Þriðjudagur, 16. september 2008
Lágmarksframfærsla aldraðra: Skref í rétta átt en of stutt skref
Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, skrifaði undir reglugerð í dag sem tryggir lífeyrisþegum lágmarks framfærslu. Helgi Hjálmsson, formaður Landssambands eldri borgara, fagnar þessu framtaki en segir að upphæðin sé langt frá því að vera viðunandi.
Í tilkynningu frá félagsmálráðuneytinu segir að eftir breytinguna hafi lágmarkstekjur lífeyrisþega ekki verið hærri í 13 ár, sé miðað við hlutfall af lægstu launum á vinnumarkaðnum. Lágmarks greiðsla til einstaklings verður 150.000 kr. í stað 137.000 króna og framfærslutrygging hjóna eða sambúðarfólks hækkar úr 224.000 í 256.000 kr.(mbl.is)
Fagna ber því að lágmarksframfærsla lífeyrisþega hafi loks verið ákveðin.Þetta er skref í rétta
átt en of stutt skref. Framfærslan er ákveðin 150 þús. á mánuði en samkvæmt könnun Hagstofunnar um meðaltalsneysluútgjöld hefði hún þurft að vera 226 þús. á mánuði.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. september 2008
Miðlunartillaga í ljósmæðradeilunni
Verkfalli ljósmæðra sem hefjast átti á miðnætti hefur verið frestað eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu á fundi ljósmæðra og samninganefndar ríkisins fyrr í dag.
Fram kemur í tilkynningu ríkissáttasemjara að tillagan verði ekki birt öðrum en þeim sem hlut eiga að máli fyrr en atkvæði hafa verið greidd um hana.
Að sögn Guðlaugar Einarsdóttur, formanns Ljósmæðrafélags Íslands, verður tillagan kynnt á félagsfundi í Reykjavík í kvöld og í fyrramálið á Akureyri og greiða ljósmæður þá atkvæði um hana á föstudag með rafrænum hætti. Fjármálaráðherra skilar sínu atkvæði líka á föstudag.
Við náðum ekki saman þannig að ríkissráttasemjari tók af skarið með miðlunartillögu sem ég held að sé hans önnur á hans starfsferli og við munum leggja hana fyrir okkar félagsmenn," sagði Guðlaug. Ef þetta er samþykkt er málinu lokið," segir Guðlaug og vísar til frekari verkfalla á næstu vikum sem átti að ljúka með allsherjarverkfalli í lok mánaðarins.
Aðspurð hvernig henni lítist á miðlunartillöguna segir Guðlaug að forsvarsmenn Ljósmæðrafélagsins muni tala fyrir tillögunni á fundum sínum.
Um leið og þessi tillaga var lögð fram var samþykkt að fresta meðferð máls sem fjármálaráðherra hugðist höfða fyrir félagsdómi um lögmæti uppsagna ljósmæðra. Jafnframt að málið falli niður verði miðlunartillagan samþykkt enda hvetji Ljósmæðrafélag Íslands félagsmenn sína til að afturkalla uppsagnirnar.(visir.is)
Það er gott,að þessi miðlunartillaga skuli komin fram. Það eru þá vonir til að deilan leysist.það er einnig ánægjulegt að stefnan á ljósmæður skuli dregin til baka.Vonandi felur miðlunartillagan í sér viðunandi kjarabætur fyrir ljósmæður.
Bjöergvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. september 2008
Hvar er lögreglan?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. september 2008
Ófremdarástand í húsnæðismálum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. september 2008
Fjármálaráðherra hundsar ljósmæður
Þess verður ekki vart,að ríkisstjórnin ætli að koma til móts við ljósmæður. Það styttist í allsherjarverkfall ljósmæðra,þar eð ríkið nálgast ekkert kröfur ljósmæðra með nýjum, tilboðum. Stefna fjármálaráðherra hellti olíu á eldinn og hefur gert samningaviðræður mun erfiðari en áður.Það er krafa þjóðarinnar að samið verði strax við ljósmæður. Þær eiga rétt á hærri launum vegna meiri menntunar og alger óhæfa að þær skuli ekki í dag fá laun í samræmi við menntun þeirra.
Ákvæði stjórnarsáttmálans um að koma eigi á launajafnrétti karla og kvenna og bæta hlut kvennastétta í launamálum styður kröfur ljósmæðra.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. september 2008
Hriktir í fjármálakerfinu vestra
Einn stærsti fjárfestingarbanki heims,Lehman Brothers í Bandaríkjunum,komst í þrot í gær.Beðið var um greiðslustöðvun fyrir móðurfyrirtæki bankans.Áhrifa þessa gætir um allan heim. Skuldatryggingarálag íslensku bankanna hækkaði af þessum sökum. Það verður því verra fyrir þá að endurfjármagna sig en áður.Hins vegar töpuðu bankarnir ekki neinum fjármunum vegna þrots Lehman Brothers.
Sérfræðingar hér telja,að þessir atburðir vestra geti frestað því að íslenska fjármálakerfið jafni sig og komist á réttan kjöl á ný.
Björgvin Guðmundsson