Atvinnurekendur vilja nýjan gjaldmiðil og endurskoðun samninga í haust

.

Eins og greint var frá í hádegisfréttum Útvarps eru hafnar þreifingar um sátt á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins kynntu í síðustu viku forystu verkalýðshreyfingarinnar hugmyndir um leiðir til að leysa efnahagsvandann til lengri tíma. Hugmyndirnar voru svo til umfjöllunar á miðstjórnarfundi ASÍ í dag.

Meðal þess sem lagt er til er að tekin verði upp erlendur gjaldmiðill hér, að kjarasamningar verði endurskoðaðir á næstu vikum þar sem forsendur þeirra séu brostnar og að laun hækki um 3,5% eins og samningarnir kveða á um.

Það er jákvætt,að fulltrúar aðila vinnumarkaðarins ræði saman.En hugmyndir SA virðast ekki vera grundvöllur sátta. SA leggur til að  Íbúðalánasjóður verði tekinn af markaði. ASÍ er andvígt því. ASÍ er einnig andvígt því að samningar verði endurskoðaðir strax í haust. Ljóst er,að það sem vakir fyrir SA er að komast hjá því að bæta verkalýðshreyfingunni  kjaraskerðingu verðbólgunnar.Hugmynd SA um nýjan gjaldmiðil leysir heldur ekki kjaramálin.Nýr gjaldmiðill er framtíðarmál.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Hefur mikið verið gert fyrir eldri borgara?

Ég var á fundi með nokkrum þingmönnum Samfylkingarinnar um málefni aldraðra.Þeir röktu umbætur,sem ríkisstjórnin hefði gert í þágu aldraðra á kjörtímabilinu og töldu að gífurlega mikið hefði verið  gert,tekist hefði að fá mikla fjármuni í þennan málaflokk.Á meðan ég hlustaði á öll afrekin,sem unnin hefðu verið í þágu aldraðra var ég að hugsa hvort ég væri of kröfuharður fyrir hönd eldri borgara,þegar ég gerði kröfu til þess að lífeyrir aldraðra yrði hækkaður   í áföngum í sem svaraði neysluútgjöldum samkvæmt könnun Hagstofunnar  en það var á stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir kosningar. Það hefur vissulega verið mikið gert til þess að bæta kjör þeirra eldri borgara,sem eru á vinnumarkaðnum,  t.d.100 þús. kr. frítekjumark á mánuði sett.En fyrir þá,sem hættir eru   að vinna hefur  lítið verið gert,aðallega  ákveðin örlítil uppbót á eftirlaun þeirra,sem ekki eru í lífeyrissjóði. Það eru 25 þús. krónurnar,sem samþykktar voru á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og urðu að 8 þús. kr. eftir skerðingar og skatta.Ég tel,að forgangsröðin  hafi verið röng. Það átti að byrja á því að bæta kjör þeirra,sem hættir eru að vinna.Kjör þeirra eru verri en hinna sem eru á vinnumarkaði. Síðan ( eða samhliða) átti að draga úr  tekjutengingum.

Er ekki komin tími til þess að byrja að leiðrétta kjör þeirra  lífeyrisþega,sem látið hafa af störfum.Sú leiðrétting hefur enn ekki hafist. Gliðnunin hefur enn aukist

 

Björgvin Guðmundsson


Björgólfur bjargar Eimskip

Björgólfsfeðgar og fleiri fjárfestar ætla að kaupa 25 milljarða kröfu á Eimskip ef hún fellur á félagið. Ótti um það hefur valdið því að hlutabréf í félaginu hafa lækkað um fimmtung á síðustu tveimur dögum, alls 22%.

Avion Group, nú Eimskipafélagið, hagnaðist um 10,5 milljarða króna við sölu á öllu hlutafé í breska ferðaþjónustufyrirtækinu XL Leisure Group árið 2006 og rúmlega helming hlutafjár í Avion Aircraft Trading. Eimskipafélagið gekkst í ábyrgð á láni vegna yfirtökunnar á XL.

Til að liðka fyrir sölunni á XL gekkst Eimskipafélagið í ábyrgð fyrir láni vegna yfirtökunnar og nú telur stjórn Eimskipafélagsins líkur á því að ábyrgðin falli á Eimskip.

Unnið hefur verið að því að endurfjármagna XL, en ekki tekist sem skyldi.Skuldin sem gæti fallið á Eimskip nemur um 25 milljörðum króna. 

Í fréttatilkynningu Eimskipafélagsins segir að feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Björgólfsson, og nokkrir aðrir fjárfestar, séu reiðubúnir leggja fram 207 milljónir evra, jafnvirði tæpra 27 milljarða króna, til að kaupa kröfuna vegna sölu XL Leisure Group og vegna flugrekstrarleyfisábyrgða.

Vegna ótta um að krafan félli á Eimskip lækkaði gengi bréfa í félaginu um ríflega 8% í gær og um tíma var lokað fyrir viðskipti í félaginu. Lækkunin nam rúmlega 16% á mánudag og því minnkaði verðmæti félagsins um tæp 22% á tveimur dögum.  (ruv.is)

 Þetta er gott hjá Björgólfsfeðgum og þeim öðrum fjárfestum,sem standa að því að kauoa umrædda kröfu. Enda þótt Eimskip sé ekki sama óskabarn þjóðarinnar og áður hefur þjóðin taugar til félagsins og vill ekki að félagið lendi í frekari hremmingum.Framtak Björgólfsfeðga og fleiri fjárfesta getur bjargað félaginu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Ólögmæt innheimta seðilgjalda

Við getum ekki séð að fjármálafyrirtæki fari að þessum fyrirmælum sem viðskiptaráðherra setti fram í febrúar á þessu ári,“ segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur Neytendasamtakana.

„Miðað við þær kvartanir sem við fáum á borð til okkar er fólk gjarnan rukkað um seðilgjöld. Jafnvel þó fólk óski ekki eftir að fá seðlana senda heim og vilji bara sjá þá í heimabankanum þá eru gjöld tekin.“

Hildigunnur segir að hún hafi sent bréf til banka vegna 185 króna sem var bætt ofan á rukkun frá húsfélagi. Hún fékk svar til baka sem sagði að erindi hennar væri móttekið og haft yrði samband innan sólahrings. Hún ítrekaði erindið seinna en ennþá hefur hún ekki fengið svar, fjórum sólahringum seinna. „Að fá ekki svar við þessu bendir til að ekki sé búið að taka neina afstöðu til málsins. Það skilar sér ekki til fjármálafyrirtækja að ekki eigi að innheimta seðilgjöld og við viljum að það verði sett sérstök lög við þessu.“(mbl.is)

Samkvæmt lögum má ekki innheimta seðilgjöld nema viðskiptavinurinn hafi samþykkt það. Ljóst er af upplýsingum Neytendasamtakanna,að þetta er brotið. Viðskiptaráðherra verður ef til vill að setja strangari lagaákvæði svo farið verði eftir þessu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Seðilgjöld ólögmæt án samnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband