Olía lækkar erlendis en hreyfist ekki hér

Engar breytingar hafa orðið á útsöluverði á bensíni og diselolíu hjá olíufélögunum þrátt fyrir umtalsverðar lækkanir á hráolíu á heimsmarkaði að undanförnu. Eldsneytisverð hefur að mestu haldist óbreytt hjá félögunum frá 20. ágúst. 

Talsmenn olíufélaga sem rætt var við í dag benda á að á móti nýlegum lækkunum á heimsmarkaði vegi óhagstæð gengisþróun sem standi í vegi fyrir því að unnt sé að lækka eldsneytisverðs til neytenda hér á landi eins og sakir standa.((mbl.is)

Það er undarlegt hvað  olíufélögin   öll eru samstíga.Þau  hækka öll í einu  eða halda öll að sér höndum.Það er aúgljóst,að þau hafa samráð sín á milli en það er ólöglegt.Það örlar ekki á samkeppni milli félaganna.Það  er mikil spurning hvort  rétt er að hafa frjálsa álagningu á oíuverði.

 

Björgvin Guðmundsson


Aldraðir: Kjaramálin hafa orðið útundan

Ásta Möller,alþingismaður,skrifar grein í Mbl. í dag og rekur afrek stjórnvalda 

i  þágu eldri borgara.Talar hún í því sambandi bæði um fyrrverandi ríkisstjórn og  núverandi 

stjórn.Geir Haarde forsætisráðherra vék einnig að aðgerðum ríkisstjórnar

i þágu aldraðra í Silfri Egils í gær. Ásta talaði mikið um fjölgun hjúkrunarrýma  ög aukna heimahjúkrun í grein sinni.Það er gott og blessað. Að vísu er fjölgun hjúkrunarrýma   á  þessu kjörtímabili fyrst og fremst áætlun enn sem komið er sem  ekki  er enn komin til framkvæmda.En látum það vera. Það er búið að  ákveða byggingu hjúkrunarrýma og það er vel.En það,sem hefur orðið útundan  í málefnum  aldraðra eru kjaramálin. Það er  ekkert  farið að leiðrétta lífeyri aldraðra enn og þó er stjórnin búin  að sitja í  16 mánuði.Það hafa engar almennar ráðstafanir í kjaramálum verið gerðar,þ.e. ráðstafanir,sem kæmu öllum öldruðum til góða.Það hefur verið dregið úr tekjutengingum og það gagnast þeim,sem eru á vinnumarkaði en ekkert hefur verið gert fyrir þá,sem eru hættir að vinna.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 15. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband