Föstudagur, 20. júní 2008
Íbúðalánin hækka í dag í 20 millj.kr.
Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, setti í dag þrjár reglugerðir á grundvelli laga um húsnæðismál sem fela í sér framkvæmd á hluta þeirra aðgerða á húsnæðismarkaði sem ríkisstjórnin kynnti í gær. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækka úr 18 milljónum í 20 milljónir króna.
Þá er brunabótamat afnumið sem viðmið fyrir lánveitingum Íbúðalánasjóðs en þess í stað verður miðað við allt að 80% af kaupverði eigna. Þessi breyting miðar ekki síst að því að auðvelda fólki kaup á minni eignum, einkum á höfuðborgarsvæðinu þar sem brunabótamat er oft á tíðum um 50% af markaðsverði eigna og því erfitt að fjármagna kaup á litlum íbúðum með lánum frá Íbúðalánasjóði, að því er segir í tilkynningu.(mbl.is)
Það er fagnaðarefni,að íbúðláin skuli hækka í 20 millj. kr. og viðmið við söluverð ákveðið. Vætanlega mun þetta auðvelda ungu fólki að kaupa íbúðir.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Reglugerðir um húsnæðislán taka gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 20. júní 2008
Hvað gerist 1.júlí í málefnum aldraðra?
Nú styttist í 1.júlí en þá á enduskoðunarnefnd almannatryggingalaga að skila áliti um lágmarksframfærsluviðmið lifeyrisþega.Það verður fróðlegt að sjá hvað nefndin leggur til í því efni. Mun nefndin leggja til raunhæft viðmið sem endurspeglar naunverulegan framfærslukostnað eldri borgara eða mun nefndin leggja til eitthvert fátækraviðmið til þess að halda kjörum eldri borgara niðri:Ég skal engu spá í því efni en sporin hræða. Neyslukönnun Hagstofu Íslands leiddi í ljós,að neysluútgjöld einhleypinga á mánuði eru til jafnaðar 226 þús. kr. án skatta.Auðvitað á að miða við þá könnun. Framfærslukostnaður aldraðra er ekkert öðruvísi eða annar en framfærslukostnaður almennings yfirleitt. Ef eitthvað er þá er hann hærri,þar eð eldri borgarar þurfa að eyða mikið hærri fjárhæðum í læknishjálp og lyf en almennt gerist.
Eldri borgarar munu ekki sætta sig við neitt fátækraviðmið.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. júní 2008
Voru það mistök að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum?
Voru það mistök hjá Samfylkingunni að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eftir síðustu þingkosningae? Átti Samfylkingin frekar að mynda stjórn með hinum stjórnarandstöðuflokkunum og Framsókn?Ég ætla að fjalla um þessar sprningar hér í dag. Stjórnarandstaðan og þar á meðal Samfylkingin lýsti því yfir fyrir síðustu kosningar að hún vildi mynda stjórn ef hún fengi meirihluta til þess. Hún náði ekki þeim meirihluta. En hún gat myndað stjórn með Framsókn.Spurningin er sú hvort það hefði verið betri kostur en að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Réttlætingin á því fyrir Samfyl kinguna að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum var að ná fram einhverjum verulegum umbótamálum,sem Samfylkingin legði áherslu á, t.d. umbótum fyrir aldraða og öryrkja. En ef svo er ekki er réttlætingin engin. Svo virðust sem Samfylkingin verði að toga hvert mál út ur Sjálfstæðisflokknum með töngum,þ.e. hvert umbótamal,sem Samfylkingin leggur áherslu á.Það var illa samið úr því þetta er raunin. Samfylkingin getur ekki setið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum,ef sá síðarnefndi stöðvar mikilvæg umbótamál,sem Samfylkingin vill koma fram. Svo virðist sem sú hafi verið raunin í mörgum umbótamálum fyrir aldrara og öryrkja.
Ég gef þessu tíma fram að áramótum til þess að fá úr því skorið, hvort Samfylkingin á erindi í þessa ríkisstjórn eða ekki?
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 20. júní 2008
Er kennarastéttin að deyja út?
Eftirspurn eftir kennaranámi hefur dvínað undanfarin ár. Þessarar þróunar virðist bæði gæta hér á landi og í nágrannalöndunum og þróunin er áhyggjuefni, að sögn Önnu Kristínar Sigurðardóttur, forstöðumanns kennarabrautar við Kennaraháskóla Íslands.
Umsóknir um nám í grunnskólakennarafræðum við Kennaraháskólann voru 270 í ár en í fyrra voru umsóknirnar 392. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna að sögn Önnu Kristínar. Í ár var nemendum aðeins heimilt að sækja um eina námsleið við KHÍ, en í fyrra mátti sækja um fleiri.
Við skólann eru allnokkrar námsleiðir í boði, þar á meðal leikskólakennaranám, íþróttakennarafræði, þroskaþjálfafræði og tómstunda- og félagsmálafræði. Anna Kristín segir að heildarumsóknarfjöldi í skólann sé álíka mikill í ár og í fyrra. Spurð um skýringar á fækkun umsókna um grunnskólakennaranám bendir Anna Kristín á að framboð á háskólanámi hafi aukist mjög ár frá ári á síðustu árum.
Áður fyrr hafi verið litið á kennaramenntun sem grunn undir mjög mörg önnur störf. Núna er hægt að fara í háskólanám í öðrum stofnunum til þess að mennta sig fyrir fjölbreytnina, segir hún. Fólk hljóti að huga að ýmsu þegar það velur sér nám, m.a. starfsvettvanginn og þau kjör sem þar bjóðast.( mbl.is)
Það er alvarlegt mál,að eftirspurn eftir kennaranámi skuli fara minnkandi. Það hefur komið fram á hverju ári mörg undanfarin ár,að mikill skortur er á grunnskólakennurum. Það vantar mjög tilfinnanlega kennara og því því þyrfti kennaraskólanemum að fjölga en ekki að fækka. Ein aðalástæðan fyrir þessu ástandi er sú,að laun kennara eru ekki nógu góð. Þau þarf enn að bæta.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Minni áhugi á kennslu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |