Þriðjudagur, 8. júlí 2008
Einkaheimilislæknastöðvar í uppsiglingu
Samninganefnd heilbrigðisráðherra (SHBR) og samninganefnd Læknafélags Íslands hafa gert samning um þjónustu heimilislækna á læknastofum utan heilsugæslustöðva. Þetta er rammasamningur til fimm ára. Á grundvelli hans er stefnt að útboði á rekstri læknastofu þriggja til fimm heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu síðar á árinu.
Samningurinn á sér langan aðdraganda, samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu, en meginmarkmið hans er að efla heilsugæslu og heimilislækningar sem undirstöðu heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Með samningnum er ætlunin að bæta aðgengi sjúklinga að grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins, en einnig að gera stjórnvöldum og veitendum þjónustunnar kleift að bregðast skjótar en áður við breyttum aðstæðum og nýjum áherslum, samkvæmt tilkynningu.
Þannig er samningnum ætlað að bæta þá þjónustu sem í boði er á hverjum tíma, auka svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma og auðvelda útfærslu heilbrigðisþjónustunnar eins og henta þykir hverju sinni. Með því að efla grunnþjónustuna er jafnframt leitast við að styrkja stöðu þeirra sem sérhæfa sig í heimilislækningum."
.
Sambærilegar kröfur munu gerðar til læknastöðva og lækna sem vinna eftir þessum samningi og gerðar eru í hinu opinbera heilsugæslukerfi. Miðað er við að sjúklingar velji lækni og að hann geti stöðvað skráningu sjúklinga á sig þegar þeir verða 1.500. Réttur sjúklings til að skipta um lækni er að öðru leyti tryggður. Þeir eiga að geta leitað til síns læknis með komu á stöð, í gegnum síma eða með tölvupósti og fengið viðunandi úrlausn samdægurs.(mbl.is)
Ekki er ég mjög hrifinn af þessuim samningi. Ég tel mikilvægara að tryggja að alltaf séu til reiðu heimilislæknar á heilsug.stöðvum en oft er misbrestur á því.Sagt er,að gjald verði hið sama á þessum nýjum stöðvum og þeim eldri en hætt er við því að það breytist fljótlega..
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Samið við heimilislækna um rekstur læknastofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 8. júlí 2008
Ingibjörg Sólrún: Harðneskjulegt að tvístra fjölskyldu Ramses
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að það hafi verið harðneskjulegt af Útlendingastofnun að tvístra fjölskyldu keníska flóttamannsins Pauls Ramses. Hún vill að dómsmálaráðherra fjalli um málið.
Paul Ramses var vísað úr landi í síðustu viku eftir að Útlendingastofnun ákvað að fjalla ekki um beiðni hans um pólitískt hæli hér á landi. Hann dvelur nú á gistiheimili fyrir flóttamenn í Róm.
Utanríkisráðherra hefur beðið sendifulltrúa Íslands í Róm um að beita sér í máli Paul Ramses til að tryggja að hann fái réttláta málsmeðferð hjá ítölskum yfirvöldum.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sagði við fréttamenn fyrir ríkisstjórnarfund í morgun að það ætti eftir að afgreiða mál Ramses endanlega hér ál landi. Ekki væri búið að nýta allar kæruleiðir og niðurstaða því ekki fengin. Það væri mikilvægt að nýta allar kæruleiðir og að dómsmálaráðherra fengi að fjalla um málið.
Spurð hvort eðlilegt væri að vísa Ramses úr landi sagði utanríkisráðherra að hún þekkti ekki öll efnisatriði málsins en það væri harðneskjulegt að tvístra fjölskyldu Pauls Ramses. Ítrekaði hún að mikilvægt væri að nýta allar kæruleiðir í málinu.
Hér hefur utanríkisráðherra tekið mjög ákveðna afstöðu í máli Ramses.Ég tel margt mæla með því,að Paul Ramses verði veitt pólitískt hæli á Íslandi. Hann hefur mikil tengsl við landið og hjálparstofnanir hér.Ísland veitir sárafáum pólitískt hæli. Það er komin tími til,að .þar verði breyting á.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 8. júlí 2008
Paul Ramses kærir ríkið
Katrín Theodórsdóttir, lögfræðingur Paul Ramses, hyggst skila inn kæru til dómsmálaráðuneytisins í fyrramálið vegna meðferðarinnar á Paul Ramses.
"Já, þetta verður kært. Ég mun skila inn kærunni til dómsmálaráðuneytisins í fyrramálið. Þá er málið komið til háttvirts Björns Bjarnasonar og fær meðferð þar."
Katrín segist kæra ákvörðun dómsmálaráðherra að vísa Paul Ramses úr landi á þeim forsendum að þar hafi verið brotin lög.
"...bæði íslensk lög og mannúðarlög. Þetta brýtur í bága við stjórnsýslulög, barnalög, lög um mannréttindarsáttmála og ýmislegt annað," segir Katrín.
Ég fagna því,að brottvísun Paul skuli kærð. Lögfræðingur hans hefur mörg veigamikil rök í málinu.Þegar þau bætast við mannúðarsjónarmið virðist Paul hafa sterka stöðu.Ég tel að flytja eigi hann aftur til Íslands.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 8. júlí 2008
Atvinnuhorfur slæmar í haust
Þegar sumarfrístímanum lýkur í haust er hætt við að margir missi vinnuna. Horfur á vinnumarkaði eru með þeim hætti að atvinnuleysi gæti á skömmum tíma farið úr 1% í rúm 3%. Í dag eru um tvö þúsund manns án atvinnu en gangi svartsýnustu spár eftir, upp á 3,8% atvinnuleysi á næsta ári, jafngildir það að um 6.700 manns verði atvinnulausir.
Atvinnulausum gæti því fjölgað um allt að fjögur þúsund næsta árið eða svo. Er hér miðað við vinnuafl í landinu upp á tæplega 180 þúsund manns en erlendu starfsfólki gæti átt eftir að fækka verulega vegna minnkandi eftirspurnar á vinnumarkaðnum.
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir gott atvinnuástand hafa varað lengur fram á þetta ár en spáð var. Síðan muni atvinnuleysið birtast hratt með haustinu og líkast til hraðar en menn hafi séð í þrjá áratugi. Breytingin verði meiri en margir geri sér í hugarlund.
Þó að klipið hafi verið af framlagi í Atvinnuleysistryggingasjóð, með því að láta hluta tryggingagjalds launa renna í Fæðingarorlofssjóð hefur sjóðurinn fitnað vel í góðærinu.
Góðu heilli eigum við vel til mögru áranna, segir Gissur en eigið fé sjóðsins nemur nú um 13 milljörðum króna. Hann segir sjóðinn þola um 2,3% atvinnuleysi áður en fer að ganga á eigið fé. Þó beri að hafa í huga að launagreiðslur geti átt eftir að minnka samfara minnkandi umsvifum á vinnumarkaði.(mbl.is)
Þessir spádómar um atvinnuhorfur koma ekki á óvart. Það var búist við þessu þegar niðursveiflan byrjaði. Það kemur sér vel,að Íslendingar eiga gildan atvinnuleysistryggingasjóð.En ei að síður er atvinnuleysi það versta sem getu dunið yfir. Og gera ber allt til þess að hundra það og eyða.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Þúsundir án atvinnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)