Tekjur úr lífeyrissjóði skerði ekki lífeyri frá almannatryggingum

Fyrir síðustu kosningar barðist Samfylkingin fyrir því að sett yrði 100 þús. kr. frítekjumark fyrir lífeyrissjóðstekjur og atvinnutekjur.Hálfur sigur hefur unnist í þessari baráttu. Komið er 100  þús.kr. frítekjumark fyrir atvinnutekjur en ekki fyrir lífeyrissjóðstekjur.Þessu þarf að breyta strax. Það er jafnvel enn mikilvægara að setja frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna.Fleiri eldri borgarar eru í lífeyrissjóði en á vinnumarkaði en auk þess er það réttlætismál að menn haldi lífeyrisssparnaði sínum.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 13. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband