Ástrós í Finnlandi

Ástrós  Hilmarsdóttir,sonardóttir mín,er í Finnlandi,í heimsókn hjá Björgvin syni mínum og Pirjo konu hans.Ástrós fór út til Finnlands sl. miðvikudag til vikudvalar og kemur því aftur heim á miðvikudag. Það var tekið vel á móti Ástrós og henni     hefur þóttt mjög skemmtilegt í Finnlandi.Þau Björgvin og Pirjo búa í Kouvola en eiga einnig sumarhús skammt frá Lappenranta.Ástrós er 10 ára gömul og ferðaðist alein til Finnlands. Henni var boðið að vera á Saga Class svo hún var alveg eins og prinsessa á leiðinni út. Tíminn hefur flogið áfram hjá henni úti.Við sendum henni bestu kveðjur.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Skattar á lífeyrissjóðstekjur alltof háir

Lífeyrissjóðstekjur eru ævisparnaður lífeyrisþega.Það er ranglátt að skattleggja þennan lífeyri eins og atvinnutekjur með  35% skatti.70-8ö% af þessum tekjum eru fjármagnstekjur og eiga því með réttu aðeins að sæta 10% fjármagnstekjuskatti.Þetta verður að leiðrétta. Ég vil leiðrétta þetta ranglæti og lækka skattinn af lífeyri úr lífeyrissjóði.

Jafnframt þessari leiðréttingu þarf að afnema skerðingu tryggingabóta vegna lífeyrissjóðstekna.Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var meiningin,að þeir yrðu viðbót við almannatryggingarnar. Það var aldrei ætlunin,að lífeyrir úr lífeyrissjóði mundi skerða lífeyri frá almannatryggingum

 

Björgvin Guðmundsson


Dohaviðræðurnar að fara út um þúfur?

David Shark, talsmaður bandarísku sendinefndarinnar í Doha-viðræðunum sem nú standa yfir í Genf, gagnrýndi Indverja og Kínverja harðlega í morgun og sagði afstöðu þeirra stofna sjö ára vinnu, við gerð nýs heimsviðskiptasamnings, í hættu. 

Shak sagði Bandaríkjamenn hafa kyngt mörgu og sætt sig við miklar málamiðlanir til að reyna að stuðla að því að samningur næðist um afnám hafta í viðskiptum með framleiðsluvörur og landbúnaðarafurðir. 

Shark gagnrýndi hins vegar Indverja harðlega fyrir að hafna málamiðlunartillögu Pascal Lamy, framkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og sakaði Kínverja um að falla frá samþykki ákvæða sem þeir hafi verið búnir að lýsta stuðningi við í síðustu viku.

„Framkoma þeirra hefur stefnt Doha viðræðunum í mestu hættu sem að þeim hefur steðjað undanfarin sjö ár.” Sagði Shark er hann ávarpað 153 fundarmenn í Genf í Sviss í morgun.

Samningar hafa hvað eftir annað strandað á ágreiningi ríkra og fátækari þjóða frá því Doha viðræðurnar voru hafnar í Katar árið 2001.

Vonir höfðu staðið til þess að samningar næðust í þessari viku sem m.a. fæli í sér lækkun tolla og niðurgreiðslna í landbúnaði og á framleiðsluvörum.

Góðar vonir þóttu til þess á föstudag að slíkt samkomulag gæti náðst á grundvelli málamiðlunartillögu Pascal Lamy og var viðræðunum því haldið áfram um helgina.

Tillögur hans fela meðal annars í sér að ríkisstyrkir til landbúnaðar í Evrópu verði lækkaðir um 80% og í Bandaríkjunum um 70%, auk lækkunar tolla á innflutning landbúnaðar- og iðnaðarvara.

Shark segir nú að Indverjar og Kínverjar krefjist þess hins vegar að fá undanþágur sem geri það að  verkum að þeir geti hækkað niðurgreiðslur á útflutningsvörur í stað þess að lækka þær eins og stefnt hafi verið að. Þá sakar hann Indverja og Kínverja um að nýta sér stuðning enn fátækari þjóða í eiginhagsmunaskyni en Kúba, Haíti, Indónesía, Filippseyjum, Venesúela eru á meðal 30 ríkja sem styðja Indverja og Kínverja í málinu.(mbl.is)

Það er mikill skaði ef Dohaviðræðurnar fara út um þúfur.Það er búið að leggja mikla vinnu í þær og útlit var fyrir árangur.Fræðilega séð gætum við Íslendingar gert einhliða það sem viðræðurnar mundu leggja okkur á herðar,þe. minni ríkisstyrki og lægri tolla. En hætt er við að við gerum það ekki nema vegna alþjóðlegs samkomulags.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Doha viðræðurnar í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárhagur margra sveitarfélaga þyngist

Sveitarfélög munu mörg hver væntanlega þurfa að endurskipuleggja framkvæmdaáætlanir sínar fyrir þetta ár.

Halldór,formaður Sambnds sveitarfélaga,

 segir áhrif niðursveiflunnar í efnahagslífinu á starfsemi sveitarfélaga ekki enn komin í ljós.

Aðspurður segir Halldór skuldastöðu sveitarfélaganna rjúka upp. „Kostnaður sveitarfélaganna sem eru með erlend lán hefur aukist mikið. Það færist til gjalda í árslok ef þessi hækkun heldur áfram. Við vonum auðvitað bara að þetta jafni sig út á næstu árum.“ Hann bætir jafnframt við að aðstaðan sé mjög mismunandi enda hafi sum sveitarfélög engin erlend lán á bakinu en allt að því helmingur lána annarra sveitarfélaga sé erlendur.

Halldór telur einnig að erfiðleikarnir byrji á höfuðborgarsvæðinu. „Öll fyrirtækin sem hafa verið í mikilli þenslu og útrás eru á höfuðborgarsvæðinu og því eðlilegt að erfiðleikarnir hefjist þar. Landsbyggðin hefur setið dálítið eftir í þeim efnum og þar af leiðandi finnur hún seinna fyrir erfiðleikunum.“(mbl.is)

Það er sama hvar er borið niður í þjóðfélaginu.Gengislækkunin og erfitt ástand í efnahagsmálum segir alls staðar til sín.Þau svetarfélög sem eru með erlend lán lenda illa í því, skuldir þeirra rjúka upp. Erfitt er að velta slíkum erfiðleikum yfir á þegnana,þar eð fjárhagur almennings hefur einnig farið hríðversnandi vegna hærri eldsneytiskostnaðar,hærra matvælaverðs og hærri afborgana af lánum.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Skuldir hækka og tekjur minnka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband