Sunnudagur, 8. júní 2008
Hvernig mun Hanna Birna reynast?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur skipt um leiðtoga í borgarstjórn og ekki í fyrsta sinn.Það hafa lengi verið erfiðleikar hjá flokknum með val á leiðtoga. Minna má á Árna Sigfússon,Markús Örn Antonsson,Björn Bjarnason og Ingu Jónu Þórðardóttur. Segja má,að þetta hafi allt verið tilraunaleiðtogar,sem ekki voru lengi við völd. Framtíðin leiðir í ljós hvort Hanna Birna verður tilraunaleiðtogi eða ekki.
Hanna Birna hefur ýmislegt í það að vera leiðtogi. Hún er ákveðin og fylgin sér og virðist vita hvað hún vill.Það er kostur. Hins vegar hefur hún ekki mikinn "karisma".Framkoma hennar laðar ekki að sér mikið fylgi. En það getur staðið til bóta. En sjálfstæðismenn virðast telja,að öll mál leysist hjá þeim með því að sparka Villa og setja Hönnu Birnu í leiðtogasæti í staðinn. En svo einfalt er það ekki.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins allir,þar á meðal Hanna Birna, bera ábyrgð á því klúðri,sem flokkurinn hefur komið sér í.Rei málið var stórt klúður en engu minna klúður er myndun meirihluta í borgarstjórn með Ólafi F.Magnússyni.Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn beinlínis keypti Ólaf F, með borgarstjórastólnum.Það er einstakt í stjórnmálasögunni og Sjálfstæðisflokkurinn er ekki búinn ð bíta úr nálinni með það. Ég hygg,að fylgistap íhaldsins stafi fyrst og fremst af þessu "valdaráni" og meira en af Rei málinu. Hanna Birna ber jafnmikla ábyrgð á "valdaráninu" og Vilhjálmur.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 8. júní 2008
Háskólasjúkrahúsi ekki frestað
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segir ekki inni í myndinni að fresta byggingu nýja háskólasjúkrahússins, líkt og haft var eftir Gunnari Svavarssyni, formanni fjárlaganefndar í Morgunblaðinu í morgun.
Þetta eru bara hugleiðingar Gunnars, segir Guðlaugur Þór og bætir við að það sé ekki vaninn að ræða hugmyndir manna um fjárlög fyrr en þau liggja endanlega fyrir. Að mínu mati kemur ekki til greina að leggja málin upp með þeim hætti sem hann gerir. Það liggur alveg fyrir að það þarf að mæta hinum breyttu aðstæðum í efnahagslífinu, en í mínum huga er ekkert sem kallar á það að breyta í grundvallaratriðum áætlunum varðandi háskólaspítalann.
Fjármálaráðuneytið spáir 19,6 milljarða kr. halla á ríkissjóði 2009 og 15 2010. Haft var eftir formanni fjárlaganefndar í Morgunlaðinu í morgun að verið væri að skoða hvar tækifæri væru í ríkisrekstrinum til hagræðingar.
Vert er að geta þess að Kristján Þór Júlíusson, flokksbróðir heilbrigðisráðherra og varaformaður fjárlaganefndar, sagði í samtali við Fréttastofu Útvarpsins í dag að skera yrði niður útgjöld og eðlilegt væri að líta í því sambandi til verkefna eins og háskólasjúkrahússins og Sundabrautar. Þau væru ekki heilagri en önnur verkefni.
´Ég mundi ekki gráta það þó háskólasjúkrahúsi yrði frestað. Raunar hefi ég miklar efasemdir um að skynsamlegt sé að byggja stórt nýtt háskólasjukrahús eins og hugmyndir eru uppi um.Ég tel skynsamlegra að byggja hjúkrunarheimili fyrir aldraða og langlegusjuklinga til þess að létta af núverandi háskólasjúkrahúsi en alltaf liggja svo og svo margir slíkir sjúklingar þar sem gætu verið á hjúkrunarheimili.Ef talið er nauðsynlegt að byggja nýjan spítala tel ég,að það ætti að byggja hann í Fossvogi,þar sem ekki eru eins mikil þrengsli og við Hringbraut.Og það ætti þá ekki að byggja eins stórt og ráðgert er nú.
Björgvin Guðmundsson
´
![]() |
Frestun ekki inni í myndinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 8. júní 2008
Hillary hefur dregið sig í hlé
Barack Obama, forsetaefni Demókrataflokksins vestra, segist djúpt snortinn yfir stuðningsyfirlýsingu Hillary Clinton. Hann hrósaði henni í hástert í gærkvöld, sagði að hún hefði brotið nýtt land til ræktunar í stjórnmálum Bandaríkjanna. Obama sagði það brautruðningi Clinton að þakka að dætur hans ættu kost á að feta sig til æðstu embætta, kysu þær að helga sig stjórnmálum og almannaþjónustu. Clinton hefði talið kjark í milljónir alþýðumanna í Bandaríkjunum með fordæmi sínu, krafti og hugrekki. Þá væri hann þakklátur henni fyrir að gefa kost á sér í baráttuna fyrir tímabærum breytingum í Bandaríkjunum
Hillary Clinton tilkynnti í gær,að hún hefði dregið sig í hlé i baráttunni fyrir útnefningu forsetaframbjóðanda hjá demokrötum.Jafnframt óskaði hún Obama til hamingju með sigurinn í þessu kapphlaupi.Hillary hlaut 18 millj. atkvæða í forkosningunum en Obama 17 millj. atkvæða.Miklar vangaveltur eru vestra um það hvað fór úrskeiðis hjá Hillary. Sumir telja,að Bill Clinton hafi spillt fyrir.M.a. er nefnt,að Hillary hafi lagt of mikla áherslu á nauðsyn reynslu en of litla áherslu a breytingar.Úr þessu fæst aldrei skorið.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 8. júní 2008
Við hvað á að miða lífeyri aldraðra?
Nú situr að störfum endurskoðunarnefnd laga um almannatryggingar.Þeirri nefnd var einnig falið að semja svokallað lágmarksframfærsluviðmið fyrir lífeyrir aldraðra og öryrkja.Nefndin á að skila áliti um það atriði um næstu mánaðamót,1.júlí.
Samtök aldraðra,Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík, hafa ályktað um viðmið fyrir lífeyri eldri borgara og þeirra áliti hefur verið komið á framfæri við endurskoðunarnefndina.Samtök aldraðra telja,að miða eigi lífeyrinn við neysluútgjöld eins og þau koma fram í neyslukönnun Hagstofu Íslands. Hagstofan kannar reglulega meðaltals neysluútgjöld landsmanna. Síðasta könnun var birt í desember sl. Samkvæmt henni eru meðaltals neysluútgjöl einhleypinga 226 þús. á manuði fyrir utan skarra. Með sköttum er þetta rúmlega 300 þús. kr. á mánuði.Framfærslukostnaður og neyslutgjöld eldri borgara er ekki ððruvísi en hjá öðrum í þjóðfélaginu.Ef eitthvað er þá er framfærslukostnaður eldri borgara hærri en annarra. T.d. þurfa eldri borgarar að eyða mun meiri fjármunum en aðrir í læknishjálp og lyfjakostnað.
Væntanlega mun endurskoðunarnefnd laga um almannatryggingar ekki reyna að búa til eitthvað fátækraviðmið til þess að unnt verði að þrýsta lífeyrinum niður.Til er hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna eitthvað viðmið yfir útgjöld,sem ætluð eru til þess að skrimta frá degi til dags.Við þurfum ekki slíkt viðmið. Við þurfum viðmið sem byggist á raunverulegum útgjöldum og eðlilegri framfærslu þannig að unnt verði að ákveða sanngjarnan og eðlilegan lífeyri,sem geri eldri borgurum kleift að lifa með reisn.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 8. júní 2008
Segja framhaldsskólakennarar upp?
Að mati Aðalheiðar ríður á að samið verði sem allra fyrst, því það megi ekki gerast að ósamið verði þegar skólarnir hefjist í haust því það gæti haft alvarleg áhrif. Bendir hún á að verði staðan óbreytt í haust þá óttist hún að kennarar fari að horfa í kringum sig eftir betur launuðum störfum.
iVið upplifum ákveðið andvaraleysi frá ríkisvaldinu gagnvart launakjörunum í framhaldsskólunum og viljaleysi til þess að bregðast við stöðunni. Það lýsir sér í því að við höfum dregist aftur úr miðað við samanburðarhópa í BHM. Kennarar hafa ekki notið góðs af þenslunni sem ríkt hefur að undanförnu, þannig að eins og staðan er í dag eru framhaldsskólarnir því miður engan veginn samkeppnishæfir launalega séð um gott fólk á vinnumarkaði, segir Aðalheiður og bendir á að nokkuð beri á því að ungum, nýútskrifuðum kennurum bregði þegar þeir heyri hver launakjör byrjenda eru og freisti þess að leita í önnur betur launuð störf.
Þetta er alvarlegt mál.Það er búið að semja við grunnskólakennara en eftir að semja við framhaldsskólakennara.Ef framhaldsskólakennarar segja upp og hætta störfum í haust er mikil hætta á ferðum. Menntun skiptir mestu fyrir börnin okkar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Fara kennarar í haust? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |