Lengd byggingartíma miðast við að samþætta framkvæmdahraða og hugsanlega áfangaskiptingu verksins við framboð á orku.
Alcoa er framkvæmdaraðili verksins en mat á umhverfisáhrifum verður unnið af HRV Engineering. Kynningin stendur yfir til 5. júlí.
Ekki eru neinar líkur á að hætt verði við áform um byggingu álvers við Bakka.Það er bót í máli,að ekki verður byrjað að byggja fyrr en 2012.Það er gott af ýmsum ásæðum,vegna efnahagsmála,orkuöflunar og útblásturs.
![]() |
Matsferli vegna álvers á Bakka hafið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 13. júní 2008
Írar felldu Lissabonsáttmálann
Dermot Ahern, dómsmálaráðherra Írlands, segir að tölur úr þjóðaratkvæðagreiðslu í gær sýni, að Írar hafi hafnað Lissabonsáttmála Evrópusambandsins. Þessi niðurstaða er mikið áfall fyrir Evrópusambandið en öll aðildarríkin 27 verða að samþykkja sáttmálann eigi hann að taka gildi.
Sennilega er Lissabonráttmálin úr sögunni eftir þessa atkvæðagreiðslu í Írlandi,þar eð öll aðildarríki ESB verða að staðfesta hann.Annað hvort verður að gera miklar breytingar á sáttmálanum eða að koma með alveg nýjan sáttmála.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Írsk kosning áfall fyrir ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 13. júní 2008
Kaupmáttur lífeyris aldraðra hefur minnkað
Verðbólgan er nú 12,3% og fer hækkandi.En lífeyrir aldraðra hefur aðeins hækkað um 7,4% á árinu.Það vantar því tæp 5 prósentustig upp á að lífeyrir aldraðra hafi hækkað jafnmikið og verðlag.Þetta þýðir ekkert annað en það,að kaupmáttur lífeyris aldraðra hefur rýrnað stórlega.Þegar þörf er á að auka kaupmátt lífeyris er verið að rýra hann.Ef stjórnvöld hefði viljað varðveita kaupmátt lífeyris hefðu þau hækkað lífeyrinn jafnmikið og lægstu laun í febrúar sl. en svo varð ekki. Lágmarkslaun hækkuðu um 16% en lífeyrir um 7,4%.Síðan keppast stjórnvöld við að segja,að þau hafi ekki þurft að hækka lífeyri meira.
Þau hafi gert vel við eldri borgara! Á sl.ári nam lífeyrir eldri borgara 100% af lágmarkslaunum verkafólks. En nú nemur lífeyrir aldraðra 93,47% af lágmarkslaunum.Okkur hefur ekki miðað áfram. Okkur hefur miðað aftur á bak!.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 13. júní 2008
ASÍ:Úrræðaleysi ríkisstjórnar í efnahagsmálum algert
Miðstjórn ASÍ ályktaði á fundi sínum í gær,að hið opinbera ætti að auka framkvæmdir sínar,sérstaklega mannaflsfrekar framkvæmdir til þess að sporna gegn samdrætti og atvinnuleysi.Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ segir,að úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum sé algert. Fulltrúi iðnaðarins óttast mikið atvinnuleysi með haustinu og Samtök atvinnulífsins vilja,að Íbúðalánasjóði verði beitt til þess að örva fasteignamarkaðinn. Fulltrúar vinnumarkaðarins,ASI og SA eru mjög áhyggjufullir vegna þróunar mála í efnahagslífinu.
Björgvin Gu ðmundsson
Föstudagur, 13. júní 2008
Velferðarríkið Ísland skammtar eldri borgurum naumt
Einhleypur ellilífeyrisþegi,sem hefur eingöngu bætur almannatrygginga til þess að lifa af, fær í lífeyri frá TR 121.000 kr. á mánuði eftir skatta. Algengt er,að húsnæðiskostnaður sé 100 þús. á mánuði. Húsaleiga fyrir tveggja herbergja íbúð er jafnvel talsvert hærri í dag ( 120 þús. á mánuð en frá því dragast húsaleigubætur). Þegar húsnæðiskostnaður hefur verið greiddur er 21 þús. kr. eftir fyrir öllum öðrum kostnaði,mat,fatnaði,síma,flutningskostnaði ( rekstri bíls eða kostnaði við almenningssamgöngur) lyfjum,lækniskostnaði o.fl. Hvernig á ellilífeyrisþeginn að lifa af þessu lítilræði sem velferðarríkið skammtar honum.Hann getur það ekki. Hann safnar skuldum,verður að leita á náðir ættmenna eða fá aðstoð felagsþjónustu sveitarfélagsins. Þetta ástand er ekki boðlegt hjá einu ríkasta landi heims.Og loks þegar ríkisstjórnin ætlaði að gera eitthvað fyrir aldraða og öryrkja gleymdist þessi hópur,sem hér hefur verið gerður að umtalsefni.Hann fékk enga uppbóta á sinn lífeyri. Nei það þurfti að byrja á því að bæta kjör þeirra ellílífeyrisþega,sem eru á vinnumarkaðnum.Það var forgangsverkefni áður en lífeyrir þeirra,sem eingöngu hafa bætur almannatrygginga væri hækkaður.
Væntanlega verður lífeyrir þeirra,sem eingöngu hafa bætur almannatrygginga,hækkaður 1.júlí n.k. En þá dugar ekki að láta þá fá einhverja hungurlús, 15 -25 þús. Það þarf að hækka lífeyrinn myndarlega svo unnt sé að lifa mannsæmandi lífi af honum. Það liggja fyrir upplýsingar hjá Hagstofunni í dag um hvað það kostar að lifa ( neyslukönnun Hagstofunnar). Eftir þeim upplýsingum á að fara.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 13. júní 2008
Krefja kastljós um 3,5 millj. kr. í miskabætur
Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Björns Orra Péturssonar og Luciu Celestu Molinu Sierru gegn umsjónar- og ábyrgðarmönnum dægurmálaþáttarins Kastljóss fór fram í gær.
Björn og Lucia, sem eru sonur og tengdadóttir Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, stefndu Páli Magnússyni útvarpsstjóra, Þórhalli Gunnarssyni, Jóhönnu Vilhjálmsdóttur, Sigmari Guðmundssyni og Helga Seljan vegna umfjöllunar Kastljóss um tilkomu þess að Lucia fékk íslenskan ríkisborgararétt. Björn og Lucia telja umfjöllun þáttarins hafa verið ærumeiðandi og brot á friðhelgi einkalífs þeirra og krefjast þau samtals 3,5 milljóna króna í miskabætur.
Umræddur kastljósþáttur vakti mikla athygli á sínum tíma. Kastljós dró það fram,að afgreiðsla á umsókn Luciu úm ríkisborgararétt hafi tekið óvenju stuttan tíma og var gefið til kynna,að það hafi ráðið úrslitum,að um tengdadóttur Jónínu Bjartmarz þáverandi umhverfisráðherra var að ræða.Frólegt verður að sjá hver niðustaða dómamálsins verður.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Krefjast miskabóta upp á 3,5 milljónir króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |