Íbúðarlánasjóður endurfjármagnar íbúðalán banka og fjármálastofnana

Samþykkt hefur verið reglugerð sem heimilar Íbúðalánasjóði lánveitingar til fjármálafyrirtækja í þeim tilgangi að endurfjármagna tímabundið íbúðalán sem þessi fyrirtæki hafa veitt gegn veði í íbúðarhúsnæði. Þá er í undirbúningi lagafrumvarp um að sjóðurinn fái heimild til að fjármagna og kaupa ný íbúðalán af fjármálafyrirtækjum.

Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir, að með reglugerðinni sé stofnaður nýr lánaflokkur sem heimilar lánveitingar til banka, sparisjóða og lánafyrirtækja með afhendingu íbúðabréfa til tímabundinnar endurfjármögnunar á íbúðalánum sem þessi fjármálafyrirtæki hafa veitt gegn veði í íbúðarhúsnæði hér á landi.

Skilyrði fyrir lánveitingu er að hún sé til þess fallin að tryggja öryggi og framboð lána á íbúðalánamarkaði og eðlilega verðmyndun á íbúðamarkaði.

Setning reglugerðarinnar er í samræmi við yfirlýsingu ríkistjórnarinnar frá 19. júní sl. þar sem kynntar voru aðgerðir á fasteigna- og fjármálamarkaði. Allt að 30 milljörðum króna verður varið til lánveitinga í þessum lánaflokki í formi íbúðabréfa sem eingöngu verða notuð í veðlánaviðskiptum við Seðlabanka Íslands.

Félags- og tryggingamálaráðherra mun jafnframt leggja fram á Alþingi í byrjun september nk. frumvarp þar sem lagt verður til að Íbúðalánasjóði verði veitt heimild til að fjármagna og kaupa ný íbúðalán af fjármálafyrirtækjum. Segir í tilkynningunni að þetta hafi verið ákveðið eftir ítarlega skoðun félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Íbúðalánasjóðs að höfðu samráði við Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands. Verði frumvarpið að lögum er áætlað að verja til þessa allt að 30 milljörðum króna á þessu og næsta ári.

Ráðuneytið segr að fram að framangreindar lagabreytingar, sem fyrirhugaðar eru í september, séu óháðar heildarendurskoðun laga um húsnæðismál sem jafnframt er fyrirhuguð á komandi löggjafarþingi sem hefst í október.(mbl.is)

Hér er lýst nokkuð róttækum aðgerðum í fjármálum og húsnæðismálum. Það má segja,að ríkið sé hér að koma bönkum og öðrum fjármálastofnunum  til aðstoðar með því að  láta Íbúðarlánasjóð kaupa af þeim  skuldabréf vegna íbúðalána, vegna endurfjármögnunar.Hugsunin er sú,að þetta komi íbúðarkaupendum að gagni.Auðvitað hefðu bankarnir sjálfir átt að sjá um þessa endurfjármögnun en þeir ráða ekki við  hana og því er þeim komið til hjálpar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

Fara til baka 


mbl.is Íbúðalánasjóður endurfjármagnar húsnæðislán fjármálafyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggvi Þór: Ná þarf niður verðbólgunni

Mitt hlutverk verður að aðstoða forsætisráðherra við að leiða saman fólk til að koma með lausnir," segir Tryggvi Þór Herbertsson, sem skipaður hefur verið  efnahagsráðgjafi forsætisráðherra til sex mánaða.

„Ég er ekki töframaður, frekar en aðrir, en ég ætla að leggja mitt ýtrasta af mörkum til þess að aðstoða við að hrinda í framkvæmd því sem er í undirbúningi, koma með nýjar hugmyndir og almennt að aðstoða forsætisráðherra í því hlutverki hans að vera ráðherra efnahagsmálanna."

Tryggvi Þór sagði , að ekki megi skilja ráðningu hans til sex mánaða á þann veg að gert sé ráð fyrir að verkefninu verði lokið innan þess tíma. „En við skulum vona að við verðum komin áleiðis."

Hann segir m.a. nauðsynlegt að ná niður verðbólgunni því nái hún að grafa um sig muni það leiða til mikillar kjararýrnunar fyrir almenning.(mbl.is)

Vonandi nær Tryggvi Þór árangri í verkefni sínu fyrir forsætisráðherra. Það er brýnasta verkefnið að ná niður verðbólgunni.Fróðlegt verður að sjá hver niðurstaðan verður með stýrivexti Seðlabankans,hvort þeim verður haldið í hæstu hæðum eða byrjað að lækka þá fljótlega.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Nauðsynlegt að ná niður verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir Haarde fær efnahagsráðgjafa

Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur, hagfræðingur, hefur verið ráðinn tímabundið til forsætisráðuneytisins til að sinna ráðgjöf í efnahagsmálum, einkum á sviði peninga- og fjármálamarkaðar. Tryggvi hefur að undanförnu verið forstjóri fjármálafyrirtækisins Askar Capital en hefur fengið leyfi frá störfum í sex mánaði.(mbl.is)

Þetta er skynsamleg ráðstöfun  hjá Geir. Það er svo mikið í húfi í efnahagsmálum þjóðarinnar um þessar mundir,að nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld að hafa aðgang að fyrsta flokks efnahagsráðgjöfum. Vissulega eru mjög færir sérfræðingar í efnahagsmálum,bæði í fjármálaráðuneytinu og Seðlabankanum en það er mikill fengur að því ei að  siður fyrir forsætisráðherrann að hafa  efnahagssérfræðing sér við hlið sem hann getiur ráðgast við daglega.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Geir fær efnahagsráðgjafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki unnt að reisa tvö álver

Alcoa kynnir nú endurskoðuð drög að tillögu að matsáætlun vegna álvers á Bakka við Húsavík. Verða metin umhverfisáhrif álvers með framleiðslugetu frá 250.000 tonnum á ári upp í 346.000 tonn, sem er sama framleiðslugeta og í álveri Alcoa Fjarðaáls.

Samkvæmt upplýsingum frá Alcoa voru fyrstu drög að tillögu að matsáætlun vegna álvers á Bakka auglýst í júní síðastliðnum. Í þeim var miðað við að virkjanleg orka á svæðinu nægði fyrir 250.000 tonna álver. Fram hafi komið að áhugi sé á því innan Alcoa að nýta meiri orku, verði hún til staðar, og byggja svipað álver og Fjarðaál í Reyðarfirði.

Alcoa segir að hluti innsendra athugasemda við fyrri drögin, meðal annars frá sveitarfélögum í Þingeyjarsýslu, hafi lotið að framleiðslugetu álversins. Í ljósi þessa hafi verið ákveðið að hefja matsferlið á ný og meta umhverfisáhrif álvers með framleiðslugetu frá 250.000 tonnum á ári upp í 346.000 tonn. (mbl.is)

Það er óvíst,að unnt verði að reisa tvö ný áklver,þ.e. í Helguvík og við Bakka. Talið er,að vegna Kyotobókkunarinnar sé ekki rúm nema  fyrir 1 álver,.Búið er að tryggja orku fyrir álver í Helguvík en ekki er búið að fá næga  orku fyrir álver við Bakka.Ljóst  er,að annað álverið verður að biða,sennilega álverið við Bakka.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Skoða stærra álver á Bakka en áður var áformað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru aldraðir og öryrkjar afgangshópar hjá ríkisstjórninni?

Meðan ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sátu við völd hér um 12 ára skeið  var tekið til þess hvað afstaða stjórnvalda var neikvæð  til aldraðra og öryrkja. Það þurfti  þá  að sækja sjálfsagðar og lögbundnar kjarabætur til dómstólanna.Þegar Samfylkingin kom í ríkisstjórn í stað Framsóknar var talið að afstaðan mundi breytast. Nú yrði afstaða stjórnvalda til  aldraðra og öryrkja jákvæð. En því miður. Afstaðan hefur ekki breytst  mikið. Afstaða stjórnvalda er enn neikvæð. Það er enn verið að láta einhverja mola falla til aldraðra og öryrkja og síðan hrópa stjórnvöld upp hvað þau séu góð við þessa þjóðfélagshópa.Mér finnst það jafnvel verra,að stjórnvöld skuli berja sér á brjóst og segja að þau geri vel við þessa þjóðfélagshópa þegar það er í skötulíki sem gert er og hvergi nærri það sem  lofað var fyrir kosningar.Það er komið í ljós,að  aldraðir og örykjar eru afgangshópar hjá þessari ríkisstjórn. Fyrst  er leyst úr öðrum málum og síðan að lokum og að síðustu kemur röðin  að öldruðum og öryrkjum,ef einhverjir fjármunir eru þá eftir.Þegar spurt er hvers vegna lífeyrir aldraðra hafi ekki verið hækkaður strax eftir kosningar er sagt: Þetta er nú bara fyrsta,ár kjörtímabilsins.Það er nú aldrei venja að gera mikið fyrsta árið!

Björgvin   Guðmundsson

 

 

 

 

j


Sjóminjasafnið varpar ljósi á atvinnusögu landsins

Í Fréttablaðinu  í dag er grein eftir Björgvin Guðmundsson um Sjóminjasafnið Víkina..Þar segir m.a.:

Ég  heimsótti Sjóminjasafnið Víkina fyrir skömmu eftir miklar endurbætur á safninu. Það er orðið mjög myndarlegt og safnstjóranum til sóma. Hrifnastur er ég af  því hvað þróun togaraútgerðar í landinu eru gerð góð skil en einnig er lýsing á saltfiskverkun mjög skemmtileg, einkum á Kirkjusandi.Á 1. hæð er móttökusalur og frá honum gengið niður á bryggju, sem er mjög  skemmtileg en þar er  sem uppskipun og útskipun sé í fullum gangi. Maður sér  þar ljóslifandi fyrir  sér  hafnarverkamenn að vinna við  skip. Ég hélt, að stytta af verkamanni á bryggjunni væri lifandi maður, svo vel var hún gerð. Þegar ég var í Menntaskólanum í Reykjavík vann ég stundum við uppskipun til þess að fá skotsilfur, en faðir minn vann árum saman á Eyrinni, við uppskipun og útskipun einkum hjá Alliance og  Kveldúlfi.Á annarri hæð er að mínu mati aðalhluti safnsins. Þar er rakin saga fiskveiða á Íslandi, saga áraskipa, skútualdar, vélbáta og togara. Þar er að finna mörg skemmtileg líkön af skipum,stórum og smáum og skemmtilega  gerð grein fyrir þeim og sögunni. Þróun togaraútgerðar á Íslandi. er skilmerkilega rakin.

 

 Bæjarútgerð Reykjavíkur skipar sérstakan sess á safninu sem von er en safnið er til húsa í fyrrum frystihúsi BÚR. Um langt skeið var Bæjarútgerðin burðarás í atvinnulífi bæjarins. Gaman er að sjá frásögn af því þegar fyrsti nýsköpunartogarinn kom til Reykjavíkur árið 1947 en komudagur togarans telst stofndagur Bæjaútgerðar Reykjavíkur. Bjarni Benediktsson átti sem borgarstjóri stærsta þáttinn í því að skipið var keypt til BÚR. Þeir náðu saman um málið Bjarni Benediktsson og Jón Axel Péturssin,bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins.( Ólíkt hafast leiðtogar Sjálfstæðisflokksins að: Bjarni Benediktsson kom Bæjarútgerðinni á  fót en Davíð Oddsson kom henni fyrir kattarnef!) Á safninu er fallegt líkan af Ingólfi Arnarsyni en einnig af mörgum öðrum togurum. Því eru gerð góð skil á safninu  hve mikilvæg saltfiskframleiðslan var í landinu áður en frysting hófst. Bæjarútgerðin eignaðist frystihús 1959 en svo skemmtilega vill til, að það er einmitt húsið,sem Sjóminjasafmið er nú til húsa í á Grandagarði 8. Húsið var byggt fyrir Fiskiðjuver ríkisins en Jakob Sigurðsson kom því fyrirtæki á fót og rak um nokkurra ára skeið. Árið 1959 eignaðist BÚR húsið og rak þar frystihús um langt skeið. 

 1978    kom  ég að rekstri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, sem  stjórnarformaður  en síðan sem framkvæmdastjóri 1982. Beitti ég mér fyrir smíði tveggja nýrra skuttogara fyrir BÚR, Jóns Baldsvinssonar og Otto N. Þorlákssonar. Reyndust þetta mjög fullkomin og góð fiskiskip. Saga BÚR og raunar atvinnusaga Reykjavíkur öll rifjast upp þegar ég geng um sjómijasafnið. Bæjarútgerðin var um skeið stærsta togaraútgerð landsins. Það er  hollt að sjá  á safninu umskiptin,sem orðið hafa í atvinnumálum landsins. Faðir minn réri á áraskipum frá Grindavík og móðir mín breiddi saltfisk á Kirkjusandi. Þetta rifjaðist upp þegar ég gekk um safnið.Stofnendur Sjóminjasafnsins voru Reykjavíkurborg og Reykjavíkurhöfn. Á fyrsta fundi stjórnar safnsins var Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, ráðin forstöðumaður safnsins en hún hafði mjög beitt sér fyrir stofnun þess. .

Björgvin Guðmundsson

 

www.gudmundsson.net   
 

Í


Bloggfærslur 18. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband