Brown fer ekki frá

Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar segja að ekkert sé hæft í fréttum helgarinnar um að þeir hyggist koma Gordon Brown forsætisráðherra frá völdum. Jack Straw dómsmálaráðherra er sagður vera líklegasti arftaki hans. Straw kveðst engan áhuga hafa á starfinu.

Vangaveltur um framtíð Gordons Browns á forsætisráðherrastóli hafa sífellt aukist í breskum fjölmiðlum frá því að Verkamannaflokkurinn tapaði þingsæti sínu í Glasgow í aukakosningum á dögunum. Þær hafa náð hámarki í gær og í dag. Flest dagblöðin eru á því að Jack Straw dómsmálaráðherra verði næsti forsætisráðherra Bretlands. Sunday Times segir í dag að George Howarth, vinur Straws og fyrrverandi innanríkisráðherra, vinni að því að afla hugmyndinni stuðnings innan Verkamannaflokksins.

Ég hefi ekki trú á þvi,að Brown fari frá þó aukakosningar hafi tapast og skoðanakannanir séu óhagstæðar honum. Flokkurinn mun standa á bak við leiðtoga sinn og reyna að rétta fylgið af. Kosningar verða ekki fyrr en 2010.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Margrét EA fékk 1400 tonn í einu hali

Margrét EA fékk síðastliðinn föstudag stærsta hal í flotvörpu sem vitað er um hérlendis. Hífði Margrétin upp eftir tíu tíma fjórtán hundruð tonn af fiski og var 90% fisksins makríll en afgangurinn síld. Skipið var við veiðar út af Austfjörðum.  Þar sem svo stór hluti aflans er makríll þykir ljóst að verðmæti aflans er mikið.

Ekki er vitað um að skip hafi áður fengið svo mikið í einu hali í flotvörpu en vitað er um eitt skip, Voyager, sem fékk árið 2006 1150 tonn. Ekki er vitað hvað skip hafa mest fengið erlendis en sumir telja að afli Margrétar eigi erindi á heimsmetalistann.

 

Kristinn Snæbjörnsson sem var skipstjóri Margrétar í túrnum sagði að höl gerðust ekki stærri en þetta. „Þetta kom okkur mjög á óvart og það var heppilegt að það vorum við sem fengum þetta því Margrét er eina skipið sem er nægilega vel útbúið til að geta tekið svo stórt hal.“

Veiðin á svæðinu var hin fínasta eftir þetta, líka hjá öðrum skipum. Nú er verið að veiða makríl sem er utan kvóta og síld kemur með. Er oft verið að fá svona 600 tonn í einu svo að munurinn á því og hali Margrétar er mikill.

Margrétin var pöruð með öðru skipi eins og venjan hefur verið í sumar og hefur það gefist vel. Þriðja skipið kemur svo reglulega og ferjar afla í land.

Margrétin hélt í land með fullfermi eftir að hafa verið fjóra daga í túrnum. Samtals veiddu skipin tvö 3900 tonn á þessum fjórum dögum.(mbl.is)

Margrét EA hefur alltaf verið mikið aflaskip.Raunar hafa skip Samherja alltaf fiskað vel og er saga útgerðarinnar eitt samfellt ævintýri.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Methal hjá Margréti EA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Félagshyggjumenn geta lyft Grettistaki

"Eitt besta framtak félagshyggjumanna var framboð R-listans í Reykjavík undir forustu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.R-listinn náði frábærum árangri og sigraði Sjálfstæðisflokkinn í þrennum kosningum.Framboð og árangur R-listans í Reykjavík sýndi hvað félagshyggjumenn geta gert með góðu  samstarfi og þegar vel er að verki staðið .Er  ekki unnt að efna til slíks samstarfs um  landsstjórnina? Jú vissulega. Það er unnt að efna til nokkurs konar " R- lista" samstarfs um ríkisstjórn landsins.Ég tel , að " R- lista" ríkisstjórn sé æskilegasta ríkisstjórnin eins og staðan er nú.Samfylking, Vinstri græn og Framsókn ættu nú að taka höndum saman um stjórn landsins.Það yrði nokkurs konar " R-lista " samstarf."

Framanritað skrifaði  ég á heimasíðu mína 14.mai 2007.Þá voru ef til vill ekki margir á þessari línu en ég hygg,að fleiri séu á henni í dag.Frjálslyndi fkikkurinn hefði einnig getað tekið þátt í slíku stjórnarsamstarfi miðað við þá stefnu ,sem flokkurinn hafði í velferðarmálum fyrir kosningar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Voru það mistök að fara í þessa ríkisstjórn?

Margir Alþýðuflokksmenn sjá viðreisnina,ríkisstjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokks í hillingum og telja hana hafa verið draumastjórn.Þessir Alþýðuflokksmenn voru ánægðir þegar Jón Baldvin myndaði stjórn með Davíð og þeir glöddust þegar Ingibjörg Sólrún myndaði stjórn með Geir Haarde.En það er ekki alltaf unnt að endurtaka liðna atburði og aðstæður breytast.

Þegar Alþýðuflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 1959 hafði flokkurinn áður tekið þátt í mörgum ríkisstjórnum,þar á meðal félagshyggjustjórnum. Alþýðuflokkurinn og Framsókn mynduðu stjórn hinna vinnandi stétta 1934 og Alþýðuflokkurinn  átti forsætisráðherra í ríkisstjórn,sem flokkurinn myndaði 1947,Stefaníu.Gamla Alþýðflokknum hefði aldrei dottið í hug að byrja á því að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum einum. Alþýðuflokkurinn varð til  sem hinn stjórnmálalegi armur verkalýðshreyfingarinnar.Alþýðuflokkurinn var alltaf fyrst og fremst verkalýðsflokkur.Það var mjög óheppilegt,að Samfylkingin skyldi byrja á því að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisfokkinn.Hún hefði þurft að byrja á því að ganga inn í félagshyggjustjórn.Þessi stjórnarmyndun var stílbrot. Meiningin var 2003 að stefna að félagshyggjustjórn og það hefði áfram átt að vera markmiðið.Ef vikið var frá því þurftu að vera mjög sterk rök fyrir því og einhver stór stefnumál jafnaðarmanna að nást fram.Mér virðist,að forusta Samfylkingarinnar hafi ekki samið nógu vel við Sjálfstæðisflokkinn ,þegar stjórnin var mynduð,Samfylkingin tryggði ekki framgang nægilega margra og mikilvægra mála. Og það sem samið var um á velferðarsviðinu er of loðið.Þess  vegna gengur illa að fá fram endurbætur í þágu aldraðra og öryrkja.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Jafnrétti milli karla og kvenna

 

Fyrir kosningarnar 2007 lagði Samfylkingin fram skýra og metnaðarfulla

 stefnu í jafnréttismálum.Þar sagði svo m.a:

Kynjajafnrétti og kvenfrelsi eru ein af grunnstoðum jafnaðarstefnunnar. Samfylkingin lýsir yfir skýrum pólitískum vilja til að koma á fullu jafnrétti milli karla og kvenna og fela forsætisráðuneytinu ábyrgð á að fylgja henni eftir. Samfylkingin vill:

  • Að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi í baráttunni við kynbundinn launamun með því að minnka hann um helming á næsta kjörtímabili. Markmiðið verður að útrýma honum að fullu.
  • Afnema launaleynd og veita Jafnréttisstofu heimildir til að rannsaka og afla gagna sé grunur um að jafnréttislög séu brotin.

Samfylkingin hefur unnið vel í þessum málaflokki og sett hafa verið ný lög um jafnrétti. Nú er aðalatriðið að framfylgja þessum lögum.

 

Björgvin Guðmundsson


Verkfall í vinnuskólanum

Leiðbeinendur í Vinnuskóla Reykjavíkur eru mjög óánægðir með laun sín, telja starf sitt metið í of lágan launaflokk og ætla því að leggja niður störf á hádegi á morgun. Á meðan á vinnustöðvuninni stendur munu leiðbeinendurnir funda og afhenda kröfur sínar í Ráðhúsinu klukkan 14.

Þeir telja ekki rétt að miða störf þeirra við frístundaleiðbeinendur sex til nú ára barna. Þeir ættu heldur að vera í sama launaflokki og ófaglærðir frístundaleiðbeinendur unglinga. Þeir vilja meðal annars launaleiðréttingu fyrir allt sumarið, að starfsmat fari fram og að leiðbeinendur vinnuskólans fái trúnaðarmann.

Mér virðast kröfur leiðbeinendanna vera sanngjarnar.Starfsemi Vinnuskólans er mjög mikilvæg.Þetta er mjög líkt starfi kennara enda hafa oftast valist kennarar  í þessi   störf.Vonandi  leysist kjaradeilan.

 

Björgvin Guðmundssoni


Obama vill styrkja tengslin við Bretland

Barack Obama, verðandi forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, vill styrkja enn frekar tengsl Breta og Bandaríkjamanna til að þjóðirnar geti tekist saman á við ýmis vandamál sem að steðja. Obama hitti forsætisráðherra Breta í dag í Lundúnum.

Bretland var síðasti áfanginn á ferð Baracks Obama til Austurlanda nær og Evrópu. Hann hitti Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi friðarsamningamann, snemma í morgun, áður en hann hélt til fundar við Gordon Brown, forsætisráðherra. Þeir ræddust við í tvær klukkustundir og fengu sér gönguferð saman í góða veðrinu áður en Obama greindi fréttamönnum frá viðræðum þeirra. Forsetaframbjóðandinn verðandi þakkaði Bretum fyrir samvinnuna við Bandaríkjamenn í Írak og Afganistan. Hann kvaðst vera þeirrar skoðunar að Bretar og Bandaríkjamenn ættu að styrkja tengsl sín enn frekar til að takast saman á við ýmis vandamál sem, sem að steðjuðu og ein þjóð gæti ekki leyst upp á eigin spýtur, svo sem afleiðingar loftslagsbreytinga, baráttan við hryðjuverkamenn og erfiðleikana á fjármálamarkaði.

Barack Obama bætti því við að Gordon Brown væri sama sinnis um að styrkja tengslin enn frekar. Enda hefðu þjóðirnar barist saman í tveimur heimsstyrjöldum, töluðu sama tungumálið og hefðu sömu skoðun á lögum og reglum. Auk þess að ræða við Tony Blair og Gordon Brown hitti Barack Obama David Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins. Þeir ræddust við í tæpa klukkustund í húsakynnum neðri málsstofunnar í breska þinginu. Viðræður þeirra snerust einkum um Íran, Írak og efnahagsmálin. Í Evrópuferðinni kom Barack Obama við í Berlín, þar sem fjöldi fólks safnaðist saman til að hlýða á hann. Þá ræddi hann við Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta í París. Ferð forsetaframbjóðandans tilvonandi þykir hafa heppnast vel. Nýjustu skoðanakannanir í Bandaríkjunum sýna að hann hefur eins til sex prósentustiga forskot á John McCain, hinn verðandi forsetaframbjóðanda Repúblíkanaflokksins.

Menn binda miklar vonir við Obama ef hann verður forseti Bandarikjanna,að hann bæti tengslin við Bretland og Evrópu.Tengslin við Evrópu hafa verið veik í forsetatið Bush.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Bloggfærslur 27. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband