Þriðjudagur, 24. júní 2008
Bygging hjúkrunarheimilis hafin
Framkvæmdir við byggingu Hjúkrunarheimilis á Suðurlandsbraut hófust fyrir skömmu. Um er að ræða nýbyggingu á fjórum hæðum auk kjallara þar sem verða 110 hjúkrunarrými auk 3 hjúkrunarrýma fyrir skammtímavistun.
Verkkaupi er félags- og tryggingamálaráðuneytið og Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar. Aðdragandi að verkefninu var hugmynd sjálfseignarstofnunarinnar Markarholts ehf. að byggja húsnæði fyrir aldraða við Suðurlandsbraut (Sogamýri) þar sem yrði fjölbreytt starfsemi, þar á meðal þjónustubúðir aldraðra og hjúkrunarheimili. Reistar voru þjónustuíbúðir en verkkaupar ákváðu að sjá um að reisa hjúkrunarheimilið.
Árið 2004 var mat heilbrigðisráðuneytisins að þörf væri á 250 nýjum hjúkrunarrýmum í Reykjavík. Viðræður við Markarholt leiddu til þess að ráðuneytið og Reykjavíkurborg ákváðu að annast framkvæmdir við hjúkrunarheimilið.
Eins og fyrr segir hafði Markarholt ehf. annast að hluta undirbúning. Deiliskipulagsvinna hefur þróast og hafa lóðir verið aðgreindar fyrir þjónustuíbúðirnar (Suðurlandsbraut 58-64) og hjúkrunarheimilið (Suðurlandsbraut 66). Aðkoma bíla að lóðunum verður samnýtt og er frá Suðurlandsbraut. Aðalinngangur og vörumóttöku verður vestanmegin við húsið.
Hjúkrunarheimilið sem byggt verður er nýbygging þar sem verða 110 hjúkrunarrými auk 3 hjúkrunarrýma fyrir skammtímavistun. Öll rými hjúkrunarheimilisins sem eru aðgengileg vistmönnum eru hönnuð með tilliti til þarfa hreyfihamlaðra.
Byggingin er á fjórum hæðum ofanjarðar og með kjallara sem er að hluta til niðurgrafinn. Samkvæmt aðaluppdráttum er fyrirkomulag starfseminnar á einstökum hæðum í húsinu eftirfarandi:
Í kjallara eru skrifstofur/ stjórnun og móttaka, matsalur sjúkra- og iðjuþjálfun, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofa, búningsherbergi starfsfólks, geymslur, sorp og tæknirými.
Á 1., 2. og 3. hæð eru 30 hjúkrunarrými á hverri hæð. Þar af má sameina fjögur hjúkrunarrými í tveggja herbergja hjúkrunarrými. Á hverri hæð er borðstofa og setustofur, fylgirými, sjúkrabað og skrifstofa deildarstjóra.
Á 4. hæð eru 20 hjúkrunarrými, borðstofur og setustofur, fylgirými, sjúkrabað og skrifstofa deildarstjóra svo og reykingarherbergi. Gert er ráð fyrir að 4. hæðin verði notuð sem geðdeild.
Brúttóflötur hjúkrunarheimilisins er 7.687,5 m² en brúttórúmmál 28.938,5 m³.
Það er mikið fagnaðarefni,að bygging umrædds hjúkrunarheimilis skuli hafin. Að visu verður það ekki tilbúið fyrr en 2010. Samfylkingin talaði í þingkosningunum um 400 ný hjúkrunarrými á 2 árum.Í stjórnarsáttmálanum var talað um að flýta byggingu 400 hjúkrunarrýma.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. júní 2008
Mikil kaupmáttarskerðing sl.12 mánuði
Vísitala neysluverðs var 304,4 stig í mai sl.Það þýðir 12,3% hækkun á sl. 12 mánuðum. Launavísitalan var í mai 342 stig.Það þýðir hækkun um 7,9% sl. 12 mánuði.Kaupmáttur hefur því rýrnað stórlega sl. 12 mánuði og hann er enn að rýrna,þar eð krónan er í frjálsu falli og féll um 3% í gær og hefur fallið um 39% síðan um áramót.Kauphækkunin,sem samið var um í feb. sl. hverfur öll í gengislækkunina.Það er alger " brandari" að semja um miklar kauphækkanir með mikilli fjölmiðlaathygli ,þegar sú kauphækkun endist varla á meðan blekið á undirskriftunum er að þorna.Það eru alls ekki nægilegir varnaglar í samningunum. Það á ekki að endurskoða samningana fyrr en í byrjun næsta árs. Það verða að vera vísitökuákvæði í samningunum,sem segja,að ef verðlag hækkar umfram ákveðin mörk þá hækki laun. Einnig ættu að vera ákvæði í samningunum um að ef gengi krónunnar lækkar t.d. meira en 10% þá séu samningarnir lausir.Samningarnir eru gagnlausir eins og þeir eru nú.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. júní 2008
Mikill niðurskurður hjá Icelandair
Icelandair kynnir í dag aðgerðir til þess að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi vegna hækkandi eldsneytisverðs og óvissu í efnahagsmálum. Aðgerðirnar fela í sér samdrátt í vetraráætlun fyrirtækisins, fækkun starfsfólks, skipulagsbreytingar, fækkun í stjórnendahópi og eldsneytissparandi aðgerðir í flugi.
Við þessar breytingar er ljóst að starfsmannaþörf félagsins minnkar og því er gert ráð fyrir að stöðugildi hjá Icelandair muni fækka um 190, úr um 1.230 á síðasta vetri í 1.040 í vetur, að því er segir í tilkynningu frá Icelandair.
Sumir eru í hlutastörfum og mun starfsfólki í heild fækka um 240 einstaklinga. Þar af fá rúmlega 200 upsagnarbréf fyrir lok júnímánaðar, 64 flugmenn og 138 flugfreyjur, en einnig fækkar starfsmönnum á tæknisviði, flugumsjónarmönnum og starfsmönnum á söluskrifstofum félagsins, að hluta með uppsögnum og að hluta með því að ekki er ráðið í störf sem losna.
Í heild mun fækka í starfsmannahópi Icelandair um 240 einstaklinga í haust, umfram þá breytingu sem jafnan fylgir því að mun meiri umsvif eru í flugi á sumrin en veturna. Við uppsagnirnar er farið að lögum um hópuppsagnir og haft samráð við viðkomandi stéttarfélög. Boðið er upp á ráðgjöf og aðstoð fyrir þá sem missa atvinnuna, samkvæmt tilkynningu Icelandair.( mbl.is)
Þetta eru sársaukafullar aðgerðir.Margir,sem unnið hafa lengi hjá Icelandair, missa vinnuna.Þessar gífurkegu samdráttaraðgerðir hjá Icelandaur lýsa vel því ástandi,sem skapast hefur nú í efnahags-og atvinnulífi okkar.Icelandair segir,að ástæða uppsagnanna sé hækkun eldsneytis og óvissa í efnahagsmálum.Það er vægt til orða tekið að segja,að óvissa sé í efnahagsmálum. Það er slæmt ástad í þeim málum og mikill tekjusamdráttur.
Björgvin GuðmundssonMiki
.
![]() |
Icelandair boðar niðurskurð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |