Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Erlend lán heimilanna 223 miljarðar
Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans nema erlend lán heimilanna í landinu 223 milljörðum kr.Hafa þau hækkað úr 94 milljörðum á einu ári.Af heildarskuld heimilanna er 91 milljarður vegna íbúðalána og hefur hækkað úr 32 milljörðum´ á einu ári.
Þeir,sem eru með erlend íbúðaláb eru í vondum málum vegna falls krónunnar. Krónan hefur fallið um 30 % frá áramótum og erlend lán hækkað samsvarandi. Margir eru í greiðsluerfiðleikum og þyrftu að fá endurfjármögnun en bankarnir eru lokaðir og veita enga slíka endurfjármögnun.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Ísland sæki um aðild að ESB
Björgvin Guðmundsson skrifar grein um Ísland og Evrópusambandið í Morgunblaðið í dag. Þar segir svo m.a.:
Þeirri skoðun hefur aukist mjög fylgi,að láta eigi fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um samningsmarkmið okkar í tengslum við hugsanlega aðild að ESB.Aðrir ganga lengra og vilja að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um það, hvort við eigum að sækja um aðild. Ég tel,að við eigum að semja okkar samningsmarkmið vegna viðræðna við ESB og láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöðu samningaviðræðna.Eitt aðalatriðið í þeim viðræðum er að við höldum yfirráðum yfir fiskimiðum okkar.Við þurfum því að fá samning við ESB, sem tryggir okkur þau yfirráð. Það getur orðið erfitt.En það ætti að vera eitt helsta markmið samningaviðræðna við ESB.Ég viðurkenni, að mikilvægi sjávarútvegs í atvinnulífi okkar fer minnkansi en þó er hér um mjög mikilvægan atvinnuveg að ræða. Ég er tilbúinn til þess að sætta mig við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning við ESB,jafnvel þó kaflinn um sjávarútveg yrði ekki alveg á þann veg sem ég kysi helst.
Ísland á heima með Evrópuþjóðunum og hlýtur að lenda inni í Evrópusambandinu fyrr eða síðar.Það væri skynsamlegt fyrir okkur að marka strax þá framtíðarastefnu að við ætlum inn í ESB .þó síðar verði
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)