Nokkrir stórir útgerðaraðilar hafa sölsað undir sig mest af kvótunum

Fara til bakaGrandi hefur sölsað undir sig mest af kvótum landsins,  11,91% eða 44.621 tonn.Félagið hefur náð kvótanum af Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og nú er þetta mikla útgerðar-ög fiskvinnslufyrirtæki,HB & Co horfið úr atvinnulífi Akraness. Hver hefði trúað því fyrir 10-20 árum,að Haraldur Böðvarsson & Co yrði horfið úr atvinnulífi  Akraness í dag. Það er gersamlega horfið.Þannig hefur kvótakerfið farið með þetta mikla fyrirtæki. Og þannig fór Brim með Útgerðarfélag Akureyrar,ÚA.Því var lofað að rekstri yrði haldið áfram á Akureyri en það var svikið. Því var lofað að rekstri frystihúss og útgerðar yrði haldið áfram á Akranesi en það var svikið. Þannig má fara allt í kringum landið. Það er sem sviðin jörð eftir afleiðingar kvótakerfisins.Stóru útgerðarfélögin hafa gleypt kvótann hringinn í kringum landið,lofað að halda atvinnu áfram á litlu útgerðarstöðunum en svikið það.Næststærsta kvótafyrirtækið er Samherji með 7,72% af kvótunum eða 28.932 tonn og þriðja stærst er Brim h.f. sem gleypti ÚA.Það er með  20.154 tonn eða 5,38% af kvótunum.

 

Björgvin Guðmundsson


Sameiginlegt framboð Íslands til Öryggisráðsins

Geir H. Haarde forsætisráðherra situr árlegan sumarfund forsætisráðherra Norðurlanda í dag. Frederik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar er gestgjafi að þessu sinni og er fundurinn haldinn á Göta Kanal í Svíþjóð. Auk Geirs sitja fundinn Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.

Framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, samstarfið á Eystrasaltssvæðinu, hlutverk Norðurlanda í alþjóðlegri friðargæslu, auk málefna sem snerta ESB eru meðal atriða sem rædd verða á fundinum, samkvæmt tilkynningu. ( mbl.is) 

Hin Norðurlöndin styðja framboð Íslands til Öryggisráðsins. Það má því segja,að um sameiginlegt framboð  Norðurlanda sé að ræða. Það  er mjög umdeilt hér heima hvort Ísland eigi að sækjast eftir sæti í Öryggisráðinu. Þetta kostar mjög mikla peninga og  ef  til vill hefði þeim verið betur varið i aðrar þarfir. En ekki verður aftur snúið og úr því svo er fær Ísland vonandi sætið.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Rætt um framboð Íslands til öryggisráðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aflaverðmæti dregst saman

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 21,8 milljörðum kr. á fyrstu þremur mánuðum ársins 2008 samanborið við 25,2 milljarða kr. á sama tímabili 2007.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar í morgn. Aflaverðmæti hefur dregist saman um 3,4 milljarða kr. eða 13,5% milli ára. Aflaverðmæti marsmánaðar nam 10,0 milljörðum miðað við 9,6 milljarða í mars 2007.

Aflaverðmæti botnfisks var í lok mars orðið 17,1 milljarðar kr. sem er 6,2% samdráttur frá sama tímabili í fyrra þegar verðmæti botnfiskafla var 18,2 milljarðar kr..

Verðmæti þorskafla í mars var 4,4 milljarðar kr. og dróst saman um 1,1%. Aflaverðmæti ýsu nam 1,4 milljörðum kr., jókst um 2,4% og verðmæti ufsaaflans var 460 milljónir kr. sem er svipað og í mars 2007.

Þetta er verulegur samdráttur í afla. Og á niðurskurður aflaheimilda stóran þátt í samdrættinum.Margir telja,að  það mætti strax auka veiðiheimildirnar á ný.Sjórinn sé fullur af fiski. Meðal þeirra,sem lagt hafa þetta til er Guðjón Arnar formaður Frálslyndra en hann er fyrrverandi togaraskipstjóri.

 

Björgvin Guðmundsson


Spara má útgerðinni stórfé

Íslenska fyrirtækið Marorka hefur verið tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2008 fyrir orkustjórnunarkerfi í skip. Alls eru tilnefningarnar 37 en Marorka fær þá einu frá Íslandi. Verðlaunin verða afhent á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki í haust.

Marorka hefur undanfarin ár verið með hugbúnaðarkerfi í þróun sem ætlað er að stjórna betur olíubrennslu og orkunotkun um borð í skipum, hvort sem það eru fiskiskip, flutningaskip eða skemmtiferðaskip. Kerfið heldur einnig utan um alla umhverfisþætti skipanna. Á tímum hækkandi olíuverðs hefur eftirspurn eftir þessum búnaði stóraukist en kerfið getur sparað olíunotkun um 3-10%, allt eftir því um hvaða skipategund er að ræða. Sparnaður fyrir skipaeigendur getur skipt mörgum milljónum króna.

Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku, sagðist í samtali við Morgunblaðið, vera stoltur og ánægður með tilnefninguna, hún væri mikil viðurkenning fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess, en þeir eru alls 20 hér á landi. Að auki er Marorka með dótturfélög í Noregi og Danmörku um rekstur söluskrifstofa. Á skömmum tíma hefur fyrirtækið vaxið hratt, en Jón Ágúst byrjaði einn að vinna í þessari hugmynd og fyrir aðeins sex árum voru starfsmenn Marorku þrír talsins. Fyrstu árin var reksturinn erfiður, eins og oft vill verða hjá sprotafyrirtækjum, en nú horfa Marorkumenn bjartir fram á veginn.

Að sögn Jóns er Marorka farin að starfa með mörgum af stærstu útgerðum Norðurlanda, en alls hafa hátt í 40 kerfi verið seld um allan heim á síðustu árum, þó aðallega á Norðurlöndum. Kerfið er þróað og framleitt hér á landi og því algjörlega um íslenskt hugvit að ræða. Jón Ágúst segir sambærilegan búnað ekki í framleiðslu annars staðar.(mbl.is)

Á tímum hækkandi eldsneytisverðs skiptir miklu máli að leyta allra leiða til þess að spara í eldneytiskostnaði. Marorka getur sparað skipum stórfé  með orkustjórnunarkerfi en auk  þess má spara mikið  með því að skipta um eldsneyti og fara yfir í svartolíu.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Sparar útgerðum milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband