Fimmtudagur, 19. júní 2008
Hressist fasteignamarkađurinn?
Á fundi ráđherra ríkisstjórnar Íslands međ ađilum vinnumarkađarins ţar sem efnahagsmálin voru rćdd voru kynntar fyrirhugađar endurbćtur á reglum Íbúđalánasjóđs. Eru endurbćturnar miđađar ađ ţví ađ koma í veg fyrir kólnun á fasteignamarkađi og ađstođa ungt fólk viđ kaup á sinni fyrstu íbúđ.
Stefnt er ađ ţví ađ stofna tvo nýja flokka hjá Íbúđalánasjóđi. Annar flokkurinn varđar lánveitingar til banka og fjármálastofnana til endurfjármögnunar á íbúđalánum sem ţessar stofnanir hafa ţegar veitt gegn veđi í íbúđarhúsnćđi.
Hinn flokkurinn varđar einnig lánaveitingar til banka og fjármálastofnana til fjármögnunar á nýjum íbúđalánum.
Í tilkynningu sem ríkisstjórnin gaf út segir ađ til ađ draga úr miklum ţrýstingi á skuldabréfamarkađi hefur veriđ ákveđiđ ađ auka viđ útgáfu stuttra ríkisbréfa.(mbl.is)
Viđ lánveitingar Íbúđalánasjóđs verđur viđmiđ viđ 80% af brunabótamati íbúđa afnumiđ og ţess í stađ verđur miđađ viđ 80% af kaupverđi eigna. Ţetta er gert til ađ auđvelda ungu fólki ađ fjármagna fyrstu kaup sín og um leiđ verđur hámarkslán sjóđsins hćkkađ úr 18 milljónum í 20 milljónir.
Forysta ASÍ fagnar tillögum ríkisstjórnarinnar sem miđa ađ ţví ađ blása lífi í húsnćđismarkađinn međ ţví m.a. ađ auđvelda fólki ađgengi ađ lánsfé. Í tillögum ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í dag er veriđ ađ bregđast viđ ýmsum af ţeim atriđum sem Alţýđusambandiđ hefur lagt áherslu á í sínum málflutningi ađ undanförnu.Forsetar Alţýđusambandsins ítrekuđu á fundinum ađ ţessar ađgerđir megi ekki skerđa getu Íbúđarlánasjóđs til ađ sinna sínu hlutverki," ađ ţví er segir á vef ASÍ.( mbl.is)
Fagna bér ţessum ráđstöfunum til ţess ađ efla fasteignamarkađinn. Viđmiđun viđ söluverđ í stađ brunabótamats viđ lán til ibúđarkaupa var löngu tímabćr. Einnig er ánćgjuefni ađ fjármagn til íbúđarkaupa verđur aukiđ.
Björgvin Guđmundsson
![]() |
Breytingar á Íbúđalánasjóđi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Bensín hefur hćkkađ um 59%
Frá ţví í fyrrahaust hefur innkaupsverđ á hvern lítra af bensíni og dísilolíu hćkkađ mjög. Í október 2007 var reiknađ innkaupsverđ á bensíni 33,63 kr/l og 38,22 kr/l á dísilolíu. Fram til apríl í ár hefur innkaupsverđiđ á bensíni hćkkađ um nćstum 20 kr á lítra, sem er 59%. Ţetta kemur fram í vefriti fjármálaráđuneytisins.
Ţar kemur fram ađ innkaupsverđ á dísilolíu hefur hćkkađ um nćrri 30 kr á lítra, eđa um 76%. Á sama tíma hefur útsöluverđ á bensíni hćkkađ um 17% en á dísilolíu um 25%.
Hlutur olíufélaganna í endanlegu verđi hefur ţví dregist saman ađ undanförnu. Framlegđ olíufélaganna (endanlegt söluverđ ađ frádregnum sköttum og vörugjaldi ásamt reiknuđu innkaupsverđi, sem hlutfall af innkaupsverđi) af dísilolíu var yfir 60% í október í fyrra en er nú 29%.
Framlegđ í bensínsölu var 78% en er nú 46%. Olíufélögin virđast ţannig ekki hafa fćrt alla hćkkun innkaupsverđsins yfir á neytendur ţótt mjög hafi veriđ kvartađ yfir verđinu.
Ţetta eru gífurlegar hćkkanir og bitna ţungt á neytendum. Stjórnvöld verđa nú ađ koma til hjálpar međ lćkkun eđa niđurfellingu gjalda af bensíni.Ţađ gćti veriđ tímabundin lćkkun.
Björgvin Guđmundsson
![]() |
Innkaupsverđ á bensíni hefur hćkkađ um 59% |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Vöruverđ lćkkar í Bónus og í Krónunni
Vörukarfa ASÍ hćkkađi mest í lágvöruverđsversluninni Kaskó, um 3,4% á milli verđmćlinga í fyrstu og annarri viku júní mánađar. Nćstmest hćkkun var í Nóatúni ţar sem verđ körfunnar hćkkađi um 1,5%. Í báđum stóru lágvöruverđskeđjunum, Bónus og Krónunni lćkkađi verđiđ á vörukörfunni um tćp 2% á milli vikna.
Verđhćkkun körfunnar í Kaskó um 3,4% má ađ mestu rekja til hćkkana á kjötvörum í vörukörfunni á milli vikna en einnig til hćkkunar á liđnum ýmsar matvörur.
Lćkkun á verđi vörukörfunnar í Bónus og Krónunni er ađ stćrstum hluta tilkomin vegna lćkkana á kjötvörum sem er ađ finna í vörukörfunni en einnig lćkkar verđ á grćnmeti, ávöxtum og drykkjarvörum á milli vikna.
Í Nóatúni ţar sem vörukarfan hćkkađi um 1,5% á milli vikna er hćkkun á kjötvörum helsta skýringin en ţar hćkkuđu brauđ og kornvörur og drykkjarvörur í körfunni einnig nokkuđ.( mbl.is)
Ţađ er fagnađarefni,ađ Bónus og Krónan skuli lćkka vöruverđ. Međ ţví taka ţessar verslanir á sig samfélagslega ábyrgđ.Ekki hefur stöđugt fall krónunnar auđveldađ lćkkanir á verđi.
Bjögvin Guđmundsson
![]() |
Bónus og Krónan lćkka vöruverđ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Atlaga ađ kjörum eldri borgara
Ţađ er bein atlaga ađ kjörum eldri borgara,ţegar skattleysismörk fylgja ekki launavísitölu.Ţá njóta ţeir ekki ţeirrar kaupmáttaraukningar,sem verđur í samfélaginu.
Ţetta segir í kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir síđustu kosningar.Skattleysismörkin vćru í dag 150 ţús. á mánuđi ef ţau hefđu fylgt launavísitölu frá 1988.En ţau eru 95 ţús. á mánuđi.
Björgvin Guđmundsson
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Slappur stjórnarsáttmáli
Ţađ vakti athygli ţegar Geir Haarde sagđi á ársafmćli stjórnarinnar ađ búiđ vćri ađ framkvćma 80% af stjórnarsáttmálanum. Ţađ kom á óvart. En skýringarinnar var ekki langt ađ leita. Stjórnarsáttmálinn er í flestum atriđum svo lođinn ađ hann segir lítiđ sem ekki neitt.Hins vegar eru stjórnarflokkarnir ađeins búnir ađ framkvćma mjög lítiđ af kosningastefnuskránni.
Lítum á stjórnarsáttmálann. Ţar segir m.a. :"Stefnt skal ađ frekari lćkkun skatta á einstaklinga á kjörtímabilinu, međal annars međ hćkkun persónuafsláttar. Ríkisstjórnin mun vinna ađ endurskođun á skattkerfi og almannatryggingum til ađ bćta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Fyrirtćki skulu búa viđ stöđugt og örvandi skattaumhverfi. Á kjörtímabilinu verđur leitađ leiđa til ađ lćkka frekar skatta á fyrirtćki. Ţá skal stefnt ađ ţví ađ umhverfisţćttir fái aukiđ vćgi í skattastefnunni. Kerfi óbeinna skatta, s.s. vörugjalda og virđisaukaskatts, verđi endurskođađ. ."
Ţetta eru falleg orđ en ţau segja lítiđ.Hvađ segir fyrsta setningin? Ţađ er sama hvađ lítiđ persónuafsláttur er hćkkađur ţá er búiđ ađ efna ţá setningu. Hins vegar sagđi Samfylkingin ađ hún vildi hćkka skattleysismörk í 150 ţús. á mánuđi. Ţađ er langur vegur í ţađ verđi gert. Skattleysismörkin munu hćkka í 115-120 ţús. á mánuđi. Ţađ er alltof lítiđ.Eins er međ endurskođun almannatrygginga til ţess ađ bćta hag lág-
tekjufólks og millitekjufólks. Ţađ er ekkert sagt hvađ mikiđ eigi ađ bćta hag ţessa fólks. Enn er ekki hafin framkvćmd á ţessu ákvćđi ţó eitt ár sé liđiđ.Tryggingabćtur sem hlutfall af lágmarkslaunum hafa lćkkađ á ţessu ári og nema nú ađeins 93,74% af lćgstu launum miđađ viđ 100 % sl. ár. En ćtlunin mun ađ bćta einhverju viđ 1.júli. Mér segir ađ vísu hugur um ađ ţá verđi smátt skammtađ.
Björgvin Guđmundsson
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Ingibjörg Pálmadóttir stjórnarformađur Fl group
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformađur FL Group, ćtlar ekki ađ bjóđa sig fram til stjórnar á hluthafafundin félagsins í dag. Eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, kemur ný inn í stjórnina.
Tillaga liggur fyrir hluthafafundi um ađ fćkka stjórnarmönnum úr 7 í 5. Auk Jóns Ásgeirs ganga ţeir Pálmi Haraldsson og Hannes Smárason úr stjórninni.
Af 66. grein hlutafélagalaga má draga ţá ályktun ađ Jóni Ásgeiri sé ekki heimilt ađ sitja í stjórn eđa vera framkvćmdastjóri í íslenskum félögum eftir ađ Hćstiréttur dćmdi hann í ţriggja mánađa skilorđsbundiđ fangelsi 5. júní síđastliđinn. Gildir ţađ í ţrjú ár frá uppkvađningu dómsins.
Fundur FL Group í dag er fyrsti hluthafafundur félags ţar sem Jón Ásgeir situr í stjórn eftir niđurstöđu Hćstaréttar.
Samkvćmt upplýsingum frá Lánstrausti er Jón Ásgeir stjórnarmađur í 22 félögum á Íslandi. Auk FL Group eru ţađ félög eins og 365, Baugur Group, Styrkur, Stođir, Hagar og ýmis fjárfestingarfélög. Fjölmörg fyrirtćki eru svo rekin undir ţessum félögum bćđi á Íslandi og erlendis.
Auk Ingibjargar Pálmadóttur munu ţau Katrín Pétursdóttir, Ţorsteinn M. Jónsson, Eiríkur S. Jóhannesson og Árni Hauksson verđa sjálfkjörin í stjórn.( mbl. is)
Jón Ásgeir mun nú hugleiđa hvort hann flytji eitthvađ af félögum sínum til útlanda og kemur ţá fyrst og fremst Baugur til greina í ţví sambandi. Hann má ekki vera í stjórn ţessara fyrirtćkja eftir ađ hann fékk 3ja mánađa skilorđsbundinn dóm í Hćstarétti. Hins vegar getur hann setiđ í stjórn ţessara fyrirtćkja,ef hann flytur lögheimili ţeirra til útanda. En ţá tapar ríkiđ skatttekjum af ţessum félögum.
Björgvin Guđmundsson
![]() |
Jón Ásgeir úr stjórn FL |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Tíminn og vatniđ
Eitt albesta kvćđi Steins Steinarr er Tíminn og vatniđ. Ţađ kom út í sérstöku kveri 1948 í 200 tölusettum eintökum og tileinkađi skáldiđ konu sinni fyrsta eintakiđ.
Tíminn er eins og vatniđ-
og vatniđ er kalt og djúpt-
eins og vitund mín sjálfs-
og tíminn er eins og mynd-
sem er máluđ af vatninu-
og mér til hálfs-
međann tíminn og vatniđ-
renna veglaust til ţurrđar-
inn í vitund mín sjálfs
Höfundur: Steinn Steinarr
Björgvin Guđmundsson
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Ekki byggđar nćgilega margar félagslegar íbúđir
Í tengslum viđ kjarasamninga í feb. sl. lýsti ríkisstjórnin ţví yfir,ađ byggja ćtti eđa kaupa 750 félagslegar íbúđir á ári 2009-2010.Íbúđalánasjóđur átti ađ lána til ţessara famkvćmda en forstjórinn ţar hefur ekkert heyrt um máliđ frá stjórnvöldum.Íbúđalánasjóđi hefur veriđ heimilt ađ lána til byggingar 400 félagslegra í íbúđa á ári frá 2001 en kvótinn hefur ekki veriđ fullnýttur öll árin.
Mikill skortur er nú á leiguíbúđum.Er verđiđ á tveggja herbergja íbúđ nú komiđ í 120-130 ţús. á mánuđi. Ungt fólk sem, er ađ byrja búskap rćđur ekki viđ ađ greiđa ţađ og heldur ekki venjulegt launafólk.
Björgvin Guđmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. júní 2008
19.júní er kvenréttindadagur
Fimmtudagur, 19. júní 2008
19.júní er kvenréttindadagur
![]() |
Jafnréttisbaráttunni langt í frá lokiđ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)