Lífeyrir aldraðra og öryrkja ætti að vera 300 þús. kr. á mánuði

Í dag eru meðaltals neysluútgjöld   einhleypinga samkvæmt könnun Hagstofu Íslands 226 þús kr. á mánuði ( des, 2007)  Það er fyrir utan skatta.Þegar ákveðið er framfærsluviðmið fyrir aldraða ig öryrkja  mætti bæta  sköttum við neysluútgjöldin en þá verður talan  rúmar 300 þús. kr. á mánuði.Það þykja ekki há laun í dag.Eðlilegt væri,að lífeyrir aldraðra einhleypinga,sem ekki eru í lífeyrissjóði væri 300  þús. á mánuði.En ef menn vilja ekki láta lífeyrinn taka til skatta einnig mætti ákveða lífeyrinn 226 þús. á mánuði.Einhleypur ellilífeyrisþegi,sem hefði 50 þús. kr á mánuði úr lífeyrissjóði fengi  25 þús. á mánuði meira í lífeyri en sá,sem ekki er í lífeyrissjóði.Vegna skerðinga tryggingabóta héldi hann ekki nema helmingnum af þessum 50 þús. kr. Vegna skerðinga tryggingabóta breytir ekki mjög miklu fyrir lífeyrisþega hvort hann hefur 50-100 þús.
á mánuði  úr lífeyrissjóði. Skattar og skerðingar taka mikinn hluta af þessum fjárhæðum til baka.
Björgvin Guðmundsson

Afstaða stjórnvalda til aldraðra er óbreytt-neikvæð

Meðan ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sátu við völd hér um 12 ára skeið var tekið til þess hvað afstaða stjórnvalda var neikvæð til aldraðra og öryrkja. Það þurfti að sækja sjálfsagðar og lögbundnar kjarabætur til dómstólanna.Þegar Samfylkingin kom í ríkisstjórn í stað Framsóknar var talið að afstaðan mundi breytast. Nú yrði afstaða stjórnvalda til aldraðra og öryrkja jákvæð. En því miður. Afstaðan hefur ekki breytst. Afstaða stjórnvalda er enn neikvæð. Það er enn verið að láta einhverja mola falla til aldraðra og öryrkja og síðan hrópa stjórnvöld upp hvað þau séu góð við þessa þjóðfélagshópa.Mér finnst það jafnvel verra,að stjórnvöld skuli berja sér á brjóst og segja að þau geri vel við þessa þjóðfélagshópa þegar það er í skötulíki sem gert er og hvergi nærri það sem lofað var fyrir kosningar.Það er komið í ljós,að aldraðir og örykjar eru afgangshópar hjá þessari ríkisstjórn. Fyrst er leyst úr öðrum málum og síðan að lokum og að síðustu kemur röðin að öldruðum og öryrkjum,ef einhverjir fjármunir eru þá eftir.Þegar spurt er hvers vegna lífeyrir aldraðra hafi ekki verið hækkaður strax eftir kosningar er sagt: Þetta er nú bara fyrsta,ár kjörtímabilsins.Það er nú aldrei venja að gera mikið fyrsta árið!

Hvers vegna tóku umbætur ekki gildi um sl. áramot?

Aðferðafræðin gagnvart öldruðum og öryrkjum er furðuleg.Fyrst er tilkynnt 5.desember sl.,að í ár,1.apríl, og 1.júlí og 1.jan.næsta ár eigi að gera eihverjar ráðstafanir fyrir aldraða og básúnað hvað þetta muni kosta mikið fyrir ríkissjóð. Síðan er þetta aftur tilkynnt fyrir 1.april og aftur vegna 1.júli og verður áreiðanlega aftur básúnað út fyrir næstu áramót. Hvars vegna var ekki það sem tilkynnt var 5.desember látið taka gildi strax.Það tók ekki nema 3 daga að afgreiða eftirlaunaósómann á þingi og hann tók gildi strax.Þá þurfti ekki að veltast með málin lengi.

Hækka má lífeyri aldraðra strax

Á sama hátt mætti afgreiða kjarabætur ( hækkun lífeyris)fyrir aldraða og öryrkja á nokkrum dögum.Það þarf ekki að bíða með þær.Það má afgreiða þær strax.

Björgvin Guðmundsson








.

Fara einhver Baugsfyrirtæki úr landi?

Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, segir að Baugur muni á næstunni flytja einhver íslenskra félaga sinna til annarra landa, Bretlands, Danmerkur eða Færeyja. Hann muni segja sig úr stjórnum allra félaga Baugs, sem verða áfram hér á landi, innan fjögurra mánaða.

Þetta kemur fram í viðtali við Jón Ásgeir í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, þar sem hann gerir upp Baugsmálið, eins og það horfir við honum. Jón Ásgeir telur að lögin sem gera það að verkum, að hann verður að fara úr stjórnum félaga á Íslandi vegna hinnar skilorðsbundnu sakfellingar sem hann hlaut í Hæstarétti, séu vitlaus og þeim þurfi að breyta.

„Erlendis mun ég áfram sitja í stjórnum okkar félaga og hver af okkar félögum hér á landi verða flutt út, til Bretlands, Danmerkur eða Færeyja, á bara eftir að koma í ljós á næstu vikum,“ segir Jón Ásgeir.

Jón Ásgeir kveðst oft hafa verið bitur og reiður á undanförnum sex árum, því hann hafi oft verið beittur „ótrúlegum skepnuskap“. Þessi tími hafi reynst honum og fjölskyldu hans mjög erfiður.(mbl.is)

Það yrði mikill skaði ef fyrirtæki Baugs færu úr landi.Vonandi kemur ekki til þess.Jón Ásgeir,stjórnarformaður Baugs hefur sætt ofsóknum hér á landi undanfarin 6 ár.Það var mjög óeðlilegt hvernig reynt var árum saman að grafa upp eitthvað misjafnt við rekstur fyrirtækja hans.Það hefðu mjög fá fyrirtæki þolað slíka skoðun.

 

Björgvin Guðmundsson

Tengdar fréttir - Dómur í Baugsmáli

Innlent | 24 stundir | 10.06.2008 | 05:30

Lögreglu- og ákæruvald í Baugsmáli rannsakað til fulls

Innlent | 24 stundir | 07.06.2008 | 08:30

Boltinn hjá öðrum stjórnarmönnum Baugs

Innlent | Morgunblaðið | 07.06.2008 | 05:30

Ákvörðun um ákæru tekin í haust

Innlent | mbl.is | 06.06.2008 | 18:27

Jón Ásgeir þarf að víkja úr stjórn Baugs

Innlent | mbl.is | 06.06.2008 | 17:05

Rannsókn og ákæra ekki í samræmi við tilefnið

Innlent | mbl.is | 06.06.2008 | 07:27

Fara til Strassborgar með málsmeðferðina

Innlent | mbl.is | 06.06.2008 | 07:23

Hæstiréttur að kalla eftir nýju dómsstigi

Innlent | Morgunblaðið | 06.06.2008 | 05:30

Veit ekki með afleiðingar

Innlent | Morgunblaðið | 06.06.2008 | 05:30

Hlutafélagalögin gilda

Innlent | mbl.is | 05.06.2008 | 19:50

Dómurinn staðfestir fráleitar sakargiftir

Fleiri tengdar fréttir

Leita í fréttum mbl.is


mbl.is Mun flytja einhver félög Baugs til annarra landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband